Dagblaðið - 06.03.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 06.03.1981, Blaðsíða 4
Raddir neytenda Stórkostlegt að geta verzlað í stórmörkuðum Kristin skrifar m.a.: Mér finnst alveg ófært hvað ég hef trassað að senda þættinum upplýs- ingaseðlana upp á síðkastið. Það fór allt i rugling með sumarfríinu en nú ætla ég að reyna aö koma reglu á þetta aftur. Ég sendi með að gamni mínu desemberseðilinn, sem var alveg ótrúlega lágur (rúml. 44 þús. gamlar kr. á mann). Vel má vera að ég hafi einhvern tíma gleymt að spyrja bóndann um upphæðina, sem hann verzlaði fyrir. Ég var nú einnig búin að birgja mig upp í okt. og nóv. Þá komu cinnig óvænt útgjöld í des- ember sem við höfðum ekki reiknað með. og fórum þá í Hagkaup. Mikill verð- munur er á vörum þar og hér. Erfitt er að gera samanburð á verði, vegna þess að í verðstöðvuninni hækka flestar vörur eftir sem áður í hverri sendingu. Það er erfitt að leggja á minnið vöruverð í dag. Einhver segir kannski að það borgi sig ekki að eltast við stórmarkaöi og örlítið iægra vöruverð. Það komi bara fram í auknum bensínkostnaði. Það borgar sig heldur ekki fyrir utan- bæjarfólk að koma tii borgarinnar i sérstaka verzlunarferð, en fyrir getur komið að hægt sé að verzla í stór- mörkuðunum, um leið og önnur erindi eru rekin í höfuðborginni.” Nýju krónumar eins og alvömpeningar Eiga e.tv. sinn þátt í lækkandi kostnaði við heimilisreksturinn Ólafur Halldórsson skrifar: ,, Hjálagt sendi ég yður útgjöld fyrir mat og hreinlætisvörur fyrir janúar 1981, sem reyndist vera 1.646 kr. (548 kr. á mann). Til fróðleiks yður og mér til furðu reyndust september útgjöld til matar- og hreinlætisvara kr. 1.900, okt. kr. 2700, nóv. kr. 2.250. Fyrri helmingur- febrúar bendir til svipaðrar útkomu og janúar. Þetta virðist mér mjög eftirtektarvert, hver sem skýringin er. Persónulega finnst mér ég hafi al- vöru peninga í vasa síðan um áramót, en hafði ógeð og skömm á gömlu myntinni. Þetta gæti verið ein ástæð- an fyrir lækkuninni. Að lokum sendi ég DB 12/2 með ri nMAHnmum ósk um betri útreikninga við næstu könnun.” Við þökkum úrklippuna og biðj- umst aftur velvirðingar á röngum út- reikningum, sem við höfum nú þegar leiðrétt hér á siðunni. Ekki kunnum við skýringu á lækkandi útgjöldum hjá bréfritara en varla getur um ann- að verið að ræða en aukinn sparnað og ráðdeildarsemi. - A.Bj. Columnea Crassifolia Páfagauksnef Páfagauksnefið er upprunnið úr hita- beltissvæðum Suður-Ameríku. Af- brigðið „crassifolia” varð til við kynblöndun í ræktun. Blóm páfa- gauksnefsins eru sérstaklega falleg í rauðum eða appelsínugulum lit. Blómgunin fer fram á vorin. Páfagauksnefið er hengiplanta, sem þarf mikla umönnun, til þess að dafna vel. Ef greinar plötunnar vaxa ekki eðlilega áfram eftir blómgun, er ólíklegt að hún blómstri aftur. Er þá ráð að breyta staðsetningu plötunnar. Staðsetja á páfagauks- nefið á björtum stað, en vernda verður það gegn sterku sólarljósi. Úðið blöð plötunnar með vatni dag- lega, en gætið þess aö úða ekki meöan sól skín á hana. Plantan þolir ekki mikinn áburð og gefið henni því áburðarupplausn i hófi. Vökvið plötuna litið á veturna. Gamlar plöntur sem orðnar eru gisnar, má klippa niður til aðörvanýjargreinar í að myndast. Skiptið um mold á páfa- gauksnefinu snemma vors. Páfa- gauksnefi er fjölgað með græðling- um, sem stungiö er í vikurblandaða mold. Græðlingarnir eru alltaf teknir eftir blómgun. Með því að setja fímm græðlinga i pott fæst jöfn og falleg planta. -JSB/VG. Bezt er að staösetja plöntuna á björtum stað, en í skjóli frá sterku sólarljósi. Moldin má gjarnan þorna nokkuð á milli vökvana. Áburðarupplausn gef- in i hófi. Staðsetjið plöntuna ekki á mjög heitum stað. Venjulegur stofuhiti hæfir vel. Verðskynið á bak og burt Ein vongóð skrifar: Sendi hér með fyrsta seðilinn frá mínu heimili. Ég hef oft