Dagblaðið - 21.09.1976, Page 6

Dagblaðið - 21.09.1976, Page 6
I) DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1976. „Ég hef oft haldið framhjá — en aðeins í hjarta mínu" — segir Jimmy Carter í viðtali við Playboy „Eg hef litið á fjölda kven- manna með ágirnd og hef oft- sinnis haldið framhjá... en aðeins í hjarta mínu. Þetta er hlutur, sem guð veit að ég geri og þá leyfi ég mér það. Ég veit að guð fyrirgefur mér allt slíkt.“ Þetta sagði Jimmy Carter forsetaframbjóðandi demokrata í viðtali við tímarit- ið Playboy. ,,En,“ bætti hann við i viðtal- inu. „Þetta þýðir ekki að ég sé ásáttur við þá menn, sem líta á konur með ágirnd og yfirgefa síðan eiginkonur sínar til að lifa með þeim sem þeir ágirnast. Jesús Kristur segir okkur að álíta okkur ekki betri en náung- ann. einungis vegna þess að hann haldi fram hjá konu sinni með fjölda annarra kvenna meðan við erum trúir eigin- konum okkar. Hinn trúi eigin- maður ætti ekki að fyllast sjálfsréttlæti og stolti, því að í hjarta sínu er hann jafn synd- ugur og hinn ótrúi.“ Og Jimmy Carter bætti við: „Kristur setti okkur mönnun- um næstum því of strangar reglur... Sjálfur er ég mann- legur og skapmikill...“ Jody Powell blaðafulltrúi Carters sagði fréttamönnum að trú forsetaefnisins, baptisminn, segði að ágirnd hugans gagn- vart konum væri jafn syndsam- leg og raunverulegt framhjá- hald. Hann kvað því Carter vera að lýsa því yfir að hann væri jafn mannlegur og hver annar, og gæti því ekki for- dæmt aðra fyrir framhjáhald. „Það sem Carter segir okkur í þessu viðtali er það að við eigum að setja okkur mikil tak- mörk en ekki vera of fljótir á okkur að dæma aðra,“ sagði Powell. Skyldi Jimmy Carter hafa fyllzt girnd hugans til þessarar konu? Flugslysið í Tyrklandi: SJÓNARVOTTA GREINIR Á UM TILDRÖG SLYSSINS Yfirvöld í Tyrklandi hófu strax í gær að kanna flugslysið mikla, er Boeing 727 flugvél fórst á flug- leiðinni frá Istambul til strand- bæjarins Antalya seint á sunnu- dagskvöld. Með flugvélinni voru 147 farþegar og sjö manna áhöfn. Allir fórust í slysinu. Sjónarvottar að flugslysinu voru yfirheyrðir í gær. Þá greinir mjög á um tildrög slyssins. Sumir segja að eldur hafi kviknað í flug- vélinni á meðan hún var enn í loftinu. Aðrir halda þvi fram að eldur hafi ekki brotizt út fyrr en vélin skall niður á rúmlega 2000 metra háu fjalli, sem er skammt frá borginni Isparta. Þá greinir sjónarvotta einnig á um, hvort sprenging hafi orðið í Boeing vélinni í flugi eða eftir að hún rakst á fjallið. Farþegar vélarinnar voru flestir ítalskir og vesturþýzkir ferðamenn, sem hugsðust eyða sumarleyfi sínu í Tyrklandi. — í gær var svarta kassanum, sem hefur að geyma öll fjarskipti flug- vélarinnar, bjargað úr flakinu. Svíþjóð: Ný stjóm eftir 4. okt. ii'**i'v** Borgaraflokkarnir þrír í Sviþjóð, sem á sunnudaginn sigruðu í þingkosningunum þar í landi, hefja i dag viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Olof Palme, fráfarandi for- sætisráðherra, lagði lausnar- beiðni sína og ráðuneytis síns fyrir forseta þingsins í gær- kvöld, þegar úrslit kosninganna lágu fyrir. Thorbjörn FaMdin, væntanlega næsti forsætisráðherra Svíþjóð- ar, hefur í dag stjórnarmynd- unarviðræöur. Palme og samráðherrar hans voru beðnir að annast stjórnar- störf þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð, en eins og fram hefur komið er talið að sú stjórn verði undir forsæti Thor- björns Fálldins, leiðtoga Mið- flokksins. Ekki