Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2003 Fréttir DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson, ábm. Ritstjóran lllugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjórar Kristinn Hrafnsson Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm: 550 5020 - AÖrar deildin 550 5749 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. 2 x Bónus Bónus opnar aðra versl- un sína íÁrbæjarhverf- ínu í dag. Þar gildir fjöldi til- boðaán hlið- stæðu. Nýja búð- in er í Hraunbænum en fyrir er önnur í Selási. Þetta er 21. Bónusversl- unin sem opnuð er. í til- efiii dagsins hefur Bónus ákveðið að gefa féiags- starfi aldraðra í hverfinu 250 þúsund krónur. Rússi á Mokka Það verður stjörnuspeki með kaffinu á Mokka við Skóla- vörðustíg á morg- un. Þá opnar Olga Lúísa Pálsdóttir sýningu á grafískum verkum þar sem stjörnumar em við- fangsefiiið. Sýningin er afrakstur af viðamiklum rannsóknum og skoðun Olgu á stjörnumerkjum en Olga er fædd í Hvíta- Rússlandi. Einstæðir karlar Fjallað verður um stöðu einstæðra karla á morg- unverðar- fundi fé- lagsráð- gjafa sem haldinn verður samtímis á Grand Hóteli í Reykja- víkog Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri með hjálp fjarskipatabúnaðar á mánudagsmorguninn. Þar ræðir Guðrún Ög- mundsdóttir alþingis- maður um fátæka karla og Óttar Guðmundsson geðlæknir um geð karla, svo eitthvað sé nefnt. Fundurinn hefst klukk- an 8.30 með morgun- verði; rúnstykki og kaffi. Jólin íborginni Jólaljósin í miðborg Reykjavíkur verða tendmð í dag klukkan 16. Borg- arbúar em hvatt- irtilað mæta á Hlemm korteri fyrr og taka þátt í at- höfninni enda verður ýmislegt til skemmtunar og gengið niður Lauga- veginn undir nýtendmð- mn jólaljósum. Söngvar- ar og lúðrablásarar ganga með en fremstur fer gamall brunabíll. Bankahjörtu slá í takt Bankastjórar þurfa ekki að hittast í öskjuhlíð til að verðleggja banka- þjónustu. Þeir eru komnir lengra á þroskaferlinum en gúrkusaiar. Hjörtu bankastjóra slá í takt. Milli þeirra er þráðlaust samband eins og hjá olíuforstjórum, sem allir í sömu andrá fá sömu hugmynd um sömu krónuhækkun. Þegar fyrirtæki eru orðin fá í hverri grein, kemur fyrr eða síðar að þeirri hugljómun stjórnenda, að þráðlaus og ómeðvituð samráð um verð eru hagkvæmari og gróða- vænlegri en samkeppni upp á líf og dauða. Fáokun er eðlileg endastöð markaðshag- kerfls, sem hefur náð fullum þroska. Vegna smæðar markaðarins gerist þetta hraðar hér á landi en í stóru löndunum. Við búum þegar við fáokun á flestum mikil- vægum sviðum á undan öðrum þjóðum. Undantekningar lifa enn á afmörkuðum sviðum, svo sem millilandaflugi, bflainn- flutningi og verktöku, en einnig þar getum við búist við snöggri samþjöppun. Stundum truflast fáokun af völdum nýliða á borð við Iceland Express. Oftast leysa íslenzkir neytendur vandann með því að taka ekki upp viðskipti við nýliðann, heldur bíða eftir tímabundinni verðlækkun gamla kúgar- ans. Ef nýliðinn nær samt árangri og hæfilegri markaðshlutdeild, freistast hann til að njóta hennar í nýju jafnvægi fáokunar. Lausnin á okurvöxtum bankanna og öðrum teiknum þess, að markaðshagkerfið sé komið að fótum fram, felst ekki í Eysteinsku eða einhverju öðru hagkerfi fortíðarinnar. Það bætir ekki stöðu við- skiptamanna, þótt nýtt verðlagsráð skilgreini meintan kostnað bankanna og reikni leyfi- lega álagningu í formi vaxtamunar. Við höfum áður prófað slíkt. Meðan við bíðum eftir, að einhvers staðar í útlöndum verði fundið upp nýtt hagkerfí til að leysa fáokun markaðshagkerfisins af hólmi, höfum við einfalda leið til að knýja fram bætt hlutskipti viðskiptamanna bank- anna. Það felst í að taka upp evruna sem gjaldmiðil og ganga í Evrópusambandið. f bandalagi helztu viðskiptaþjóða okkar er til sægur af bönkum, sem sumir hverjir gætu hugsað sér að taka upp samkeppni á íslandi og brjóta fáokunina á bak aftur, ef þeir þyrftu ekki að leggja í mikinn kostnað vegna þess. Þeir gætu það með því að byrja á netbanka- þjónustu. Hún kostar ekkert mahóní og gabbró. Lengi var æðsta hugsjón núverandi rflds- ^ Rannsókn á raíraengun Æ l/H.I.L.».!