Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2003 Fréttír DV Jákvæð áhrif brjóstagjafar ofmetin Nýjar rannsóknir lækna við St. George spítalann í London benda til þess að jákvæð áhrif brjóstagjafar ungabarna kunni að vera ofmetin. Þrátt fyrir þetta sýna rannsóknirnar fram á að hollt sé að gefa ungabörn- um brjóstamjólk. Rannsóknirnar, sem birtust í British Medical Journal, benda til þess að ekki eru jafn jákvæð tengsl á milli brjóstagjafar og eðlilegs' blóðþrýstings og fyrri rannsóknir hafa sýnt. Eldri rannsóknir hafa sýnt að þau börn sem fá brjósta- mjólk eru líklegri til þess að vera með eðlilegan blóðþrýsting þegar þau eru orðin fullorðin. Ekkert í rannsóknum læknana sýndi fram á þessi tengsl. Þrátt fyrir það benda læknarnir á að jákvæð áhrif brjóstagjafar myndist vegna sam- spils ýmissa þátta. Aðrar rannsóknir hafa sýnt fram á að þau börn sem hafa fengið brjóstamjólk eru síður líkleg til þess að eiga við offituvandamál að stríð þegar þau vaxa ur grasi. Ekkert í rannsóknunum benti til að það væri samband á milli brjóstagjafar og offituvandamála. Þrátt fyrir þetta ítrekuðu lækn- arnir að brjóstagjöf væri holl og að hún væri í raun hin náttúrulega leið til þess að fæða ungabörn. Laugardagittn 22. nóvember verður Klaus Frimor, Loop kastkennari (casting instructor) frá Loop í búðinni og hjálpar viðskiptamönnum við val á fluguveiðistöngum Tilboð á öllum Loop Sigurður Héðinn verður í búðinni og áritar nýju bókina sína “ Nokkrarfengsœlar “ Bókin er þakin myndum affengsælum laxaflugum og uppskriftir afþeim. Landsins mesta úrval af fluguhnýtingarefnum ÚTíVlsf gyfeiÐi O Opiðjrá kl 11 -17 langan laugardag! Hótel Selfoss í nýjar hendur Hótel Selfoss var á fimmtudag afhent nýjum eigendum sem bæði keyptu reksturinn og hótelbygg- inguna sjálfa. Nýr eigandi er félag í eigu Ólafs Auðunssonar, Jóns Gunnars Aðils og Gísla Steinars Gíslasonar. Sam- kvæmt fréttum af sudur- land.net er ætlunin að taka til við endurbætur á hótel- inu og opna það aftur 15. janúar á nýju ári. Fjárlög til í aðra umræðu Meðlimir fjárlaganefnd- ar Alþingis stefndu að því að afgreiða fjárlagafrum- varpið fyrir næsta ár frá nefndinni til annarrar um- ræðu í þinginu. Þeir hafa setið á kvöldfundum í vik- unni til að koma öllu heim og saman. Alþingismenn hafa nú nokkra daga fram á þriðju- dag til að undirbúa sig fyrir aðra umræðuna sem fer fram í þinginu á þriðjudag. Að henni lokinni fer frum- varpið aftur til fjárlaga- nefndar sem býr það fyrir þriðju og lokaumræðuna í þingsal þann 5. desember. Tveir fluttir á slysadeild Ökumenn tveggja bíla voru fluttir á slysadeild eftir árekstur á Reykjanesbraut, til móts við Smáralind, í gærmorgun. Annar bíllinn valt við áreksturinn. Tildrög slyssins eru ókunn og rann- sakar lögreglan í Kópavogi málið. Ekki var talið að ökumennirnir væru alvar- lega slasaðir. Forstjóri IJA kynnti sér sjávarútvegsstarfsemi Kínverja í nýlegri heimsókn. Þrátt fyrir skort á tækjum og búnaöi til fiskvinnslu ná þeir betri nýtingu úr afurðunum en íslendingar. Kínversk fiskvinnsla Þarsem einungis mannshöndin kemur nálægt vinnslunni eru hreinlætiskröfur griðarlegar. „Það er beinlínis rangt að segja að Kínverjar séu eftirbátar annarra þegar kemur að fiskvinnslu," segir Gunnar Larsen, forstjóri Útgerðarfé- lags Akureyringa. Hann var nýverið í Kína til að kynna sér þarlenda fisk- vinnslu en Kínverjar sækja æ meira inn á markaði'í Evrópu og Banda- rfkjunum. „Ég heimsótti þrjár fiskvinnslur og ber þeim öllum söguna vel. Þeir eru tvímælalaust samkeppnisfærir og gott betur. Launakostnaður er í lágmarki og mánaðarlaun starfs- manna í kringum sex þúsund krón- Mánaðarlaun fiskvinnslufólks í Kína eru nálægt sex þús- und krónum. ur. Það gerir þeim fært að nota mannshöndina við öll störf og þess vegna ná þeir betri nýtingu úr afurð- unum en við á íslandi." Engar vélar eða tæki voru notuð á þeim stöðum sem Gunnar heimsótti en það virtist ekki koma að sök. „Ég skoðaði nokkur karfaflök og þorsk- bita og get fullyrt að þeirra vara er fallegri en sambærileg vara hér á landi. Þegar við bætist afar hagstætt verð er ég ekki hissa á að kaupendur versli sífellt meira af þeim." Gunnar ítrekar þó að íslendingar eigi enn forskot á Kínverjana og verði að notfæra sér það. „Við erum nær mörkuðunum en þeir, þeir geta ekki boðið einfrystan fisk og við ráð- um enn yfir talsverðum auðlindum. Engin ástæða er til að leggja árar í bát.“ Ogn úr austri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.