Vísbending


Vísbending - 19.12.1995, Blaðsíða 10

Vísbending - 19.12.1995, Blaðsíða 10
Grafið fyrir símastaur. loftskeytasendingum var stjórnvöldum veitt heimild til að reisa loftskeytastöð í Reykjavík, einkum til öryggis í siglingum. Fyrstu skip Eimskipafélags íslands, Gullfoss og Goðafoss, voru búin loftskeytatækjum. Þá sörndu íslensk stjórnvöld við Marconi-félagið um byggingu á loftskeytastöð á Melunum í Reykjavík, sem tekin var í notkun 1918. Það hús heitir ein- faldlega Loftskeytastöðin, og hýsir nú hluta af starfsemi Háskóla Islands. Loftskeytastöðin kom sambandi á milli skipa og símnotenda á landi 1938. Með því má kannski segja að ákjósanlegt jafnvægi hafi verið komið á milli loftskeyta og síma. Loftskeytastöðin á Melun- um þjónaði samskiptum í lofti allt til ársins 1962, en þá tók Gufunesstöðin við. Á einum stað má sjá, að menn eru að reyna að sannfæra Norðmenn um að leggja sæsíma tii Islands. Valtýr, sem fyrr áhugasamur um framfarir, segir í bréfi í mars 1905 að hann sé í bréfasambandi við norska „telegrafdirektör- inn“ og þannig sé hann í óbeinu sambandi við norsku stjórnina! Eitthvað virðist þó sá norski áhugalaus, því að um miðjan apríl skrifar Val- týr heim, eftir að hafa talað við „telegraf- direktörinn", og segir ljóst að ekkert tilboð sé væntanlegt frá Noregi. Búið sé að semja um lagningu sæsímans og þar með væri málið frá- gengið. Tilboð frá norsku stjórninni myndu Danir skoða sem afskiptasemi, en við því máttu Norðmenn ekki. Auk þess væru samningar um að ráða norskan verkfræðing til eftirlits með lagningu strengsins frágengnir. Norskt tilboð var þvf aldrei inni í myndinni, nema í bréfa- skriftum á milli Valtýs og Björns Jónssonar. Af hverju voru margir á móti síma- samningnum? TiIFinningahiti manna á þessum tíma, gagn- vart erlendu yfirvaldi í Danmörku, var slíkur að oft reynist erfitt að skilja hann. Höfuðand- stæðingur Hannesar var Björn Jónsson og er vart ofsagt, að andstaða hans réði miklu um afstöðu margra til lagningar síma til landsins. Þegar hafist var handa við símalagninguna, var sumstaðar reynt að hefta flutning á síma- staurum og víða gekk illa að fá heimamenn til að starfa við símalagninguna. Fóru bændur þar fyrir í andstöðunni. Af heimildum má sjá, að svo kallaðir þing- málafundir, sem haldnir voru sumarið 1905 voru gerðir að vettvangi deilna um símann að undirlagi ritstjórans öfluga, Björns Jónssonar. í bréfi til Valtýs segist hann hafa sent út um land pólitískt „circulære" til trúnaðarmanna, með samhljóða tillögum til fundaályktana. Þegar séð varð að Hannes myndi hvergi hvika frá þeirri ákvörðun sinni að leggja sæsíma til landsins, skrifar Björn til Valtýs í lok maí, að eina vonin um að fella samninginn á þingi, sé að telja þingmönnum hughvarf á þingmála- fundunum. „Það er það eina, sem þeim stend- ur ótti af.“ Af þessum fundum eru margar og ítarlegar fréttir í blöðum stjórnarandstæðinga. Og það er sama hvar á landinu er drepið niður, allir eru á móti. Byrjum á Flateyri. Þar eru saman komnir fulltrúar úr þremur hreppum; Mýra-, Mosvalla- og Suðureyrar-. „Fundurinn álítur, að alþingi ætti að fara mjög varlega út í að samþykkja fjárframlög úr landssjóði til rit- símalagningar eins og nú stendur á ...