Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2003 Fókus DV Það muna eflaust margir eftir æðinu í kringum lottósjoppuna Gerplu á Sólvallagötu. Á tíunda áratugn- um féll hver stóri vinningurinn á fætur öðrum í Gerplu og sjoppan var alltaf full af fólki þegar mest var að gera í lottóinu. Friðrik Þorsteinsson rak Gerplu en hann hefur nú fært sig um set, rekur Happahúsið í Kringlunni. Og viti menn, flestir fyrstu vinningar seljast nú í Happahúsinu og Friðrik er söluhæsti sölumaður lottósins á landinu. f „Ég var að taka það saman að gamni fyrst þið voruð að koma hing- að að það hafa verið greiddar út alla vega 102 milljónir í fyrstu vinninga hér í Happahúsinu síðan ég tók við því," segir Friðrik Þorsteinsson, þeg- ar blaðamann og ljósmyndara ber að garði í Happahúsinu í Kringlunni. „Þetta eru 11 fyrstu vinningar í lottó- inu, getraunum og Víkingalottóinu," segir Friðrik stoltur. Þetta stemmir vel því þær upplýsingar sem DV fékk hjá íslenskri getspá hljóðuðu upp á sjö fyrstu vinninga í Lottóinu síð- ustu þrjú árin á meðan næst hæsti sölustaðurinn er með íjóra. Gamla lottóvélin á Árbæjar- safnið „Ég keypti Gerplu árið 1988 og ætli lætin hafi ekki byrjað þar 1990. Ég man reyndar ekki hvað fyrstu vinningarnir urðu margir en þeir voru ansi margir og ekki bara í Lottóinu heldur líka í Getraunun- um,“ segir Friðrik þegar hann er beðinn um að rifja upp geðveikina sem var í kringum Gerplu þegar flestir vinningamir féllu þar. Lausleg könnun blaðsins á seldum vinning- um í Gerplu bendir til þess að þeir hafi verið eitthvað á annan tuginn. Iivað rakstu svo Gerplu lengi? „Ég seldi árið 1997 þannig að þetta urðu níu ár í það heila. Svo tók ég mér ársfrí eftir það og tók svo við Happahúsinu 1. janúar árið 2000. Getspá hafði heyrt að fyrri eigandi vildi selja og ákvað að kaupa Happa- húsið til þess að það væri ekki bara einhver sem keypti það og ræki. Svo hringdu þau beint í mig og buðu mér reksturinn og ég leigi hann af þeirn." Þú hlýtur að eiga fullt afgóðum minngum frá Gerplunni? „Jú, þetta var mjög góður tími. Þetta var náttúrlega smákompa og við vorum sjö að vinna þarna þegar mest var. Mér fmnst reyndar mjög mikilvægt að hafa alltaf nóg af fólki þegar mikið er að gera. Ég þjálfa líka þekktum tónlistarmanni, eldri manni, sem kom einn laugardaginn og keypti sér sjálfval í Getraunun- um. Svo líður vikan og við fréttum að fyrsti vinningur hafði komið hjá okkur á sjálfval. Laugardaginn á eftir kom hann og bað mig að fara yfir miðann. Ég sé að það er 11 milljóna vinningur á honum en rétti honum miðann og sagði honum að fara með hann upp í Getspá, eins og um „Það hefur orðið greinileg aukning í sölunni eftir atburðina 17. september. Þá byrjaði at- vinnuleysið að aukast ogþá jókst salan." starfsfólkið mitt mjög vel því gott starfsfólk er auðvitað besta auglýs- ing sem íslensk getspá getur fengið. En það var alltaf mikið að gerast þarna. Við fengum til dæmis fyrsta nýja lottókassann þegar þeir komu eitthvert árið. Sá gamli fór á Árbæj- arsafnið og það voru Lottóþulirnir Sigurlína og Þorgeir Ástvalds sem báru hann út í bíl.“ Tekur aldrei sumarfrí Friðrik lumar að sjálfsögðu á góðum sögum eftir öll þessi ár í Lottósölunni. Hann segist til að mynda alltaf reyna að leyna því þeg- ar fólk fær stóra vinninga, réttir því miðann yfir borðið og segir að það sé smávinningur á miðanum sem það geti sótt upp í Getspá. Ef fólki verður litið á miðann og bregður brosir hann bara í kampinn og blikkar vinningshafana. „Ég man til dæmis eftir þjóð- smáræði væri að ræða. Mér skilst að hann hafi næstum fengið hjartaáfall uppi í Getraunum og þegar hann kom aftur í heimsókn til okkar var hann 20-30 árum yngri.