Dagblaðið - 06.03.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 06.03.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1981. 7 Póst- og símamálastjóri um skrefamælinguna: „Ekki óeðlilegt að borga af símanum í samræmi wð notkun" „Það er i sjálfu sér ekki óeðlilegra að notendur borgi símagjöid i sam- ræmi við notkun sima á sama hátt og rafmagn er selt eftir notkun. Sú rök- semd, að skrefatalning sé óþörf vegna þess að álag á simakerfi hér- iendis sé ekki of mikið, er röng. Mörg dæmi eru um of mikið álag. Það er oft erfitt að ná sambandi innanbæjar og til dæmis í óveðrinu um daginn var víða óeðlilegt álag á símakerf- inu.” Jón Skúlason póst- og símamála- stjóri hafði m.a. þetta að segja um sum efnisatriði í málflutningi and- stæðinga skrefatalningar símtala, en talsmenn þeirra efndu til fundar með fréttamönnum í gær. Jón sagði að í Noregi hefði reynsla af skrefatalningu verið sú að menn töluðu frekar í síma á kvöldin en á daginn. Markmiðið með breyting- unni hérlendis væri annars vegar að dreifa álaginu yfir daginn og ekki siður að jafna símakostnað notenda um allt land. Innanbæjarsímtöl myndu hækka í verði en langlínusím- töl lækka. Jöfnuðurinn myndi nást með lægra skrefagjaldi utan Stór- Reykjavíkursvæðisins og lengri skrefum. „Allt eru þetta auðvitað ákvarð- anir stjórnvalda,” sagði póst- og simamálastjóri. „Við framkvæmum aðeins það sem þau ákveða. Andstæðingar skrefatalningar töl- uðu um það á fundinum í gær að skrefatalning kæmi öidruðu fólki illa. Síminn yrði svo dýr að menn veigruðu sér við að hringja og hætta væri á enn meiri félagslegri einangrun aldraðra, hreyfihamlaðs fólks o.fl. Póst- og simamálastjóri sagði að til að ráða bót á þessu mætti til dæmis hækka lifeyri aldraðs fólks sem næmi áætlaðri hækkun á símakostn- aði. Aðrar leiðir væru einnig til. - ARH Eskifjörður: TÍÐAR SKIPAKOMUR — ekki hægt að skipa út loðnumjöli vegna |»ess að bankatryggingu vantaði Skipakomur éru tíðar hér á Eski- firði. Fyrir skömmu var skipað út héðan 3037 tunnum af saltsild í Skeiðsfoss og 2207 tunnum í Fjall- foss. Að sögn Ingólfs Hallgrímssonar umboðsmanns Eimskips voru skipakomur Eimskips hér 47 á síðast- liðnu ári og héðan hafa verið fiutt mikil verðmæti. Hvalvík losaði hér sl. þriðjudag 250 tonn af salti. Sl. fimmtudag lest- aði Grundarfoss 400 pakka af salt- fiski hér. Vesturland kom hingað sl. þriðju- dag og átti að taka 1000 tonn af loðnumjöli sem átti að fara til Pól- lands. Að sögn hafnarvarðar fékkst ekki bankatrygging fyrir farminum, þrátt fyrir að sendiherra og fieiri góðir menn hafi verið komnir í spilið, þannig að Vesturland varð frá að hverfa án loðnumjöls. Miklar leysingar gerði hér í síðustu viku og grófust vegir í sundur og bílar urðu innlyksa. Vatn komst í marga kjallara en fyrir mestu tjóni varð Sveinn Auðbergsson trésmiður, hjá honum eyðilögðust 10 innihurðir sem hann hafði nýlega lagt síðustu hönd á. Hólmatindur og Hólmanes mok- fiska, eru komnir með ca 120 tonn hvor, eftir tæplega fjóra daga. Minni bátarnir eru byrjaðir á neta- veiðum. Vöttur kom með 35 tonn og Sæljón með 25 tonn úr fyrstu veiði- ferð. Annars hafa slæmar gæftir tor- veldað veiðar minni bátanna. - Regina, Eskifirði. Reyklaustskákmót um helgina: Svælan