Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 23
DV Fókus LAUQARDAGUR 22. NÓVEMBER 2003 23 ^°íakterían „Ég var með golfbakteríu á háu stigi og er enn, í raun og veru, en ég nálgast golfið eins og reykingarnar. Annað hvort geri ég það að fullu eða ekki. Ég er laus við reykingarnar og sé ekki eftir því, en ég sakna golfsins því ég hætti að reykja af illri nauðsyn en hætti í golfi af góðri nauðsyn, sem eru börnin mín. En ég ætla aftur í golfið og er byrjaður með lúmskan áróður og innrætingu heima fyrir. Fyrsta skrefið var að kaupa plast golfkylfúr hjá Olís á 999 krónur fyrir börnin mfn og svo tek ég þetta stig af stigi og það er á sjö ára áætlun að koma þeim út á golf- völl með mér. Þetta er ísmeygilega aðferðin við að fá Örnu, konuna mína, með mér á golfvöllinn líka. Það má segja að ég noti hennar sneggsta blett til þess, nefnilega börnin." Fjalar Sigurðarson sjónvarpsmaður Fjalar Heiga Rakel Fjalarsdóttir, 2 ára og Sigurður Patrik Fjatarsson, 1 „Veitingahús - að fara út að borða á fallegu veitingahúsi þar sem hægt er að upplifa flotta hönnun sem gleður augað og fá góðan mat, skemmtilegan félags- skap, helst stímúierandi og gef- andi umræður og hlátursköst!!! Bæði hér heima og á ferðalögum í útlöndum. Þetta byrjaði allt þegar ég út- skrifaðist úr Akademíunni í Kaup- mannahöfn. Ég var byrjuð að vinna að lokaverkefninu mínu til mastersprófs í arkitektúr og það átti að vera leikhúsbygging þar sem ég hef alltaf haft brennandi áhuga á leiklist, myndlist og leik- myndahönnun. En svo bauðst mér að breyta Hressingarskáian- um, bæði að utan og innan, og prófessorinn minn lagði til að ég gerði það sem masterslokaverk- efnið. í tengslum við það, og sem undirbúning fyrir próflð, bauð þá- verandi kærastinn minn mér til Parísar í vikuferð þar sem við stúderuðum kaffihús og veitinga- hús. Þetta var ein skemmtilegasta utanlandsferð sem ég hef farið í. Eftir þetta má segja að eitt af því skemmtilegasta sem ég geri sé að fara út að borða á ólíkum veitinga- húsum. Eitt af mínum uppáhalds veitingahúsum er Apótekið þar sem saman fer góð hönnun og góður matur." Valgerður Matthíasdóttir, dag- skrágerðarkona á Sijá Einum ValaMatt Finnst ekkert skemmtilegra Bryndís Ásmundsdóttir Er hrifnust af blómum og góðu kaffi. Blóm og blómaskreytingar „Áhugmál mín em mörg, eins og söngur, leiklist, Atíi, ástin í lífi mínu, ogÁsi, litíi gullmolinn minn. En það áhugamál sem mig langar tii að segja frá em blómin. Ég komst að því fyrir nokkmm ámm að ég er með græna fingur og fékk þá frá mömmu. Það jafnast ekkert á við falleg blóm og blómaskreytingar. Fegurðin er svo mikil og iimurinn yndislegur og svo er mikil kúnst að halda þessu lifandi. Að mínu mati á maður ekki að bjóða fjölskyldu sinni upp á blómalaust heimili. Sú redding að kaupa rósabúnt og lífga þannig upp á heimilið gerir svo svakalega míkið fyrir mann. Mín uppáhaldsbóm em orianta-liljur, rósir að sjálfsögðu og pottaplöntur. Svo er það skemmtilega við þetta áhugamál að það er gaman að gefa falleg blóm. Áhuginn byrjaði þegar fjölskylda mín eignaðist blómabúð og ég komst ég ekki hjá því að blómin yrðu í uppáhaldi hjá mér. Blómastofan á Eiðistorgi heitir blómabúðin okkar og hún er engin venjuleg blómabúð." Bryndís Ásmundsdóttír leikkona en að fara á veitingahús. Bækur, þækur . oq aftur fiækur og „Það er í sjáifu sér ekkert áhugamál að lesa bækur heldur miklu frekar lífsstíll. Hins vegar hef ég ailtaf lesið mjög ómarkvisst og oft