Vísbending


Vísbending - 19.12.1995, Blaðsíða 16

Vísbending - 19.12.1995, Blaðsíða 16
5. október Jafnvægi í ríkisfjármálum örvar hagvöxt Friðrik Sophusson Meginboðskapur fjárlagafrumvarpsins er að ekki sé réttlætanlegt að ríkissjóður haldi áfram að safna skuldum og velta vandanum yfir á börnin okkar. Þess vegna þarf að grípa strax í taumana. Það er lítill dugur í þeim stjórnmálamönn- um sem kaupa vinsældir samferðamanna sinna með kostnaðarsömum góðverkum, en senda síðan reikninginn á komandi kynslóðir. Þessi grein var fyrst í syrpu af greinum sem stjórnmálamenn skrifa í Vísbendingu. 5. október Vítisvélin í búvörusamningnum Markús Möiler Með nýja samningnum verður öllum frjálst að framleiða eins miklar sauðfjárafurðir og þeir vilja, enda vofði svartamarkaðssprenging yfir gamla kerfinu. Það sem skyggir á er að ekki verða frjáls viðskipti með sauðfjárafurðir. Gallinn er sá, eftir mínum útreikningum að dæma, að það borgar sig betur fyrir bændur að framleiða án afláts og leggja til útflutningsins heldur en að halda sig til hlés. Undanþágan heldur ekki. Þessi grein vakti mikla umrœðu um ný- gerðan búvörusamning og hann varð fleirum að umfjöllunarefni: 2. nóvember Framtíð skotið á frest Björn Arnórsson Sá samningur, sem nú er verið að samþykkja, hefur hins vegar í sér innbyggða svo marga framleiðsluhvata að fyrirsjáanlegt er að vandamálið muni versna á komandi árum og þar með muni allar leiðir til að komast út úr vandanum verða seinfarnar ef ekki ófærar. En nœst heyrðist í framkvœmdastjóra Bœndasamtakanna nýju, fyrrverandi aðstoð- armanni landbúnaðarráðherra: 9. nóvember Hverju breytir búvörusamningurinn? Sigurgeir Þorgeirsson Búvörusamningurinn mun strax á næsta ári örva samkeppni á kjötmarkaðinum og vonandi þjappar hann sláturleyfishöfum saman í færri, öflugri og hagkvæmari einingar. Hann skapar bændum ný sóknarfæri og aukinn sveigjan- leika í framleiðsluháttum. Hann veitir fímm ára aðlögunartíma, sem bændur og afurða- stöðvar verða að nýta til hagræðingar og markaðssóknar. Undir þeim er árangurinn kominn. 12. október Alvarleg staða hjá sveitarfélögum Það er skynsamleg stefna að fela sveitar- félögum ýmis þau verkefni sem standa íbúunum næst og þau eru líkleg til þess að sinna þeim betur en ríkið. Hins vegar er fjár- málastjórn sveitarfélaganna ekki betri en rfkis- ins eftir því sem best verður séð og alvarlegt þegar þau bæta við sig útgjaldaliðum eins og húsaleigubótum og nýjum félagslegum upp- bótum sem þau eiga alls ekki fyrir. 26. október Hagnaður á ferð og flugi Tvennt sýnist hafa misfarist á sviði ferða- reksturs. I fyrsta lagi virðast menn nískari á aura í markaðsstarf en í fjárfestingar. Þetta á við víða í íslensku viðskiptalífi, en á þessu sviði er nijög mikilvægt að vel takist til. Það er ekki minna virði að rekstraraðilar leggi mikla áherslu á góða afkornu. Henni verður ekki náð með undirboðum. Þó svo að þau séu vinsæl meðal ferðalanga þá borgar almenn- ingur yfírleitt brúsann með einum eða öðrum hætti þegar lánastofnanir eða sjóðir taka á sig skellinn eftir gjaldþrot. 2. nóvember 1995 Skipting lífsins gæða Bryndís Hlöðversdóttir í sumum tilvikum er þessi réttur til orlofstöku og fjárstuðningur við hann háður þvf að at- vinnurekandi ráði atvinnulausan einstakling í það starf sem losnar. Þannig er þeim sem hafa vinnu gefíð tækifæri til að sinna fjölskyldu sinni, eða til að endurmennta sig, án þess að eiga á hættu að missa vinnuna fyrir vikið og um leið opnast leiðir fyrir atvinnulausa til að komast á vinnumarkað, að minnsta kosti tíma- bundið. Bryndís var önnur í röð þingmanna sem skrifuðu í Vísbendingu. 