Vísbending


Vísbending - 19.12.1995, Side 12

Vísbending - 19.12.1995, Side 12
málum, sem þrengja svigrúmið. Allt þetta hafa virku nútímaborgararnir í samfélaginu erft að ósekju frá forystu liðins tíma. Hins vegar verður ekki undan því vikist að horfast í augu við þessi vandamál og taka á þeim, samhliða því sem þess er freistað að búa í haginn fyrir næstu kynslóðir. Þess vegna er síðari setningunni bætt í yfirskrift þessarar greinar um þá framtíð, sem við kunnum að eiga völ á. En hver er þörfm á því að afrakstur þess, sem nú er gert, verði meiri en afrakstur þess, sem gert hefur verið undangengna áratugi? Þar er stórt spurt og við þvf fást ekki einhlít svör. Fyrst er þó fyrir, að hráskinnaleik hinna virku áhrifaafla í samfélaginu verður að linna. Oftar en ekki hefur átökum í þeim leik lyktað með því að lagðar hafa verið á miklar álögur á fjárvana ríkissjóð. Allir láta þó eins og enginn þurfi að greiða þær skuldir og skuldasöfnun heldur áfram. Jafnvel þegar aðilum vinnu- markaðar tókst loks árið 1990 að gera viti borna kjarasamninga, og í hverjum samn- ingum síðan, var það ekki hægt án þess að bæta hverju sinni milljarðapinklum á gömlu Brúnku, - ríkissjóð. Hver er besti undirbúningurinn? Þjóðmálaumræðan þarf að vakna til lífsins í sameiginlegri leit að framtíðarsýn fyrir sam- félagsið innan þeirra þröngu ramma, sem aðstæður setja. Slík sýn verður ekki mótuð nema undir virkri og framsýnni forystu. Þá forystu ætti stjómmálastarfsemin í landinu að veita með þátttöku fjölmiðla. Forystan þarf að ná að veita hinum mikla krafti áhrifaafla sam- félagsins í sameiginlega farvegi í stað sífelldra átaka þeirra um skammtímahagsmuni. Snjöllustu mönnum, sem samfélagið á til, þarf að beita til að endurskipuleggja mis- heppnuð samfélagskerfi. Þröngsýnir hags- munagæslumenn eru ekki manna líklegastir til að finna viðunandi langtímalausnir. Loks skal það nefnt að atvinnulífið verður að hafa allt það rými til vaxtar sem hægt er að veita því. Þar liggur eina vonin um að takast megi að búa til starfsvettvang hérlendis fyrir þann stóra hóp gagnmenntaðs ungs fólks, sem nú finnur sér lífsbjörg erlendis, af þvf að hér- lendis er hún ekki til. Þessu fólki verður atvinnulífið að skapa starfsvettvang, annars hverfur það af landi brott á næstu árum og það er dapurleg framtíðarsýn. En hvers konar atvinnulíf getur skapað þennan starfsvettvang? Af sjálfu sér leiðir, að þeir atvinnuvegir, sem nú framfleyta lands- mönnum nú, verða burðarásar þeirrar þróunar, sem þarf að verða. í flestum þeim greinum eru möguleikar til vaxtar, sem verður að nýta. En menn verða líka að brjóta af sér viðjar hefðarinnar í viðhorfi til atvinnugreina og mikilvægis þeirra. Þessi hefð speglast skýrt í fréttaflutningi hinnar ágætu Rásar 1 Ríkisút- varpsins. Þar er hvern virkan dag allan veturinn sérstakur fréttaþáttur, þar sem frétta- menn eltast við og tíunda afla einstakra skipa þessa eða hina vikuna, allt niður í fáein tonn á skip. Með sama hætti er tíundað upp á krónu hvaða verð sé greitt fyrir ýsuna og þorskinn upp úr sjó á fiskmörkuðum. Enn stendur fjölmiðlafólk fyrir beinurn litsendingum ef togari kemur með 80 eða 100 milljóna króna afla úr Smugunni. Hins vegar þurfti 150 milljóna króna sölusamning hjá Marel hf. í Noregi, til að það yrði fréttaefni í fjölmiðlum, og farmar alls konar iðnaðarvara og fullunn- inna matvara fyrir tugi