ætlað að vera með, en gefizt upp vegna marg- endurtekins ruglings á verði. Ég var hreinlega búin að missa allt verðskyn, varð að reyna að gera eitthvað. End- irinn varð sá að taka þátt í heimilis- bókhaldinu með ykkur. Ég vona að mér takist þetta. Ég finn heilmikinn mun strax, en hef einnig komið auga á hvað fólk á við þegar sagt er, að það borgi sig ekki að vinna úti upp á innkaupin.” Velkomin í hópinn, „vongóð”. Þú getur ekki verið þekkt fyrir annað en að halda þetta út. Hvað áttu við með þessu, að ,,það borgi sig ekki að vinna úti upp á innkaupin”? Þess má geta að „vongóð” var með rúml. 440 kr. í meðaltal á mann og var þar þó nokkuð undir meðal- lagi sömu fjölskyldustærðar. Hún getur þvi vel við unað. - A.Bj. Hvað fær ríkið f sinn hlut: 37,3% af skíðum innkaupsverðskiða er 32.6% af endanlegu útsöluverði þeirra. Ríkið tekur i sinn hlut nærri 40% af útsöluverði skiða eða 37.3%. Að öðru lcyti er skipt inginsem hérsegir: Innkaupsverð .....................................................32.6% Flutningsgj., uppsk.. vátr., bankak. o.fl......................... 5.6% Aðflutningsgj.ogsöluskattur.................................. . 37.3% Álagning i heilds. og smás........................................24.5% 100% Nærri 30% af skíðaskóm Innkaupsverð á skíðaskóm er 38,56% af endanlegu útsöluverði skónna. Rikið tekur í sinn hlut 29.7% af útsöluverðinu. Annars skiptist verðið á þennan hátt: Innkaupsverð.................................................... 38.56% Flutningsgj.. uppsk.. vátr. o.fl............................... 7.39% Aðflutningsgj. ogsöluskattur..................................... 29.7% Álagning í heilds. ogsmás....................................... 24,35% 100% Það virðast vera álög á þvottavél- inni að bila á tveggja ára fresti. Svo uppgötvaðist að bóndinn þurfti á gleraugum að halda í hvelli. Til þess að koma þessu heim og saman þurfti að skera niður annars Staðar. Nú er janúarmánuður bara þeim mun hærri (646 nýkr. á mann). Þar munar mest um afmæli, heldur stærra en venjulega og gengið hafði á birgðirnar í frystihólfinu. Stórkostlegir stórmarkaðir Mér finnst alveg stórkostlegt fyrir þá sem í höfuðborginni búa að geta verzlað í stórmörkuðunum á talsvert lægra verði heldur en t.d. ég get gert með því að fara út í næstu búð. Við hjónin áttum leið suður i desember Kristín er búsett í kaupstað, þangað er um það bil tveggja tima akstur frá höfuðborginni. Við þökk-í um henni ágætt bréf. Við tókum einnig eftir því að á meðan gengi krónunnar átti að vera fast, eins og það er kallað, hækkuðu samt vörusendingar. Afgreiðslu- stúlka i einum af stórmörkuðunum hafði orð á því við undirritaða að hún hefði ekki tekið eftir því að nokkur breyting hefði orðið á sifelld- um hækkunum á vöruverði þótt „gengið væri fast og alger verðstöðv- un rikti.” Nú er gengið hins vegar orðið „sig- andi” aftur og skýringar á sihækk- andi vöruverði á ný orðnar: „Þvi miður, þetta er ný sending.” - A.Bj. BYRJAR BÚREIKNINGSHALD MEÐ NÝJU KRÓNUNNI „Kæra, ómissandi neytendasíða! Þetta er i fyrsta skipti sem ég sendi þér upplýsingaseðil, en ég byrjaði nú að nýju i janúar með nýju krónunni að halda heimilisbókhald eftir nokk- urt hlé. Ætla ég að halda því áfram, a.m.k. út árið. Liðurinn „annað” er nokkuð hár, en í honum er t.d. húsaleiga, hiti, raf- magn og sími samtals kr. 4.227,45 og afborgun af húsgögnum kr. 1.350. Kveðja, S.E.” Þessi bréfritari er búsettur í kaup- stað á Austurlandi. Hann var með rúml. 360 kr. á mann að meðaltali í mat og hreinlætisvörur í janúar. Við bjóðum bréfritara velkominn í hóp þeirra skynsömu sem halda búreikn- inga með okkur. Við bendum á að það er aldrei of seint að byrja á reikn- ingshaldinu. - A.Bj. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1981. DB á ne vtendamarkaði

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.