9. nóvember Fjárlög og rekstur háskóla Þorvarður Elíasson Koma þarf á skipulagi þar sem háskólar ákveða námsframboð sitt og verðleggja það. Stúdentarnir ákveða sjálfir hvaða nám þeir stunda og í hvaða háskóla, og greiða skóla- gjöld. Alþingi ákveður hversu miklum fjár- munum verður varið til niðurgreiðslu mennt- unar á háskólastigi með því að greiða fyrir veitta þjónustu samkvæmt ákveðinni verðskrá. 9. nóvember Aðrir sálmar - Bækur og byggða- stefna Það var dapurlegt að heyra úrskurð Sam- keppnisráðs um samráð á bókamarkaði nú fyr- ir jólin. Ráðið segir að samkeppni urn bók- sölu skuli vera innan hæfilegra marka og ber fyrir sig byggðastefnu. Ef yfirvöld vilja ívilna bóksölum á kostnað neylenda, þá eiga þau að segja það. Það er nóg á landsbyggðina lagt þótt henni sé ekki kennt um hátt verð á bókum. 16. nóvember Heimili við hættumörk Hér á landi hafa fjármálastofnanir átt í mikl- um vanda vegna greiðsluerfiðleika og gjald- þrota fyrirtækja. Annars staðar á Norður- löndum hafa bankar hins vegar stráfallið vegna greiðsluþrota einstaklinga. Slíkt getur auðvitað líka gerst hér og sums staðar sér þess þegar merki. Vanskil í húsnæðiskerfinu eru nijög mikil og íbúðum í eigu banka fjölgar stöðugt. 16. nóvember Um greiðslubyrði af námslánum Sverrir H. Geirmundsson Mikil greiðslubyrði er án efa einn versti fylgi- fiskur núverandi námslánakerfis. Ætla má að flestir geti verið sammála um að fyrirkomulag sem krefst þess að fólk greiði allt að tæplega tíunda hluta ráðstöfunartekna sinna í afborg- anir og vexti að námi loknu þarfnist gaum- gæfilegrar endurskoðunar. 16. nóvember Menning á kostnað skattgreiðenda? Glúmur Jón Björnsson Líklega spá fáir Sinfóníuhljómsveit Islands langri ævi án ríkisstyrkja, en leikfélög ættu eflaust möguleika á að spjara sig og einka- reknir listsýningarsalir um allan bæ sýna að myndlist hyrfi ekki sjónum okkar þó að ríkið hætti rekstri myndlistarsafna. 23. nóvember Ál og ríkisfjármál Þórður Friðjónsson Oft er á það bent að halli ríkissjóða sé víða meiri en hér. Þetta er rétt. En það er rangt að réttlæta hallarekstur hér á landi með slíkum samanburði. 23. nóvember Lögregluhagfræði Dr. Þorvaldur Gylfason Og þá kemur lokaspurningin: hvers vegna er ísland orðið að láglaunalandi, þannig að ríkisstjórnin er farin að auglýsa ísland erlendis sem einhvers konar „láglaunaparadís" handa erlendum fjárfestum, sbr. nýlegan landkynn- ingarbækling frá iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytinu? Þetta stafar af því, að miklir, en þröngir, hagsmunir eru bundnir við óbreytt ástand í efnahagslífínu. 30. nóvember Ný þjóðarsátt? Ágúst Einarsson Þjóðarsáttin var barn síns tíma og nú þarf nýja umgjörð um stjórn efnahagsmála sem víðtæk sátt verður að násl um. Aðilar vinnu- markaðarins og ríkisvaldið verða að standa saman að þessari sátt sem verður að njóta velvilja almennings eins og 1990. Samstaða er nauðsynleg, ekki til að fíetja erfið mál út í gagnslitlum málamiðlunum, heldur vegna þess að spennan er það mikil í okkar þjóðlífi að við þolum ekki hörð átök. Agúst var þriðji þingmaðurinn sem ritaði hugleiðingar st'nar í Vísbendingu í vetur. 7. desember Stærsti lífeyrissjóður landsins: Ríkissjóður Vandi lífeyrissjóðakerfísins hefur lengi verið eitt helsta áhyggjuefni þeirra sem fjalla um efnahagsmál á Islandi. Það hefur hins vegar vakið minni athygli að helsti lífeyrisgreiðandi landsmanna er ríkið. Tæplega tveir þriðju af heildarlífeyrisgreiðslum á árinu 1994 komu frá Tryggingastofnun ríkisins í formi almenns ellilífeyris, örorkulífeyris, tekjutryggingar og annarra bóta. Og þannig lauk venjulegri útgáfu Vís- bendingar. Auk jólablaðsins sem menn lesa nú kont út sérstakt hátíðarrit þann 17. júnf. 16 VÍSBENDING

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.