Vísbending


Vísbending - 19.12.1995, Blaðsíða 15

Vísbending - 19.12.1995, Blaðsíða 15
4. ágúst Síðustu forvöð Þorvaldur Gylfason Hér heima er hins vegar engin hreyfing enn í þá átt að draga úr ítökum stjórnmálamanna í banka- og sjóðakerfinu, þótt bankar og sjóðir hafi sóað og tapað svimandi fjárhæðum síð- ustu ár. Allar Austur-Evrópuþjóðirnar stefna hraðbyri inn í Evrópusambandið, en ekki við. 4. ágúst Aðrir sálmar - Samtrygging í hættu Við þessu er fátt að segja. Þessir íörystumenn telja greinilega sína forsjá besta fyrir lífeyri launþega á þessu landi. Hvað varðar ASÍ þarf þetta ekki að koma á óvart, en verkalýðsfélög eru allajafna ekki miklir boðberar frjálslyndis. Hins vegar vekur afstaða VSÍ nokkra furðu, en erlendis hal'a samtök atvinnurekenda oftast verið kyndilberar frelsis og sjálfræðis ein- staklinga. Samtök íslenskra atvinnu- rekenda virðast stefna í öfuga átt. Þennan dag ítrekaði VSI uppsögn sína á Vísbendingu. 10. ágúst Kynjaskipting á vinnumarkaði Atvinnuleysi virðist ekki hafa orðið til þess að fækka störfum kvenna. Þvert á móti hefur þeim fjölgað um 1800 á tímabilinu 1991 -1994, en á þeim tíma fækkaði störfum karla um 900. Konur sækja mjög ákveðið fram á íslenskum vinnumarkaði, hvort sem það er vegna þess að nú sé talin þörf á tveimur fyrirvinnum á hverju heimili eða þess að konur geri nú kröfu til þess að vinna úti til jafns við karla. Þetta var síðasta grein Asgeirs Jónssonar, ritstjóra, sem hélt til náms í Bandaríkjunum. 18. ágúst Dýrar tryggingar Annað mál sem neytendur eiga að taka upp á sína arma er baráttan fyrir því að tjónabætur séu sanngjarnar og fari ekki úr böndum. Ekki má skilja þetta sem svo að inenn eigi ekki að fá sitt tjón bætt að fullu. Það er grundvallar- atriði að svo sé. Hins vegar á ekki að halda tryggingariðgjöldum háum hjá öllum almenn- ingi til þess að menn fái bætur umfram það sem eðlilegt getur talist. Það er ekki vit í því að krefjast þess samtímis að bætur verði aukn- ar og að iðgjöld lækki. þegar greinin er í jafn- vægi. Iðgjöld í ökutœkjatryggingum komu nokkr- um sinnum til umrœðu. 29. september Um skaðabótalög Jón Erlingur Þorláksson Fjárhagslegl örokumat má kalla sanngirnis- mat. Þegar metið er „skal líta til þeirra kosta sem tjónþoli á til að afla sér tekna með vinnu sem sanngjarnt er að ætlast til að hann starfi við,“ segir í lögunum. Og í athugasemdum: „Við slíkt sanngirnismat koma einkum til álita andlegir og líkamlegir hæfileikar tjónþola, verkkunnátta hans, menntun og aldur.“ Gall- inn á þessu er sá að sanngirni er ekki vel skil- greint hugtak eða mælanleg stærð og mat hlýt- ur að verða huglægt. 23. nóvember Sótt að bíleigendum Miðað við þetta leiðir tillaga lögmannanna tveggja til þess að bætur hækki um 15-25% og hækkun iðgjalda verði litlu minni. Meðal- iðgjöld eru nálægt 35 þúsund krónum í lög- boðnum tryggingum og heildarkostnaðarauki því nálægt 15 þúsund krónum í tveggja bíla fjölskyldu. Þetta kallar á 26 þúsund króna launahækkun, þegar tekið er tillit til skatta. Framfærsluvísitala myndi hækka um 0,4- 0,5% og skuldir heimilanna hækka uin rúman milljarð á einni nóttu. Þetta kallaði á viðbrögð: 7. desember Fullar bætur fyrir fjártjón Jón Steinar Gunnlaugsson Það er meginatriði í skaðabótarétti, að sá maður sem fyrir tjóni verður, með þeim hætti að annar aðili beri skaðabótaábyrgð á tjóninu, fái allt fjártjón sitt bætt. Verkefni löggjafar, sem fjallar um bætur fyrir líkamstjón á hendur skaðabótaskylduin aðila, er því að ákveða hvað þurfi til að koma til að um fullar fjár- tjónsbætur verði að ræða. Þar skipta hugleið- ingar um iðgjöld í vátryggingum engu máli. 25.