Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1996, Blaðsíða 71

Frjáls verslun - 01.03.1996, Blaðsíða 71
FOLK HREFNAINGÓLFSDÓTTIR, PÓSTIOG SÍMA „Sem hlutafélag getur Póstur og sími tekið fullan þátt í samkeppni og verið í sókn,“ segir Hrefna Ingólfsdóttir, blaða- og upplýsingafulltrúi Pósts og síma. óstur og sími er það stórt fyrirtæki að hér er alltaf eitthvað nýtt að gerast. Við kynntum nýverið Samnet símans og nú þegar eru notendur um 80 talsins. Önnur nýjung er „númerabirting“ en með því að fjárfesta í litlu tæki geta símnotendur séð hveijir eru að hringja í þá eða hafa reynt að ná í þá yfir daginn. Tækið kemur því að hluta til í stað- inn fyrir símsvara því það geymir tiltekinn fjölda núm- era,“ segir Hrefna Ingólfs- dóttir, blaða- og upplýsinga- fulltrúi Pósts og síma. „Einkavæðing Pósts og síma er spennandi verkefni sem er á döfinni. Mér k'st sjálfri vel á fyrirhugaða breytingu og veit að margir starfsmenn hlakka til að vinna hjá Pósti og síma hf. Ytri skilyrði munu breytast og við væntum þess að fyrirtækið verði sterkara, öflugra og sveigjanlegra. Sem hlutafélag getur Póstur og sími tekið fullan þátt í samkeppni og verið í sókn. Það eru mismunandi viðhorf innan fyrirtækisins til þess- arar breytingar en ég tel að hún muni tryggja framgang fyrirtækisins og þar með at- vinnuöryggi starfsmanna." FJÖLBREYTT STARFSSVIÐ Allir landsmenn nota þjónustu P&S daglega á einn eða annan hátt og því hafa flestir skoðanir á fyrir- tækinu. Það kemur því ým- islegt til kasta blaða- og upp- lýsingafulltrúans. „Til mín leitar ótrúlegasta fólk í leit að upplýsingum um fyrirtækið, nemendur, fréttamenn og skólafólk. Fyrirtækið spannar vítt svið og því vinsælt verkefni hjá skólakrökkum. Ég reyni að liðsinna þeim sem leita upp- lýsinga og ef ég get ekki svarað erindinu sjálf leið- beini ég þeim áfram til réttra aðila.“ í starfi blaða- og upplýs- ingafulltrúans er líka fólgið að sjá um útgáfu blaða fyrir starfsmenn og viðskiptavini auk vinnu við ársskýrslu. Því þarf Hrefna að hafa nána samvinnu við aðrar deildir fyrirtækisins. FÆÐING DÓTTURINNAR Hrefna er þrítug að aldri, fædd og uppalin í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá MR árið 1984 og hóf því næst nám í stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði við HÍ. Að því námi loknu tók hún við núverandi starfi. „Á sumrin vann ég sem blaðamaður á Morgunblað- inu og sú reynsla, ásamt náminu í Hí, var góður grunnur fyrir þetta starf. Ég hef fengið að móta mitt starf á þeim sex árum sem eru liðin. Á þessum tíma hafa orðið gífurlegar breytingar í fjarskiptamálum sem hafa gert það að verkum að starf- ið er mjög krefjandi en að sama skapi skemmtilegt," segir Hrefiia. Hrefiia er gift Gísla Þór Gíslasyni iðnaðar- tæknifræðingi en hann er framkvæmdastjóri Lands- sambands íslenskra raf- verktaka. Þau eiga níu mán- aða dóttur, Margréti. Aðspurð um áhugamál nefnir Hrefna fjölmiðla og stjórnmál. Hún hefur starf- að innan Sjálfstæðisflokks- ins frá sextán ára aldri, fyrst í HeimdaOi og síðustu ár í Hvöt, félagi sjálfstæðis- kvenna, þar sem hún lét ný- lega af formennsku. „Þegar ég eignaðist dótt- ur mína í fyrra breytti ég nokkuð mínum áherslum. Að vera formaður Hvatar er heilmikið starf og því fylgja önnur trúnaðarstörf innan flokksins. Formannsstarfið er mjög skemmtilegt og ég er mjög ánægð að hafa próf- að það. Ég ákvað að taka mér hlé frá öllum félags- störfum í bili, enda vinn ég fullan vinnudag og vil sinna fjölskyldunni í frítímanum. Ég á áreiðanlega eftir að fara á fullt í félagsstörfin þegar fram í sækir,“ segir Hrefna. TEXTI: JÓHANNA Á. H. JÓHANNSDÓTTIR MYNDIR: BRAGI P. JÓSEFSSON 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.