Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1996, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.03.1996, Blaðsíða 23
af störfum og hvarf frá fyrir- tækinu. Þegar hann hætti var hann skilinn við Guð- rúnu, dóttur Péturs. Trausti Sigurðsson, þá auglýsingast- jóri, tók við starfi hans sem sölu- og markaðsstjóri. Hinn tengdasonurinn, Einar Pálmason, sem kvæntur er Erlu Pétursdótt- ur, var um tíma orðinn einn æðsti starfsmaður fyrirtæk- isins. Pétur gerði hann að sérstökum aðstoðarmanni sínum áður en Páll Kr. Páls- son framkvæmdastjóri hætti. í skipuritinu heyrði Einar beint undir Pétur. Þessu starfi hélt Einar eftir að Páll Kr. var farinn frá fyrirtækinu. Pétur gerði Einar hins vegar aldrei að framkvæmdastjóra en sagði honum síðan upp á síðasta ári. Einar rekur núna ísbarinn í Kringlunni. NÝJU STJÓRNENDURNIR MUNU EKKIMALDA í MÓINN Víkjum þá að ráðningu hins nýja framkvæmdastjóra Vífilfells, Þorsteins M. Jónssonar. Það vekur strax athygli að Þorsteinn hefur hvorki reynslu af að stýra fyrirtæki né að vinna hjá einkafyrirtæki sem viðskiptafræðingur. Eftir nám í viðskiptafræði starfaði hann í tvö ár í hagfræðideild Seðlabankans. Þaðan fór hann til framhaldsnáms í Banda- ríkjunum og lá leiðin aftur í Seðlabankann að námi loknu. Hann tók við starfi hagfræð- ings Samtaka iðnaðarins í byijun ársins 1994 og þaðan kemur hann til starfa hjá Vífil- felli. Þorsteinn er rétt um þrít- ugt og það verður að segjast eins og er að Pétur Bjöms- son, eigandi Vífilfells, virðist vera að taka nokkra áhættu með því að ráða svo ungan og óreyndan mann í svo viðam- ikið stjómunarstarf - með fullri virðingu fyrir Þorsteini. Áberandi er hvað aðrir stjómendur, sem koma núna inn til Vífilfells, eru ungir og óreyndir. Það bendir til þess að hvorki Þorsteinn né með- stjórnendur hans muni malda í móinn þótt Pétur skipti sér af daglegum rekstri. Kannski koma þeir líka inn með því hugarfari - þeir gera beinlínis ráð fyrir að allt geti gerst, enda hafa þeir ástæðu til að hugsa þannig. AÐ HAFA ÍSKALDA KÓK. ALLTAF Hvað um það, það kemur sér sjálfsagt betur fyrir nýja menn í sjóðheitum stjórnunarstólum hjá Vífilfelli að hafa ískalt kók sér við hlið. Alltaf. Heimspeki Coca-Cola er að drykkurinn standi fyrir frelsi og veiti aukið sjálfstraust. Enda er kók vinsælt hjá þjóðum sem em að brjótast út úr fjötrum einræðis. Pétur Bjömsson er sagður harðari „Kókari“ en yfir- menn Coca-Cola í höfuðstöðvum fyrirtækisins í At- lanta í Bandaríkjunum. Hér er hann við Coca-Cola bílinn í anddyri Vífilfells við Stuðlahálsinn. MANNABREYTINGAR HJÁ VÍFILFELLI 1. Lýður Friðjónsson hætti sem forstjóri í ágúst 1991 og hóf störf fyrir Coca-Cola Intemational á al- þjóðlegum vettvangi; sem markaðs- stjóri á Norðurlöndunum. Ári áður hafði Davíð Guðmundsson verksmiðjustjóri hætt og tekið við verksmiðjustjóm hjá Pripps- og Coca-Cola í Gautaborg í Svíþjóð. Við starfi Davíðs tók Ólafur Magnússon. 2. Símon Á. Gunnarsson tók við starfi forstjóra af Lýð Friðjónssyni. Þeir Pétur áttu ekki skap saman og hætti Símon eftir aðeins um tvo mánuði, haustið 1991. Símon var endurskoðandi Vífilfells og var ráð- inn í stöðu forstjóra fyrir tilstilli Lýðs. Símon lét tvo lykilstarfsmenn fara frá fyrirtækinu, Bergsvein Ólafsson dreifingarstjóra og Ólaf Magnússon verksmiðjustjóra. Ein- ar Gunnarsson tók við starfi Ólafs og Daði Daðason við starfi Berg- sveins. 3. Bæring Ólafssyni, sölu- og markaðsstjóri, var sagt upp af Pétri haustið 1991. Þeir sömdu síðan upp á nýtt þannig að það kom aldrei til þess að Bæring hætti. Snemma árs 1993 bauðst Bæring að taka við starfi þjálf- unar- og þróunarstjóra hjá Coca-Cola í Asíu og Ástralíu - en með aðsetur í höfuðstöðvum Coca-Cola í Atlanta í Bandaríkjunum. Þetta var mikill heið- ur fyrir Bæring. Hann starfar nú í Bombay á Indlandi. 4. Trausta Sigurðssyni, þáverandi auglýsingastjóra, var sagt upp í átökunum haustið 1991 en ekkert varð úr að hann hætti. Pétur óskaði eftir starfskröftum hans áfram og varð það úr. Trausti tók síðan við starfi sölu- og markaðsstjóra á árinu 1994. Hann sagði upp í febrúar síð- astliðnum, ósáttur við vinnubrögð Péturs. 5. Skúla Skúlasyni, þáverandi yfirmanni í sölu til veitinga- og kvik- myndahúsa, var sagt upp í orrahríð- inni miklu haustið 1991. Hann er nú sölustjóri hjá Toyota og hefur starf- að þar við góðan orðstír. 6. Kristbjörgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra og valdamikilli manneskju innan Vífilfells, var sagt upp í átökunum í lok ársins 1991. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.