Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1996, Blaðsíða 65

Frjáls verslun - 01.03.1996, Blaðsíða 65
Verið velkomin austur á Klaustur. Hótel Edda á Kirkjubæjarklaustri er eitt best búna hótel landsins utan þéttbýlis. Veitingaaðstaða á Hótel Eddu á Kirkjubæjarklaustri er í faUegum glerskála. Þar eru bomar fram veitingar allan daginn af sérrétta- seðli cða matseðli dagsins. i ráðstefna er á Klaustri Fundar- og vinnuaðstaða „Á hótelinu höfum við góða aðstöðu til funda- og ráð- stefnuhalds í sal sem tekur allt að 150 manns. Aðalsalur- inn tekur 130 manns í sæti og auk þess bjóðum við annan minni fyrir allt að 20 manns. Þessa tvo sali er hægt að tengja saman. Fyrir fjölmennari fundi getum við boðið að- stöðu í félagsheimilinu á staðnum,“ segir Karl. I fundarsalnum er allt sem þarf til fundahalds; flettitafla, litskyggnuvél, myndvarpi, sjónvarp og myndbandstæki. Karl segir að starfsfólk hótelsins kappkosti að veita góða þjónustu og útvegi önnur tæki ef með þarf. Á hótelinu er fax- og ljósritunarþjónusta. Afþreying og skemmtan „Náttúrufegurð á Kirkjubæjarklaustri og nágrenni þekkja allir Islendingar. Þeir sem vilja hvíla sig frá önnum dagsins geta nýtt sér marga möguleika til útivistar og hreyfingar. Á sumrin er sundlaugin opin og fram á haust. I 5 kílómetra fjarlægð frá hótelinu er ágætur 9 holu golf- völlur til útleigu. Tvær hestaleigur eru starfræktar í næsta nágrenni og ekki úr vegi að bregða sér á bak,“ segir Karl. Margar skoðunarferðir eru í boði frá Kirkjubæjar- klaustri. Þar má nefna daglegar skoðunarferðir í Land- mannalaugar, Eldgjá og Lakagíga, ferðir í Núpsstaðaskóg að ógleymdum ferðum í Skaftafell og Jökulsárlón og upp á Skálafellsjökul. Slíka ferð er hægt að byrja eða enda á Hornafirði og tengja við veru á Kirkjubæjarklaustri. Allar þessar ferðir eru undir stjórn reyndra leiðsögumanna. Þeir sem vilja fara stutt geta skoðað Kirkjubæjarklaustur og nágrenni og boðið er upp á sögustund í kapellunni. Ahugaverðir staðir innan seilingar eru Systrastapi, Systra- vatn, Dverghamrar og Fjaðrárgljúfur. Þess má geta að Skaftárhreppur var árið 1995 tilnefndur af hálfu íslands til Evrópsku umhverfisverðlauna ferðaþjónustunnar. ,Á Hótel Eddu á Kirkjubæjarklaustri bjóðum við upp á nýtísku hótel sem sniðið er að þörfum gesta sem vilja það besta. Hótelið er þó það smátt í sniðum að þjónustan er persónuleg. Hótelið er kjörið fyrir þá sem kjósa fyrsta flokks aðbúnað í fögru umhverfi. Óvíða á íslandi er meiri náttúrufegurð en á þessu svæði,“ segir Karl Rafnsson, hót- elstjóri á Hótel Eddu á Kirkjubæjarklaustri. HÓtel EDDfl Kirhjubæjarhlaustri Sími: 487 4799. Fax: 487 4614. 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.