“ Hvað gerðirðu áður en þú fórst út íþennan bransa? „Ég var bryti á togara í siglingum í níu ár en hætti því þegar ég fékk al- veg nóg af siglingunum. Ég er nátt- úrlega alger vinnualki en eitt árið var ég 355 daga á sjó og það var nóg. Þjónustustörf eiga hins vegar mjög vel við mig.“ Vinnualki segirðu, hvernig er vinnutíminn íLottóinu? „Ég opna oftast fyrir klukkan tíu því ég nenni ekki að bíða eftir að Kringlan opni. Venjuleg vinnuvika er svona 77 tímar og ég tek mér aldrei sumarfrí. Ég rak Gerplu í níu ár og tók mér aldrei ffí og ég verið hér í fjögur ár án þess að taka frí. Að vísu tók ég mér ársfrí þegar ég seldi Friðrik Þorsteinsson hefur sett flesta fyrstu vinninga iLottóinu frá upphafi. Hann segir ástæðuna ekki vera aðhannsé lukkudýr, hann bjóði bara upp á góða þjónustu þannig að fólk komi aftur og aft- ur til hans. Gerplu, annars væri ég sjálfsagt bú- inn,“ segir hann en í viðtalinu kem- ur einnig fram að hann tekur sér helst aldrei hádegismat. Góð þjónusta mikilvægust Fyrstu vinningarnir virðast elta þig uppi. Ertu lukkudýr? „Nei, það er ég ekki. Þetta er bara góð þjónusta sem ég býð upp á sem gerir það að verkum að fólk kemur oft til mín, ekkert annað. Fyrstu vinningar geta lent hvar sem er. Fólk segir stundum að það sé eitthvað við mig en ég segi að það sé ekki rétt,“ segir Friðrik sem er með hæstu söl- una í Lottóinu á landinu. Spilarðu sjálfur íLottóinu? „Stundum. Ég gleymi reyndar stundum að kaupa miða, fatta það þegar ég kem heim. En ég hef aldrei fengið fyrsta eða annan vinning. Ég vil miklu frekar að viðskiptavinirnir fái þá.“ Þú leggur greinilega mikið upp úr þvíað veita góða þjónustu, ekki satt? „Jú. Þetta er bara eins og ef þú ferð á pöbb - ef það er eitthvert skítapakk að afgreiða þig þá ferðu ekki aftur þangað. Þjónustan er númer eitt, tvö og þrjú. Það er reyndar dálítið fyndið þegar ég var með Gerplu þá var ég veikur einn laugardaginn. Þann daginn datt sal- an niður í fótboltanum. Þá voru bara stelpur að vinna og menn keyptu ekki miða, þetta er greinilega sál- rænt hjá sumum.“ Meiri sala eftir 11. september Friðrik segist vera eini fasti starfs- maður Happahússins en hann tekur aftur á móti inn lausafólk á álags- tímum. Þeir geta líka orðið nokkuð rosalegir, álagstímarnir. „Þegar hann var sjöfaldur í fyrra þá vorum við átta að vinna í það heila. Við vor- um með tvo aukakassa á sitthvorri hæðinni í Kringlunni, tveir að vinna á hverjum stað og tveir sem löbbuðu sífellt á milli til að skipta við hina. Það var alveg ótrúlega mikið að gera þann laugardaginn." Hver er helsta breytingin í þess- um bransa sem þú merkir? „Það hefur orðið greinileg aukn- ing í sölunni eftir atburðina 11. sept- ember. Þá byrjaði atvinnuleysið að aukast og þá jókst salan, alls staðar á landinu. Þetta er alltaf svona þegar kreppir að.“ Nú var svo mikil umræða um spilafíkla í þjóðfélaginu síðasta vet- ur, verður þú eitthvað var við þá? „Ég verð ekkert var við þannig fólk. Þeir halda sig bara annars stað- ar enda nenna þeir eflaust ekki að bíða í nokkra daga eftir niðurstöð- unum.“ Gefur það vel afsér að selja Lottó í Kringlunni? „Ég væri ekki hérna öðruvísi. Þetta er náttúrlega mjög mikil vinna og maður getur haft gott upp úr þessu þannig. Það er nú bara eins og í öllum öðrum störfum." hdm@dv.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.