Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 29
DV Fókus LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2003 29 f I oendanlegum heimi ep allt hægt Maöur gengur um hurð og ákveður tvennt I senn. Hann snýr skyndilega til vinstri þar sem hann veit afsjoppu sem hann hefur aidrei komiö i áður. Þvi hann eetlar að láta eftir sér að fá sér súkkulaðistykki. Afgreiðslustúlkan i sjoppunni er vingjarnleg og falleg og maðurinn tekur að venja komur sínar i sjoppuna. Þau verða ástfangin og eyða saman ævinni. - En um leið og mað- urinn ákveður að fara Isjoppuna, þá ákveður hann að gera það ekki. Honum liggi ofmikið á að komast i vinnuna. Ivinnunni kynnist hann stúlku sem er líka falleg og vingjarnleg og þau verða ástfangin og eyða saman ævinni. Hann kynnist aldrei stúlkunni ísjoppunni. Þetta er ekki fantasia, ekki vísinda- skáldskapur. Þetta er að gerast einmitt núna. Mennirnir eru tveir þó þeir séu nákvæmtega eins. Það eru margir milljarðar kílómetra á milli þeirra. Og þeir eru fleiri, þeir eru út um allan alheim og i öðrum alheimum lika. eftir sér að möguleikinn sé ekki að- eins til staðar, heldur sé hann meira að segja líklegur. Og þar á meðal eru menn sem síst af öllu eru kunnir af dufli við fáránleikann eða vafasama kenningasmíð. Það sem meira er - ýmsar niðurstöður vísindamann- anna eru í sannleika sagt miklu rót- tækari og í raun brjálæðislegri en nokkuð það sem jafnvel hinir hug- myndaríkustu skáldsagnahöfundar hafa látið sér til hugar koma. Til að skilja til fullnustu þær kenningar sem hugmyndin um samhliða heimana byggist á er nauðsynlegt að vera sprenglærður sérfræðingur í eðlisfræði, stjarneðl- isfræði, lífeðlisfræði, kjarneðlisfræði og nokkrum fleiri eðlisfræðum. Þar eð reikna má með að fáir lesendur séu svo menntaðir verður fræði- kenningum að mestu sleppt hér á eftir, enda verður að viðurkennast að sá sem hér heldur á fjaðurpenna skilur heldur hvorki haus né sporð á kenningunum. En hér á eftir verður þó reynt að festa hendur á þeim helstu. Það er nefnilega hægt að komast að sömu niðurstöðu með því að fara margar ólfkar leiðir. Horfst í augu við óendanleik- ann Fyrsta leiðin snýst um stærð heimsins. Alheimurinn er óendan- legur; það hefur lengi verið vitað. Enda hvemig gæti annað verið? Það er ekki sennilegt að einhvers staðar úti á útjöðmm heimsins sé að Finna skilti þar sem stendur: Heimurinn endar hér! Og svo tæki við fjallhár múr. Hvert barn myndi þá réttu spurningarinnar: Hvað er hinum megin við múrinn? En þrátt fyrir að menn hafi vitað af óendanleikanum voru menn furðu seinir að gera sér grein fyrir afleiðingum þeirrar enda- leysu. Eftir að kenningin um upphaf heimsins í Miklahvelli náði út- breiðslu töldu menn að þrátt fyrir óendanleikann, þá væri efnið í heiminum á einhvern hátt takmark- að. Stjörnur og stjörnuþokur væm að vísu tryllingslega margar, en ef maður hefði nógu langan tíma, þá gaéti maður samt á endanum talið þær. Fjöldi þeirra væri ákveðin stærð. Hver stjarna sé einstök og líf á reikistjörnu eins og Jörðinni sé svo ólíklegur atburður að mjög ólíklegt sé að samskonar líf haft kviknað annars staðar, að minnsta kosti varla neitt í líkingu við það sem við þekkjum. En nýlegar rannsóknir virðast hafa kollvarpað þessari skoðun. Lík- ur benda til þess að fjöldi sólstjarna sé einfaldlega óendanlegur. Og séu til óendanlega margar sólir, þá segir sig nánast sjálft - menn þurfa bara að horfast í augu við það! - að það em nánast óendanlega margir sólir sem eru nákvæmlega eins og sólin okkar. Og þá er líka til gríðarlegur fjöidi sóla sem eru umkringdar ná- kvæmlega rétta efnismagninu til þess að úr því verði níu reikistjörn- ur, nákvæmlega eins og reikistjörn- urnar í okkar sólkerfi. Þannig séu til óteljandi (eða því sem næst) reiki- stjörnur sem eru ekki aðeins svipað- ar Jörðinni heldur nákvæmlega eins. Og þar sem þróun lífs hefur orðið í smáatriðum alveg sú sama. Þar á meðal að fæðst hafi einstaklingur, lifandi eftirmynd þín, sem á sams konar foreldra í sams konar um- hverfi. Engin leið í annan heim Þessi eftirmynd þín hefur átt ná- kvæmlega sömu ævi og þú og kannski verður ævi ykkar alveg sú sama þangað til á banabeðinu. En út um allan alheim eru aðrar eftir- mjmdir nánast á hverju sekúndu- broti að breyta út af - leggja frá sér blaðið - stökkva á fætur til að svara í símann - ákveða að fá sér kaffisopa - - og þaðan í frá verður líf ykkar ólíkt. Þetta er fáránleg tilhugsun en hún er þó alveg rökrétt ef maður reiknar til enda afleiðingarnar af því að alheimurinn sé óendanlegur og í honunt óendanlega mikið efni. Tengd þessari leið til „samhliða" heima, en þó dálítið öðruvísi, er sú kenning að alheimurinn okkar - svo stór sem hann er - sé alls ekki „einn í heiminum" ef þannig má að orði komast. Þó hann sé óendanlega stór, þá sé hann samt nánast eins og blaðra, í einhverju furðulegu „tómi“ - og allt í kringum hann í þessu tómi séu aðrir alheimar. Jafn stórir, jafn óendanlegir. I hverjum þeirra hljóti, eðli málsins samkvæmt, að vera nærri óendanlega margar sólir eins og okkar og nærri óendanlegar margar „Jarðir". Og þar ert þú líka. Þvf miður munum við sennilega aldrei geta sannreynt tilvist þessara „annarra heima“ nema á reikniborði eðlisfræðinganna. Við munum að minnsta kosti aldrei komast þangað, segir kenningin - sama þótt við næðum hraða ljóssins og værum á ferðinni til eilífðarnóns, því „tómið" milli alheimanna þenst ævinlega út hraðar en maður getur ferðast um það. Agnir sem eru ekki aðeins á einum stað Aftur á móti hafa sumir kenn- ingasmiðir ímyndað sér að þrátt fyr- ir „tómið" milli heimanna, þá geti þá rekið svo nálægt hver öðrum að þeir lendi hreint og beint í árekstri. Þá farast báðir en til verður nýr. Ekki vitum við hvort það er satt. Þriðja leiðin til að sýna fram á tilvist „samhliða heima" er dálítið annar handleggur. Þar er komið út í skammtafræði, sem er flókin kenn- ing og í reynd óskiljanleg öllum sem ekki hafa þjálfun í eðlisfræði. Hér dugar að taka fram að skammtafræðin gefur til kynna að þær agnir sem mynda efnisheiminn séu ekki endilega á einhverjum stað. Þær geti verið allt annars stað- ar en þær sýnast vera, jafnvel á tveimur stöðum í einu, eða hvergi. í framhaldi af þessu er sett fram sú kenning að í hvert sinn sem örlítil efnisögn standi fram fyrir vali - ef svo má þá að orði komast - um hvort hún á að skjótast í þessa átt eða hina, þá geri hún í rauninni hvort tveggja. Og um leið klofni heimurinn og til verði tveir ná- kvæmlega eins alheimar - hvor um sig á alveg aðskildu plani. Hér er um mikla einföldun á flók- inni kenningasmíð að ræða, sem eðlisfræðingar munu eflaust fussa yfir, en kenningin er samt einhvern veginn svona. Og þetta þýðir að á hverri sekúndu, nánast hverju sek- úndubroti, eru óteljandi nýir al- heimar að myndast, aðeins örlítið breyttir frá þeim sem fyrir var, en samt öðruvfsi og munu halda áfram að breytast. Það er þarflaust að spyrja hvar þeir eru. Þeir eru bara einhvers stað- ar. Sumir telja að allar efnisagnir sem við sjáum í kringum okkur séu ekki aðeins í okkar heimi, heldur séu þær í reynd líka partur af efninu í öðrum og kannski mörgum heim- um. í öðrum heimi eru ástvinir enn á lífi Til eru fleiri kenningar - þær eru of flóknar til þess að leiða einu sinni hugann að þeint í dagblaði. Þær snúast um veraldir og aiheima þar sem er ekki einu sinni víst að sömu lögmál gildi og í okkar heimi. Ekki víst að það sé neitt þyngdarafl f sum- um þeirra. Bara sem dæmi. Og þá sé að flnna á einhverju plani þar sem við munum aldrei salta síld. Þetta var um kenningasmíðina sem fáir botna í nema þeir sem hafa langt eðlisfræðinám að baki. Það sem máli skiptir er að það eru alvöru jarðbundnir vísindamenn sem farn- ir eru að gefa þessu gaum. Ekki ein- ungis framúrstefnumenn í fræðun- um og vísindaskáldsagnahöfunar. Reyndar er æ oftar farið að ræða í vísindaritum um hina margföldu heima sem staðreynd sem allir geti verið sammála um - þótt menn hafi ekki enn á hreinu hver kenninganna er rétt. Eða kannski allar. En þetta hefur altént þær afleið- ingar að þú getur kannski ekki verið alveg 100% viss um það að það eru fleiri en þú að lesa þetta blað einmitt núna - en þú getur að minnsta kosti sagt að það sé alls ekki útilokað. Og ekki aðeins ein eftirmynd þín er núna að hugsa það nákvæmlega sama og þú, heldur margar. Það er spurning hvaða áhrif þetta hefur á hugsunar- hátt fólks, ef það trúir þessu og lítur héðan í frá svo á að það sé ekki eitt á ferð. Kannski gæti þetta orðið ein- hverjum huggun sem misst hefur ástvin. Því sé kenningin rétt, þá er sá hinn sami líka til í mörgum öðrum heimum, þar sem allt er eins, nema þar er ástvinurinn enn á lífi. Héðan í frá ertu einn Alla vega, stattu varlega á fætur. Út um víða veröld eru aðrir að gera það sama og þú, aðrir þú - ef svo má segja. Ákvörðun um hvert smáatriði getur verið afdrifarík, þú breytir með henni heiminum. Skilur þig frá eftir- myndum þínum. Hingað til hafa fylgt þér þúsundir annarra að minnsta kosti. Héðan í frá kanntu að vera einn á ferð. Hér þarf að breyta ljóðlínum Megasar: Ég er ekki ég, ég er artnar, svo þærhljómi svona: Ég er ekld ég, ég er aörir. S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.