og hundruð milljóna fara reglulega úr landi án þess að það þyki fréttnæmt. Þessa hefð þarf að brjóta. Menn þurfa almennt að gera sér glögga grein fyrir, að fiskur upp úr sjó eða dilkur af fjalli eru ein- ungis liðir í mikiu ferli verðmætamyndunar. Verðmæti fisksins úr sjónum ræðst af nýtingu hans í vinnslu, sem iðulega er hönnuð á verk- fræðistofu eða í hugbúnaðarfyrirtæki og ekki síst í högun (e:logistics) við að móta vöruna og finna henni markað og haganlega flutn- inga. Verðmætin verða því ekki síst til í starfi markaðsfólks. Ollu þessu þarf að sinna og veita athygli, því að það er ekki síst á þessum sviðum, sem eru svo fjarri aflanum úr sjó, sem mest verðmætaaukning getur orðið. Þá er til fjöldi markverðra atvinnugreina í landinu sem tengist sjávarfangi lítt eða ekki. Þar á ofan þarf að brjóta hefðirnar með því að fjarlægja varnarmúrana utan um hinar hefðbundnu greinar. Það þarf ekki sfður að veita fé til annarra greina með ltfsvon. Hug- búnaðariðnaðurinn í landinu er dæmi um atvinnugrein, sem hefur náð að þróast með ólíkindum hratt, þótt hann hafi átt erfitt upp- dráttar í heirni þar sem veðfíknin ræður ríkjum. Eyðum peningum rétt Við eigum með markvissum og áræðnum hætti að veita áhættufé í nýjar greinar að vel fgrunduðu máli. Við eigum ekki að veita styrki nema til rannsókna og þróunar. Ahættuféð á að vera hlutdeildarframlög og skila sér margfalt í því sem tekst og greiða tapið af því sem óhjákvæmilega mistekst. Við eigum að veðja á hugbúnaðar-, kvikntynda- gerðar- og tónlistarfólk. Upplýsinga- og af- þreyingarmarkaðir heimsins eru miklu stærri fiskimið en öll íslandsmið og þar þurfum við að vera með allar klær úti. Markaðssetning í þessum efnum er fag ekki síður en fiskveiðar, og við eigum á þessum sviðum gott listafólk, vandaða handverksmenn og snjalla hugbúnað- armenn, rétt eins og við eigum góða sjómenn. Ein Björk er á við marga úthafstogara, ef hún sæi sér hag í að gera héðan út, og við getum gert út á þennan markað þótt fleyin séu smærri. Það getur samt borgað sig. Til hliðar við þessar nútíma atvinnugreinar, sem aðrir þekkja betur en sá sem þetta skrifar, eigum við að byggja upp stóriðju í landinu með þeim orkulindum sem við höfum, - en það á einungis að vera aukageta með öllu öðru, sem við eigum að geta tekið okkur fyrir hendur og selt heiminum. Þar ætti ekkert að hefta okkur nema skortur á aga, hugmynda- flugi og atorku. )SBi eJÍf.9io b 8 280 U bíkV204 523 ' ,::\.961 1.212 .1-4 i.6M 2.8! i ’t 372 409 fToO 5.(1? 2.728 3.312 ^ ,ö.594 31-B99 16.888 18.969 1.059 1 802 3.754 5.0“ . 4.753 5.' | 376 2. * * ^124 18! 978 1.334 1 922 Ad 20 485 SO.O- 4.34b f 44 68«. 034 901 55 1154 967 1M92 1 -425 1.430 385 1 898 1 014 1 54.. 410 73u 1- 738 BOo 9.015 13 265 437 17.879 19.020 -33 386 200 05 5.198 6.*o: % 1.037 99€ 4 1.692 4,6 >2 ^6 295 ✓ Island í tölum Hagtölur mánaðarins hafa að geyma ítarlegar tölfræðiupplýsingar um íslenska hagkerfið. Reglulega birtast upplýsingar um m.a.: • Peningamál • Framleiðslu • Greiðslujöfnuð • Fjárfestingu • Ríkisfjármál • Atvinnutekjur • Utanríkisviðskipti Einnig eru birtar yfirlitsgreinar um efnahagsmálin í Hagtölum mánaðarins. Túlkið tölurnar sjálf. Pantið áskrift að Hagtölum mánaðarins. Áskriftarsíminn er 569 9600. SEÐLABANKI ÍSLANDS KALKOFNSVEGI1,150 REYKJAVÍK, SÍMI 569 9600 12 VÍSBENDING

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.