Dagblaðið - 06.03.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 06.03.1981, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1981. Handvömm hjá húsbyggjendum að jám skufí fjúka af húsum Bréfritari gefur húsbyggjendum nokkur góð ráö hvernig beri að forðast það að þakplötur yfirgefi húsþök þó að aðeins hvessi. DB-mynd F.inar Ölason. Árfatlaðra, 2.grein: Viðkomustaðir strætisvagnanna eru slysagildrur l Kirika Friðriksdóttir skrifar: Eins og allir vita, hefur snjóað mikið á siðustu vikum. Götuhreins- unardeild borgarinnar reyndi eftir beztu getu að hreinsa til að gera bif- reiðum og strætisvögnum kleift að keyra. Þess vegna var snjónum rutt, en því miður bara upp á gangstéttirn- ar. Gangandi fólk á og átti mjög erf- itt með að komast leiðar sinnar, en ennþá erfiðara að komast yfir götur; þar sem umferðareyjur eru. Þá varð fólk að klifra yfir snjódyngjur til þess að komast yfir göturnar. Alvarlegast var þó að fólk var í hættu, þegar það ók með strætis- vagni og ætlaði að komast út úr . ígninum. Eins og augljóst er fer inargt aldrað fólk með strætisvögn- um, einnig konur með börn á hand- leggnum og hreyfihamlaðir. Eins og lög gera ráð fyrir fer fólkið úr vagn- inumaðaftan. Því miður er hér slysagildra og var ég vitni að mjög hættulegu ástandi Sigurður Björgvinsson, Stokkseyri, skrifar: Heimum, í rúm 30 ár hef ég af og til dundað við að byggja hús. Mjög snemma lærði ég af mér eldri og reyndari manni hvernig negla ætti járn á þök. Nú er ég viss um að margir kunna þá formúlu sem ég lærði, en að því er virðist ekki allir. Venjulega stendur þakjárnið 5—6 sm fram af fyrsta borði þaksins þannig að regndropinn fellur í miðja þakrennuna, miðað við að þak sé klætt með 1 tommu járni. Þá passar að hafa fyrstu naglaröð 13 sm frá neðstu brún járnsins og negla aðra hverja hágáru. Þar sem járn enda- skeytist skal það víxlleggjast um 1 —1 1/2 fet sem fer eftir halla á þaki. Þar skal naglaröð ekki vera meira en 10 sm frá brún efri plötu. Á milli nagíaraða má fjarlægð ekki fara yflr 80 sm, og alltaf skal negla í aðra hverja hágáru. Hliðarskeyting á járni er venjulega 1 1/2 gáru og skal setja 2 nagla í hver plötusamskeyti þannig að á milli nagla verða um 26 sm. Kjaljárn skal helzt negla í hverja lággáru, er það aðallega gert vegna þéttleika. Frágangur á stöfnum er misjafn. Algeng aðferð er að beygja járnið útyfir þaklistann og negla með 1 1/2 tommu saum. Önnur aðferð er sú að negla járnið ofan í kantborðið með sams konar saum. Hnykkjaskal allan saum. SVÆÐISBUNDNAR UTVARPS- STÖÐVAR ERU SVARIÐ — ekki stúdíó á hverjum stað ísfirðingur skrifar: Það hafa verið uppi raddir um það hér á ísafirði að opna stúdíó hér eins og á Akureyri, þar sem yrði hægt að senda beint út í gegnum útvarp Reykjavík, eins og hefur verið gert á Akureyri. Um þetta hefur verið skrifað í Bæjarblaðið (Vestfirzka fréttablaðið) og málið fegrað á alla lund. Meira að segja dagskrárfulltrúi útvarpsins var á sama máli og hinir sem byrjuðu og síðan hefur hver af öðrum tekið undir þessa þvælu. Hvaða tilgang hefur það að reisa stúdió í hverju landshorni til að senda út í útvarpi sem enginn hlustar á. Er þessi hugmynd ekki bara runnin undan rifjum einhverra sjálfskipaðra postula á hverjum stað sem vilja láta á sér bera? Væri ekki nær að leyfa einhverjum einkaaðila að opna stöð með dægurlög að aðaldagskrárlið sem hefði takmarkaðan sendistyrk, þá væri hægt að útvarpa upplýsingum um snjóflóð og færð þó útvarp Reykjavík fari út, sem oft kemur fyrir hér um slóðir. Á milli dagskrárliða mætti svo skjóta auglýsingum sem myndu standa undir reksturskostnaðinum. KOMH) VERDIA FOT NEYÐAR- ÞJÓNUSTU FYRIR GEDSIÚKA — og mannsæmandi sjúkraf lutningum Guðbjörg skrifar: í tilefni af ári fatlaðra minni ég á geðsjúka, í málum þeirra ríkir neyðarástand á sumum sviðum, t.d. atvinnumálum og húsnæðismálum. Geðsjúkir afbrotamenn eru geymdir í fangelsum, veit ég dæmi þess að geðsjúkur maður hafi verið i fangelsi í 10 ár og engin von um bætt ástand á næstunni. Svo er það neyðarþjónustan. Ég ætla að lýsa því ástandi í aðalat- riðum. Spítalar borgarinnar skipta á milli sín bráðainnlögnum, ef ekki er um geðsjúka að ræða. Þurfi geðsjúkur maður á þessari þjónustu að halda er vísað á lögregluna. í fangaklefanum dvelur sjúklingurinn mest í 24 tíma og hvort þá verður pláss á sjúkrahúsi er happdrætti. Þarna er um að ræða mjög mikla mismunun á geðsjúkum og öðrum sjúklingum. Heyrt hef ég að fyrstu 24 tímarnir geti ráðið úrslitum um hvernig meðferð takist, og getur sú meðferð sem áður er lýst varla talizt heppileg. jgg - m | ■ Jg: ■ I j Bréfritari vill að betra lagi verði komið á mál geðsjúkra hér á landi. Oft á tíðum þurfa börn þessara sjúklinga að horfa uppá þá sem þeim þykir vænzt um færða burtu af lög- reglunni, og verða síðan af þeim fyrir stuttu. Strætisvagninn stanzaði og eldri kona ætlaði úr vagninum. Á viðkomustað vagnsins var lítið svæði rutt þar sem fólk fór í vagninn. Hins vegar var skafl við útganginn. Konan sem ég sá kom niður milli bíls og skafls og átti erfitt með að klifra upp á skaflinn. Gamall maður sem fylgdi henni eftir úr vagninum vildi hjálpa henni og var þá fastur milii skafis og vagns og munaði litlu að hann yrði undir vagninum. Nú langar mig að spyrja: Væri ekki hægt að rýðja snjónum á við- komustöðum strætisvagna þannig að þar væri samfellt svæði, lengd eins eða tveggja vagna, svo að fólk gæti komizt slysalaust á gangstétt. Fáir dagar á sjúkrahúsi munu kosta meira en snjóruflningur á viðkomustöðum strætisvagna. Þar að auki vantar til- finnanlega sand á gangstéttum eins og nú þegar hefur verið bent á í blöðum. sökum fyrir aðkasti félaga sinna. Á árí fatlaðra eru uppi kröfur til handa fötluðum og mér finnst að geðsjúkir eigi rétt til að vera metnir til jafns við aðra hvað sjúkra- fiutninga varðar. Komið upp neyðarþjónustu fyrir geðsjúka og mannsæmandi sjúkra- flutningum. Bréfritari bendir á að það sé ekki nógu góð lausn að ýta snjónum bara upp á gang- stéttirnar. í síma - .

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.