Vísbending


Vísbending - 19.12.1995, Blaðsíða 7

Vísbending - 19.12.1995, Blaðsíða 7
Olíuleiðsla í Sovétríkjunum. Karfamoksturinn stóð þó ekki lengi. Strax 1960 var farið að draga úr veiðinni og þar sem viðskipti landanna voru farin að komast í alvarlega úlfakreppu vegna minnkaðs afla á vetrarvertíð og aflabrests á sfldveiðum 1961 var farið að athuga möguleika á því að seija aðrar fisktegundir til Sovétríkjanna. Tókst að vekja áhuga Sovétmanna á tegundum, sem áð- ur hafði lítið verið sinnt og lítið verið veiddar og skapa þannig nýja möguleika fyrir útgerð- ina jafnt og fiskvinnsluna. Arið 1961 var byrj- að að selja þeim steinbít og ári síðar bættust við langa, ufsi og ýsa. Ufsinn var langmikil- vægastur þessara nýju tegunda. Hann komst fyrst á blað 1961 með 21 tonn en var kominn í 7.600 tonn 1970. Langan var 700 tonn 1962 og hélst mikið til í því magni síðan milli ára. I góðum aflaárum tvö- og þrefaldaðist þó þessi útflutningur. Keilan kemst á blað 1969 með 71 tonn, 170 tonn árið eftir. Árið 1967 hófust veiðar á grálúðu. 1969 hófst útflutningur hennar til Sovétríkjanna, sem síðan tóku við meira en 90% af magninu (1969: 300 tonn, 1970: 2.143 tonn). Sovéski markaðurinn stóð þannig undir upphafi og fyrstu þróun grálúðuveiðanna. Síðar varð grálúðan eftirsóttur fiskur annars staðar, eink- um í Japan. Keilan hafði verið verkuð í skreið fram að því að Nígeríumarkaðurinn lokaðist, en varð þó tæpast verslunarvara fyrr en sovét- markaðurinn tók við henni. Þannig má segja að verulegur vaxtarbrodd- ur í útgerðinni hafi átt rætur í sovéska mark- aðnunt. Margir vildu hins vegar meina að sovétviðskiptin væru vafasöm, jafnvel nei- kvæð, fyrir fiskiðnaðinn. Sovétmarkaðurinn gerði alltof litlar kröfur um vöruvöndun, gæði, pakkningar og umbúðir. Þannig væri hætta á að iðnaðurinn drægist aftur úr í tæknilegri þróun, drabbaðist niður og yrði einnig ófær um að halda uppi þeim orðstír sem hann hafði getið sér á hinum kröfuharða markaði Banda- ríkjanna. Bjargaði aflahrotum En á móti þessum ókostum vógu lfka tölu- verðar málsbætur. Vinnsla fyrir ameríska markaðinn var hæggeng og tímafrek. I afla- hrotum vetrarvertíðar og þegar stórir togara- farmar bárust að landi var útilokað að vinna allt í dýrar smáumbúðir, beinhreinsa og snyrta, auk þess sem hráefnið, og þá einkum netafiskurinn, var ekki alltaf af þeim gæða- staðli, sem slík vinnsla krefst. Rússneska pakkningin varð því til að bjarga í frystingu fiski, sem ella hefði farið í skreið, verðlága saltfiskflokka eða jafnvel fiskimjöl. Eins og áður sagði þurl'ti engum tíma eða kröftum að eyða til að fylgjast með kröfum neytenda .í Sovétríkjunum eða sjá við markaðsbrögðum keppinauta. Verkun flak- anna var jafnan upp á einfaldasta og fljót- legasta máta. Sovétmenn kærðu sig kollótta um einstaka beinflís, holdrosa var þeim sama um, og þeir hættu fljótlega að gera veður út af einstaka hringormi. Pökkun flakanna var frá upphafi til enda hin sama. Pergamentsörk var vafið utan um sjö ensk pund af flökum og þau fryst. Eftir frystingu var átta slíkum pökkum stungið í pappakassa og honum lokað með stálböndum. Þannig fékkst kassi, sem var 56 lbs. og var það jafnframt farmeiningin. Mikilvægi sovéska markaðarins lá kannski ekki síst í því að þangað var hægt að selja fisktegundir og fisk, sem lítill eða enginn markaður var fyrir annars staðar. Viðhorfum margra frystihúsamanna er kannski best lýst með ummælum sem höfð eru eftir brautryðj- endum í greininni: „Eg er nú að pakka fyrir andskotann, innpakkað í sellófan“, á Hálfdán í Búð að hafa sagt skömmu eftir stríðið, þegar hann var spurður hvað hann væri að framleiða núna. Hálfdán var þá að vinna fyrir ameríska markaðinn eftir að hafa framleitt fyrir „Rússann'* 1946-’47. Elías Þorsteinsson, fyrsti formaður SH, orðaði þetta hins vegar þannig: „Enginn vill Rússasamning, en þegar Rússa- samningur er gengur allt vel, - þegar enginn Rússasamningur er gengur allt illa.“ Það má kannski líka orða það þannig að íslenskar frystiafurðir hafi sigrað á Banda- ríkjamarkaði - með sovétmarkaðinn að bak- hjarli. Olafur Hannibalsson hefur á undanförnum árum unnið að ritun sögu Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og er fyrirhugað að bókin komi út á ncesta ári. Greinin er kafli úr þeirri bók. VÍSBENDING 7

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.