Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 6
6 LAUQARDAGUR 22. NÓVEMBER 2003 Fréttir DV Jólapakka- söfnun Fjöl- skylduhjálpar Hin nýju samtök Fjöl- skylduhjálp Islands safna jólapökkum í Smáralind um helgina. Pökkunum á að dreifa fyrir jólin. Gunni og Felix standa fyrir söfnuninni ásamt Hagkaup, Nóa-Síríusi og Smáralind. Þeir verða í Vetrargarðinum í Smára- lind klukkan 14 í dag. Þang að er öllum boðið í risa- afmælisveislu Gunna. Fé- lagarnir ætla að skemmta með söng og gamanmál- um. Brotist inn í lögreglubíl Brotist var inn í lög- reglubíl í fyrrinótt og ýms- um búnaði stolið. Bíllinn stóð við verkstæði við Dragháls og gerði þjóf- urinn sér lítið fyrir og mölvaði hliðarrúðu til þess að komast inn. Að sögn lögreglu var mikið rótað í bílnum og er tjónið nokkurt. Lögregla hafði ekki haft hendur í hári innbrotsþjófsins í gær- kvöld. Tveir fluttir á slysadeild Ökumenn tveggja bíla voru fluttir á slysadeild eftir árekstur á Reykjanesbraut, til móts við Smártdind, í gærmorgun. Annar bíllinn valt við áreksturinn. Tildrög slyssins eru ókunn og rann- sakar lögreglan í Kópavogi málið. Ekki var talið að ökumennirnir væru alvar- lega slasaðir. „Núna liggur á að ljúka dreifingu Bókatíðinda og uppgjörsmálum vegna þeirrar útgáfu," segir Benedikt Kristjánsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefanda. „Næsta vers eru útnefn- ingar til Islensku bók- menntaverðlaunanna en þær verða tilkynntar í Kastljósinu 4. september. Hvað liggur á Það liggur raunar talsvert á að heimta allar bækunar til dómnefndarmanna, því sumar eru ekki enn farnar í prentun og þá þurfa þeir sem sitja í dómnefndinni að fá þær í handriti eða með einhverju öðru móti.“ Hjón í Kópavogi þjáðust af stöðugum höfuðverk vegna rafmengunar í íbúð sem þau keyptu í nýju húsnæði í Glósölum í Kópavogi. Þau flýðu heimili sitt eftir 14 mán- aða vanlíðan og hyggjast sækja rétt sinn fyrir dómstólum. Fjarskipta- og sjónvarps- möstur eru talin hafa áhrif á fjölbýlishúsið. „Það var hræðilegt að sitja úti í bíl á bilastæði til þess að safna kjarki til að fara heim til sín,“ seg- ir Agnes Sigurþórs, sem bjó 14 mánuði við vanlíð- an á heimili sínu vegna rafmengunar í nýju fjöl- býlishúsi við Glósali 7 í Kópavogi. Agnes og eigin- maður hennar, Jóhannes Snæland Jónsson kerfis- fræðingur, hafa flúið húsnæðið og hyggjast fara í mál við byggingarfyrirtækið Byggingu ehf. Hjónin flúðu heimili sitt áður en þau náðu að selja það, en í september síðastliðnum var það keypt af þeim á lækkuðu verði, eftir að erfiðlega gekk að selja það, meðal annars eftir að væntan- legur kaupandi fann fyrir „vondum straumum" í loftinu. „Við fórum í langa göngutúra á hverju kvöldi og golf á sumrin, bara til þess að vera ekki heima hjá okkur. Við fórum í sumarbústað stéttarfélags- ins míns sem ílestar helgar, og vorum farin að gista í íbúð félagsmiðstöðinni hjá sumarbústaðn- um þegar hann var ekki laus. Þetta gerðum við til að ná að sofa einstaka helgar." Jóhannes, sem var við hestaheilsu áður en hann flutti í Glósalina, tók höfuðverkjatöflur til að sofna og byrjaði daginn á því að fá sér töflu til að sefa verkina eftir svefnlitlar nætur. „Manni leið mjög illa, en við áttuðum okkur ekki á því hvað þetta var fyrr en ungt par kom í heimsókn til okk- ar og konan sagði eftir nokkrar mínútur að það væri