Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 9
DV Fréttir LAUGARDAGUR 22. NÚVEMBER 2003 9 Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti blandar sér í pólitískt hitamál í viðtali við Berlingske Tidende. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna er vonsvikinn yfir orðum Vigdísar. Nú er unnlð að frágangi fbúaskrár 1. desember. Mikilvægt er að lögheimili sé rétt skráð í þjóðskrá. Hvað er lögheimili? Samkvæmt lögheimilislögum er lögheimili sá staöur, þar sem maður hefur fasta búsetu. Hvað er föst búseta? Föst búseta er á þeim stað þar sem maður hefur bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sinum, hefur heimilis- muni sína og svefnstaður hans er. Þetta þýðir að lögheimili manns skal jafnan vera þar sem hann býr á hverjum tfma. Hvenær og hvar skal tilkynna flutning? Breytingu á fastri búsetu á að tilkynna innan 7 daga frá flutn- ingi til skrifstofu þess sveitarfélags sem flutt er til. Enn frem- ur má tilkynna flutning beint til Hagstofu íslands - Þjóðskrá eða lögregluvarðstofu í Reykjavík. Eyðublað vegna flutningstilkynninga er að finna á slóöinni www.hagstofa.is/deildir/theydubl.htm Hagstofa íslands Hagstofa íslands - Þjóðskrá Skuggasund 3, 150 Reykjavík Sími 560 9800, bréfsími 562 3312 Er lögheimili þitt rétt skráð í þjóðskrá? íslendingar eiga ekki að blanda sér í sjálfstæðisbaráttu Færeyinga og Grænlendinga, segir Vigdís Finnnbogadóttir, fyrrverandi forseti í viðtali við dagblaðið Berlingske Tidende fyrr í mánuðinum. Þar seg- ist hún hafa skilning á því að þessar þjóðir horfi til fordæmis íslendinga árið 1944 en bætir við: „íslendingum hefur gengið vel af því að þeir eru duglegir og afar vinnusamir. Sjálf- stæðið leysti úr læðingi mikla krafta en ég tel ekki að Island eigi að blanda sér í málefni Grænlendinga og Færeyinga. Það yrði ekki skyn- samlegt," segir Vigdís í viðtalinu. Þegar blaðamaður spyr hvort sjálf- stæði Færeyinga og Grænlendinga gæti ekki leyst úr læðingi sambæri- iega krafta segir hún: „Það veit ég nú ekki. Þeir eru ekki nærri eins fátækir og við vorum í þá daga.“ „Þú telur að aukin velmegun dragi úr sjálfstæðis- viljanum?" spyr blaðamaður BT. „Það er alltaf til fólk sem er óöruggt og sem veit hvar það hefur en ekki hvað það fær. Ég ætla ekki að blanda mér í málið en astæðurnar í þessum tveimur löndum er rnjög frábrugðn- Steingrímur J Sigfús- son: Vonsvikinn yfir því að hún skuli taka þennan pól í hæðina. ar þeim sem voru á þeim tíma sem íslendingar stofnuðu lýðveldi", sagði Vigdís Finnbogadóttir og benti á að íslendingar hefðu verið fátækir bændur og sjómenn. Á 'Norðurlandaráðsþingi í lok október kom til snarpra orðaskipta á milli Davíðs Oddsonar, forsætisráð- herra og Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna um um- sókn Færeyinga um aðild að Norð- urlandaráði. Danir leggjast þvert gegn þeim hugmyndum. Steingrím- ur styður sjálfstæðisbaráttu Færey- inga heilshugar og er alls ósammála Vigdísi. „Ég get ekki neitað því að ég er svolítið vonsvikinn yfir því að hún skuli taka þennan pól í hæðina." segir Steingrímur, „Ég hef trú á því að þetta myndi reynast Færeyingum og Grænlendingum mikið gæfuspor. Það getur fylgt því visst agaleysi að bera ekki fulla ábyrgð." Steingrímur er talsmaður þess að íslendingar gleymi ekki sínu nánasta umhverfi og vill aukið samstarf, ekki aðeins við Grænlendinga og Færeyinga, heldur einnig við Nýfundnaland og Skotland. Hann bendir á að þetta gæti verið hagsmunamál fyrir ís- land, til dæmis væru líkur á að upp- bygging ferðaþjónustu á Grænlandi myndi þýða fjölgun ferðamanna á íslandi. Hefur þú haft áhrif á mannkynssöguna í dag? Hefur þetta lika komiö fyrir þig? Aö vakna og muna ekki hvaö þú gerðir kvöldið áöur. Geturverið aö þú hafir óafvitandi breytt mannkyns- sögunni? 9.sæti Sk;il(l\crk Guðmundur Steingrímsson hefur skapað sér sess sem einn helsti pistlahöfundur þjóðarinnar. Nú stígur hann fram á ritvöllinn meö nýja skáldsögu sem lætur leyndarmál sitt ekki uppi fyrr en á síðustu síöu. Varnarliðið segir upp 102 íslendingum: Fyrsta lota uppsagna búin „Fyrsta lotan er búin, en þessi áform ná víst ekki nema einum þriðja af sparnaðarþörf Varnarliðs- ins," sagði Kristján Gunnarsson, for- maður Verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur, eftir að Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli tilkynnti form- lega um uppsagnir 102 íslenskra starfsmanna á vellin- um í gær. Ljóst er orðið að uppsögnum fjölgaði um 12 við samráð'sferil með trúnaðarmönn- um verkalýðsfélag- anna, líkt og Varnarlið- ið hafði varað við. „Ár- angurinn er ekki síst sá að nálgun Varnarliðs- ins er orðin mann- eskjulegri. Ég geri ráð fyrir því að varnarliðið fari að lögum um hóp- uppsagnir ef fleiri þurfa að koma," segir Kristján. Stéttarfélögin bíða þess átekta að Varnarliðið framfylgi skerðingu á bflafríðindum um 200 starfsmanna, sem þau telja brot á lögum. Stéttarfé- lögin hyggjast senda innheimtubréf til Varnarliðsins eftir skerðinguna, þar sem hún er talin gang í berhögg við úr- skurði Kaupskrár- nefndar vamarliða. Kristján segir at- vinnuástand á Suður- nesjum það versta á landinu. „Ríkisvaldið að vakna upp af vær- um blundi. Það hefur lengi verið viðkvæðið að við höfum völllinn, en það er greinilegt að við höfum hann ekki lengur." Kristján Gunnarsson Vigdís vill ekki styðja Færeyinga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.