svælir engan íburtu — þvíbannað verður aðreykjaísalnum Reykjarsvælan ætti ekki að trufia þátttakendur í skákmóti helgarinnar þvi allar reykingar verða bannaðar í keppnissalnum. Það er Taflfélag Reykjavikur sem gengst fyrir mótinu í samvinnu við Reykingavarnar- nefnd, Krabbameinsfélag Reykja- vikur og tryggingafélag bindindis- manna, Ábyrgö hf. Teflt verður I félagsheimili TR á Grensásvegi 44— 46 og hefst mótið kl. 14 á sunnu- daginn. Siðari umferð verður tefid á þriðjudagskvöldið 10. marz og hefst kl. 20. Þetta er í annað sinn sem haldið er „reyklaust” skákmót — það fyrra var haldið 1976 undir kjörorðinu ,,Skák í hreinu lofti”. Telja aðstand- endur mótsins nú að verulega hafi dregið úr reykingum á skákmótum í kjölfar mótsins ’76. Nú verða tefldar ellefu umferðir eftir Monrad-kerfi, 15 minútna skák- ir. Sex umferðir verða tefldar á sunnudaginn og fimm á þriðju- daginn. Verðlaun fyrir 1. sæti verða 2500 nýkrónur, önnur verðlaun 1500 krónur og þriðju verðlaun 1000 krónur. í unglingafiokki, 14 ára og yngri, verða fyrstu verðiaun 500 krónur en síðan stiglækka verðiaunin um 100 krónur fyrir fjögur næstu sæti. Öllum er heimil þátttaka. Væntan- legir keppendur verða að skrá sig til þátttöku i sima 83540 ekki síðar en á morgun, laugardag. - ÓV Þeir sögðust vera að mœla dýptina ú snjónum, þessir ungu menn sem Ijósmyndarinn hitti igterdag — en nákvœm mœlitœki voru ekki tiltœk. Þvl vargripið tilþess ráðs að negla annan niður. Það fréttist síðast að kollurinn stóð upp úr... DB-mynd: SÞS. HREINT LOFT BETRILÍÐAN Jónatæki eykur magn neikvætt hlaðinna agna (jóna) í and- rúmsloftinu og stuðlar því að minni loftmengun, samtímis sem hún hefur jákvæð áhrif á líðan og heilsu fólks. Eykur árvekni — minnkar svefnþörf. Fyrirliggjandi jónatæki fyrir heimili, stofnanir og fyrirtæki. Leitið nánari upplýsinga: Útsölustaðir úti é landi: Isafjörður: Sauðárkrókur: Akureyri: Húsavik: Akranes: Straumur hf. Hégri h.f. Hljómver hf. Grímur og Árni Verzlunin Bjarg Sími 94-3321 Sími 95-5132 Sími 96-23626 Simi 96-41600 Sími 93-2007 söluskrifstofa, símar 91-82980 og 84130 Fellsmúla 24 — 105 Reykjavík FARSTÖÐVA EIGENDUR! Aukið notagildi i talstöðvarinnar V CB/FR Á bílinn - í bátinn - á húsið Jafnmikið eða meira langdrægi með styttri stöng Heildsala — smásala Radíó- og sjónvarpsstofan Selfossi - Sími 99-1492 Toyota Carina árg. ’78. Þessi vinsæli bill var að koma á sölu. Silfurgrár, aðeins ekinn um 30 þús. km. Útvarp og segulband. Nú seljast litlu sparneytnu bilarnir. Autobianchi 112 E árg. ’78. Drapplitur, sumar- og vetrardekk. Út- varp og segulband. Litill, sparneytinn og framhjóladrifinn — bfllinn fyrir þig. Lada 1500 Topas árg. ’78. Mjög snyrtilegur og vel með farinn bíll. Gulur. Skipti möguleg á nýlegum japönskum. Er með staðgreiðslu á milli. M. Benz 508 árg. '71. Disilhill, nýjar legur. Ryðbættur, nýjar hliðar, 22 sæti, nýtt lakk, rauður og hvitur. Opnanlegar dyr að aftan. Nú er rétti timinn að kaupa svona bíla áður en sumarslagurinn byrjar. Mliliiiii liiijíiijj!l;! I LA.KA.M R iiiiiynUiOiiJiiiJniiiiiiiiA iimiiiiMiimiiiiffiiiiíTiiijTiiiiTTiiiTiiiniifi^M.riiiiniimiiiíTiiiniiiiiriiiiiiiiiiiZuiiiiii SKEIFAN 5 — SÍMAR 86010 og 86030

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.