Dagblaðið - 06.03.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 06.03.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1981. 5 AUKNING HERSKIPAFLOTA BANDARÍKJANNA Á HAFINU MILU ÍSLANDS OG NOREGS — hvaða þýðingu hefur það fyrir ís- lendinga? — rættvið GeirHall- grímsson ogÓlaf Ragnar Grímsson utanríkismála- nefndarmenn Ríkisstjórn Reagans Bandaríkjafor- seta hefur í hyggju að auka mikið her- skipa- og kafbátaflota sinn á hafinu milli íslands og Noregs, eins og Dag- blaðið greindi frá í frétt í gær. Hern- aðaráætlunin gengur út á það að loka sovézka flotann inni við nyrztu mörk Noregs ef til stríðsátaka kæmi. Gert er ráð fyrir að Bandaríkin auki herskipaflota sinn úr 456 skipum í 600 fyrir árið 1989. Sérstakleg er talin þörf á að bæta við þremur flugvélamóður- Geir Hallgrímsson formaður utanríkismálanefndar: EINA VON VESTURVELDA AÐ SEMJA VIÐ SOVÉTRÍKIN AF EIGIN STYRK „Ef rétt er hermt þá eru þetta ekki óvænt viðbrögð Bandaríkjamanna við stórvaxandi umferð og athöfnum sov- ézka flotans á þessu svæði,” sagði Geir Hallgrímsson formaður utanríkismála- nefndar Alþingis í gær. „Þessi uppbygging og umsvif sov- ézka flotans hafa þegar haft áhrif á nýtingu Norðmanna á sjávarauðæfum og þrengt að þeim. Haldi fram sem horfir munu umsvif Sovétmanna einnig geta haft með sama hætti áhrif á at- hafnir okkar íslendinga. Það sem hér er um að ræða er nauð- syn gagnkvæmni. Það er engin leið að Sovétríkin og Varsjárbandalagsríkin auki hemaðarumsvif sín á meðan hinn aðilinn, Bandarikin og Atlantshafs- bandalagsríkin, svarar ekki. Forsendur slökunar, og ég vona að slökunarstefnan sé ekki úr sögunni, eru þær að annar aðilinn auki ekki einhliða hernaðarleg umsvif sín eins og þróun undanfarinna ára hefur sýnt sig varð- andi Sovétríkin. Það verður auðvitað að semja um vopnabúnað og umsvif og eina von vestrænna ríkja er að semja við Sovét- ríkin af eigin styrkleika, þannig að Sovétríkin hafi ekki öll ráð þessara ríkja í hendi sér.” Geir sagði að fundur yrði í utanrikis- málanefnd á mánudag en þetta mál væri ekki ádagskrá. -JH Geir Hallgrimsson: „Haldi fram sem I horfir munu umsvif Sovétmanna getaj haft áhrif á athafnir okkar íslend- inga.” skipum, þannig að þau verði 15. Fram kom í frétt DB að formaður varnarmáladeildar norska Stórþings- ins, Per Hysing-Dahl, fagnaði þessari ákvörðun. Hann telur að Sovétríkin séu sterkara flotaveldi á þessu svæði en Bandaríkin, en Bandaríkin hins vegar sterkari í lofti, m.a. vegna herstöðvar- innar íKeflavík. Dagblaðið leitaði til Geirs Hallgríms- sonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og formanns utanríkismálanefndar al- þingis, vegna þessa máls og einnig var rætt við Ólaf Ragnar Grímsson fulltrúa Alþýðubandalagsins í utanrikismála- nefnd. Fara þau viðtöl hér á eftir. - JH Hernaðaráætlun Bandaríkjamanna miðar að þvíað KEFLAVÍKURSTÖÐIN VERDI LYKILL í ÁRÁSARKERFINU — og ísiand veigamikil stjórnstöð fyrír f lota og flugher, segir Ólaf ur Ragnar „Mér kemur þetta ekki á óvart,” sagði Ólafur Ragnar Grímsson al- þingismaður og fuUtrúi Alþýðubanda- lagsins í utanríkismálanefnd í gær. „Ég hef sagt það á undanförnum vikurn og mánuðum að í Bandaríkjunum væri tilbúin áætlun um stóraukin hernaðar- umsvif Bandaríkjamanna á þessu svæði. Ég hef vakið athygli á því að fjór- földun eldsneytisbirgða í Helguvík er stærra mál en uppsetning geyma. Þess- ar birgðir eru ætlaðar til þess að þjón- usta aukinn skipaflota á hafinu hér í kring og flugvélar einnig, þannig að flotinn