Vísbending


Vísbending - 19.12.1995, Page 20

Vísbending - 19.12.1995, Page 20
flokksins fremur en Gingrich. Að auki telja flestir að meiri líkur séu á því að Dole nái að leggja Clinton að velli. Gingrich hefur enn sem komið er gefið lítið út á þennan möguleika en segist ekki fúlsa við embættinu, stæði það honum til boða. Þrátt fyrir þessi orð er víst að Gingrich er staðráðinn í að halda vinsældum sínum við. I ársbyrjun heimsótti hann tuttugu og fimm stórborgir víðs vegar um Bandaríkin. Tilgahg- ur ferðarinnar var að sögn Gingrich að kynna bók sína, To Renew America, sem auðkýfing- urinn Rupert Murdoch greiddi 4,5 milljónir dala fyrir að gefa út. Margir töldu bókarkynn- inguna einungis yfirvarp og að förin væri einn liður í yfirvofandi baráttu hans um að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins. Gingrich lýsti yfir því um miðjan febrúar að hann hygðist ekki gefa kost á sér í forseta- kosningunum að ári. I vor virtist hann þó hafa skipt um skoðun. Gingrich kvaldi fjölmiðlana með óljósum svörum fram eftir sumri en snemma í september batt hann enda á óviss- una er hann hvatti Colin Powell, hershöfð- ingja, til að bjóða sig fram fyrir repúblikana. Skömmu síðar sagði hann að Powell yrði „mjög áhrifamikill forseti" og kvaðst mundu greiða honum atkvæði, færi Powell með sigur af hólmi í forkosningum flokksins. Um mánaðamót nóvember-desember lýsti Gin- grich því loks formlega yfir að hann yrði ekki í framboði í forsetakosningunum að ári. Þótt mörgum þyki líklegt að Gingrich muni fyrr eða síðar sækjast eftir forsetaembættinu merkir það ekki að hann eigi raunverulega möguleika á að verða forseti Bandaríkjanna. Hann þykir einstrengingslegur og allt að því barnalegur viðskiptis og bent hefur verið á, hversu erfitt hann á með að hafa samskipti við aðra. Eins hefur það loðað við Gingrich að þrátt fyrir eljusemi hans og takmarkalítið ímyndunarafl, hefur oft lítið orðið úr fram- kvæmdum. Það spillir einnig fyrir að margir stuðnings- menn þingforsetans og jafnvel ættmenni telja hann ekki eiga neitt erindi í Hvíta húsið og hafa ekki legið á þeirri skoðun sinni. Meðal þeirra sem eru þessarar skoðunar eru móðir hans Kathleen og kona hans Marianne sem segist munu vinna að því öllum árum að hann verði aldrei forseti. Að auki hefur dvínandi fylgi við „Samninginn" leitt til minnkandi vin- sælda þingforsetans. Á meðal andstæðinga Gingrich, jafnt sem kunningja, finnast margir sem álíta að hann sé sjálfur líklegasta banamein eigin frama - að hann muni fyrr eða síðar tortíma eigin ferli með kappsemi sinni og óbilgirni. Tíðum virðist raunar sem Gingrich sé gagntekinn hugsjónaeldi og ef til vill verða afdrif hans áþekk afdrifum annarra, sem ösla skeytingar- laust áfram án þess að gaumgæfa afleiðingar gerða sinna. Gingrich hefur oftar en einu sinni verið kallaður krossfari á sviði stjómmálanna og ef til vill verða endalok hans þar, svipuð endalokum þeirra sem árunum 1096-1272 flykktust til Palestínu í því skyni að brjóta Landið helga undir almættið. Þórbergur Þórðarson: Um menntun og stjórnun Allir vilja verða ráðherrar, þótt enginn sé fær um að stjórna sjálfum sér. Vanur sjómaður fær ekki formennsku á vestfirzkum pung án þess að hafa náð pungaprófi. En ríki geta menn stjórnað án nokkurs pungaprófs í stjórnarfræði(!). Hver, sem vill, getur orðið þingmaður, þótt hann hafi enga hugmynd um, hvað þjóðmál eru. Ef einhver hefir verið natinn að nurla saman fyrir sjálfan sig, er honum greiður gangur að ábyrgðarmestu störfum þjóðfélags- ins, þótt reynslan hafi sýnt og sannað, að slíkir menn eru venjulega þekkingarlausir og óhæfir til að vinna fyrir aðra. Af smiðnum er krafizt margra ára sér- náms. áður en þjóðin trúir honum fyrir að reisa bankahús. En af bankastjóraefni krefst hún þess eins, að hann hafi verið „duglegur“, það er: ófyrirleitinn og slunginn að féfletta aðra. Skósmiður þarf fjögur ár til þess að læra að sóla skó. En atvinnumálum þjóðarinnar geta menn stjórnað án minnstu sérmennlunar. Enginn er svo vesall, að hann geti ekki byrjað að gera úr togara fyrir annarra fé og sofna til gjaldþrota, sem hann á ekkert upp í sjálfur annað en vanþekkingu sina og skort á ábyrgðartilfinningu. Alþýðan kiknar undir gengishruni og sköttum og skyldum, sem óforsjálir og ábyrgðarlausir atvinnurekendur hafa dembt yfir hana með fávíslegum atvinnurekstri. gjaldeyrisbraski og gjaldþrotum. Bréftil Láru Einar Benediktsson, Um gildi góðra launa Sú hugsun er orðin allt of rótgróin meðal Islendinga ríkari og fátækari, að hverjum þeim sé ofborgað sem hefur nokkum telj- andi hagnað, hvort heldur er af handiðnum eða öðru. Verkamannafélögin kenna betur en nokkuð annað þá hyggilegu og mannúð- legu reglu að vilja „lifa sjálfur og láta aðra lifa". - í stað þess að menn sjá ofsjónum yfir hverjum eyri sem einhver verkamaður kynni að vera launaður með, fram yfir það sem venjulegt hefur verið, mundu menn læra að gleðjast yfir því að einhver vinnu- veitandi hefur séð sér fært að gjalda nú meira en áður fyrir það sem unnið er. Þeim þjóðum vegnar jafnan betur, sem meta háu verði alll það sem gengur kaupum og sölum. - óvíða í heimi mun meira fást fyrir lítið fé en hér, og er það engum til gagns nema útlendingum sem koma hingað til þess að kaupa og leigja fé og l'ólk fyrir svo lítið verð að það er næst- um til athlægis. Ef verkamennirnir færu að halda saman, mundu auðmennirnir vanda sig betur, og græða það á dugnaði og fyrirhyggju, sem þeir vinna nú á ódýrleik allra starfsmanna við framleiðslu og iðnað. Og því l'yrr sem fé- lagsskapur verkamanna byrjai' því fyrr kemst hinn starfandi, arðberandi kraftur í þjóðinni til þeirra valda sem honurn ber með réttu, jafnt hér eins og annarsstaðar í heimi. Duf’skrá 31. október 1896 20 VISBENDING

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.