Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2003, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR II. JANÚAR 2003 Helqarblacf JOV 27 Sjálfhverft kvennagull Rex Harrison i/ar qatlaqripur, eiqinleqa sannkölluð karlremba. Konur fóru allai/eqa ekki vel út úr samböndum við hann. Hann var eins oq fæddur íhlutverk Henrys Hiqq- ins íMq Fair Ladq oq það hlutverk færði honum heimsfræqð á miðjum aldri. Rex Harrison fæddist árið 1908 og hét fullu nafni Reginald Carey Harrison. Hann var þriðja barn for- eldra sinna og eini sonurinn. Hann var líkamlega veikburða barn og móðir hans dekraði hann með þeim afleiðingum að hann varð áfar háður henni og um leið ákaflega sjálfhverfur. Sjö ára gamall fékk hann mislinga og missti í kjölfarið sjón á vinstra auga. Sjónleysið háði honum í skóla og hann var venjulega neðstur í bekknum. Ellefu ára gamall breytti hann nafni sínu í Rex og hélt því nafni alla ævi. Hann haföi ákafan áhuga á leiklist, lék i skóla- leikritum og hætti námi til að gerst leikari með litl- um leikflokki. Tuttugu og fimm ára gamall varð hann ástfanginn af Collette Thomas sem var tískusýningarstúlka. Þau giftust og eignuðust son en slitu fljótlega samvistum. Rex vann sextán tíma á dag í tvö ár á sviði og í kvik- myndum áður en hann sá árangur erfiðis síns. Vel- gengnin breytti honum. Hann þótti ekki lengur skemmtilegur heldur afar sjálfhverfur og hrokafullur. Sexý Rexý Hann kynntist þýskri leikkonu, Lilli Palmer, og eft- ir að hann hafði gengið frá skilnaði sínum við Collette kvæntist hann Lilli. Þau fluttu til Hollywood þegar Rex fékk tilboð um sjö ára kvikmyndasamning. Rex hafði ekki verið lengi í Hollywood þegar sögur komust á kreik um hroka hans og samskiptaerfið- leika. Hann gerði ekkert í því að vingast við blaða- menn og þeir sáu því enga ástæðu til að hampa hon- um. Konur í Hollywood heilluðust hins vegar mjög af honum. Hann þótti mjög kynþokkafullur og gekk und- ir nafninu Sexý Rexý. Honum var ómögulegt að vera konu sinni trúr en hún tók framhjáhöldum hans af þolinmæði því hún var sannfærð um að hann elskaði enga aðra konu en hana. Harmleiltur í Hollywood Rex kynntist leikkon- unni Carole Landis sem var 28 ára gömul og átti fjögur misheppnuð hjóna- bönd að baki. Rex ætlaði sér einungis að eiga stutt ástarævntýri með Carole en hún varð yfir sig ást- fangin af honum og vildi giftast honum. Brátt var ástarævintyri þeirra á allra vitorði og Rex játaði framhjáhaldið fyrir konu sinni. Lilli ákvað að fara til New York og skilja Rex eft- ir til að láta hann taka ákvörðun um framtíð hjónabands þeirra. Meðan Lilli var í New York eyddi Rex öllum tíma sínum með Carole en tók síðan ákvörð- un um að taka að sér hlut- verk i leikriti í New York. Hann sagði Carole frá því og hún leit svo á að hann væri að snúa aftur til eigin- konu sinnar. Næsta morg- un hringdi hann nokkrum sinnum í Carole en þjón- ustustúlka hennar sagði honum að hún væri ekki vöknuð. Rex kom síðan til heimilis hennar og fann Carole þar sem hún lá látin á baðherbergisgólfmu. Hún hafði tekið inn of stóran skammt svefnlyfja. Rex Harrison þótti ekki fínn pappír í Hollywood eftir að hafa hrakið unga leikkonu í sjálfsmorð eins Rex Harrison. Hann þótti sjálfliverfur og yfir- lætislegur en naut gífurlegrar kvenhylli og kvæntist sex sinnuni. Tvær lcikkonur fyrir- fóru sér vegna ástar á honum. Rex Harrison sló eftirminnilega í gegn í hlutverki Henry Higgins í My Fair Lady þar sem Audrey Hepburn lék Elísu. Vinir leikarans sögðu að liann hefði haft lítið fyrir að bregða sér í gervi Higgins, svo margt