Dagblaðið - 06.03.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 06.03.1981, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR6. MARZ 1981. fl I Erlent Erlent Erlent Erlent Yf irmaður bandaríska herráösins vill aögeröir gegn Kúbu 9 9 Þvingum Kúbu til aó hætta vopnasendingum —segir David Jones, yf irmaöur herráðsins sem viöurkennir hættu á hemaðarlegri íhlutun Bandaríkjanna ÍEI Salvador Yfirmaður bandariska herráðsins, David Jones hershöföingi, sagöi í gær að Bandaríkin yrðu að þvinga Kúbu til aö láta af vopnasendingum til skæruliða kommúnista i E1 Salva- dor. Hann vildi ekki ræöa með hvaða hætti Bandaríkjamenn ættu aö stöðva þessar vopnasendingar. „Ég mun ekki ræða hvort gripa eigi til hernaðaraðgerða eða ekki,” sagöihannáfundi i Chicago i gær. „En ég vil taka skýrt fram að i nánustu framtiö verðum við að sjá til þess, aö Kúbumenn séu ekki á ferii i bakgarðiokkar.” Fjögurra stjörnu hershöfðinginn viðurkenndi, að viss hætta væri á að til hernaðarlegrar ihlutunar Banda- ríkjanna kæmi í E1 Salvador. „En ég held að sú hætta sé mjög litil," sagði hann. David Jones sagðist telja að nú væri kjörið tækifæri til að hjáipa E! Salvador um leið og endi yrði bundinn á áhrif Sovétrikjanna og Kúbu í rómönsku Ameriku. Fyrr i þessari viku tilkynnti Reagan-stjómin að hún hygðist senda tuttugu bandariska hemaðar- ráðgjafa til El Saivador til viðbótar þeim sem fyrir eru í landinu. Einnig var tilkynnt um 25 milljón doliara hernaðaraðstoð Bandarikjanna. David Jones bar til baka fréttir um aö þegar væru um 200 banda- rískir hemaðarráðgjafar i E1 Salva- dor. ,,Við höfum hóp tæknimenntaðra ráðgjafa þarna,” sagði hann. „Þess þarfnast þjóðin til að leysa sín eigin vandamál fremur en beinnar hernaðarlegrar ihlutunar Banda- ríkjanna.” David Jones, sem flutti ræðu sína einum degi eftir að Reagan fór fram á 32,6 milljaröa dollara útgjalda- aukningu til hermála, hvatti til þess að eflingu bandaríska hersins yrði hraðaö til þess að mæta hinni sovézku ógnun. Hann sagði að Sovétmenn ættu við margháttuð vandamál að striða bæöi heima fyrir og erlendis og það yki hættuna á hemaðarbrölti þeirra. Flugvélaræningjar haldagíslumí Kabúlog Los Angeles Þrír flugvélaræningjar halda enn 116 farþegum i gislingu á Kabúl-flug- velli. Þeir hafa sett fram ýmsar þólitískar kröfur sem stjórnvöld hafa til athugunar. Fiugvélaræningjarnir hafa lýst því yfir að þeir beri ábyrgð á sprengingu sem varð í Karachi í síðasta mánuði í sambandi við heimsókn páfa þangað. í Los Angeles hefur vopnaður tekið flugfreyju sem gísl um borð i flugvél þar og hefur hótað að sprengja hana upp ef ekki verði gengið að kröfum hans um þriggja milljón dollara lausnargjald. Kosningar boðað- ar í El Salvador Ríkisstjórn E1 Salvador hefur hafið undirbúning að almennum kosningum í landinu sem boðaðar eru árið 1982. Myndað hefur verið kosningaráð sem á að skrá stjórnmálaflokka og útbúa kosningaskrár. Jose Napoleon Duarte hefur ekki ákveðið endanlega hvenær. árs 1982 kosningarnar fara fram en hefur heitið því, að fyllsta heiðarleika verði gætt við framkvæmd þeirra. STÆRSTIMAÐUR HEIMS LÁTINN Stærsti maður heims, Don A. Koehler, lézt á heimili sínu, í Lake