Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR II. JANÚAR 2003 Helcjartfloö I>V 19 „Þá meina ég þessa törn, við erum ekki hættir. Það eru vissar vörður í ferli hljómsveita. Mér fannst frábært að sjá Gretti Þursaflokksins á sínum tíma í Austurbæjarbíói og The Who gerði líka rokksöng- leikinn Tommy. Þetta er því hluti af ferli margra popphljómsveita, alveg eins og safnplötur og tón- leikaplötur. Margir hafa líka gert kvikmyndir og þar má nefna Stuðmenn sem gerðu eina bestu kvikmynd sem gerð hefur verið á íslandi. Við töldum okkur ekki tilbúna í kvikmynd; kannski tilbúna fyrir söng- leik og kannski kæmumst við upp með það.“ Beaten Bishops Ég man eftir því að nafni Sálarinnar var breytt í Beaten Bishops og stefnt á erlendan markað. „Það var gert með hálfum huga. Útgefandinn var hins vegar ansi metnaðargjarn í sambandi við erlend- an markað. Við fórum í tvær tónleikaferðir tii Skand- insár enda hef ég stefnt að því leynt og ljóst mjög lengi.“ Þú hefur ekki selt Herbalife til aö bæta fjárhaginn? „Ég hef gert margt: ég vann hjá Atlanta og var trillu- karl fyrir vestan um tíma, unnið í plötubúðum - nefndu það! Fyrri part síðasta árs var ég t.d. við smíð- ar hjá frænda mínum. Vann með svuntu og hamar. Það er ágætis tilbreyting að komast út úr tónlistinni og vinna „heiðarlega" vinnu. Þaö þykir nefnilega ekki heiðarleg vinna á íslandi að vera poppari. Með því að taka sér frí frá tónlistinni lærir maður líka að meta hana.“ Ertu frá Skagaströnd? „Ég ólst þar upp.“ Og hvað varð til þess að þú fórst þessa leið í lífinu? „Fyrst langaði mig til að verða tónlistarkennari. Ég fann strax sem unglingur að ég hefði gaman af músik og langaði að vinna við hana. Ég fór því suður til að verða tónlistarkennari. í Reykjavík byrjaði ég í tónlist- Breytt ballmenning Það er oft talað um að tónlistarmenn verði að sýna ábyrgð sem fyrirmyndir krakka og unglinga. „Mér hefur alltaf fundist það svolítið skrýtið. Það er hluti af því að vera unglingur að vera í uppreisn, hluti af því að verða fullorðinn. Það er því einkenni- legt að halda að einhverjir tónlistarmenn beri ábyrgð á heilli kynslóð unglinga. Það eru foreldram- ir sem eiga að bera þá ábyrgð, vera góð fyrirmynd og drullast til að ala börnin sín sómasamlega upp.“ Hefur sveitaballamenningin breyst mikið frá því þú byrjaðir að spila? „Sveitaballamenningin breyttist mikið þegar bjór- inn var leyfður. Þá spratt upp hellingur af pöbbum. Afþreyingarmöguleikar eru miklu meiri í dag en áður fyrr og þvi meiri samkeppni um fólk. Hjá Sálinni hefur það breyst að síðustu sjö árin höfum við einungis spilað okkar eigin tónlist á böll- inavíu en höfðum í raun aldrei neinn metnað til að meika það úti. Það er varla hægt að sinna báðum mörkuðum í einu. Þessi hljómsveit var búin til fyrir hálfgerða slysni árið 1988 og átti að þreyja þorrann í þrjá mánuði en það hefur teygst á lopanum. „Við Stefán Hilmarsson erum þeir einu sem eftir eru af upprunalegu Sálinni en 1988 komu Jens Hansson og Friðrik Sturluson til liðs við okkur. Jóhann Hjörleifs- son er síðan búinn að vera í hljómsveitinni í fimm ár. Það er sú útgáfa hljómsveitarinnar sem hefur starfað lengst og farsælast." Og svo er Jón Ólafsson kominn aftur til liös við sveitina í þessu verkefni. „Já, hann aðstoðar okkur í Sól og Mána, spilar á hljómborð og er tónlistarstjóri með mér. Hann hefur gríðalega reynslu við uppfærslu söngleikja og er drengur góöur. Með svuntu og hamar Hvenær byrjaðirðu í tónlist? „Ja, hvenær byrjar maður í tónlist? Fyrsta skiptið sem ég