Dagblaðið - 06.03.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 06.03.1981, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1981. 10 frjálsl, óháð dagblað Útgefandi: Dagblaöiö hf. Framkvœmdastjöri: Svoinn R. EyjöHsaon. Ritstjöri: Jönas Kristjónsson. Aðstoðarritstjóri: Haukur Helgason. Fréttastjón: Ömar Valdimarsson. Skrífstofustjóri ritstjómar Jóhannes Raykdal. Iþróttir Hallur Simonarson. Mannlng: Aðalsteinn IngóHsson. Aðstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit Asgrimur Pélsson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Blaðamenn: Anna BjarrUson, Adi Jtúnar Halldórsson, AUi Steinarsson, Asgeir Tómasson, Bragi Sig urðsson, Dóra Stofánsdóttir, EBn Albeitsdóttir, Gisli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ing. Huld Hákonardóttir, Krlptjén Mér Um arsson, Sigurður Svarrisson. Ljósmyndir: Bj^nleilur BjamleHsson, Einar Úlason, Ragnar Th. Sigurösson, Siguröur Þorri Sigurðsson og Svalnn Þormööseon. Skrífstofustjörí: Ólafur EyJöHsson. Gjaldkerí: Þrálnn ÞoríeHsson. Auglýsingastjörí: Már E.M. Halldörs- son. DreHingarstjöri: Valgeröur H. Sveinsdöttir. Ritstjöm: Síöumúla 12- Afgrelösla, áskriftadeild. auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. Aöalsimi blaösins er 27022 (10 tínur). Setning og umbrot Dagblaðið hf.. Slöumúla 12. Mynda^ og plötugerö: Hilmir hf., Slöumúla 12. Prentun: Árvakur hf., SkeHunni 10. Áskríftarverö á mánuöi kr. 70,00. Verö í lausasðlu kr. 4,00. 99 Víetnam” Reagans Reagan Bandaríkjaforseti getur verið að efna til nýs ,,Víetnamstríðs”, þegar hann ákveður nú að fjölga svokölluðum „hernaðarráðgjöfum” Bandaríkjanna til stuðnings stjórninni í El Salvador. Það var einmitt með þeim hætti, sem Bandaríkin flæktust smám saman í striðið í Indó-Kína. Margir bandariskir þingmenn bentu forsetanum á, að nú hefði skapazt sú hætta, að Bandaríkjamenn létu lífið í E1 Salvador. Þá neyddust Bandaríkin annað- hvort í ,,nýtt Víetnam” ellegar þau yrðu að draga sig í hlé við niðurlægingu. Rétt er að rifja upp, hvernig þátttaka Bandaríkjanna hófst í Víetnamstríðinu. Samkvæmt hinum leynilegu Pentagonskjölum sendi Kennedy forseti fimm hundruð „hernaðarráðgjafa” til Suður-Víetnam snemma árs 1961. í skjölum Bandaríkjahers greinir síðan, að í nóv- emberlok 1961 hafi verið þar 948 bandariskir hermenn og 2646 hinn 9. janúar 1962. Jafnt og þétt óx fjöldi bandarískra hermanna í Suður-Víetnam, svo að þar voru komnir 16.732 í október 1963. Síðan magnaðist þátttaka Bandaríkjanna í Víetnamstríðinu stig af stigi, þar til þeir báru hitann og þungann af meiriháttar hild- arleik, svo sem alkunna er. Svipuð saga gæti gerzt í E1 Salvador eftir ákvörðun Reagans. Forsetinn virðist staðráðinn í að láta úrslit borgarastríðsins í E1 Salvador verða „fordæmi” fyrir önnur lönd i Rómönsku Ameríku, sem sýni uppreisn- armönnum í tvo heimana. Flestir íslendingar munu kannast við af fréttum, að það eru býsna vafasöm stjórnvöld, sem Bandaríkja- menn koma til stuðnings við í þessu