Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 31
DV Fókus LAUQARDAQUR 22. NÓVEMBER 2003 3 7 Vinsældir ástralska ofurkrúttsins og englakroppsins Kylie Minogue virðast sýst vera að dvína. Lagið hennar, Slow, sem Emiliana Torrini samdi, er mest selda lagið í Bret- landi þessa dag- ana og nýja plat- an hennar, Body Language, sem kom út í vikunni, þykir hennar besta tilþessa. Trausti Júlíusson skrifar um söngkonunasem breska karlþjóðin get■ ur ekki hætt að hugsa um afturendann á. Útlitið og ímyndin Það er ekki bara tónlistin sem skiptir máli hjá stórstjörnu eins og Kylie Minogue. ímyndin hefur mjög mikið að segja líka. Síðustu átta ár hafa tveir menn haft mikil áhrif á fer- il Kylie Minogue. Annar þeirra er um- boðsmaðurinn Teiry Blamey, upp- gjafa trommari sem er búinn að vera umbinn hennar síðan hún byrjaði árið 1987. Hann sér um að hún sé alltaf í fréttunum, hvort sem hún er nýbúin að gefa út plötu eða ekki. Hinn maðurinn heitir William Baker. Hann sér um útlitið og ímyndina. William þessi er hommi og stundum kallaður „samkynhneigði eiginmað- urinn hennar". Þau eru mjög náin. Ef hún efast þá leitar hún til hans. Það var hann sem ráðlagði henni að vera í gull-lituðu pínubuxunum í Spinn- ing Around myndbandinu. Eftir það fékk öll breska karlþjóðin afturend- ann á henni á heilann. William legg- ur mikla áherslu á að ímynd Kylie sé í stöðugri endurnýjun. Hann segir Kylie vera jafn mikilvæga stærð í poppinu í dag og David Bowie var á áttunda áratugnum. Kannski aðeins skotið yfir markið þar, en samt... Mikið aðdráttarafl Hver sem ástæðan er hefur Kylie aldrei verið vinsælli. Hún hefur reyndar alltaf haft mikið aðdráttar- afl. Michael Hutchence heitinn, INXS-söngvari, varð t.d. alveg hugfanginn af henni og sá til þess að þau hittust „fyrir tilviljun" í Hong Kong árið 1988. Hún var þá tvítug og nýhætt að leika í Nágrönnum. Þau urðu elskendur. Hann kenndi henni á lystisemdir kynlífsins og gortaði af því við vini sfna að hún væri „besti dráttur í heimi“. Þegar Nick Cave söng Where The Wild Roses Grow með henni þá skalf hann, að eigin sögn, af skelfingu en lýsti því líka yfir að með því hefði gamall draumur ræst hjá honum. Og Wayne Coyne, söngvari The Flaming Lips, er líka með Kylie á heilanum. Hljómsveitin gerði sína útgáfu af Can’t Get You Out Of My Head og Wayne þreytist seint á því að dásama stelpuna í við- tölum. > i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.