Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2003 Fókus DV Það er öllum hollt að eiga sér áhugamál. Að geta beint huganum frá daglegu amstri og gert eitthvað sem er skemmtilegt gefur líf- inu svo sannarlega gildi. Hvort sem það eru fluguhnýtingar, líkams- rækt, frímerkjasöfnun, kraftlyftingar eða eitt- hvað allt annað; aðal- málið er að viðkomandi hafi ánægju afþví. Áhugamálin eru auðvit- að eins misjöfn og fólk- ið er margt, eins og kom í Ijós þegar haft var samband við nokkra þjóðþekkta ein- staklinga og þeir spurð- ir hvað þeir gerðu í frí- tíma sínum. lar „Áhugamálið mitt ber keim af því að ég er menntuð í félags- og fjölmiðlafræði þannig að mannlíf- ið og þjóðfélagsumræðan er mitt aðal áhugamál. Mér finnst mjög gaman að fylgjast með fjölmiðlum og les töluvert af bókum. En ég er hvundagsmanneskja og þarf því ekki að fara í fallhlífarstökk eða kafa til að finnast skemmtilegt. Mér finnst gaman að sinna börn- unum mínum og vinna vinnuna mína. Ég er svo heppin að vinna við mitt aðal áhugamál, fólk. Það sem ég geri fyrir mig er að fara í göngutúra næstum því á hverjum degi, hvernig sem viðrar, og geng þá eitthvað út í bláinn og hleyp til baka - vindáttin ræður för. Skemmtilegast finnst mér að hlusta á útvarp í leiðinni og hlusta þá á allt ffá Skonrokki til kristilegra erlendra útvarpsstöðva. Mér finnst mest gaman að hlusta á talmáls- þætti en þegar ég hleyp finnst mér best að hafa hressilega tónlist sem gefur manni orku. Svo finnst mér rosalega gaman að ganga með vin- konum mínum og þá er hægt að rækta líkama og sál og vináttuna og ég geng mjög reglulega með þeim til dæmis á Esjuna, sem er mjög skemmtilegt. Ég er með móral yfir að vera ekki með eitthverja „deilu" svo ég stefhi inn í golfið. Tólf ára sonur minn, sem er í afrekshópi í golfi, er að draga fjölskylduna inn í þetta sport og það er bara hið besta mál.“ SigríðurAmardóttir, sjónvarpskona Sirrý hefur mest gaman af aðveraúti. Harley Davidson „Þegar ég var fimmtán ára var ég á fullu í mótorhjólastússi, þangað til ég lenti í slysi og lá á spítala í hálft ár. Eftir það hætti ég þessu sporti alveg þang- að til ég sá þetta hjól. Það keypti ég árið 1988 og má segja að þá hafi ég tekið þráðinn upp að nýju. Þegar ég sá það á bílasölunni vissi ég að ég yrði að eign- ast það. Á þeim tíma var ég svo til eini maðurinn á íslandi á Harley Davidson hjóli. Núna eru Harley-eigendur ábyggilega um hundraðið og af þeim eru 40-50 virkir meðlimir í klúbbi sem kallast HOG. Við hittumst á Fjörukránni í Hafnarfirði á fimmtudögum og tölum um Harley Davidson, púströr og króm í svona tvo tíma áður en við förum allir saman út að hjóla. Þetta er sérlega skemmtilegur og góður félagsskapur. Á meðan maður hjólar er hægt að segja að maður „afstressist", detti bara í gírinn og maður hugsar ekki um neitt ann- að á meðan. Það hefúr meira að segja verið rannsakað í Bandaríkjunum af hverju háskólamenntaðir menn og prófessorar geta aldrei hætt að keyra mót- orhjól. Útkoman var einföld, það er viss vellíðan sem kemur frá þessu sporti, sögðu allir. Ég er alveg sammála því, maður andar að sér fersku lofti sem stuðlar að vellíðan. Þetta er í raun bara eitt af áhugamálum mínum en þau eru allnokkur. Eins og t.d. laxveiði og dans. Laxveiðina kenndi Tóti tönn, frændi minn, mér og segja sumir að hann hafi kennt mér svo vel að ég sé betri en hann í því sporti. Svo er ég líka í dansskóla með mjög þolinmóðan kennara og læri þar djæf, tangó, sömbu, rúmbu o.fl. Dansinn fór ég að læra svona í seinni tíð því ég missti algerlega af honum þegar ég var hippi. Á þeim tímum var sagt: „tough guys don’t dance.““ Ásgeir Bolti Kristinsson verslunareigandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.