Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Síða 36
A O Helqarhlacf I>"V LAUGARDAGU R II. JANÚAR 2003 Þingmál 27.4.93: Aukaaðild að Vestur-Evrópusambandinu (VES) Nefndarálit minnihluta utanríkismálanefndar sem fól í sér andstöðu við að Alþingi lýsti yfir stuðningi við aukaaðild Islands að VES. (ISG, Steingrímur Hermannsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Páll Pétursson) 29.4.93: Húsnæðisstofnun ríkisins Nefndarálit og breytingartillögur minnihluta félags- málanefndar við frumvarp félagsmálaráðherra um lán- veitingar til endurbóta á félagslegu húsnæði og kaupa á almennum kaupleiguíbúðum. Tillögurnar voru felldar. (ISG, Jón Kristjánsson, Kristinn H. Gunnarsson, Ingibjörg Pálmadóttir) 8.5.93: Atvinnuleysistryggingar Breytingartillaga minnihluta heilbrigðis- og trygginga- nefndar við frumvarp um atvinnuleysistryggingar, aðal- lega þess efnis aö bótaréttur héldist óskertur þótt ekki væri sótt um vinnu, svo fremi sem framvísað væri lækn- isvottorði um að viðkomandi gæti ekki stundað þá vinnu sem i boði væri. Tillagan var felld. (ISG, Finnur Ingólfsson, Ingibjörg Pálmadóttir, Margrét Frí- mannsdóttir) 11.10.93: Fæðingarorlof og biðlaun alþingismanna Lagafrumvarp þess efnis að þingmönnum yrði tryggð- ur fæðingarréttur (konum í 6 mánuði en körlum í 1) og hins vegar að réttur þeirra til biðlauna félli niður segðu þeir af sér fyrir lok kjörtímabils. Frumvörpin urðu ekki útrædd. (ISG, Margrét Frímannsdóttir, Valgeröur Sverrisdóttir) 11.10.93: Biðlaun ráðherra Lagafrumvarp þess efnis að réttur ráðherra til bið- launa félli niður segðu þeir af sér fyrir lok kjörtímabils. Frumvarpið varð ekki útrætt. (ISG, Margrét Frímannsdóttir, Valgerður Sverrisdóttir) 23.11.93: Kosið í prófkjöri Kvennalistans fyrir borgarstjórnarkosningar 1986. Skipun nefndar til að kanna útlánatöp Lagafrumvarp þess efnis að skipuð yrði nefnd til að kanna útlánatöp helstu innlánsstofnana, fjárfestingar- lánasjóða atvinnuveganna og Byggðastofnunar næstu árin á undan, meðal annars hvort þau mætti rekja til óeðlilegra viðskiptahátta á borð við óeðlilegan pólitískan þrýsting til að greiða fyrir lánveitingum. Frumvarpið varð ekki útrætt. (ISG, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Kristín Einarsdóttir, Guðrún J. Halldórsdóttir, Anna Ólafsdóttir Björnsson) 15.2.94: Launagreiðslur til ríkisstarfsmanna í fjarvistum vegna barnsburðar Lagafrumvarp þess efnis að í reglugerð um rétt ríkis- starfsmanna til launagreiðslna í fjarvistum vegna barns- burðar skyldi ekki einungis kveöa á um rétt „kvenna" heldur ríkisstarfsmanna almennt. Ákvæðið hafði leitt til þess að sumir karlar áttu engan rétt á slíkum greiðslum. Frumvarpið varð ekki útrætt. (ISG, Anna Ólafsdóttir Björnsson, Jóna Valgerður Kristjáns- dóttir, Kristín Ástgeirsdóttir, Kristín Einarsdóttir) 24.2.94: Skipunartími forstjóra Tryggingastofunar Lagafrumvarp þess efnis að skipun forstjóra og nokk- urra æðstu starfsmanna Tryggingastofnunar yrði ekki ótímabundin heldur til fjögurra ára. Frumvarpið varð ekki útrætt. (ISG, Anna Ólafsdóttir Björnsson, Jóna Valgeröur Kristjáns- dóttir, Kristín Ástgeirsdóttir, Kristín Einarsdóttir) 26.4.94: Lenging fæðingarorlofs Lagafrumvarp þess efnis að mæðrum yrði greiddur fæðingarstyrkur í 9 mánuði í stað 6 og að auki í 1 mán- uð fyrir áætlaðan fæðingardag. Frumvarpið komst ekki á dagskrá. (ISG, Anna Ólafsdóttir Björnsson, Jóna Valgerður Kristjáns- dóttir, Kristín Ástgeirsdóttir, Kristín