Vísbending


Vísbending - 19.12.1995, Page 19

Vísbending - 19.12.1995, Page 19
Með kjöri Ronalds Reagans í forsetaembættið færðust stjórnmál í Bandaríkjunum til hægri. mörgum demókrötum hafí í raun ekki verið stætt á öðru en að greiða þeim atkvæði sitt. Það frumvarp sem mestum deilum olli voru fyrirhugaðar breytingar repúblikana á velferðarkerfinu. Frumvarpið þótti róttækt og olli nokkurri ólgu á meðal repúblikana sjálfra. Einkum þótti hinum íhaldssama armi flokks- ins tillögur Gingrich um að fella niður styrki til ungra, einstæðra mæðra líklegar til að fjölga fóstureyðingum en fóstureyðingar eru eitt þeirra mála sem skipa fólki í lylkingar í bandarískum stjórnmálum. Að lokum var frumvarpið þó samþykkt og varð grunnurinn að margháttuðum breytingum á velferðar- kerfinu sem ætlað er að ntinnka urnsvif og kostnað ríkisins og renna stoðum undir ábyrgð einstaklingsins á eigin tilveru. Annað mikilvægt frumvarp voru tillögur um að draga úr heildarskattheimtu ríkisins um 187 milljarða bandaríkjadala. Þegar hér var komið sögu voru margir þingmenn repúblik- ana farnir að þreytast á flokksaga þeim sem forsprakkar flokksins kröfðust í tengslum við samninginn. Eftir talsverðan barning var frumvarpið þó samþykkt í báðum deildum þingsins. Með því töldu repúblikanar sig hafa uppfyllt samning sinn við bandarísku þjóðina. Að þessu loknu tóku þingmenn ilokksins til við að skera niður hallann í fjármálum alríkisstjórnarinnar og komu í gegn tillögum um 77 milljarða dala sparnað þrátt fyrir vantrú flestra á að slíkt væri gerlegt. Hinn 5. apríl síðastliðinn lýsti Gingrich yfir því, að samningur repúblikana við þjóðina væri upp- fylltur þótt flokkurinn hefði einungis verið níutíu og einn dag við völd á Bandaríkjaþingi. Það verður að teljast aðdáunarvert að repúblikönum skuli hafa tekist að koma til- lögum sínum f gegn á jafn skömntum tíma og raun ber vitni. Hins vegar ber að geta þess, að „Samningurinn" getur vart talist í höfn þó að innihald hans hafi á einn eða annan hátt verið fest í lög. Það er eitt að santþykkja aðgerðir en annað að koma þeirn í framkvæmd, eins og Gingrich og flokksmenn hans hafa þegar fengið að reyna. Til að mynda sagði Robert Packwood, áhrifamikill öldungadeildarþing- maður Repúblikanaflokksins, skilið við Gingrich og fylgismenn hans í skattamálum. Packwood, sem er fulltrúi Oregonfylkis og formaður fjárhagsnefndar öldungadeildarinn- ar, sagði áform Gingrich og áhangenda hans í fulltrúadeildinni um skattalækkanir óraunhæf í ljósi þess, að ekki hefði tekist að benda á leiðir til að minnka ríkisútgjöld til að mæta lækkunum. Þessu til viðbótar varð fljótlega vart ágreinings innan ílokksins um ýmsar tilraunir til að útfæra þau frumvörp sem samþykkt voru á fyrstu hundrað dögum þingsins, meðal ann- ars í velferðar- og ríkisfjármálum. Tillögur Gingrich unt liðlega 187 milljarða dala skatta- lækkun voru samþykktar 9. aprfl en lóku ntik- ilvægum breytingum í meðförum öldunga- deildarinnar. Gingrich varð fyrir öðru áfalli í júní þegar Clinton Bandarflcjaforseti beitti neitunarvaldi sínu í þinginu í fyrsta sinn, til að koma í veg fyrir að tillögur repúblikana um rúmlega 16 milljarða dala niðurskurð í ríkisút- gjöldum næðu fram að ganga. Gingrich gagn- rýndi forsetann harðlega fyrir ákvörðun sina, sem mörgurn þólti upphaftð að harðnandi átökum repúblikana og Bandaríkjaforseta í þinginu. Þau átök urðu að styrjöld í nóvember síðastliðnum, er starfsemi alríkisstjórnarinnar stöðvaðist um skeið á mörgum sviðunr. Astæðan voru deilur repúblikana og forseta um leiðir til að rétta við fjárlög alrfkisins. Reyndar hefur alríkisstjórnin misst greiðslu- heimildir sínar fjórum sinnum á síðustu fjórtán árum en deilan í nóvember þótti þeirra hörðust, því talið var líklegt að hún stæði í allt að þrjá mánuði vegna stífni repúblikana, er höfðu „Samninginn" að verja. Þó fór svo að samningar tókust fremur skjótt um málamiðl- un. Þótti sú niðurstaða verða repúblikönum til nokkurrar minnkunar því með henni rann mikilvægur þáttur „Samningsins" - tafarlaus lækkun fjárlagahallans og skatta - út í sandinn. Að auki hefur almenningur í Banda- rfkjunum einnig snúist gegn áformum repúblikana um niðurskurð í ríkisútgjöldum og öflugum hagsntunahópum tekist að koma í veg fyrir spamað á ýmsum sviðum hins opin- bera. Fer Gingrich í Hvíta húsið? Hvað sem líður baráttu Clintons og flokkanna tveggja í Bandaríkjunum um hylli kjósenda, er ljóst að Newt Gingrich er sá stjórnmálamaður sem hefur hagnast mest á þeirri baráttu. Embætti hans sem forseti fulltrúadeildarinnar, róttækar hugmyndir og stöðug athygli fjöl- miðla hafa gerl hann að tíðum gesti á banda- rískum heimilum. Svo mjög hefur kveðið að Gingrich síðustu misserin að mörgum stjórnmálaskýrendum þykir hann koma til greina sem forsetaefni Repúblikanaflokksins í kosningunum á næsta ári, í kosningunum árið 2000 eða í síðasta lagi árið 2004. Sá orðrómur hefur lengi verið á kreiki að Gingrich hafi fullan hug á því að taka við búi í Hvítakoti. Yfirleitt er Bob Dole talinn sá sem sendur verði fram gegn Clinton næsta haust. Hins vegar þykir það draga úr sigurlíkum hans hversu gamall hann er, 72 ára að aldri. Nái Dole kjöri og sverji embættiseiðinn í janúar 1997, verður hann elsti forseti í sögu Bandaríkjanna sem það gerir. Gingrich er hins vegar aðeins 51 árs og kann því að höfða til stærri kjósendahóps fyrir utan að eiga meira eftir af starfsævi sinni. Þótt Gingrich sé meira í sviðsljósinu en nokkur annar bandarískur stjórnmálamaður, að Bill Clinton undanskild- um, sýna kannanir að hugur almennings til þingforsetans er blendinn. Tveir af hverjum þremur kjósendum segjast ósáttir við þær aðferðir sem hann beitir til að konta málum sínum í gegn og ljóst er að ntun fleiri repúblikanar vilja að Dole verði frambjóðandi VÍSBENDING 19

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.