Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Síða 18
I 6 H&lqarblaö X>V LAUGARDAGUR II. JANÚAR 2003 „Ég fékk fyrst hugmynd um að gera söngleik þegar Sálin gaf út safnplötu árið 1998. Þá datt mér í liug að gera söngleik upp úr henni við sögu Davíðs Stefánssonar unt Sálina hans Jóns míns og færa hana þá til nú- túnans og jafnvel færa hana í búning vísindaskáldskapar. Sú hugmynd datt hhts vegar upp fyrir sent betur fer en varð til þess að kominn var gmnnur að pælingu sem síðan varð Sól og Máni. Aldrei sterkari en síðasti smellur Hefurðu einhvern tíma komið nálægt leikhúsi áður? „Nei, aldrei," segir Guðmundur. En hugmyndin að söngleiknum er komin frá þér, ekki satt? „Jú, það má segja það. Þessi söngleikur hefur átt sér langan aðdraganda. Hugmyndin kom fyrst upp i byrjun ársins 2000. Okkur langaði til að gera eitthvað svolítið öðruvísi og ákváðum þá að gefa út tvær plötur og gera söngleik upp úr þeim. Þetta urðu plöturnar Annar máni og Logandi ljós.“ Það er nokkuð sérstök leið að söngleik að gefa fyrst út tónlistina á plötu. „Já. Við gerðum söguþráð og lögðum niður fyrir okkur um hvað textarnir ættu að fjalla. Við vildum vita hvort plöturnar gengju vel áður en lengra væri haldið. Okkur grunaði að ef við færum að hösla leikhúsin með söngleik upp úr þurru gætu viðbrögðin orðið mis- jöfn; ég held við hefðum komið að lokuðum dyrum. Popphljómsveitir eru i allt annarri senu en leikhúsin. En með tvær plötur í farteskinu og á þeim tiu lög sem hafa verið i spilun í út- varpi í tvö ár og spennandi sögu- þráður er staða okkar betri: það er ansi mikið komið þegar tónlistin er orðin þekkt. Ef það hefði ekki geng- ið upp að koma þessu á fjalirnar stæðum við þó uppi með tvær góðar poppplötur. Þetta lýsir hljómsveit- inni kannski ágætlega því við erum meira fyrir það láta verkin tala en koma með stóryrtar yfirlýsingar." Létuð þið svo leka út til leikhús- anna hvað þið hefðuð í huga? „Nei, nei. Það er rúmt ár síðan við höfðum samband við leikhúsin og tæpt ár síðan við fengum jákvæð svör frá Borgarleikhúsinu; Guðjón Pedersen leikhússtjóri er ævintýragjarn. Síðan var Karl Ágúst Úlfsson fenginn til að skrifa handrit kringum söguþráðinn. Eftir nokkurra mánaða vinnu hans komu leikstjóri, leikarar, íslenski dansflokkurinn og hönnuðir að verkinu. Þetta hefur því tekið lungann úr síðasta ári í vinnslu. En vinnan við söng- leikinn fór ekki af stað fyrr en seinni platan var komin út. Markmiöinu er síðan náð núna.“ Hvernig var að koma inn í leikhúsið? „Heilmikil upplifup. Strákarnir höfðu allir unnið við leikhús nema ég og Jens. Stebbi var Júdas í Jesus Christ Superstar og Frissi og Jói spiluðu í Litlu hryllingsbúðinni. Þeir þekkja þennan heim ágætlega. En það er ekki á hverj- um degi sem nýr íslenskur söngleikur er frumsýndur og það eru stóru fréttirnar. Það er mikið gert af því að setja upp sýningar sem hafa gengiö vel í útlöndum. Það er mik- il áhætta að setja upp svona söngleik og Borgarleikhúsið á heiður skilinn fyrir að taka sénsinn á þessu. Sveitaballa- hljómsveit gengur ekki inn í hvaða leikhús sem er og bið- ur ásjár - hvað þá að hún geti búist við því að verða tek- ið vel.