Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 41
DV Sport LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2003 4 7 leiki vorum við búnir að koma okkur í mjög erfiða stöðu. Góður sigur gegn Wolves kom okkur aftur í gang og það var einnig sterkt að fá þrjú stig gegn Aston Villa. Ef við lítum á síðustu 9 leiki okkar þá er hægt að sjá að við erum á hægri leið en réttri," sagði McClaren sem er ánægður með nýju leikmennina hjá félaginu. Leikur liðanna á Riverside í íyrra reyndist mikill vendipunktur fyrir Liverpool. Þeir voru ósigraðir og á toppi deildarinnar en eftir tap gegn Boro féll liðið algjörlega saman og strákarnir hans Houlliers vilja örugglega kvitta fyrir það í dag. Keegan snýr aftur Það verður sérstök stund fyrir Kevin Keegan þegar hann kemur með Manchester City á St. James's Park þar sem þeir mæta hans gamla félagi, Newcastle. Keegan hefúr örugglega nýtt frfið vel og barið kraft í strákana sína eftir að þeir töpuðu óvænt fyrir Leicester, 3-0. Sir Bobby Robson, stjóri Newcastle, fagnar endurkomu Kierons Dyer og Jonathans Woddgate sem eru klárir á ný eftir meiðsl en Woodgate hefur verið frá nánast síðan í byrjun tímabils. Alan Shearer er einnig klár í slaginn á ný en hann var ekki með vegna flensu þegar Chelsea tók Newcastle í bakarúð um daginn. Leikir liðanna undanfarin ár hafa verið mjög jafnir og skemmtilegir þar sem fjórir af síðustu fimm leikjum iiðanna hafa endað með 1-0 sigri - 2 sigrar á hvort lið. Leikurinn á St. James's Park í fyrra var þó óvenjulega ójafn þar sem Newcastle fór með 2-0 sigur af hólmi. Chelsea kemur á St. Mary's Það hefur verið nóg að gera hjá Southampton síðan þeir gerðu jafntefli gegn Bolton. Stjóri liðsins, Gordon Strachan, hefur verið þráfaldlega orðaður við stjórastöðuna hjá Leeds. James Beattie var ekki valinn í enska landsliðið en skreið þó inn á elleftu stundu þegar fjölmargir leikmenn höfðu gengið úr skaftinu og svo misstu þeir Matt Oakley í meiðsl út tímabilið. Þeir verða að leggja allt til hliðar í dag því verkefni dagsins er ekki af auðveldara taginu - Chelsea er að koma í heimsókn. Þá hefur verið mikið flug á Chelsea síðustu vikur en hinn varkári stjóri liðsins, Claudio Ranieri, gerir allt hvað hann getur til þess að halda mönnum á jörðinni. „Ég trúi því að ég sé orðinn meistari þegar ég snerti bikarinn. Ekki fyrr. Leikmenn geta látið sig dreyma en framkvæmdastjórinn verður að halda áttum. Við vorum mjög nálægt Manchester United og Arsenal um jólin í fyrra en svo kvöddu þau okkur. Við verðum að vinna þennan leik því Arsenal tapar ekki mörgum stigum urn þessar mundir," sagði Ranieri sem kom verulega á óvart þegar hann tefldi fram sama liði gegn Newcasde og hafði sigrað Lazio í Róm nokkrum dögum áður. Lið vonbrigðanna Það er ekki beint eftirvænting fyrir leik Tottenham og Aston Villa á Wliite Hart Lane.A Talsverðar væntingar voru gerðar til beggja liða fyrir tímabilið en þau hafa bæði brugðist þeirn væntingum algjörlega. Bæði lið hafa leikið leiðinlega knattspyrnu sem hefur skilað þeim fáum stigum. SpUrs hafa nú þegar skipt um mann í brúnni og hefur það skilað ívið betri árangri og staða Davids O'Leary hjá Villa er ekki talin mjög sterk. Bæði lið þurfa nauðsynlega á sigri að halda í leiknum og munu vafalítið gefa allt til þess að fá stigin þrjú sem eru í boði. henry@dv.is LEIKIR HELGARINNAR Laugardagur: Manchester United - Blackburn Birmingham - Arsenal Everton - Wolves Leeds - Bolton Leicester - Charlton Middlesbrough - Liverpool Newcastle - Manchester City Southampton - Chelsea Sunnudagur: Tottenham - Aston Villa Mánudagur: Fulham - Portsmouth Arsenal 12 Chelsea 12 Man Utd 12 Charlton 12 Birming. 12 ManC. 12 Fulham Liverp. Soton Newcas. 12 Portsm. 12 M'Boro Spurs Bolton Leicest. Blackb. A.Villa Everton Wolves Leeds Ruud Van Nistelrooy Sjóðheitur þessa dagana og skoraði þrennu á móti Skotum i vikunni. 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.