þurfi ekki að sigla til baka. Þetta er í beinum rökrænum tengsl- um við það sem Reagan Bandaríkjafor- seti tilkynnti og ýmsir hafa tilkynnt áður, að Bandaríkin stefna að því að gera ísland að veigamikilli stjórnstöð fyrir flota og flugher. Hernaðaráætlun Bandarikjamanna miðar að því að gera Keflavíkurstöðina að lykli í árás- arkerfi Bandarikjamanna. Allir ábyrgir aðilar hér á landi, hvort sem þeir eru fylgjandi herstöðinni í Keflavík eða ekki, verða að skoða þetta mál með köldu raunsæi. Þetta er stað- festing á þvi sem ég hef verið að segja og nú er kominn forseti í Bandaríkjun- um sem er reiðubúinn að útvega fjár- magn til þess að hrinda þessu í fram- kvæmd. Það verður að ræða þessa ár- ásaruppbyggingu Bandaríkjastjórnar, því hér er ekki um varnaruppbyggingu að ræða. Bandaríkin hafa notað mengunar- hættuna i Njarðvík sem yfirskin til þess að knýja fram fjórföldun eldsneytis- birgða. Við í Alþýðubandalaginu erum reiðubúin til þess að finna lausn á mengunarvandanum en án þess að til komi þessar auknu birgðir Bandarikja- manna. Við höfum sagt það hvað eftir annað að meðan Alþýðubandalagið er i ríkis- stjórn sé ekki verið að stórauka hem- aðarumsvifin i Keflavík og á þessu er skilningur forystu Framsóknarflokks- ins, þ.e. aðhér sé „status quo”.” - JH Ólafur Ragnar Grimsson: „Fjórföldun eldsneytisbirgfla i Helguvík er stærra mól en afleins uppsetning geyma.” BORGARAFUNDUR um skrefateljaramálið Gisli Þórir Margrét verður haldinn að Hótel Sögu laugardaginn 7. marz og hefst kl. 14.00. Frummælendur: Gfsli Jónsson, prófessor, Margrét Hróbjartsdóttir, safnaðarsystir, Davíð Oddsson, borgarfulltrúi Fundarstjóri: Þórir Kr. Þórðarson, prófessor. Sýnum samstöðu - mótmælum skrefagjaldi --------------Samstarfsnefndin— Stsge for welghing mechanism is optkmai. "Wagon scale" is a high-performance scale for wetghts which adopts a load-cell system as its weighing mechanism. In addition to a high weighing accuracy, this scale employs a load-cell system having excellent durability and weather- ability with a closed structure which prevents any water or dust. The external design of the weighing section is made to fit the shapes of objects and the working conditions. Thus the scale is highly practical compared with the con- ventional scales. "Wagon scale" having a stout structure especially designed for weíghts is a new-concept digital scale produced by ISHIOA which continues its research on the relationship between weighing and scale with confidence. Laugardaginn 7. mars 1981 frá kl. 14.00 til 18.00 TÖLVUVOGA- KYNNING Tækni- og sölumenn frá Ishida og Plastos h.f. verða til viðtals i verksmiðju okkar Bildshöfða 10 (næsta hús við bifreiðaeftirlit- ið). Til sýnis verða ýmsar gerðir tölvuvoga fyr- ir verzlanir, verksmiðjur, frystihús, slátur- hús, vöruafgreiðslur, kjötvinnslustöðvar, rannsóknarstofur ofl. Velkomnir eru: Allir verslunarstjórar, verksmiðjustjórar og aðrir sem þurfa að vigta af nákvæmni með hraða og öryggi. £.“««« Þla.sl.tts hl'aSBSPs'í'Æi Plastpokaverksmiðja Odds Sigurössonar ■ Bíldshöfða 10 ■ Reykjavik Byggingaplast ■ Plastprentun • Merkimidar og vélar Þegar við VEGUM kostina, þá verður svarið Kmt <“in stdrkosth'g nýjuiiK frá ISllIDA Frentar á miþa: þyngd. einingarverö. dagsetmngu og .heildarveró otrulegu lyrirteröalitil. Hægt aðfastselja ú einmgaveró. Nú þarfekki lengur aft niita penna < ift kjiitafgreiftsluna. \ ogarþol ii kg Nakva'mni 2 gr.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.