Vísbending


Vísbending - 19.12.1995, Page 18

Vísbending - 19.12.1995, Page 18
vöxturinn á árinu nam um 3,4 prósentum og atvinnuleysi í september 1994 var um 5,9 prósent, minna en undanfarin fjögur ár. Almenningur var hins vegar á þeirri skoðun að lítið hefði farið fyrir þessum bata, pyngja fólks væri jafn tóm og áður og að lífskjör hefðu ekkert skánað þrátt fyrir staðhæfingar viðskiptaráðuneytisins um batnandi tíð. Repúblikanar, með Gingrich í broddi fylk- ingar - en hann var þá „agameistari" flokksins í fulltrúadeildinni - nýttu vonbrigði kjósenda og gremju þeirra í garð forsetans sér til fulln- ustu. í þingkosningunum 8. nóvember fengu repúblikanar meirihluta í báðum deildum þingsins. Áður en þetta gerðist hafði flokkur- inn verið í minnihluta í fulltrúadeildinni í fjörutíu ár, allt frá valdatíð Dwight D. Eisen- howers, árið 1954. Urslit kosninganna voru mikið áfall fyrir Clinton, því þótt hann væri ekki í framboði snerust kosningarnar í reynd um hann og frammistöðu hans í forseta- embættinu. Dómur kjósenda var afdráttarlaus. Sjaldan hafði flokkur forseta goldið slfkt afhroð í kosningum aðeins tveimur árum eftir forsetakosningar. Fréttaskýrendur töluðu um straumhvörf í bandarískum stjórnmálum og dagblöð í Evrópu sögðu úrslitin „dauðadóm yfir Clinton“. Fyrir þingkosningamar höfðu demókratar um langt skeið haft tögl og hagldir í neðri þrepum hins pólitíska valdastiga en úrslitin voru talin merki þess, að repúblikanar væru farnir að seilast til áhrifa nær grasrótinni. Forseti fulltrúadeíldar Meirihluti repúblikana á þingi tryggði Bob Dole embætti forseta öldungadeildarinnar og Gingrich embætti þingforseta fulltrúadeildar. Gingrich átti óumdeilanlega mikinn þátt í sigri flokksins. Allt frá því að Clinton komst til valda hafði Gingrich ýtt undir óánægju kjós- enda með þindarlausri gagnrýni á forsetann og Demókrataflokkinn. Gingrich stóð einnig að baki „Sáttmálanum við Bandaríkin“ sem stjórnmálaskýrendur telja einnig hafa skipt miklu í sigri repúblikana. Tveimur mánuðum fyrir kjördag söfnuðust rúmlega þrjú hundruð frambjóðendur flokks- ins saman á tröppum þinghússins í Washing- ton og undirrituðu áðurnefndan sáttmála. I honum sóru þeir að knýja fram atkvæða- greiðslu um baráttumál sín á fyrstu eitt hundr- að dögum hins nýja þings, sem taka átti til starfa í janúar 1995. í sáttmálanum bar hæst heitstrengingu um setningu laga unt hallalaus fjárlög, takmörk á endurkjöri stjórnmála- manna, lækkun skatta og tillögur um að draga mjög úr miðstýringu útgjalda til félagsmála. í kosningabaráttunni hafði Gingrich sem fyrr vakið athygli fyrir herská ummæli. Hann notaði hvert tækifæri til að vega að demókröt- um og höfða til tilfinninga almennings, svo ýmsum þótti nóg um. Við eitt tækifæri tengdi hann óhugnanleg morð móður á tveimur börn- um sínum við stefnu forsetans í velferðarmál- um: „Móðirin sem drap börnin tvö í Suður- Karólínu minnir hvern Bandaríkjamann óþyrmilega á það hve sjúkt þjóðfélagið er orðið og hversu nauðsynlegt er að við breyt- um hlutunum. Eina leiðin til að knýja fram breytingar er að kjósa repúblikana." Til þess að koma á reglu og endurreisa siðferði þjóð- arinnar kvaðst hann meðal annars vilja skera niður ríkisútgjöld, gerbylta velferðarkerfinu, innleiða bænahald í skólum og verðlauna stúlkur sem næðu að útskrifast óspjallaðar úr menntaskóla! Þótt ótrúlegt megi virðast hlutu skoðanir af þessu tagi hljómgrunn meðal kjósenda. Ging- rich, sem hafði komist í stöðu „agameistara“ flokksins með harðfylgi, var við upphal' þings 3. janúar 1995, kjörinn forseti fulltrúadeildar- innar. Helstu atriði „Samningsins við Bandaríkin“ - Hallalaus fjárlög verði lögbundin. - Endurkjör stjórnmálamanna takmarkað. - Lœkka skatta á millistéttina. - Byggjajleiri fangelsi og beita dauðarefsingu þegar um er að rœða alvarlega ofbeldisglœpi. - Stokka upp velferðarkerjið. Hugsanlega hœtta stuðningi við einstœðar mœöur á unglingsaldri og neyða þœr til að búa í foreldrahúsum. Bygging munaðar- leysingjahœla hafin að nýju. - Taka hart á feðrum sem ekki greiða meðlag með börnum sínum. - Niðurskurður Clintons áframlögum til varnarmála endurskoðaður. - Lífeyrisþegum leyft að vinna fyrir meiri tekjum án aukinna skatta. - Opinber skriffinnska, aðalóvinur lítilla fyrirtœkja, skorin niður. - „Skynsamlegar lagabœtur“ í dómsmálum og horfið frá enska kerfinu, sem skyldar þá sem tapa máli til að greiða málskostnað mótaðila. Leiðtogahópur repúblikana, sem tók við völdum á Bandaríkjaþingi í ársbyrjun 1995, var sammála um nauðsyn róttækra breytinga en er að mörgu leyti ósamstæður. Forystu- sauðurinn í öldungadeildinni, Bob Dole, þykir nokkuð hófsamari í skoðunum en Gingrich. Að auki virðist Dole ekki hafa neinar sérstakar mætur á fulllrúa Georgíufylkis og sagði einhverju sinni um Gingrich: „Það er mikill hávaði í honum, en ég sé ekki að hann hafi nein áhrif.