er talið að ráðherralisti hinnar nýju stjórnar verði lagður fram fyrr en eftir 4. október, þegar þing kemur sam- an á ný. Þar munu borgara- flokkarnir hafa ellefu þingsæta meirihluta yfir Jafnaðarmenn Palmes og samstarfsflokk þeirra á þingi, Vinstri flokkinn- Kommúnistana. Neovletta: NÝ PILLUTEGUND MEÐ MINNIAUKAVERKANIR Færri aukaverkanir en meira öryggi, segir sænska blaðið Dag- ens Nyheter að hægt sé að segja um niðurstöður rannsókna á nýrri tegund getnaöarvarnataflna, Neovletta. sem settar voru á markað í Svíþjóð fyrir um það bil ári. Þessi pillutegund hefur lægra hormónahlutfall en aðrar pillu- tegundir á almennum markaði í Svíþjóð og er það talin ástæða þess, að aukaverkanirnar eru minni. í áðurnefndri rannsókn var gerð tilraun með pilluna á 430 konum á tíu sjúkrahúsum og náði tilraunatímabilið samtals yfir nærri fjögur þúsund mánuði. Engin kona varð þunguð á þess- um tíma . Fyrstu mánuðina, sem konan noíar Neovletta, eru blæðingar þó nokkuð tiðari en gerist og gengur, en eftir því sem á líður jafnast millibilið á milli blæðinga og verður síðan eðlilegt. Þessi pillutegund er seld í tíu löndum utan Svíþjóðar, en fæst þó ekki hérlendis enn sem komið er. Panama: Vopnaðir hermenn sundruðu andófi — beittu táragasi og gúmmíkúlum gegn 300 stúdentum í morgun Hundruð hermanna sátu í morgun um háskólann í Panama, en aðhöfðust ekkert gegn fjölda stúdenta sem höfðust þar við. Þangað höfðu stúdentarnir flúið eftir að herinn sundraði mótmæla- göngu sem þeir fóru í. Það voru alls um 300 stúdentar, — flestir trotskist- ar, — sem leituðu hælis í skólanum. Þeir höfðu farið í göngu til að mótmæla hækk- andi verðlagi á matvælum í Jandinu. Sjónarvottar segja að lögregla hafi notað gúmmí- kúlur og táragas til að sundra göngunni. Yfirvöld í Panama hafa Fangar höfðu lyklavöldin Fyrstu fangar í glænýju fangelsi í. bænum Wilcannia í Nýja Suður-Wales, Ástralíu, ráku heldur betur upp stór augu, þegar þeim voru afhent- ir lyklar að klefum þeirra um leið og þeim var stungið inn. Skýringin kom þó von bráðar. Ekki var hægt að læsa klefunum nema innan frá. Hurðasmiðunum höfðu orðið þau mistök á að snúa læsingunum öfugt, það er að skráargatið var innan á. Síðan urðu íarigarnir að læsa sjálfir og henda lyklunum til fanga- varðanna. Þessi mistök hafa nú ven löguð. ekkert látið hafa eftir sér opin- beriega vegna þessa máls. Ahorfendur að aðgerðunum segja að um 50 manns hafi verið handteknir. Mótmæli gegn hækkandi verðlagi hófust í síðustu viku. Lætin í gær voru þau mestu í Panama síðan fyrst fór að bera á ókyrrð í " landinu, 10. september. Ökyrrðin hófst í há- skólanum, en breiddist fljótt út meðal verkamanna. Þetta eru mestu mótmæli, sem viðhöfð hafa verið í Panama, síðan Omar Torrijos hershöfðingi komst til valda með herinn að baki sér árið 1968. Kosið til EBE- þingsins 1978 Utanríkisráðherrar EBE- landanna hafa undirritað plagg, sem gerir þegnum aðildarrikja bandalagsins kleift að kjósa til Evrópuþings í beinum kosningum ekki siðar en 1978. Þetta gerist þó á þeim tíma sem bandalagið er staðnað og er sögð vera útbreidd skoðun meðal embættismanna og diplómata í Brussel að undir- ritunin geti ekki haft mikil bætandi áhrif á bandalagið sem stendur. Samkomulagið, sem næst nú eftir margra mánaða erfiðar samningaviðræður, gerir ráð fyrir að f.vrstu kosningarnar til Evrópuþingsins fari fram í maí eða júní 1978.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.