Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2003 Fréttir DV Veifaði eins og ekkert væri Michael Jackson veifaði til aðdáenda sinna eins og ekkert væri þegar ílugvél hans lenti í Las Vegas í gær- morgun. Mikill fjöldi fólks beið þess að sjá popp- stjörnuna, jafnvel þótt til- efnið væri ekki gleðilegt. Jackson hefur verið ákærð- ur fyrir að beita tólf ára dreng kynferðislegu ofbeldi og á yfir höfði sér allt að átta ára fangelsi, verði hann fundinn sekur. Jackson neitar ásökunum um kyn- ferðisofbeldi og segir þær alisherjar lygi. Michael Jackson er sagður heilsuveill og segja vinir hans að hann muni ekki þola langa fangavist. Fjölskylda söngvarans kom fram í fjölmiðlum í gær og sagðist styðja hann heils- hugar. „Ég spyr mig hvort einhver hafl lagt gildru fyrir hann og falið sönnunar- gögn á heimili hans,“ sagði móðir hans, Catherine Jackson, við fjölmiðla í gær. Hún lét einnig í það skína að kynþáttafordómar réðu för í bandarísku réttarkerfl. Saksóknari heldur nafni fórnarlambsins leyndu en hefur staðfest að ákæran sé í mörgum liðum. Drengur- inn mun reiðubúinn að bera vitni í réttarhöldun- um. Dómari tekur málið formlega fyrir þann 9. janú- ar á næsta ári. Fálki sofnaði endanlega Særður fálki sem var undir læknishendi í Reykja- vík þoldi ekki svæfingu og drapst. Komið var með særðan á væng í byggðasafnið á Höfn í Horna- firði. Þetta kem- ur fram á horna- fjordur.is. Þar segir fuglaskoð- arinn Björn Arn- arson safnvörður alla amerísku flækingsfuglana, sem sést hafa við Höfn í vetur, vera horfna. Björn telur líklegast að þeir hafi orðið smyrlum að bráð. fálkann Bræðrasynir í Garðabæ keyptu tugmilljóna króna einbýlishús við Bakkaflöt og rifu niður til að byggja ný og stærri hús. Annar keypti 22 milljóna hús til að geta byggt þrefalt stærra hús við hlið foreldra sinna. Tvö einbýlishús í hinni gamalgrónu götu Bakkaflöt í Garðabæ hafa verið rifin eða hálififin til að byggja ný og stærri hús á lóðinni. Það eru bræðrasynirnir Bjarni Benediktsson al- þingismaður og Hrólfur Einarsson læknir sem hafa staðið fyrir þessum framkvæmdum. Faðir Bjarna er Benedikt Sveinsson, fyrrum stjórnaformaður Eimskips og foringi sjálfstæðis- manna í bæjarstjórn Garðabæjar til tólf ára. Faðir Hrólfs er Einar Sveins- son, forstjóri Sjóvár-Al- mennra. Hann býr reyndar í næsta húsi við soninn, á Bakkaflöt 10. Bjarni Benediktsson segist alls ekki hafa ver- Bjarni Benediktsson Erað gera það sama og fjölmargir aðrirsem þurfa að endurnýja yfir 30 ára gömul hús, segir alþingismaðurinn Bjarni Benediktsson. ið að gera annað heldur en fjölmargir aðrir sem þyrftu að endurnýja hús sem væm yfir 30 ára göm- ul. Það sem hann hefði gert hefði verið að skipta um þak og stækka húsið. Við þetta væri ekkert fréttnæmt. „Ég skil ekki hvers vegna við frændurnir emm eitthvað sérstaklega til umfjöllunar umfram aðra í sömu sporum,“ segir Bjarni. Bjarni Benediktsson keypti, ásamt eiginkonu sinni, húsið á Bakkaflöt 2 árið 2000. DV er ekki kunnugt um kaupverðið. Endurbótum á húsinu er þegar lokið. Eftir breytinguna er húsið um 80 fer- metmm stærra en áður eða samtals 296 fermetrar, með bílskúr. Hrólfur Einarsson og kona hans keyptu í fyrra Bakkaflöt 8. Eignin var 139 „Skil ekki hvers vegna við frændurnir erum eitthvað sér- staklega til umfjöllunar." fermetra einbýlishús og 47 fermetra bílskúr. Þetta hús er horfið