Mið-Ameríkuríki. Vinstri sinnuðum skæruliðum hefur að vísu ekki tekizt að steypa stjórninni, en ekki virðist stefna í úrslit bar- daganna, að minnsta kosti ekki án afskipta Bandaríkj- anna. Vitna má til leiðara í stórblaðinu International Herald Tribune, sem ekki verður sakað um vinstri rót- tækni. Þar sagði fyrir skömmu: „Hernaðarlega má vera, að stjórn herforingja í E1 Salvador haldi velli, ef Bandaríkin sulla hergögnum og hernaðarráðunautum til þessa litla, fjögurra milljóna íbúa lands . . .” Blaðið rekur síðan, að það séu aðstæðurnar í E1 Salvador, en ekki hergögn frá Moskvu eða Havana, sem valdi borgarastyrjöldinni. Jafnfráleitt sé að skella skuldinni á hergagnasendingar frá kommúnistaríkjum eins og það væri að segja, að bandarískar útvarpssend- ingar valdi ójgunni í Póllandi. Að líkindum kemst ekki friður á í E1 Salvador, nema stjórnvöld fáist til að gangast fyrir skiptingu jarðeigna, færi sig nær „miðju” og hætti samstarfi við morð- sveitir hægri sinnaðra öfgamanna, sem hafa ekki síður en vinstri öfgamenn átt þátt í blóðbaðinu í E1 Salvador, þar sem tíu þúsundir manna hafa látið lífíð á einu ári. Hættan við aukin afskipti Bandaríkjamanna er, að þeir ,,sjái rautt” og efli hægri menn, hvað sem það kostar, til þess að stöðva það,sem Reagan forseti telur framgang kommúnista í Rómönsku Ameríku. Skapi Bandaríkjastjórn ,,nýtt Víetnam” í Mið- Ameríku, verður það vatn á myllu kommúnista. Heimsblöðin skýra nú þegar frá, hvernig vinstri rót- tæklingar víða um heim fagna stefnu Reagans i þessum efnum og vona, að afskipti Bandaríkjamanna verði til að skyggja á Afganistan, Pólland og aðrar ávirðingar Sovétrikjanna. ' 1 ---- Fómarlömbin talin orðin 21: M0RDUNUM í AT- LANTA FJÖLGAR NÚ STÖDUGT V r — Er morðinginn lögregluþjónn eða trésmiður? — Rannsókn málsins miðar lítið áleiðis þrátt fyrir mikinn f jölda lögreglumanna, sem vinnur að rannsókn þess Camille Bell mun seint gleyma sunnudeginum 21. okt. 1979. Hún er móðir fjórða fórnarlambs Atlanta- morðingjans svonefnda, sem talinn er bera ábyrgð á að minnsta kosti 20 morðum. Þennan dag hringdi hún til lögregl- unnar í Atlanta til að tilkynna að sonar hennar væri saknað. Sonur hennar, hinn níu ára gamli Yusaf Ali Bell, sem var óvenju snaggaralegur og vel gefinn drengur, hafði ekki skilað sér heim, eftir sendiferð í bæinn fyrir nágranna þeirra. Hann hafði verið að heiman í tvo klukku- tíma. Lögreglan kom, kurteis en jafn- framt kærulaus, og tók skýrslu af frú Bell. Þeir sögðust ekkert geta gert. Deildin sem sá um fólk sem var horfið, var lokuð um helgar. Og auk þess væri það ekki óalgengt að svört börn frá fátækrahverfum skiluðu sér ekki beint heim. Þeir myndu svipast eftir honum daginn eftir. Camille Bell sannfærðist nokkurn veginn, eftir að hafa spjallað við lög- regluna. Hún vissi ekki frekar en aðrir foreldrar í Atlanta, að tilkynnt hafði verið um hvarf þriggja svartra barna og tvö þeirra fundizt myrt. Lík Yusaf Ali Bells fannst 18 dögum seinna. Hann fannst fjórum