Vísbending


Vísbending - 19.12.1995, Blaðsíða 30

Vísbending - 19.12.1995, Blaðsíða 30
hópi frægra íslendinga eða kunningjahópi sínum. Það er svo sem ekkert að þessum greinum, en þær verða aldrei annað og meira en skoðanir þeirra fáu einstaklinga sem gefa sitt álit. Það má vel spyrja hvort kannanirnar yrðu eitthvað betri ef úrtakið væri valið af handa- hófi úr þjóðskrá. Eitt helgarblaðið birti nýlega könnun um gáfnafar og heiðarleika stjórn- málamanna. Formenn stjórnmálaflokkanna voru yfirleitt í efstu sætunum. Menn geta svo velt því fyrir sér hvort þeir hafi verið valdir til forystu vegna þess að þeir séu svo gáfaðir og heiðarlegir eða hvort þeir hafi oftast verið nefndir, vegna þess að þeir eru best þekktir. I heiðarleikakosningunni fengu sumir ekkert atkvæði, en ætli það hafi réttlætt þá fullyrð- ingu blaðsins að svarendur teldu þá ekki heiðarlega? Segjum að hver þeirra sem sat fyrir svörum hafi fengið að nefna þrjá ein- staklinga. Ég reikna fastlega með því að fleiri en þrír heiðarlegir einstaklingar sitji á Alþingi, en hefði ég setið fyrir svörum í könnuninni hefði ég ekki getað nefnt nema þrjá. Það segir ekkert til um það að ég telji alla þá sem ég ekki nefndi hina verstu skúrka. Formið á spurningunni takmarkaði svarið. Auðvitað hefði það tafið framkvæmd könnunarinnar ef ég hefði fengið að nefna eins marga og mér sýndist. Hver veit nema ég hefði talið upp 63 þingmenn og kannski bætt við einhverjum sem ekki sitja á þingi eins og er. Það verður hins vegar að gæta sín á túlkuninni, þannig að ekki sé farið að gera mönnum upp illan hug til stjórnmálamanna. Læknisfræði og heilsuvernd Það er hægt að þylja upp hverja könnunina á fætur annarri sem hefur eyðilagt vöru eða gert úr henni metsöluvarning. A sjöunda áratugn- um kom fram gæðadrykkurinn Fresca frá Coca-Cola. Fresca var sykurlaust, sem þá var nýjung, en í stað sykurs var notað nýtt efni, cyclamat. I fáum orðum sagt var markaðssetn- ingin á Fresca hér á landi frábær, drykkurinn var mikið auglýstur í sjónvarpi og hann rann út úr búðum. En Adam var ekki lengi í Paradís. Ekki hafði frískandi Fresca verið lengi til sölu þegar fréttir bárust af því að rannsóknir sýndu að cyclamat ylli krabba- meini í tilraunarottum. Eins og hendi væri veifað hætti drykkurinn að seljast og fljótlega var hann tekinn af markaðinum. Loks kom hann fram aftur með sakkaríni í stað cycla- mats, en náði aldrei sama flugi á ný. Það kom reyndar fram skömmu síðar að til þess að ná hættulegum áhrifum cyclamatsins þyrftu menn að innbyrða sem nemur 3.000 lítrum af Fresca á dag í 12 ár, en þessi frétt kom of seint til þess að bjarga drykknum. Til að botna svo söguna þá fór sakkarín líka í gegnum krabba- meinspróf, féll, og nú fæst ekki betur séð en búið sé að hefja cyclamatið til virðingar á ný. Hér á landi birtist frétt sem ýtti illilega við örvhentum. Könnun sýndi að þeir virtust lifa mun skemur en rétthentir, reyndar heilum níu árum skemur. Þetta olli mörgum örvhentum hugarvíli, enda með ólíkindum hve hættuleg þessi „fötlun" virtist vera. En þegar kafað var dýpra þá kom í Ijós að niðurstaðan var byggð á því að í stórum hópi fólks voru miklu færri örvhentir meðal aldraðra en yngri árganga. En það er ekki lengra síðan en svo að margt fólk um miðjan aldur man þá tíð að reynt var að venja örvhenta af villu sinni. Það þótti einfald- lega ekki gott að vera örvhentur í rétthentri veröld, þannig að fáir örvhentir meðal aldraðra sýndi einfaldlega að þjóðfélaginu gekk vel að ná mönnum frá „vinstri villu“. Framhaldsrannsóknir benda til þess að ekkert sé til í því að örvhentir lifi skemur. Líkamsæfingar vernda heilsuna. Þetta er svo sjálfsagt að það vita allir. En hvar hefur þetta verið sannað? Jú, kannanir sýna mikla fylgni milli góðrar heilsu og íþrótlaiðkunar. En gæti þetta ekki verið á hinn veginn, að rnenn æfðu sig vegna þess að þeir eru heil- brigðir? Fyrir 15 árum flutti höfundur þessarar greinar frétt í útvarp þess efnis að kaffidrykkja ylli krabbameini. Þessa visku mátti finna í ýmsum læknaritum, meðal annars New Eng- land Journal of Medicine. En kaffi er greini- lega fastara í sessi en Fresca, því viðbrögðin voru ekki önnur en þau að ein kona skrifaði í Velvakanda: „Ætla þeir nú að taka kaffið af okkur líka?