“ Gingrich sjálfur er ákaflega umdeildur. Margir telja hann ógeðfelldan lýðskrumara en aðrir segja hann boðbera nýrra stjórnarhátta. Næstráðandi Gingrich í full- trúadeildinni er Richard Armey, þingmaður frá Texas. Armey hefur doktorsnafnbót í hagfræði, er einlægur aðdáandi Adam Smiths og þykir enn hægri sinnaðri en starfsbróðir hans. Fyrir þingkosningamar voru þeir Dole, Gingrich og Armey í hópi þeirra sem hétu gagngerum breytingum, kæmust þeir til valda á þingi, innan hundrað daga frá valdatökunni. Er repúblikanar tóku formlega við völdurn á Bandaríkjaþingi, 4. janúar síðastliðinn, spáði Gingrich því að þingið yrði það annasamasta frá árinu 1993. Kvaðst hann ekki ntyndu láta staðar numið við stefnuskrá llokksins „Samning við Bandaríkin“, heldur yrði þingið að koma á „samfélagi tækifæranna í stað núverandi velferðarkerfis". Embætti forseta l'ulltrúadeildarinnar er valdamikið, handhafi þess er mikið í sviðsljósinu og gengur næst varaforseta Bandaríkjanna að völdum, falli forsetinn frá. Fyrsti dagur Gingrich var þó ekki áfallalaus. Sama dag og þingið hófst var viðtali við móður hans sjónvarpað um gervallt landið. í viðtalinu hafði Kathleen Gingrich það eftir syni sínum að forsetafrú Banda- ríkjanna, Hillary Clinton, væri tæfa. Þótt birt- ing þessara orða þætti ámælisverð þar sem þau voru sögð í trúnaði, fannst mörgum þau harla ósmekkleg. Skömmu síðar sagði stór- blaðið Daily Telegraph að hinn nýi forseti fulltrúadeildarinnar væri tillitslaus hræsnari. Þótt Gingrich sé jafn umdeildur og raun ber vitni verður ekki litið fram hjá þeirri staðreynd að hann er fulltrúi skoðana sem nutu stuðnings kjósenda í þingkosningunum. Með sigri repúblikana og kjöri Gingrich í annað af tveimur áhrifamestu embættum þingsins hefur hann nú tækifæri til að vinna skoðunum sínum brautargengi. Ef til vill reynir nú fyrst á stefnufestu Gingrich og hversu trúr hann er umbjóðendum sínum. „Herinn hans Gingrich," eins og fjölmiðlar fóru fljótlega að kalla nánustu samstarfsmenn hans í þinginu, tóku þegar lil hendinni. Á fyrstu dögum hins nýja meirihluta voru gerðar veigamiklar breytingar sem gerðu þinginu kleift að starfa og afgreiða mál af meiri skil- virkni en áður. Rekstrarkostnaður þess var endurskoðaður, starfsfólki fækkað, og umsvil' þingsins dregin saman. Að auki var nefnda- skipan þingsins breytt á róttækan hátt - nefndir lagðar niður, viðfangsefni annarra endurskilgreind og nýjum nefndum komið á fót í því skyni að undirbúa afgreiðslu „Samn- ingsins“. Önnur mikilvæg breyting, sem varð á starfsemi þingsins með valdatöku repúblik- ana, var að tíminn sem ætlaður var til hverrar atkvæðagreiðslu var takmarkaður við sautján mínútur. Tilgangur þessarar breytingar var einnig sá að auka skilvirkni þingsins, því áður voru engin efri tímatakmörk í atkvæða- greiðslum og áttu þær því til að dragast verulega á langinn. „Santningurinn við Bandaríkin" samanstóð af níu almennum tillögum sem síðar áttu eftir að verða að 39 frumvörpum. Til að standa við samninginn þurftu repúblikanar að ná að afgreiða hann fyrir 13. aprfl og því ærið starf framundan. Flokkurinn hafði aðeins nauman meirihluta þingmanna í fulltrúadeildinni og ekki bætti úr skák að demókratar höfðu heitið því að spilla fyrir afgreiðslu mála eftir mætti. Þó vekur athygli, að þrátl l'yrir að þeir tefðu fyrir málum, fór það oftast svo að demókratar greiddu frumvörpum andstæðinganna at- kvæði. Þykir það vera til marks um þann mikla stuðning sem tillögur repúblikana nutu á meðal almennings í Bandaríkjunum, að fjöl- 18 VÍSBENDING

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.