götum frá heimili sínu. Lík hans var falið við veg sem hætt var að nota. Lík hans bar þess merki að honum hafði verið misþyrmt. Einu ári eftir að lík hans fannst, hafði verið tilkynnt um hvarf ellefu svartra barna, sum þeirra fundizt myrt — níu drengir og tvær stúlkur. Lík annarrar stúlkunnar fannst bundið upp við tré, mjög skammt frá heimili hennar, þar sem nærbuxum hennar haföi verið troðið upp í munn hennar. Henni hafði verið nauðgað og misþyrmt. í öllum bænum voru börn myrt og mörg þeirra höfðu orðið fyrir kynferðislegri misþyrm- ingu. Yfirvöld sýndu þessum morðum takmarkaðan áhuga. Svo virtist sem þetta væru eingöngu áhyggjur mæðra þessara barna. En mál þessi tóku stakkaskiptum hinn 22. ágúst 1980, þegar lík hins 13 ára Clifford Emanuel Jones fannst misþyrmt. Hann hafði verið í heim- sókn hjá fjölskyldu í Atlanta. Til- kynningin um þetta morð kom fram á ráðstefnu hjá „Black Shriners”- félaginu íCleveland. Morðin urðu nú áhyggjuefni allrar þjóðarinnar og yfirvðld í bænum urðu nú að fara að taka á þessu máli. En hvers vegna voru yfirvöld i Foreldrar barnanna hafa myndað með sér samtök. UTILL LANDS- FEDRAÞÁTTUR Jafn árvisst og Billy Smart á gaml- árskvöld er ávarp landsföður. Og nú var beðið með ofvæni síðasta félags- málapakkans frá elskaðri rikisstjórn. Við vissum að vonin var til og feng- um það staðfest næsta dag. Og ekki brást Gunnar fremur venju: Vilji er allt sem þarf, að viðbættu þvi, að þjóðin styddi við bakið á góðri stjórn, eða eins og skáldið segir: Alþjóð er þaö allra best að elska stjórnarherra. Þeim mun viskan veitast mest og virðing aldrei þverra. Sitthvað höfðum við heyrt um svoddan bjargráð áður og þá kölluð íhaldsúrræði. Megininntak: velta vandanum á undan sér, t.d. taka lán og láta aðra um að borga. Svo var dálítið mót voninni góðu að bless- aður ráðherrann skyldi gleyma 10% hækkun allrar opinberrar þjónustu. Líka finnst ýmsum vilji stjórnarherra í veikara lagi að gleyma niðurtaln- ingu sinni í heilt ár. Og eitthvað gleymdist fleira, t.d. samráðin við launastéttirnar (háttvirt atkvæði) sem stjórnin lagði höfuðáherslu á í sælu plaggi. Kjallarinn HaraldurGuðnason Samkvæmt nýársboðskapnum á að „skipta á jöfnu”: 7% kauplækkun fyrir eitthvað seinna. Ekki eru allir sáttir við þetta, en bót er í máli, að þeir ábúðarmestu og þjónar okkar aUra fá þó um 24% launahækkun og 38 utan af landsbyggðinni fá 73,2% hækkun ferðakostnaðar á vit at- kvæða sinna og til að líta eftir lög- heimilum sínum. Því miður skortir 3% á að landsfeður næöu fram fyrri kröfum sínum. En þá er sætt sam- eiginlegt skipbrot með láglaunaflokk- uðu fólki í BSRB, þ.e. skipta þessum 3% ,,á jöfnu”. En svo er fyrir að þakka að þó nokkrir komast í sumar hinna nær 600 nefnda á vegum ríkisins, banka- ráö og önnur ráð. — Aldeilis er ég hlessa á Arnalds, að segja í blaðinu „Lokaþáttur: Bæn til æðri máttarvalda W fyrir ÓlaJó og flugskýlahugsjóninni (Karl Steinar Guðnason).”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.