Dagblaðið - 06.03.1981, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 06.03.1981, Blaðsíða 14
22 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1981. Y —S jr r 1 BRAGI GÆRKVÖLDI SIGURÐSSON L - “ | Allir Jóhannar Víglunds- synir mæti til leiks 90% allra algengustu afbrota standa i beinu sambandi viö alkóhól- isma og neyzlu annarra fíkniefna,” sagði Hilmar Helgason, formaður Félagssamtakanna Verndar. Kom þetta fram í þætti Helga Péturssonar í útvarpi í gærkvöldi, þar sem hann rifjaði upp brot úr lifshlaupi Jóhanns Viglundssonar, forstöðumanns vist- heimilis Verndar við Ránargötu. Er skemmst frá því að segja að þátturinn var um margt athyglis- verður og þó sérstaklega sorglegur. Allt frá því að Jóhann var á sautjánda ári hefur |íf hans verið nær óslitinn afbrotaferili, ef þátturinn er tekinn bókstaflega. Ekki er þetta al- veg rétt, enda þótt alls konar lögbrot hafi varðað lífsleið Jóhanns til skamms tima. Hafa ber í huga að viljandi var at- hyglinni beint að brotaleiðinni. Jó- hann er nú kominn á fimmtugsald- urinn. Hefur hann unnið mörg störf til sjós og lands og þó einkum til sjós. Lúkarinn hefur löngum verið afdrep ungra manna, sem naumast hafa mátt þefa af brennivíni, reykja hass- pípu eða gleypa hvers konar vímu- gjafa, næstum því hvað sem er í töfluformi, svo ekki hafi þeir tekið til við innbrot, bílþjófnaði eða annars konar samfélagsafbrigðilega hegðun. Grátlega fábrotin er hin dauða- dæmda innilokunarlækning góð- borgaralegu vitmannanna, lagasmið- anna og refsingartrúarfólksins, sem vitanlega ræður því hvaða aðferðum er beitt við ungmenni sem farið hafa á mis við æskilegt uppeldi. Þá er oft harla litill munur á með- ferð þessa fólks og svo hins, sem þarf á læknismeðferð að halda. Þarna hafa AA-samtökin, SÁÁ og Félags- samtökin Vernd lyft grettistökum á ótrúlega skömmum tíma. Mikils er vænzt af starfi þessara samtaka og Jóhann Víglundsson er aðeins eitt dæmi af mörgum til marks um það. Ég geri ekki lítið úr fróðlegu erindi Marga Thomex um aðskilnað barna frá foreldrum, kvöldstund með Sveini Einarssyni og fleiri dagskrár- liðum. Þátturinn um Jóhann Víglundsson var í raun þáttur um ákaflega viða- mikið vandamál í samfélaginu, sem ný öfl hafa nú bundizt, samtökum um að beina kröftunum að að ráða bóta á. Ekkert verður samt ágengt nema allir Jóhannar Víglundssynir okkar fámennu þjóðar, piltar og stúlkur, mæti heils hugar til sam- vinnu í þessu verkefni. Þá kemur sú tíð að enginn maður eyðir beztu árum ævinnar í meðvit- undarlausri göngu út og inn um fang- elsisdyr vonleysisins. - BS Tilkynningar Búizt ar við norðaustan hvassviðri og stormi um oilt land, él á Norður- og Austurlandi en úrkomulaust og skaf- ronningur annars staðar á landinu. Vaður mun fara batnandi. Klukkan 6 voru norðaustan 7, skaf-' renningur og -4 stlg í ReykjavBt, , norðaustan 8, atokýjað og -6 stlg á Gufuskélum, norðaustan 6, snjóál og -10 stlg á Galtarita, norðnorðauston 6, snjókoma og -4 stlg á Akureyri, norðaustan 7, snjóál og -3 stig á Rouf- arhöfn, norðaustan 6, snjókoma og -1 stlg á Dalatanga, austan 7, snjókoma og -3 stig á Hðfn og norflan 8, látt-1 skýjafl