og nýtt hús þeirra er enn í smíðum. Samkvæmt umsókn Hrólfs til byggingaryfir- valda í Garðabæ var húsið, sem hann hafði keypt nokkmm mánuðum fyrr á 22,3 miljónir króna, „afar illa farið“. Hann fékk því leyfi í lok mars til að rífa húsið til grunna og reisa nýtt 449 fermetra mannvirki á lóðinni. Þess má geta að stærð húsa við Bakkaflöt er al- mennt mjög rífleg þótt ekki standist þau saman- burð við nýju húsin frændanna. Minnsta hús- ið er nú samtals 184 fermetrar. Þriðja stærsta húsið í götunni, sem áður var stærst, er 290 fer- metrar. Það er í eigu Einars Sveinssonar. gar@dv.is Bakkaflöt 8 Hrólfur Einarsson og eiginkona hans keyptu i fyrra 138 fermetra einbýlishús á Bakkaflöt 8 fyrir 22,3 milljónir króna. Þau fengu leyfi til að rifa húsið og byggja nýtt hús sem verður 449 fermetrar, að bilskúrnum meðtöidum. Bakkaflöt 2 Bjarni Benediktsson og eiginkona hans keyptu Bakkafiöt 2 árið 2000. Húsið var síðan rifið að mestu og nýtt hús byggt utan um það gamla. Arkitekt er Ólafur Axel Óskarsson. Ólafur teiknað einnig nýtt einbýlishús fyrir Hrólf Einarsson, frænda Bjarna, á Bakkaflöt 8. Starfsmenn svekktir Þegar DV hafði samband við nokkra almenna starfs- menn Búnaðar- bankans Kaup- þings kom berlega í ljós að þá sveið mjög háar greiðsl- ur til forstjórans og stjórnarformannsins. Enginn þeirra vildi þó tjá sig undir nafni. Starfsmennirnir fengu bónus við sameiningu Kaupþings og Búnaðarbanka sem nam 100 þúsund krón- um. Helmingurinn var greiddur í peningum og helmingurinn í séreignalíf- eyrissjóð. Upphæðin sem forstjórinn og stjórnafor- maðurinn fá að lágmarki út úr kaupréttarsamningum er 7000 föld sú upphæð. Öfundin Svarthöfði hefur aldrei öfundað nokkurn mann. Og ætlar ekki að gera. öfundin er ein af dauðasynd- unum sjö og þar við situr. Þess vegna fer í taugarnar á Svarthöfða þegar þjóðin rís upp á afturfæturna í hneykslun yfir kjörum bankastjóra sem ávaxtað hafa sitt pund myndar- 'lega og vissulega umfram annað fólk. Allt er þetta reiknað út í pró- sentum sem hluti af gróða framtíð- arinnar og útdeilt af skynsemi og í réttum hlutföllum. Nema hvað? Siggi Einars og Hreiðar Már hafa blásið út veldi Kaupþings í áður óþekktar víddir. í sannleika sagt fara þeir ekki fram á mikið í staðinn. Að- eins brot af auknurn umsvifum í eig- in vasa. Þeir skapa gróðann og verð- ugur er auðsafnari hagnaðar fyrir- tækis síns. í milljónasamningum þeirra er skýrt kveðið á um að þeir sigrar m Svarthöfði megi ekki njóta þessa auðs og ekki yfirgefa fyrirtækið næstu fimm árin. Þeir eru í raun handjárnaðir við hluthafa sem mega ekki af þeim sjá. Svarthöfði þekkir vel til bæði í Wall Street og hjá Chase Manhattan. Hann veit sent er að þar er mikill spenningur fyrir að ráða Sigga Ein- ars og Hreiðar Má í vinnu. Sérstak- lega Sigga. Þetta er altalað vestra þó færri viti af því hér á landi. I raun ætti almenningur að gleðjast með þeim félögum því í þeirn hafa draumar þjóðarinnar ræst. Draumar um peninga sem vaxa fyrirhafnarlít- ið á trjám. En nú hefur öfundin sigrað. Siggi Einars og Hreiðar Már hafa látið undan og skilað gróðanum sem þeir höfðu skjalfestann í vasa. 700 millj- ónir út um gluggann. Öfundin lætur ekki að sér hæða. Sterk og slóttug fer hún með veggjum og óviðráðanleg þegar hún bergmálar í smásálum sem leggjast á eitt. svarthöföi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.