“. Hins vegar áleit fundurinn að „ ... sæsímann beri að leggja á land í Reykjavík". Svipað er uppi á teningnum í Vestur-lsafjarðarsýslu. Þar er því mótmælt að farið sé út fyrir fjárlög síðasta þings, og skorað á þingmenn að steypa þjóð- inni ekki í verkefni sem henni sé ofvaxið. Svipaðar kröfur eru á landinu öllu, líka í Reykjavík, en þar er skorað á þingmenn að sjá til þess að Reykjavík komist í hraðskeytasam- band við landið og umheiminn. Og austur á firði. Á Seyðisfirði samþykkja 40 fundarmenn eftir miklar umræður að lýsa yfir mikilli óánægju með framkomu stjórnarinnar í þessu máli öllu, og rétt væri að skipa nefnd til þess að fara nánar ofan í saumana á því. En í einu hljóði, á sama fundi var samþykkt að sæ- síminn skyldi lagður á land á Seyðisfirði, ef þingið samþykkti ritsímamálið! Megininntakið í öllum ályktunum þing- málafundanna sem haldnir voru um sumarið, var að stjórnin legði út í óþarfa áhættu með því að semja við Stóra norræna, verkefnið væri ofvaxið þjóðinni efnahagslega og heim- ildin til þess að skuldbinda Landssjóð ekki fyrirhendi. Með þetta í huga er ekki að furða þótt ein- hverjum fyndist greitt farið af hálfu stjórnar- innar. Á þessum tíma er landið að leitast við að losna undan oki Dana og einokunarfnykinn leggur af samningnum, enda gildistími hans hart nær 60 ár. Þá er á það að líta, að Islend- ingar hafa löngum verið frekar áhættufælnir, enda voru góð rök fyrir því í bændasamfélagi sem átti allt sitt undir duttlungafullri náttúru. Landssjóður var stöndugur á þessum tíma og að leggja nokkur hundruð þúsund krónur í verkefni, sem danskt einokunarfyrirtæki átti að vinna fyrir íslenska peninga samræmdist einfaldlega ekki sjálfstæðishugmyndum ís- lendinga. Sé andstaða við lagningu símans skoðuð í þvf Ijósi, er hún skiljanleg. Hannes ráðherra gaumgæfði aldrei í alvöru tilboð loftskeytafélaganna, og það fór mjög í taugarnar á andstæðingum hans. Þá er um- deilanlegt hvort Hannes hafði heimild til þess að skuldbinda Landssjóð til þátttöku í kostn- aðinum. Ekki var bein heimild fyrir samn- ingnum í fjárlögum, en þingið hafði þó lýst þeim vilja sínum að síminn yrði tekinn á land á Austfjörðum. Spurningin er þá sú hvort viljayfirlýsing þingsins dugði ein og sér. Já, sögðu stjórnarsinnar, nei. sögðu stjórnarand- stæðingar. Framkvæmdavaldið, ráðherrann, fer þama að mati margra heldur lengra en lög heimila. Slfkt er vel þekkt nú á dögum og verður ekki lagður efnislegur dómur hér á rétt- mæti þess. Fram hjá hinu verður þó ekki horft, að byltingin sem sími hafði í för með sér, var gífurleg. Engin lýsti því kannski betur en Björn Jónsson höfuðandstæðingur hans, en honum fannst síminn losa landið úr viðjum myrkurs og beina því í ljósið. Niðurstaða Ekkert land byggði fjarskipti sín eingöngu á loftskeytum í byrjun aldarinnar, heldur á síma. Loftskeyti á hinn bóginn áttu við á öðrum stöðum, til dæmis á sjó. Slagurinn um símann einkenndist af því pólitíska andrúmslofti sem rfkti á milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Jón Guðnason segir í ævisögu Skúla Thoroddsens, að það sé „ ... óhætt að ganga að því sem vísu, að efnisatriði ein hafa ekki stýrt tungu manna og afstöðu, en líklega hafa báðir haft nokkuð til síns máls.“ Undir þetta má taka. Áhugasömum lesendum skal bent á eftirfarandi rit: Agnar Kl. Jónsson: Stjórnarráð fslands 1904- 1964. II . bindi. Reykjavfk 1969. Kristján Albertsson: Hannes Hafstein. Ævi- saga, II. bindi. Önnur útgáfa endurskoðuð. Reykjavík 1985. Launráð og landsfeður. Bréfaskipti Valtýs Guðmundssonar og Björns Jónsonar. Jón Þ. Þór bjó til prentunar. Reykjavík 1974. Þorsteinn Gíslason: Þættir úr stjórnmálasögu íslands árin 1896-1918. Reykjavík 1939. Minningarrit Landssíma íslands 1906-1926. Reykjavík 1926. Auk þessa má benda á samtíma- blöð frá þessu tímabili: Ingólfur, ísafold, Lögrétta, Reykjavík, Þjóð- ólfur, Þjóðviljinn. 10 VÍSBENDING

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.