og -2 stig á Stórhöffla. I Pórshöfn var slydda og 1 stig, skýjafl og O stlg I Kaupmannahöfn, láttskýjafl og -14 stig í Osó, snjókoma og -7 stlg ( Stokkhólmi, rigning og 6 stlg I London, þoka og -2 stig I Hamborg, rigning og 4 stlg ( Par(s, láttskýjafl og 9 stig (Madrid, þoka og 13 stig ( Lissabon og snjókoma og 1 stig (New York I -J AmJiát Edda Kvaran ritsímaritari, sem lézt 21. febrúar, fæddist 21. ágúst 1920. Foreldrar hennar voru Ágúst Kvaran og Soffía Guðlaugsdóttir. Edda lagði stund á leiklistarnám, fyrst hjá móður sinni, siðan hjá Lárusi Pálssyni og loks í Yale University Drama Depart- ment í Bandaríkjunum árin 1945—47. Eftir heimkomuna tók hún þátt í sýningum Leikféiags Reykjavíkur og sat i stjórn Leikfélagsins um skeið. Edda stundaði einnig skrifstofustörf fyrir Þjóðleikhúsið, Ríkisútvarpið og Bandaiag íslenzkra leikara. Lengst af vann hún hjá ritsímanum. Árið 1944 giftist hún Jóni Þórarinssyni og áttu þau 3 syni. Þau slitu samvistum árið 1959. Guðrún Vilhjálmsdótlir, sem lézt 9. febrúar, fæddist 5. marz 1932 á Siglufirði. Foreldrar hennar voru Auður Sigurgeirsdóttir og Vilhjálmur Hjartarson. Um tvítugt fór hún tii Reykjavíkur og vann í nokkur ár í Bókaverzlun ísafoldar. Árið 1959 fluttist hún til Bildudals en síðan til Hofsóss þar sem hún bjó eftir það. Árið 1959 giftist Guðrún Sigurpáli Óskarssyni og áttu þau 3 syni. Guðrún Lárusdóttir, Lynghaga 8, lézt að Hrafnistu 4. marz sl. Þorbjörg Jónsdóttir frá Sogni, sem lézt í Landakotsspítala 27. febrúar, verður jarðsungin frá Reynivallakirkju laugardaginn 7. marz kl. 14. Ólafía Jónsdóttir frá Svinavatni, sem lézt 2. marz, verður jarðsungin frá Mosfellskirkju laugardaginn 7. marz kl. 14. Ólafur Ingi Jónsson frá Lækna- stöðum, Langanesi, verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju laug- ardaginn 7. marz kl. 14. Eggert Engilbertsson, Sunnuhvoli Hveragerði, verður jarðsunginn frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 7. marz kl. 14. Birna K. Bjarnadóttir, sem lézt 25. febrúar, fæddist 4. ágúst 1956. For- eldrar hennar voru Bjarni K. Bjarna- son og Ólöf Pálsdóttir. Árið 1976 lauk Birna stúdentsprófi frá MR. Eftir það réðst hún sem kennari að Laugalandi í Holtum þar sem hún dvaldist í þrjá vetur. Haustið 1979 settist hún í Kennaraháskóla íslands. Birna átti eina dóttur. Arnbjörg Stefánsdóttir, Hátúni 10 A, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni föstudaginn 6. marzkl. 13.30. Ólafur Eggertsson, Kvíum í Þverárhlíð, verður jarðsunginn frá Norðtungu- kirkju laugardaginn 7. marz kl. 14. AA-samtökin í dag föstudag verða fundir sem hér segir: Tjamargata 3c kl. 12 og 21, Tjarnargata 5b kl. 21 (opinn), 14 og 21 (uppi). Neskirkja kl. 18 og 21, Hallgrimskirkja kl. 18. Akureyri: Geislagata 39 (96-22373) kl. 12, Húsavík: Garðar kl. 20.30, Egilsstaðir: Safnaðarheimili kl. 20, Flatcyri kl. 21, Hellissandur: Hellisbraut 18 kl. 21. I hádeginu á morgun, laugardag. verða fundir sem hér segir: Langholtskirkja kl. 13, Tjarnargata 5b kl. 14. Akureyri: Kvennadeild Geislagata 36 kl. 14. Stjómméiafundlr Sjálfstæðisfélögin í Árnessýslu Aðalfundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna i Árnes- sýslu vcrður haldinn laugardaginn 7. þ.m. kl. 14 i Sjálfstæðishúsinu aðTryggvagötu 8, Selfossi. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf. 2. Lögfulltrúaráðsins. 3. önnur mál. Ávarp flytur Steinþór Gestsson al þingismaður. Alþýðuflokkurinn og verkalýðshreyfingin Fræðsluráð Alþýðuflokksins og verkalýðsmálanefnd Alþýðuflokksins boða hér með til umræðufundar — annars í röðinni af þremur I febrúar og marz — undir heitinu: Alþýðuflokkurinn og verkalýðshreyfingin. Fundurinn verður haldinn laugardaginn 7. marz nk. í Iðnó. uppi, og hefst kl. 14.00. Fundarefni: „I stað vísitölukerfis. — Nýjar leiðir til aðvarðveita kaupmátt launa”. Framsögumenn: Björn Björnsson, viðskiptafræð ingur hjá kjararannsóknanefnd> Bolli Bollason, hag- fræðingur hjá Þjóðhagsstofnun. Hringborðsumræður. Auk framsögumanna taka þátt: Jón Sæmundur Sigurjónsson tryggingafræðing ur, Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðuflokksins. og Magnús Gcirsson. formaður Rafiðnaðarsambands Islands. Fundarstjóri: Grétar Þorlcifsson. formaður Fél. byggingarmanna í Hafnarfirði. Fundarritari: Ragna Bergmann. varaformaður verkakvcnnafélagsins Framsóknar. Þriðji ogsiðasti fundurinn i þessari fundaröðcr ráö gerður laugardaginn 28. marz á sama stað og tima. Áformað umræðuefni er: Skipulag sænsku verkalýðs hreyfingarinnar og tengsl hennar við Jafnaðarmanna- flokkinn. Á þeim fundi verður væntanlega sænskur fyrirlesari. Þess er vænzt að sem flest alþýðuflokksfólk starf-. andi i verkalýðshreyfingunni sjái sér fært að sækja þcssa fundi. SUF: Stjórnarskrármálið Ráðstefna Sambands ungra framsóknarmanna vcrður haldin að Hlégarði. Mosfellssveit dagana 7. og 8. marz nk. Fundarstjórar verða: Davið Aðalsteinsson alþingis- maður og Björn Lindal lögfræðinemi. Dagskrá: Laugardagur 7. marz: 10.00 Setning: Guðni Ágústsson. formaður SUF. 10.10 Ávarp: Steingrímur Hcrmannsson. formaður Framsóknarflokksins. Framsögur. 10.30 „Störf stjórnarskrárnefndar". Þórarinn Þórar- insson ritstjóri. 11.00 „Stjórnarskráin og mannréltindi". Gunnar Ci. Schram prófessor. 11.30 Fyrirspurnir og svör. 12.00 Hádegisverður. 13.00 „Þriskipting ríkisvaldsins". Sigurður Ciizurar- son sýslumaður. 13.30 „Aukin sjálfstjórn byggðarlaga". Alcxander Stefánsson alþingismaður. 15.00 Kaffihlé. 15.30 „Kjördæmaskipan og persónukjör". Lcó E. Löve lögfræðingur. 16.00 „Kjördæmaskipan og pcrsónukjör". Ólafur Þ. Þórðarson alþingismaður. 16.30 Fyrirspurnirogsvör. Sunnudagur 8. marz: 10.00 Umræðuhóparstarfa. y 12.00 Hádegisverður. 13.00 Álitsgerðumræðuhópa. 14.00 Fluttálit umræðuhópa. Alir.cnnar un.iæður. 17.30 Ráðstefnuslit. Ráflstefna um ástand og horfur í atvinnumálum Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að halda ráðstefnu um atvinnumál i Valhöll laugar- daginn 7. marz. Dagskrá: 09.30 Setning. Geir Hallgrimsson formaður Sjálf- stæðisflokksins. 09.40—12.00 Framsöguerindi: 1. Áhrif verðbólgu á fjármagnsstreymi í atvinnu- lífinu: Guðmundur H. Garðarsson viðskipta- fræðingur. 2. Sjálfstæðisflokkurinn og íslenskir atvinnuvegir: StyrmirGunnarsson ritstjóri. 