__a!l,_|ijj *n l Hbameinstillellj/f, I bío meö Karli stjórnar að sameina Landsbankann og Búnaðarbankann og magna þannig fáokun. Gegn okri banka er því engra lausna að vænta af hennar hálfu, né af hálfu stjórnarandstöðu sem leitar lausna í fortíðinni. Bankaokur leggst þá fyrst af á íslandi, þegar kjósendur átta sig á kostum evru og Evrópu, sem verður seint og um síðir. Jónas Kristjánsson «o (U 3 c n. 3 <5 rtJ C “O n <2 E ro ro *o O h- Við trúum því vel að Sigurður hafi verið of önnum kafinn til að sinna lítilræði eins og Norðurljósum. í Morgunblaðinu í gær var rætt við Sigurð Einarsson, stjórnarfor- mann Kaupþings-Búnaðarbanka, um aðild fyrirtækisins að Norður- ljósum. Sigurður sagði reyndar fátt. „Það er verið að reyna að ganga frá þessum málum og fjölmargir endar óleystir og allt of snemmt að tjá sig nokkuð um eignarhald á Norður- ljósum. Menn verða að átta sig á því að um stórt fjárhagslegt mál er að ræða,“ hefur Mogginn eftir Sigurði. Já, í ljósi tfðindanna frá því í fyrradag, þegar tilkynnt var um hinn galna kaupauka eða hvað á að kalla það, sem Sigurður var að skammta sér og félögum sínum, þá trúum við því vel að Sigurður hafi Fyrst og fremst verið of önnum kafinn til að sinna lítilræði eins og Norðurljósum. Nema það sé rétt hjá Davíð Odds- syni forsætisráðherra að kaupauk- inn góði sé „þýfi“ frá kaupsýslunni í tengslum við Norðurljós. Þá er skiljanlegt að Sigurður hafi átt lít- inn aur eftir til að láta fyrirtæki sitt setja í Norðurljós. En nú ætti Kaupþing aftur að hafa fullar hirslur fjár... Vœndisfrumvarpið svokallaða hefur verið mikið til umrœðu að undanfórnu. Þar hefur mörgum orð- ið tíðrætt um hörmulegt hlutskipti vcendiskvenna og reyndar vœndis- karla líka, pótt örlög þeirra hafi nokkuð fallið í skuggann af stall- systrum sínum. Brýnt hefur verið talið að skilgreina vændiskonur ætíð og ævinlega sem fórnarlömb, sem ekki leiðast út í þessa starfsgrein nema í algerri neyð. Við höfum fidla og ríka samúð með vændiskonum. Á hinn bóginn þykir okkur sem einum hópi hafi alls ekki verið sinnt sem skyldi í þessari umrœðu. Það eru þær eða þeir sem kvænast eða giftast til fjdr og hafa því samkvœmt skilgreiningu selt likama sinn, rétt eins og vændiskonur og -karlar. Við fdum ekki séð að eðlis- munurséd hlutskipti þeirra sem selja sigfyrir kannski margar milljónir eða milljónatugi verðandi eiginmanns eða eiginkonu, og svo hinna, sem selja sig d götum úti jyrir slikk. Sam- félagið hlýtur að taka fyrrnefnda þjóðfélagshópinn upp d sína arma, rétt eins og þann síðari. íraun md reyndar segja að hlutur þeirra sem giftast til fjdr sé enn verri en hinna sem aðeins þiggja fé fyrir stuttaraleg kynmök. Þeir eða þær selja ekki aðeins líkama sinn, heldur ogsdl, ogþarað auki er vændi þeirra mun langvinnara en hinna. Það get- ur staðið dratugum saman! Eins og menn vita eru uppi hug- myndir um að hið opinbera aðstoði þd sem leiðast út í vændi með marg- víslegum hætti og þd þykir okkur það sjdlfsagt að ríicið aðstoði líka hina, sem giftast þurfa til fjdr. Það gæti til dœmis farið þannig fram að ef einhver sér fram d að hann eða hún geti ekki neitað tilboði ríks von- biðiis (eða „biðlu" - er hægt að segja það?), þd snúi viðkomandi sér til rík- isins sem þegar í stað dbyrgist að hann eða hún fdi afopinberum sjóð- um samsvarandi fjdrupphœð og ves- alings fórnariambinu stendur til boða, Idti það undan því að selja sig. Okkur hefur að lokum borist til eyrna að framsóknarmenn séu með böggum hildar vegna klausu sem birtist í þessum dálki fyrir viku þar sem fjallað var um fyrirætlanir Sivj- ar Friðleifsdóttur umhverfisráð- herra um að útrýma minknum vegna þess að hann væri aðskota- dýr í íslenskri náttúru og hið mesta meindýr. Við snerumst til varnar minknum og bentum á að sam- kvæmt skilgreiningu Sivjar mætti til dæmis vel halda því fram að framsóknarmenn sjálfir væru hin mestu meindýr. Þetta virðist hafa farið öfugt ofan í framsóknarmenn og þeir skilið klausuna þannig að við værum að mælast til þess að far- ið yrði með ofsóknum og jafnvel skothríð á hendur þeim! Því fór að sjálfsögðu fjarri, og þykir okkur sem framsóknarmönnum hafi brugðist nokkuð hæfileikinn til íróníu við lesturinn. Okkur þykir mjög vænt um framsóknarmenn og viljum persónulegan veg þeirra ævinlega sem mestan. Þetta er reyndar alls ekki afsökunarbeiðni, heldur hafa þeir sjálfir gjörsamlega misskilið okkur. Við vonum að þeir verði allir gamlir og eignist börn og

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.