Vísbending


Vísbending - 19.12.1995, Page 4

Vísbending - 19.12.1995, Page 4
 ólahuavekja J Nú nálgast tími uppgjörs í fyrirtækjum. Hjá einstaklingunum er líka uppgjörstími. A þeim jólum er senn ganga í garð munu margir hugsa til síðustu jóla og minnast stunda sem þeir áttu með sínum. Þetta gerum við allflest um hver jól. Jólin 1995 verða mörgum mjög erfið, þeim sem hafa misst vini, ástvini, systkin, börn, maka eða annan nákominn á þessu ári sem er nú að líða. Árið 1995 hófst nánast með einu mann- skæðasta slysi sem sögur fara af á þessu landi, snjóflóðinu í Súðavík. Á dögum þeirra hörm- unga óraði engan fyrir því að annað mann- skæðara snjóflóð ætti eftir að falla á Flateyri á þessu sama ári. Og á milli þessara snjóflóða fórust óvenju margir í öðrum slysum. Af þeim koma upp í hugann flugslysið þar sem þrír ungir menn létu lífið, rútuslys og mörg fleiri. Já, jólin 1995 og áramótin 1995-’96 verða mörgum erfið og þung. Margir munu gráta. En af hverju á jólum? Vegna þess að jólin eru sá tími sem er sérstaklega helgaður því sem skiptir raunverulegu máli í lífi okkar. Jólin segja okkur frá því, að sá einstaki atburður gerðist í mannkynssögunni að Guð kom í heiminn í líkingu manns. Hann kom til þess að gefa mönnunum nýja möguleika, nýja von. Jólin eiga erindi við alla og sérhver sá sem heyrir boðskap þeirra hlýtur að taka afstöðu. Þau eru ekki eins og fluga sem svífur hjá í hunangsleit. Jólin eru að sönnu gleðinnar tími enda er boðskapur þeirra kallaður fagnaðar- erindi. Þau eru fagnaðarerindi sem kemur eins Séra Karl V. Matthíasson og Ijós og hlýja í hjörtu þeirra sem syrgja, kvíða og örvænta. Þeir sem nema staðar við jötuna og gagntakast af boðskapnum: „Yður er í dag frelsari fæddur,“ hljóta huggun og von sem breytast mun í fögnuð um síðir. Þetta jólaljós mun leiða þá, sem hafa það fyrir vitann sinn, í þráða höfn. Þannig eru jólin sveiflutími tilfinninga og trúar. Jólin eiga erindi við alla - boðskapur þcirra er ekki einungis huggun hinum sorgbitnu heldur felst einnig í honum krafa, áskorun til okkar um nýtt líf, nýjan lífsmáta. Þau eru áskorun um að enginn einasti þurfi að fæðast til engra verka, engra dáða. Þau eru áskorun unt að slagsíða þjóðarskútunnar verði rétt af áður en henni hvolfir. Jólin eru áskorun um að allir á þessari skútu leggi hönd á ár og að allir hafi frelsi og möguleika til sjálfstæðis. - Sjálf- stæðs lífs í verkum huga og handar. Ef notað er svokallað stofnanamál má segja að hin fyrstu jól séu ný aðgerð Guðs í málefnum heimsins. Með því að hann kom í heiminn, sem lítið barn, er lagt var í jötu, gerðist einstakur atburður. Mennirnir fengu nú ráðgjafa, undraráðgjafa (það er eitt af heitum hans í ritningunni). Kirkja hans hér á jörð er því besta ráðgjafarfyrirtækið, þar sem ráðgjöf- in og boðskapurinn er: Sannleikur, heiðarleiki, kærleikur - einlægur vilji um góðan hag og velferð þeirra sem með oss ganga á leiðinni frá vöggu til grafar. Kærleikurinn, heiðarleik- inn og drengskapurinn veita mjög hagstæða ávöxtun. Boðskapur jólanna er gjörtækur. Hann lýsir jafnvel upp dimmustu skúmaskot heimsins - hvort sem þau eru í huga manns eða annars staðar. Allt frá fyrstu jólunum hafa hundruð þús- unda fyrirtækja verið stofnuð, en flest þeirra eru nú aflögð. En Orð Guðs sem kom þá í heiminn varir um eilífð og frelsar þig ef þú tekur á móti því. Ef þú aðeins leyfir Jesú Kristi að ganga inn í hjarta þitt og gera þig nýjan. Guð gefi þér gleðileg jól og farsælt kom- andi ár. Karl V. Matthíasson, sóknarprestur í Grundarfirði. 4 VÍSBENDING

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.