“ Þriðja víddin í Sálinni Hefur þetta verið gert áður á þenn- an hátt? Að gefa út plötuna áður en söngleikurinn er settur saman? „Ég man ekki eftir að hafa heyrt það. Ég hef verið mikill aðdáandi söngleikja. Ég var búsettur um tíma í Bretlandi fyrir rúmum tveimur árum og fékk þá nokkrar hugmyndir að söngleikjum sem aldrei varð neitt úr. Þá las ég viðtal við Andrew Ll- oyd-Webber sem sagði að tvö lög úr Jesus Christ Superstar hefðu verið gefin út áður sem popplög og þau hefðu orðið vinsæl og gefið ákveðnar vísbendingar um hvernig söngleik yrði tekið. Það er viss bylgja í Bandaríkjunum og Bretlandi í kring- um söngleiki sem byggðir eru í kringum þekkta tónlist og má þar nefna Mama mia með tónlist eftir ABBA, Queen, Saturday Night Fever og nú síðast söngleikur á Broadway með tónlist Billy Joel. Söngleikir eru oft gerðir eftir þekktum sögum eins og raunin er með Vesalingana og Jesus Christ Superstar. Þá fer fólk á sýninguna og þekkir söguna og megnið af mús- íkinni. Við vonumst til þess að þegar fólk sér Sól og Mána uppgötvi það þriðju víddina í lögunum; sjái að þessar tvær plötur fjalli um þessar manneskjur og tilfinningar og text- arnir öðlist meira vægi en séu ekki bara almenns eðlis um ástina og lifið. Mörgum sem hafa séð æfingar hefur þótt gaman að sjá söguna sem liggur að baki laganna á þessum tveimur plötum lifna við.“ Hvernig er að sjá persónurnar lifna við á sviðinu? „Það er ævintýri líkast. Ég hafði aldrei starfað í leikhúsi áður en ég byrjaði af fullum krafti i þessu verkefni í byrj- un október. Það er gaman að horfa á fæðingu Sólar og Mána á sviðinu. Þetta hefur verið rosalega erfitt en skemmtilegt. Og stressið hefur verið rnikið." Vannstu mikið með Karli Ágústi við skrif verksins? „Ég var alltaf í sambandi við hann. Við höföum í hljóm- sveitinni búið til grófa byggingu af sögunni. Leikhúsvinn- an er mikil samvinna. Við höfum þurft að klæðskera- sauma lögin við söguþráðinn og því eru sum ólík því sem var á plötunum og fá annað hlutverk en í fyrstu. Þetta er stór pottur fullur af hugmyndum og Hilmar Jónsson leik- stjóri hefur það óöfundsverða hlutverk að stjórna þessum sirkus. í söngleik eru mörg element sem þurfa að virka og ég fann strax að verkið er í góðum höndum hjá Hilmari; hann veit hvert hann er að fara.“ Beðið eftir hungrinu „Ég fékk fyrst hugmynd um að gera söngleik þegar Sál- in gaf út safnplötu árið 1998. Þá datt mér í hug að gera söngleik upp úr henni við sögu Davíðs Stefánssonar um Sálina hans Jóns míns og færa hana þá til nútímans og jafnvel færa hana í búning vísindaskáldskapar. Sú hug- mynd datt hins vegar upp fyrir sem betur fer en varð til þess að kominn var grunnur að pælingu sem síðan varð Sól og Máni. Þegar ég kom til íslands eftir að hafa búið í Bretlandi í nokkurn tíma setti ég allar hugmyndir um söngleik á ís. Sálin gaf þá um haustið út hljómleikaplötuna 12. ágúst. Platan sló í gegn, það var mikill kraftur i hljómsveitinni og okkur langaði að vinna eitthvert stórt og mikið verk- efni. Okkur langaði til að enda þetta með söngleik. Einnig bauðst okkur núna nýverið að halda tónleika með Sinfón- íuhljómsveit íslands sem við og gerðum með góðum ár- angri. Það er gaman að geta tekið tónlist sína og sett í ann- að umhverfi í stað þess sem við erum vanir. Við kunnum það alveg.“ Fimmtán ár eru nokkuð langur tími fyrir popphljóm- sveit. Hver er lykillinn að langlífi Sálarinnar? „Ég veit það ekki. Við erum flnir vinir og það er ansi mikilvægt. Það er líka virkilegur metnaður til góðra hluta í hljómsveitinni og eykst hann með hverju árinu. Vinnu- törnin hefur núna staðið yfir frá 1999 þannig að ég gæti trúað þvi að menn vildu slaka aðeins á eftir þetta; að við tækjum pásu og biðum eftir hungrinu." Ég tók eftir því að þú sagðir að ykkur langaði til að „enda þetta með söngleik". Innst inni gerir unglings- greg á Skagaströnd sér ekki i/onir um að uerða poppari. Ég bjóst ekki við að ég fengi þau tæki- færi. Ég ílentist hins veg- ar íþessum bransa. Þeir sem ná lengst ípopptón- list eru þeir sem hafa ástríðu og úthald.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.