Einarsdóttir) Endur fyrir löngu kemur Ingibjörg Sólriín við á tjarnarbakkanum á leið frá Alþingi yfir í borgarstjórastólinn Sannfæring Ingibjargar Sólrúnar FRAMHALD AF OPNU Þröngsýni er eitt en sé víðsýnin aukin nógu mikið hlýtur að mega gera ráð fyrir að á endanum tapist miðið og jafnvel sannfæringin - og hlutverk fundar- stjórans taki við. Skýrasta vísbendingin um að það sé hið eiginlega hlutverk stjórnmálamannsins að mati Ingibjargar Sólrúnar eru ummæli í umræðum um ut- anríkismál 16. mars 1993. Þar sagði hún að sér fyndist brenna við í umræð- unni að stjórnmálamönnum leyfðist ekki að „hugsa upphátt" heldur væri þess krafist að þeir kæmu fram með hugmyndir sínar „fullmótaðar og skotheldar" „[...] og þeir eigi sérstaklega í pólitík að vera eins konar leiðsögumenn, þeir eigi að koma fram sem leið- sögumenn og visa lýðnum veginn með einhverjum hætti. Þetta er ekki mín pólitíska sýn.“ -ÓTG Á fyrsta ári í borgarstjórn Reykjavíkur árið 1982. Nýr borgarstjóri, Davíð Oddsson, er í ræðupúlti en Ingibjörg Sólrún lætur sér fátt um finnast. heilbrigðisráðherra. I desember 1991 sagði hún um hann, vegna niðurskurðar á framlögum til Landa- kotsspítala, að hann virtist hafa „heldur suðrænt geðslag. Hann verður nú að fá sína vendettu, fá sina hefnd.“ í apríl 1993 sagði hún um Sighvat: „Ég hef aldrei kynnst nokkrum ráðherra, ég vil næstum segja manni, sem sýnir eins mikla lítilsvirðingu þeim sem hann á þó að starfa með [...] við gerðum við hann ein- hvers konar gentlemen’s agreement, þó maður eigi auðvitað ekki að gera það nema við gentle-menn [...].“ Sighvatur taldi Ingibjörgu Sólrúnu heldur auðsær- anlega fyrst ummæli hans hefðu sært hana en hún svaraði að bragði að „hæstvirtur ráðherra særði mig ekki með þessum ummælum. Það þurfa nefnilega ein- hverjar tilfinningar að vera á milli fólks til að sær- indi geti átt sér stað.“ Ekki leiðsögumenn Vitanlega hefur afstaða Ingibjargar Sólrúnar til ýmissa mála breyst á áratug en af þingferlinum að dæma virðist ljóst að hún hefði átt jafn vel eða betur heima í flokki Vinstri-grænna en Samfylkingarinnar. Ákvörðun hennar er örugglega til marks um breyttar áherslur. Ýmis ummæli hennar á Alþingi gefa líka innsýn í hvert hún telur - eða taldi aö minnsta kosti þá - að hlutverk stjórnmálamanna ætti að vera; sem sagt að þeir hafi jafnvel átt að vera nokkurs konar fundar- stjórar þjóðmálaumræðunnar frekar en eindregnir málsvarar sjónarmiða. Henni verður tíðrætt um að menn eigi að hefja sig „upp úr hjólförum" umræðunnar og vottar jafnvel fyrir gagnrýni á þá sem flytja mál sitt af festu. Kannski var það dæmi um að komast „upp úr hjólför- unum“ þegar hún hóf eitt sinn ræðu sína svona: „Virðulegur forseti. Ég verð að byrja að gera þá játn- ingu að ég hef ekkert óskaplega miklar skoðanir á því frumvarpi sem leggur fyrir um breytingu á lögum um Hæstarétt. Mér sýnist þó af lestri þessa frumvarps [...] að þetta sé vel athugunarvirði og það geti í raun- inni orkað tvímælis eins og þessu er háttað í dag ..." í utandagskrárumræðum í janúar 1994 um atvinnu- leysi sagði hún að umræðan opinberaði ráðleysi stjórnmálamanna: „Ég ætla svo sem ekkert að undir- skilja sjálfa mig frá því en stjórnmálamenn eru ráð- lausir i þessum málum," sagði hún og bætti við að nauðsynlegt væri að menn færu að „hugsa nýjar hugsanir í þessum málum og afleggi þröngsýnina og afleggi kreddur markaðshugsunarinnar sem hér tröll- ríður öllu“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.