Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2003 Fókus DV Ég skildi þessa krakka aldrei og fannst þeir ekki beint skemmtilegir. Sjálfur var ég nefnilega dídjei, plötusnúður, og það var eina embættið sem nemandi gat nælt sér í í Vogaskóla. Já, ég var eini embættismaður- inn og varð það vegna spillingar í pólitík skólans. Ég fékk titilinn í arf frá bróður mín- sem er fjórum árum eldri en ég. Hann hafði verið valinn plötusnúður á sfnum tíma af eldri snúði og skipaði svo þeim sem hann valdi sem sinn arftaka að sjá til þess að ég yrði plötu- snúður fjórum árum sfðar. Sá valdi sfðan annan snúð með þessu skilyrði, sem valdi loks annan sem valdi mig. Kommon, ég er fædd'77 Að vera dídjei mætti helst líkja við það að vera handhafi forsetavalds. Jafnvel hæstarétardómari eða í stöðu svipaðri og stjórnar- for- mað- „Bara með spurningunni ur Stóns eða Bítlarnir? er verið ls' að kúga okkur til hlýðni við gamla tíma. Við úrelta hugs- un sem er búin að vera," , segir Mikael Torfason. lands var í árið 1989. Þú ert í raun yfir öllu batteríinu þótt þú sért á bak við tjöldin hvað þetta helvítis lýðræði, nemendaráðið sjálft, varðar. Auðvitað var inni í pakkanum ókeypis snúður og kókómjólk í hverjum frímínútum og ég þurfti ekki að borga mig inn á opið kvöld né á árshátíðina. Kók í gleri og súkkulaði fylgdi með á böllunum. Þetta var 1989. Árið sem ég eyddi í að reyna að kynna unglinga fyrir rappi og hiphoppi. Enginn vissi þá að 14 árum síðar yrði heil sjónvarpsstöð, PoppTíví, lögð und- ir þessa merku tónlistarstefnu. Ég man ncfnilega eftir því að stelpurnar og strákarn- ir í nemendaráði, þessar frekjur sem ég þoldi ekki, vildu ekkert með Rappers Delight hafa og heimtuðu öryggi rokk- poppsins. Helst syrpur með Bítlunum og Stóns. Þau sleiktu sig auðvitað upp við auð- valdið. Sáu ekki að það voru nýjir tímar. Nýjar hugmyndir að fæðast. Áugnablik framfara. Augnablik sem var kannski ekki nógu þroskað þá og því lét maður stundum kúga sig til að hlýða skipunum yfirvaldsins og spilaði gamlar lummur. Og enn þann dag í dag eru valdhafarnir, eldri kynslóðir og foreldrar, að kúga okkur til að taka þátt f þeim leik öllum saman. Ha? Bara með spurningunni Stóns eða Bítlarnir? sem sífellt dúkkar upp í öllum dálkum dag- blaða, viðtölum og sjónvarpsþáttum, er ver- ið að kúga okkur til hlýðni við gamla tíma. Við úrelta hugsun sem er búin að vera. Neyða okkur til að bera virðingu fyrir 20. aldar fólkinu sem baunar tóma steypu á Al- þingi og hræðist frelsið sem ætti að gefa okk- ur nýjar spurningar í þessa dálka. Enda var það táknrænt á dögunum þegar stúlka birt- ist í Mogganum og fékk þessa spurningu „Stóns eða Bftlarnir?" og svaraði: „Kommon. Ég er fædd 1977." Plötusnúður verður ritstjóri Stjórnmálalíf 2003 og Vogaskóli ‘89 er svoldið sami hluturinn í mínum huga. Ég er ekki plötusnúður lengur heldur ritstjóri. Er með flottan samritstjóra en í Vogaskóla þeytti vinur minn skífum með mér í frímínútum svo þetta er svipað. Nemendaráð er á þingi að tuða yfir hinu og þessu. Leiðinlegt fólk sem maður vill helst ekki þekkja. Ég hef að vísu af- salað mér réttinum á því að fá ókeypis inn á böll eða kók og súkkulaði en fæ þessi í stað útborgað um hver mánaðarmót og vaxtabæt- ur einu sinni á ári. Merkilegast þykir mér samt að þegar ég var plötusnúður í Vogaskóla fæddist núver- andi plötusnúður. Hann er þarna núna að láta nemendaráð fara í taugarnar á sér. Þessar skerandi raddir eru að gera hann æfan. Hann veit ekki að það breytist lítið þótt maður fullorðnist, eignist börn og fari að vinna við annað en að spila góða og gilda tónlist, þrungna samfélagsrýni í bland við rokkballöðúrnar sem meginstraumarnir neyða mann til að sýna eilitla athygli. Þó ekki sé nema til að fá stelpurnar út á gólf ásamt strákunum. Þau sem eru ekki í nem- endaráði og eru ekki alveg búin að fatta að það er ekki nemendaráðið sem skiptir máli. Það eru krakkarnir í bekknum. Þau þurfa ekkert að kjósa frekar en þau vilja. Þurfa ekkert að hlýða skipunum og mæta til að skreyta salinn. Og þurfa alls ekki að sitja uppi með lokareikninga eftir árið og komast kannski að því að fjandans nemendaráðið hefur mest verið í að panta pítsur og leigja spólur á þessum fundum sem áttu að vera svo mikilvægir en ekkert kom út úr annað en að það vantaði enn þá kókómjólk. Sakna snúðanna Það gerðist líka þegar ég byrjaði í MS, sem var við hliðina á Vogaskóla, að skandalarnir komu upp á yfirborðið. Nemendaráðið í Menntaskólanum við Sund pantaði of marg- ar pítsur og fór í alltof margar sjoppuferðir á hefti stjórnarinnar. Og um leið var þetta fólk að skipta sér af okkur sem þræddum gangana og lærðum eftir eigin hentisemi, unnum með skólanum og skemmtum okkur með félögum. Kysstum kannski stelpu, strák eða fórum í helgarferðir til útlanda. Við vildum bara fá að vera í friði og laus við þetta fólk. Ef það vildi fylla á kóksjálfsalana eða redda kókómjólk var það fínt. Einhver varð að gera það, en þar lauk hlutverki þeirra hvað mig varðaði. Eina sjokkið við að vakna allt í einu upp og kíkja í spegil og sjá að maður er hættur að raka sig á tveggja vikna fresti og allt í einu orðinn fullorðinn, er að þá hefur maður ein- hvers að sakna. Sem er auðvitað ömurlegt, sérstaklega ef maður saknar sandkassans svoldið. Minnist þess hversu einfalt þetta var. Við krakkarnir í bekknum vissum flest að það var leiðinlega fólkið sem var í nemenda- ráði. Við vissum líka að það hafði engan rétt til þess að skipta sér af okkar lífi. Þess hlut- verk var bara að hafa áhyggjur af kókómjólk- inni og gauka að mér snúði í frímínútum. Svipað hlutverk og Davíð Oddsson og hans hyski ætti að hafa. Það á að passa upp á kókómjólkina og senda mér vaxtabætur. Við restinni segi ég nei. Mikael Torfason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.