Villa, USA, í síðustu viku. Koehler varð 55 ára. Hann var 2,49 metraráhæð. Koehler hafði verið forseti félags- REUTER samtaka sem nefnast „Hinir risa- vöxnu”. Hann hafði starfaö í 25 ár hjá fyrirtæki sem sölumaöur vökvahemla. Don A. Koehler hefur í heimsmeta- bók Guiness verið talinn stærsti maður heims. Hann var fremur grannur. Þrátt fyrir það vó hann 136 kíló. Hann gat notað venjuleg húsgögn, en rúm hans var sérsmíðað, tveir og hálfur metri að lengd. Stærsta vandamál hans varðandi fatnað voru sokkar þar til verksmiðja í Pennsylvaniu fór að framleiða sérstaka sokkafyrirhann. Hírósíma-flugmaður hittir fómarlamb Óvenjulegur fundur átti sér stað i Paris fyrir skömmu. Þá hittust i beinni sjónvarpsút- sendingu bandariski flugmaöurinn Paul Tibbets og japönsk nunna að nafni Nobuko. Tibbets var flugstjóri vélar sem varpaði kjarnorkusprengju á Hirósima i lok síðari heimsstyrjaldarinnar með þcim afleiðingum, að mikill hluti borgarbúa lét lifið. Systir Nobuko var 1 hópi þeirra sem lifðu af kjarnorkuárásina. Fundur þeirra i franska sjón- varpinu átti sér stað á sama tima og Jóhannes Páll páfi annar heimsótti Ilírósima og Nagasaki, borgirnar sem kjarnorkusprengjunum var varpað á. Áhrif kvenna á stjórnmálasviöinu virðist aukast hægt en bitandi á Norðurlöndum. Á myndinni stinga saman nefjum'tveir þekktustu stjórnmálamcnn Norðurlanda úr hópi kvenna, félagsmálaráðherra Danmerkur, Ritt Bjerregaard, til vinstri og hinn nýi forsætisráðherra Noregs, Gro Harlem Brundtland, til hægri. Báðar hafa þær verið mjög i sviðsljósinu að undan- förnu. Bjerregaard hefur átt i opinberum deilum við ýmsa af flokksbræðrum sinum um stefnu jafnaðarmannaflokksins danska og Gro Harlem Brundtland hefur verið hundelt af blaðamönnum hvar sem hún kemur, enda er hún fyrsti kvenmaður- inn á Norðurlöndum sem gegnir embætti forsætisráðherra. Hefnd vegna áf engisskömmtunar á Grænlandi? Grænlenzk ráðherra- frú kjálkabrotin eftir líkamsárás Elisa Olsen, eiginkona félagsmála- ráðherrans í heimastjórn Grænlands, Moses Olsen, hlaut töluverð meiðsl er á hana var ráðizt að næturlagi i Godtháb, Nuuk. Elisa Olsen dvelst nú á sjúkrahúsi í Godtháb, kjálkabrotin á tveimur stöðum og brotin á ökkla. Hún fannst illa til reika í tröppugangi við biokk. Hún hafði verið á veitingahúsi með kunningjum sinum, og var undir áfengisáhrifum er árásin átti sér staö. Kunningjar fylgdu henni áleiðis heim, en svo skildu leiðir. Elisa tjáði lögreglunni fyrst að þrír grímuklæddir menn hefðu ráðizt á sig en hvarf svo frá þeim fram- burði. Siðar sagði hún að mennirnir hefðu verið þrír en ekki grímuklædd- ir. Lögreglan í Godtháb vinnur enn að rannsókn þessa dularfulla máls. Elisa Olsen fannst í öðrum bæjar- hluta en hún á heima í. Moses Olsen var staddur f Kanada er atburður þessi gerðist. Hann kom strax heim er hann frétti af árásinni. Ekki er loku fyrir það skotið að árásin á Elisu Olsen, kunni aö eiga rætur sínar að rekja til reiði vegna áfengisskömmtunar, sem ríkir í landinu. Það var félagsmálaráðherr- ann, sem stjórnaði þeim aðgerðum. Elisa Olsen, eiginkona félagsmála- ráðherrans I heimastjórn Grænlands.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.