ágúst Hver á fyrir ríkisbanka? Ekki er að óttast að neinn gleypi ríkisfyrir- tækin öll í einum bita, en það er heldur ekki ráðlegt að setja þau öll á markað í einu. Líklegast þyrfti því að dreifa sölu þessara fyrirtækja á fimm ár ef þar að kæmi nema erlend fjárfesting kæmi til. 1. september Eignarhaldsfélag um stóriðju skap- ar mikla möguleika Hér á eftir verður reifuð sú hugmynd að stofna eignarhaldsfélag um hlutabréf í verksmiðjum íslenska rikisins. ... Með því að búa lil eignarhaldsfélag eins og hér er lýst værum við að skapa verðmæti úr pappírunt sem nú eru léleg söluvara og velkjast sem verðlftil eign í skúffum ráðuneyta. Þessi hugmynd vakti nokkrar umrœður. 1. september Aðrir sálmar - Kemur að skulda- dögum Ráðamenn birtust nýlega mæddir á svip í fjöl- miðlum og sögðu þjóðinni að efnahagsbatinn hefði ekki orðið sá sem við var búist. Ekki er að sjá að efnahagsbati leyfi I5% launahækkun á tveimur árum. Síst af öllu er útlit l'yrir að ríkið nái markmiðum sínum um fjögra millj- arða halla á næsta ári með þeim launa- hækkunum sem þegar hefur verið samið um. 8. og 15. september Aðrir sálmar - Eru þeir til? Nýja stöðin hyggst taka um 25% lægra gjald en Stöð 2 tekur nú. Stjórnar- formaður Stöðvar 2 lét reyndar á sér skilja að hún ætti rétt á öllu efni sem væri þess virði að sýna. Svona yfir- lýsingar gefa þeir ekki sem vilja láta taka sig alvarlega; formaðurinn ætti frekar að fylgja fordæmi spældra lör- stjóra og segjast fagna samkeppninni. Viðbrögð urðu nokkur og komu m.a. fram viku seinna: Þess hefur verið óskað að blaðið birti eftirfarandi kafla úr Morgunblaðinu 3. sept: „Sigurður lætur þess sérstaklega getið í samtali við blaðamann að Stöð 2 hafi samninga við alla stærstu dreifing- araðila sjónvarpsefnis. Sjónvarpsréttur- inn fylgi ekki sjálfkrafa kvikmynda- húsunum inn í nýja sjónvarpsstöð. Um hann verði að semja sérstaklega.“ Aður í sömu grein Mbl. stóð:„En það hefði ekki raskað ró manna og báðir aðilar fagni samkeppninni." I Ijósi þessa var ofangreind hvatning Vísbendingar óþörl'. 15. september Lífeyrissjóðir 1994: Betri staða, minni ávöxtun Öryggi í fjárfestingum lífeyrissjóðanna hefur komið til tals eftir að Lífeyrissjóður bænda tapaði miklum peningum á lánum og hluta- bréfakaupum í Emerald Air. ... Þetta mál má alls ekki verða til þess að lífeyrissjóðirnir hætti öllum fjárfestingum í hlutabréfum. Það vekur þó enn upp spurningar um það hvort ekki sé óhollt að forystumenn lífeyrissjóðanna sitji í stjórnum fyrirtækjanna sem þeir tjárfesta í. Vandmeðfarið er að sitja þannig beggja megin borðs, til dæmis þegar ákveða á hluta- fjáraukningu eða lán. 15. september Aðrir sálmar - Þingmaður í eina mínútu Varaþingmaður sem tekur sæti á þingi í hálfs mánaðar forföllum þingmanns hefur þar ineð tryggt maka sínum 20% af þingfararkaupi í maka- lífeyri eftir sinn dag. Alls eru 365 milljóna lífeyrisskuldbindingar vegna makalífeyris manna sem sátu skemur á þingi en í eitt ár, flestir væntanlega aðeins í fáar vikur. Ellilífeyr- isskuldbinding vegna sama hóps er 11 milljónir. I byrjun október var flutt frumvarp á Al- þingi til þess að breyta þessu. VÍSBENDING 15

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.