hefðu þeir félagar átt sameiginlegt. að koma fram við Kay eins og hún væri ekki sjúkling- ur því hann vildi ekki að hún kæmist að því hversu alvar- lega veik hún væri. Kay Kendall lék í síðustu kvikmynd sinni árið 1959 og var þá fársjúk. Hún var 32 ára gömul þegar hún lést og hafði verið gift Rex í tæp tvö ár sem voru þau hamingjusöm- ustu sem hún hafði lifað. Rex var niður- brotinn maður eftir lát hennar og sagði vini sínum aö nú vildi hann fá Lilli Palmer aftur til sín. En hún var gift að nýju og var ákaftega hamingjusöm. Of margar konur Ein af betri myndum Rex í Hollywood var The Ghost and Mrs. Muir, uin ástir ungrar konu og draugs. Mótleikkona Rex var Gene Tierney. og slúðurblöð töngluðust á. Fjölmiðlar ætluðust til að hann sýndi opinbera iðrun en hann lét það ekki eftir þeim heldur þjáðist i einrúmi vegna þess að hann var sannfærður um að hann hefði getað bjargað Carole. Hann lagðist inn á sjúkrahús með magasár vegna álags og áhyggna. Ást og dauði Rex og Lilli fluttu til Englands og reyndu að lappa upp á hjónaband sitt. Við gerð myndarinnar The Con- stant Husband lék Rex á móti hinni 26 ára gömlu Kay Kendall. Hún var gullfalleg og lífleg heimsdama með mikla persónutöfra. Þau urðu ástfangin. Á þessum tíma tók Rex að sér hlutverk Henry Higg- ins í My Fair Lady á Broadway, söngleik sem lýst var sem söngleik aldarinnar. Þeir sem til þekktu sögðu Rex vera fæddan í hlutverk Higgins þar sem þeir fé- lagar væru alveg eins. Rex lék síðan í kvikmyndaút- gáfu verksins og hlaut fyrir leik sinn óskarsverðlaun, BAFTA-verðlaun og verðlaun gagnrýnenda í New York. Myndin gerði hann að stórstjörnu. Meðan Rex lék Higgins á Broadway veiktist Kay Kendall. Læknir hennar boðaði Rex á sinn fund og sagði honum að Kay væri með hvítblæði sem myndi draga hana til dauða innan þriggja ára. Rex bað lækn- inn um að segja engum að Kay væri dauðvona og alls ekki henni sjálfri. Rex sótti því næst um skilnað frá Lilli og kvæntist Kay. Hann lagöi sig allan fram við Rex kynntist leikkonunni Rachel Roberts. Vinir henn- ar sáu hana skyndi- lega breytast úr ákveðinni og hrein- skilinni konu í und- irgefna og hlutlausa manneskju sem varð háð heimsmanninum Rex Harrison. Hún yfirgaf eig- inmann sinn og stuttu seinna varð hún fjórða eigin- kona Rex Harrisons. Rachel bjó nú við íburð sem hún hafði aldrei áður kynnst en hún var haldin minnimáttarkennd gagn- vart fína og fræga fólkinu sem þau hjón umgengust. Hún fór að drekka og varð sér oft til skammar vegna drykkjuláta. Hjónabandið var fljótlega í molum og Rex leitaði huggunar hjá vinkonu þeirra hjóna, Elísa- betu Harris, fyrrverandi eiginkonu leikarans Ric- hards Harris. Hann skildi við Rachel og kvæntist El- ísabetu. Á fyrstu dögum hjónabandsins komst Elísabet að því að eiginmaður hennar mundi ekki alltaf hvað hún hét. Hann var búinn að vera í tygjum við svo margar konur að hann ruglaði nöfnum þeirra sífellt saman. Það var ekki til að laga samkomulagið þegar Elísabet fann í skrifborðsskúffu Rex gamalt ástarbréf sem hann hafði skrifað Rachel sem var nákvæmlega eins og ástarbréf sem Rex hafði skrifað Elísabetu. Eftir fjögurra ára hjónaband sótti Elísabet um skilnað. Rex sást eftir þaö oft í fylgd Rachelar og margir áttu von á að þau myndu taka saman aftur. Rex kvæntist þá mjög óvænt konu sem var þrjátíu árum yngri en hann sjálfur. Þegar Rachel gerði sér grein fyrir að hún hafði misst Rex fyrir fullt og allt framdi hún sjálfsmorð. Rex Harrison var aðlaður árið 1989. Hann lést ári síðar, 82 ára gamall.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.