3. Ástand og horfur i atvinnumálum iðnaðar- manna og verksmiðjufólks: Bjarni Jakobsson. formaður Meistarasamb. byggingarmanna. Helgi St. Karlsson, formaður Múrarafélags Reykjavíkur, Viglundur Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri. 4. Atvinnumál dreifbýlisins: Sigurður óskarsson. formaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. 13.30 Panel-umræður: Umræðustjóri Pétur Sigurðs son alþm. Þátttakendur: Framsögumenn. Sambandsráðsfundur SUS 7. marz1981 Fundarstaður Hveragerði — Hverinn Reykjamörk I. Dagskrá: 09.20 Lagt af stað í rútu frá Valhöll Háaleitisbraut. 10.00 Jónas Björnsson, formaður Ingólfs FUS i Hveragerði. býður fundarmenn velkomna. 10.10 Sambandsráðsfundur settur. Jón Magnússon. formaðurSUS. 10.20 Staða Sjálfstæðisflokksins í kjördæmum landsins. Reykjavík Pétur Rafnsson Vesturland Þorkell Fjeldsted Vestfirðir Halldór Jónsson Norðurland vestra Karl Eskil Pálsson Norðurland eystra Gunnlaugur Magnússon Austurland Rúnar Pálsson Suðurland Valdimar Bragason Reykjanes Kjartan Rafnsson. 11.10 Kjördæmaskipan og kosningaréttur. Fram- sögumenn: Björn Jósef Arnviðarson. Jón Ormur Halldórsson, Kjartan Rafnsson og Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson. umræður. 12.00-13.00 Matarhlé. 13.10 Umræður og afgreiðsla á „Kjördæmaskipan og kosningaréttur”. I4.00 Landsfundur Sjálfstæðisflokksins. A. Stefnumótuná landsfundi. B. Kosningar á landsfundi. Prófkjör ungs sjálf- stæðisfólks vegna miðstjórnarkjörs. Framsögu- menn: Ólafur Helgi Kjartansson. Pétur Rafns- son. Umræðurogafgreiðsla. 15.30 Kaffihlé. I5.45 Almenn þjóðmálaályktun. Umræður og af- greiðsla. I6.40 Sambandsráðsfundi slitið. 17.00-19.00 Kveðjuhóf. 19.00 Lagt af stað til Reykjavíkur. Fundarstjóri Hilmar Jónasson. Ýmislegf Eflum framfarir fatlaðra, gíröreíkningur 60600-1. Forystumenn Alþýflusambands Suðurlands endurkjörnir Alþýðusamband Suðurlands hélt sjötta þing sitt, helgina 21.-22. febr. i Vík i Mýrdal. Þingið sóttu 52 fulltrúar frá 15 aðildarfélögum sambandsins. Þá heimsótti forseti Alþýðusambands lslands Ásmundur Stefánsson þingið á laugardeginum, flutti þar ávarp og svaraði fyrirspurnum þingfulltrúa. Þá fluttu einnig á- varð þeir Eyjólfur Sæmundsson forstöðumaður Vinnueftirlits ríkisins og Jón Ingi Einarsson oddviti Hvammshrepps. Umræður um kjara- og atvinnumál voru efst á baugi á þessu þingi. í þeim umræðum kom greinilega í Ijós að fulltrúar verkalýðsfélaganna á Suðurlandi eru mjög óánægðir meö þróun vinnumarkaösmála á sam- bandssvæðinu. Við kjör forseta Alþýðusambands Suðurlanda nassta kjörtímabil lagði kjörnefnd þingsins fram eina tillögu um Hrein Erlendsson sem studd var atkvæðum 3ja kjörnefndarmanna af 5. Á þingfundinum kom fram tillaga um Auði Guðbrandsdóttur. Við atkvæðagreiðslu hlaut Hreinn Erlendsson kjör með verulegum meirihluta atkvæða. Um tilnefningu til varaforseta Alþýðusambands Suðurlands varð full samstaða i kjörnefnd um Sigurð óskarsson og hlaut sú tillaga samhljóða afgreiðslu þingsins. Þá varð í kjömefnd full samstaða um Gunnar Krist- mundsson sem ritara, Þorstein Bjarnason gjaldkera og Dagbjörtu Sigurðardóttur, Simon Gunnarsson og Hilmar Jónasson sem meðstjórnendur. í varastjórn Guðrún Thorarensen, Páll Jónsson. Auður Guðbrandsdóttir og Guðrún Haraldsdóttir. Tillögur kjörnefndar um stjórn og varastjórn hlutu samhljóða afgreiðslu á þinginu. Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar samþykkt einróma í bæjarstjórn Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 24. febr. sl. var frumvarp að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnar- fjarðar fyrir yfirstandandi ár samþykkt með at- kvæðum alíra bæjarfulltrúa. Frumvarpið var upphaflega lagt fram i bæjartjórn 30. des. sl. Fyrir siðari umræðu sameinuðust fulltrúar allra flokka i bæjarstjórnumbreytingatillögur á frum- varpinu. Með þessum breytingum var frumvarpið síðan samþykkt samhljóða á fundi bæjarstjórnar 24. febr. sl. Þetta er annað árið í röð, sem allir flokkar í bæjar- stjórn standa sameiginlega að afgreiðslu fjárhags- áætlunar. Starfsmannafélagifl Sókn Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða- greiðslu um kjör stjórnar og trúnaðarráðs Starfs- mannafélagsins Sóknar fyrir árið 1981. Framboðslist- um skal skila í skrifstofu félagsins Freyjugötu 27 eigi, síðaren kl. 12 á hádegi mánudaginn 9. marz. Hverjum lista skulu fylgja nöfn 100 fullgildra félaga sem með- mælenda. Ekið á kyrr- stæðan bíl íHafnarfirði Þorsteinn Valgeirsson i Keflavik kom að máli við blaðið og hafði ó- skemmtilega sögu að segja. Hann þurfti að skilja bílinn sinn, gulan Datsun 120Y station með skrásetn- ingamúmerinu Ö-7038, eftir við Móa- barð í Hafnarfirði um kl. 17 í fyrradag. Lagði Þorsteinn bílnum vel utan við vegarkantinn. Þegar hann kom aftur að bílnum síðdegis í gær hafði verið ek- ið aftan á hann og bíllinn talsvert mikið skemmdur að aftan. Lögreglan i Hafn- arfirði hafði engar fréttir fengið af árekstrinum. Þorsteinn biður því þann, eða þá, sem valdir voru að árekstrinum eða geta gefið upplýsingar um hann að hafa samband við lögregluna í Hafnar- firði eða sig og losna þar með við öll óþægileg eftirköst. Þorsteinn hefur sima (92)2538. DB kemur þessari áskorun á framfæri hér með — og má geta þess að miklu máli skiptir fyrir Þorstein að hafa bil sinn, því hann er hjartasjúklingur og fer ekki langt gang- andi. GENGIÐ GENGISSKRÁNING Ferflamanna NR. 45 - 5. MARZ1981 gjaldeyrir Einingk 1.12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandarikjadollar 6,587 8,586 7,244 1 Stariingspund 14,443 14,482 15,930 1 Kanadadollar 5,470 5,485 6,034 1 Dönakkróna 0,9806 0,9833 1,0816 1 Norskkróna 1,2124 1,2157 1,3373 1 Sœnsk króna 1,4171 1,4210 1,5631 1 Rnnsktmark 1,6068 1,6112 1,7723 1 Franskur franki 1,3093 1,3129 1,4442 1 Belg. franki 0,1881 0,1887 0,2076 1 Svissn. franki 3,3748 3,3839 3,7223 1 Hollenzk florina 2,7879 2,7956 3,0752 1 V.-þýzkt mark 3,0807 3,0892 3,3981 1 Ittitsk Ifra 0,00639 0,00641 0,00705 1 Austurr. Sch. 0,4353 0,4365 0,4802 1 Portug. Escudo 0,1152 0,1155 0,1271 1 Spánskur paseti 0,0756 0,0758 0,0834 1 Japansktyen 0,03154 0,03163 0,03479 1 IrsktDund 11,280 11,311 12,442 SDR (sérstök dráttarréttindi) 8/1 8,0260 8,0481 * Breyting frá siflustu skráningu. Sfctisvari vegna gengisskráningar 22190.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.