hátíðnihljóð í íbúðinni. Þá rann upp fýrir okkur ljós." Rafmengunin lýsir sér í því að mikið ryk safn- ast fyrir. Þá bilaði lyfta fjölbýlishússins við Glósali 7 oft, og íbúarnir, þar á meðal hjónin, festust reglulega í henni. Hjónin voru ekki ein um að finna fyrir óþægindum í húsinu. Annars staðar var kvartað undan óeðlilega mikilli rykmyndun og að það heyrðist í sjónvarpinu eftir að slökkt væri á því. Jóhannes og Agnes mættu skilningsleysi þegar þau kvörtuðu undan ástandinu í hús- inu. Einn íbúi sendi þeim bréf þar sem hann sagði að þau væru skrítin og ættu að fara á geðsjúkrahús. Þau fengu aðstoð Brynjólfs Snorrasonar, sérfræðings í rafmengun, sem mældi mengunina í húsinu og Iagði til úr- bætur, að beiðni Byggingar ehf. Þeim hef- ur fyrirtækið hins vegar ekki sinnt. Ibúðin er nú seld, en hjónin hyggjast fylgja málinu eftir fyrir dómstólum ef þörf krefur. Ástandsins var getið í kaupsamn- ingnum. Þau telja sig hafa tapað peningum á málinu og viija að ástandið verði lagað, ekki síst fyrir núverandi íbúa. Brynjólfur segir að ekki hafi verið gengið nægilega vel frá rafmagns- málum í fjölbýlishúsinu. „Húsið er stór og mikill massi og verður filter fyrir sendingar frá sjónvarpssend- um, breiðbandssendum og far- símasendum. Það gleypir tíðnina í sig vegna þess að ekki var gengið frá því þannig í upphafi að það leiði niður í jörðina. Þetta er sambland af rafmagnshleðslu og tíðni sem safnast fyrir í húsinu." Nokkur möstur eru í næsta ná- grenni við blokkina á Rjúpnahæð. Brynjólfur segir að þörf sé á að byggingaverktakar endurskipuleggi og endur- hugsi rafmagnsmálin. „Það er hægt að laga stóran hluta af þessum málum ef það er gengið rétt frá rafmagninu þannig að það leiði I jörðina. Þessar íbúðir eru farnar að minnka í sölu og það er spurt út í íbúðir sem eru nálægt fjarskiptamöstrum. Svo er farið að bæta við sendum, því fyrirtækin sem eiga þá gera sér ekki grein fyrir því að þeir eru að týna helmingnum af sendingunum með því að svona hús gleypa þær.“ Agnes og Jóhannes eru flutt í leiguíbúð og líður þar að eig- in sögn vel. Þau bíða eftir nýrri íbúð sem þau fá af- henta næsta haust. jontrausti@dv.is Olíufélagið Esso: Draga hækkun til baka „Ákvörðunin um lækkun var tekin vegna samkeppnisaðila okkar," seg- ir Magnús Ásgeirsson hjá Olíufélag- inu. Síðdegis í gær tilkynnti félagið að eldsneytishækkanir þær sem tóku gildi fyrir tveimur dögum yrðu dregnar til baka. Bensínlítrinn lækk- ar því aftur um eina krónu og lítrinn af dísilolíu og skipaolíu um 1,70 kr. „Það var tilefni til enn frekari hækkunar en raun varð á en við héld- um að okkur höndum eins og hægt vár. Samkeppnisaðilar okkar virtust ekki hafa sömu sýn og við á núverandi heimsmarkaðsverð og því drögum við allar okkar hækkanir til baka.“ Virðist því sem útreikningar Atl- antsolíu hafl verið réttir en það var eina olíufyrirtækið sem ekki hækk- aði verðið. Viðkvæðið var að ekkert tilefni væri til hækkunar. Magnús þvertekur fyrir að ákvörðunin tengist ákvörðun for- ráðamanna Kaupþings-Búnaðar- banka en þeir drógu, sem kunnugt er, ríflegan jólabónus sinn til baka fyrr um daginn. Hvorki Olís né Skeljungur höfðu breytt sínum gjaldskrám þegar DV fór í prentun. prVís Oliufélagiö Esso Tveggja dagn gamlar hækkátíiiM eldsneyti voru dregnar til baka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.