spilaði fyrir peninga var þegar ég var sextán ára gamall og spilaði á balli á Skagaströnd með Hall- birni Hjartarsyni og fleirum. Annars byrjaði ég á fermingaraldrinum að gutla á gítar og hef verið að síð- an. Fyrsta plötusamninginn fékk ég í Kikk með Siggu Beinteins fyrir einhverjum tuttugu árum. Síðan er ég búinn að vera í þessu af og til. Nei, nei, ekkert af og til, ég hef verið í þessu alveg á fullu!" Hefurðu unnið einhverja aðra vinnu með fram tón- listinni? „Ekki núna. Sálin hefur hins vegar tekið sér góð frí og þá fara menn að vinna við hitt og þetta. En tónlist- in hefur verið aðalstarf mitt síðan ég komst á fullorð- arskóla og menntaskóla en flosnaði hægt og rólega upp úr skóla. Ég hafði ekki nægan áhuga á klassískri tónlist. Innst inni gerir unglings- grey á Skagaströnd sér ekki vonir um að verða poppari. Ég bjóst ekki við að ég fengi þau tækifæri. Ég ílentist hins veg- ar í þessum bransa. Þeir sem ná lengst í popptónlist eru þeir sem hafa ástríðu og úthald. Þetta er mjög erfitt að mörgu leyti og ef ég hefði ekki haft þessa ástriðu fyrir tónlistinni hefði ég ekki haldið þetta út í öll þessi ár. Það er mikið lán að geta flutt sína eigin músik og hagað lifi sínu eftir eigin höfði. Það kostar líka aga og auðvitað svolitla heppni.“ Þannig að það er áhuginn sem hefur haldið þér í þessu? „Ég man eftir í fyrstu bílskúrshljómsveitunum þeg- ar ég skildi ekki af hverju strákarnir gátu ekki mætt kvöld eftir kvöld og æft sömu lögin aftur og aftur þótt ekkert sérstakt stæði til. Ég skildi ekki af hverju menn vildu ekki æfa vel og vinna mikið. Ég hef alltaf verið í því hlutverki að draga vagninn og berja menn áfram. Ég hef alltaf verið ofstopamaður þótt ég kalli það að vera ástríðufullur í tónlistinni. Ég uppgötvaði snemma að til að ná árangri þarf maður að vinna vel og vera duglegur. Það gerir enginn þetta fyrir mann. Og það er hluti af ástæðunni fyrir velgengni Sálarinnar að við höfum lagt mikið á okkur til að ná árangri.“ um og breytt þeim í tónleika þar sem fólk kemur til að upp- lifa Sálina. Það hefur alltaf ver- ið litið niður á sveitaböllin í vissum kreðsum en þetta er okkar vettvangur. Okkur líður yfirleitt best þegar allir dansa og skemmta sér og þá ekki endi- lega þegar fólk situr og hlustar. Við viljum hafa orkuflæði milli okkar og fólksins í salnum.“ Á fimmtán árum hafa nokkr- ir árgangar farið yfir dansgólfið á böllum Sálarinnar. „Sálin hefur verið mjög far- sæl hljómsveit. Við náðum því strax fyrsta sumarið og höfum haldið góðu róli alla tíð síðan. Við höfum gengið í gegnum nokkur tímabil. Sum árin höf- um við verið það ver-sfa sem komið hefur fyrir is- lenskt menningarlíf en önnur ár erum við alveg frambærilegir. En við höfum alltaf haldið okkar striki. Það er svo undir hælinn lagt hvort tónlist okkar er í tísku eða ekki. Við reynum að vera eins heiðarlegir og við getum og ég held að fólk skynji fljótt ef listamenn tala frá hjartanu og virði þá fyrir það. í dag er fólk duglegt að mæta á tónleika hjá okkur og kaupir plöturnar okkar en á morgun er það kannski búið. Þetta er þannig bransi. Maður er aldrei sterkari en síðasti smellur Maður er alltaf með krosslagða fingur og spyr sig hvað þetta geti gengið lengi. Og það er fjári gaman að storka örlög- unum.“ -sm Við [Sálin] höfum gengið ígegnum nokkur tímabil. Sum árin höfum wið ver- ið það versta sem komið hefur fgrir íslenskt menningarlíf en önnur ár erum við alveg fram- bærilegir. En við höfum alltaf haldið okkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.