lesið ytír mig af einhverju sem ég hefði mátt lesa í minni skömmtum, en vanrækt annað. Ég hef iesið of mikið um sögu 20. aldarinnar og á móti kemur að ég hef lesið of lítið um heimspeki. Tónlist er líf mitt og yndi og ég vildi að ég hefði lært almennilega að spila á hjóðfæri. Ég hef aldrei verið mikill föndrari en nú hef ég eignast Macintosh tölvu með forritinu iTunes og geng í barn- dóm við að hlaða þar inn músík og brenna geisladiska. Ég get ekki ver- ið án þess að ferðast um heiminn, helst oft á ári og lengi í senn. Ég gæti í raun hugsað mér að vera á ferðalagi alla ævina. Svo eirðarlaus er ég í sálinni." Egill Helgason blaðamaður 1M J Egill Hefgason Bækureru aðaláhugamálið. Reykjauikin Heilsan Vesturbæjarlaugin Vesturbæjar- lauginer minn staður. Laugin er frábær og svo er alveg geggjað nudd í pottinum. Ég fer þangað svona þrisvar í VIKU. Djammið Thorvaldsen Núna er það helst Kapital ogVegamót og stundum kemur það fyrirað ég kíki á Thorvaldsen. En á virkum dögum er það án efa Vínbarinn. Ásgeir Hjartarson Eigqndi hár- greiðslustofunnar Supernova, segir lesendum frá uppáhatdsstöð- unum sinum I Reykjavik. Hádegisverður Kaffibrennslan Ég myndi segja að kaffibrennslan sésvona minn staður. Ég fer ábyggilega þangað svona annarn hvern dag og fæ þar prýðis góðan mat. Kvöldverður Eftirlætis verslun Morgunmatur Bakarfið Sandholt Égferá hverjum morgni í bakaríið Sandholtá Laugavegin- um. Kaupi mér þar hvítlaukslangloku með salami og salati. Svo kemur fyrir að ég skipti henni í tvennt og gef fólkinu mínu á stofunni helminginn á móti mér. En stundum á ég það til að fara á Hótel Borg og fá mér léttan og góðan morgunmat sem er ekkert svo dýr. Vegamót Fer lang oftast á Vegamót þar sem maður er aldrei svikinn afmatn- um. Reyndarer ég mjög hrifinn afSjávarkjall- aranum og hef nokkrum sinn- um farið þangað. Svoervinurminn frá Ítalíu að fara að opna ítalskan veit- inga- staðá Laugaveg- inum og kem ég til með að fara oft þangað. Zara Ég er rosalega hrifinn af Zöru. Bóas vinurminn vinnurþarog hóaralltafí mig þeg- ar eitthvað smart kem- ur. Mér finnsthún smekkleg og svo er ekki verra að hún er frekar ódýr. Svo kaupi ég mér yfirleitt yfirhafnir og skó þegar ég er erlendis. • Stórleikarinn Tom Cruise hefur lýst yfir því að ást hans á fyrrum eig- inkonu sinni, Nicole Kidman, muni aldrei kuina. Cruise sagði orðrétt í viðtaii í síðustu viku: „Ég hef ailtaf elskað Nic og mun ávalit gfera." Sam- kvæmt viðtalinu virðist honum vera mikið í mun að hún flnni hamingjuna í fram- tíðinni. í þessu sama viðtali sagði hann Nicole vera frábæra móður, en þau eiga tvö ættíeidd börn. „Þau lifa æðis- legu lífi, ég myndi gjarnan vilja vera í sporum barnanna minna," sagði leik- arinn í lokin. • Söngkonan Pink hefur sagt kærastanum sínum, Carey Hart, upp eftir tveggja ára samband vegna þess að henni var farið að leiðast. Hún sagði í viðtali við svissneskt tímarit að motokross-kappinn gæti ekki haldið henni áhugasamri. „Ég hætti með honum fyrir tveimur vik- um vegna þess að hann var orðinn of leiðinlegur fyrir mig," sagði hún. Þegar hún var spurð að því hvort hún væri Lesbísk eða ekki, svaraði hin 24 ára söngkona: „Viltu að ég sé lesbía? Mér finnst konur mjög sexí, svo ég vil helst ekki svara þessari spurningu. „Ég elska að kyssa og það skiptir mig engu hvort um stráka- eða stelpuvarir er að ræða - það er æðislegt að komast í snertingu við var-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.