Vísbending


Vísbending - 19.12.1995, Blaðsíða 25

Vísbending - 19.12.1995, Blaðsíða 25
Það er mikilvægt l'yrir stjórnendur sem aðra að geta komið vel fyrir sig orði. Fyrir þá sem ekki eru þeim mun orðheppnari sjálfir er gott að hafa á hraðbergi fleygar tilvitnanir í spek- inga. Hannes H. Gissurarson hefur tekið sam- an safn slíkra tilvitnana frá ýmsum tímum og gefið út í bókinni Orðfimi. I safninu er bland- að saman alþekktum spakmælum úr mann- kynssögunni og ýmsum fleygum orðum úr samtímasögu. Vitnað er í svar Kjarvals þegar bankinn neitaði að framlengja frá honum víxil: Hvencer hef ég neitað að framlengja? Ronald Reagan kemur að kjarnanum úr lífs- starfi sínu þegar hann segir: Sagt er, að stjórn- mál séu nœstelsta atvinnugreinin. Eg hef smám saman gert mér grein fyrir því, að þau eru býsna lík hinni elstu. Hannes er fundvís á smellnar tilvitnanir. Zsa Zsa Gabor segir: Ríkur maður er aldrei Ijótur. Arni Pálsson lætur hins vegar hafa eftir sér: Vissulega er drykkjan flótti frá lífinu, en margur maðurinn hefur nú bjargað sér á flótta! Tilvitnanir frá útlendingum koma fyrst á frummálinu og svo í íslenskri þýðingu. Henry „Red“ Sanders segir: Sure, winning isn’t everything. It’s the only thing. Um öfund- ina er sagt: Aumur er öfundlaus maður, en Loftur Bjarnason, útgerðarmaður, lét ekki koma sér úr jafnvægi: Eg hef getað softð þó að öðrum hafi gengið vel. Fyrir þá sem vilja slá um sig á latínu höfum við til dæmis: Faber est suae quisque fortunae - Hver er sinnar gœfu smiður. Margar tilvitnanirnar bera vitni áhuga Hannesar á frelsinu. Friedman á allmörg fleyg orð: Stjórnmálamennirnir leysa ekki vandann; þeir eru vandinn. En það eru ekki bara stutt og smellin tilsvör og orðtök sem fylla bókina. Margt er alvarlegra. Sums staðar er vitnað í heil erindi úr ljóðum eða langa kafla úr ræðum og ritum. Líklegt er að bókin verði þeim gagn- leg sem vilja krydda ræður eða greinar með spekinnar orðum. Tilvitnunum í bókinni er skipt upp í efnisflokka þannig að auðvelt er að nota bókina sem uppsláttarrit. Efnisflokkar bók- arinnar eru: Atvinnulíf og atvinnuþróun, bank- ar og peningar, fátækt, forusta og fordæmi, framtakssemi, frelsi, hamingja og vansæld, lífsspeki og lífsnautnir, lög, ríkisvald, sam- keppni, skattar, stjórnmál, verðlag og við- skipti, vinna, vinsældir og frami, öfund og örlög. Orðfimi er 146 blaðsíður í litlu, handhægu broti. Útgefandi er Framtíðarsýn ehf., verð 2.450 kr. Hér á eftir látum við fleiri dæmi úr bókinni fylgja: Hann veit ekkert og telur sig vita allt. Það er örugg vísbending um pólitískan frama. Georg Bernard Shaw. Ég hef ekkert á móti vinnu. Ég get horft á menn vinna tímunum saman, án þess að mér leiðist. Gunnar Gunnarsson sendiherra. Markmið landbúnaðarstefnunnar íslensku hefur verið að tryggja, að sem flestir bændur séu að gera hver sent minnst. Ásmundur Stefánsson. Ef við gætum vel aura okkar, sjá krónurnar um sig sjálfar. William Lowndes Þetta er ekki gengisfelling, heldur gengissig í einu stökki. Tómas Arnason. Thor Vilhjálmsson er eina skáldið okkar, sem hefur brotist til fátæktar. Guðmundur Arnason, listaverkasali. Munurinn á Guði almáttugum og honum er, að annar gerði allt af engu, en hinn gerði allt að engu. Þorleifur á Háeyri um tengdason sinn, Guðmund Isleifsson. Spyrjandi: Hver er lykillinn að þinni velgengni? Þorvaldur Guðmundsson: Far greitt strax, flogið síðar! Flugleiðir höfðu auglýst: Flogið strax, far greitt síðar! Frelsi er dýrmætt - svo dýrmætt, að fara verður vel með það. Vladimír Lenín. Það iná áfengið eiga, að það hefur aldrei gert neinum manni mein að fyrra bragði. Tómas Guðmundsson. Fólkið er börn. Því er kent að glæpamennirnir búi við Skólavörðustíg en ekki Austurvöll. Halldór Laxness (Atómstöðin). Alit það, sem mig langar til að gera, er ýmist ólöglegt, ósiðlegt eða fitandi. Alexander Woollcott. Rétt er það, Sigurður, að þitt var rfkið, en hvorki mátturinn né dýrðin! Arni Pálsson (frammíkall í rœðu Sigurðar Eggerz á kjósendafundi í Reykjavík 7. maí 1920, eftir að Sigurður rifjaði upp ráðherraferil sinn). Þetta er þá þinghúsið ykkar, þetta er þá allt og sumt! Þið getið andað hérna fyrir stjórnvöldum. Jorge Luis Borges (á Austurvelli). í þeirri íþrótt að komast aftur úr öðrum var enginn íheimi þeim jafn. Jón Helgason (Ólympíuleikar, um íslenska keppendur). Sjálfstæði er það að sækja það eitt til annarra, sem maður getur borgað fullu verði. Júlíus skóari. Til frægðar skal konung hafa en ekki til langlífis. Snorri Sturluson (Heimskringla). Þegar frá er talinn dauðinn og skatturinn, á maður ekkert víst hér í heimi. Benjamín Franklín. Þýð. Sigurbjörn Einarsson. Tekjuskatturinn hefur gert ósannindamenn úr fleiri Bandaríkjamönnunt en sjálf golfíþróttin. Will Rogers. Ihaldsmaðurinn er ástfanginn af núverandi jrjóðfélagsmeinum, gagnstætt hinum frjálslynda, sem vill koma öðrurn í þeima stað. Ambrose Bierce. Þýð. Sigurbjörn Einarsson. Þú skalt ekki spyrja, hvað land þitt getur gert fyrir þig, heldur hvað það hefur gert þér. David Friedman. Stjórnmál eru listin að koma í veg fyrir, að fólk taki þátt í því, sem því kentur við. Paul Valéry. Perlur seljast ekki háu verði, vegna þess að menn þurfa að kafa eftir þeim. Öðru nær: Menn kafa eftir þeim, af því að þær seljast háu verði. Richard Whately. Unglingavinnan: Aðalatriðið er ekki að vinna heldur vera með! Veggjakrot á áhaldahúsi Reykjavíkurborgar. Ef við gætum virkjað öfundina hér á landi, þyrft- um við ekki aðra orku. Ragnar Jónsson í Smára. Banki er stofnun, sem veitir mönnum lán, geti þeir sýnt fram á, að þeir þarfnist þess ekki. Bob Hope. Því fleira sem lögin banna, því fátækara verður fólkið. Laó Tse (Bókin um veginn, þýð. Jakob Jóh. Smári og Yngvi Jóhannesson). VÍSBENDING 25

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.