“ En „þeim“ varð ekki kápan úr því klæðinu að sanna neitt slæmt um kaffið, því frekari rannsóknir sýndu litla sem enga fylgni þarna á milli. Er drykkja holl? Mörgum nautnabelgnum er meinilla við töl- fræðiupplýsingar úr læknaheiminum. Allt sem er gott er óhollt, er viðkvæðið. Eitt af því fáa sem pottþétt sönnun liggur fyrir um er að reykingar eru óhollar og sömuleiðis áfengi í óhófi. Feitt fólk virðist lifa skernur en grannt. En það er alls ekki sannað að það lengi lífið að grenna sig. Kannski eru það einhverjir erfðafræðilegir eiginleikar sem valda því að fólk sem er veikbyggðara og þar með skamm- lífara sé almennt þyngra frá náttúrunnar hendi. Til þess að taka samlíkingu, þá eru konur almennt síðhærðari en karlar. Karlar verða samt ekkert lfklegri til þess að breytast í konur þó þeir safni hári. Ein vinsælasta kenning undanfarinna ára er að hófdrykkja bæti heilsuna. „Drykkur á dag, kemur heilsunni f lag,“ segja stuðningsmenn þessarar kenningar. En það er alls ekki víst að svona komi þetta út, því þó hófdrykkja styrki hjarta og æðakerfi, þá eykur drykkur á dag jafnframt líkurnar á því að drykkjan fari úr hófi og menn verði alkóhólisma að bráð. Þar sem hjartveiki er í ættum er ekki gott fyrir einstaklinga að háma í sig smjör, því fitan vill setjast inn á æðarnar. En lyrir hina er engin sérstök ástæða til þess að halda sig við smjörlíkið. Og þó ntenn vildu vera í smjör- líkishópnum þá er líka til könnun sem sýnir að jurtaolía geti valdið hjartasjúkdómum og sé Ifklegast hættulegri en smjör. Ekki skánar það! Lýsi hlýtur þó að vera hollt, það er svo déskoti vont. Nei, hér er enga huggun að fá heldur. Könnun sem „sannaði" hollustu lýsis var gerð á eskimóum, sem borðuðu nánast engan venjulegan mat, og lífshættir allir voru með öðrum hætti en við eigum að venjast. Kannski var tíðni hjartasjúkdóma lág hjá þeim vegna þess að þeir drukku ntikið brennivín. Kannski ekki. Það hlýtur að vera gott að skokka út í búð eftir heilsufæði, eða hvað? Það er ekki víst, því hættan á að verða undir bíl vegur upp jákvæð áhrif af hreyfingunni. Og ekki dugir að fara á bíl, því þar getur verið keyrt á mann líka. Það er meira að segja ekki allt unnið með því að hjóla á þrekhjóli. Hugsum okkur mann sem smellir sér á hjólið sitt þrisvar í viku, klukkutíma hverju sinni. Þessu getur hann haldið áfram í 40 ár og þar með lengl lífið um heilt ár. En klukkustundirnar í aukaárinu sem hann er vakandi verða færri en samanlagður tímafjöldinn á þrekhjólinu. George Romney, þekktur bandarískur stjórnmálamaður, dó síðastliðið suntar á þrekbraut, sem hann gekk á daglega. Romney dó 88 ára og var við hesta- heilsu fram í andlátið. Hefði hann ekki farið á þrekbrautina væri hann kannski enn á lífi! Vandinn við tölfræðina er sá að hún hjálpar manni lítið við að sanna nokkurn hlut. Hún getur ekki afsannað neitt heldur svo gagn sé að. Hún skýtur bara styrkari stoðum undir kenningar um þetta og hitt eftir því sem fieiri athuganir sýna það sent um er talað. Þess vegna er líklega alveg eins gott að láta hyggjuvitið ráða mataræðinu eins og nýjustu speki úr sunnudagsblaði Moggans. 30 VÍSBENDING

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.