Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1996, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.03.1996, Blaðsíða 33
Svona verður spurt og vangavelst í fjölmiðlum á næstunni. Allt þetta og meira til. Mál verða rifjuð upp. Hér er sagt rifjuð upp vegna þess að þjóðin þekkir Ólaf Ragnar betur en nokkum hinna frambjóðendanna. Víkjum þá að niðurstöðu könnunar- innar. Spurtvar: í júní næstkomandi á að velja forseta hér á landi. Fimm hafa sagst ætla að gefa kost á sér. Nöfnin eru lesin upp í stafrófsröð. Hvem of- antalinna myndir þú vilja sjá sem for- seta? Alls tóku 74,5% afstöðu til fram- bjóðendanna en 25,5% voru hlutlaus eða vildu engan ofantalinna. Um helmingur úrtaksins, 50%, vildi Ólaf Ragnar. Af þeim sem tóku afstöðu fékk Ólafur Ragnar 67,0%, Guðrún Pétursdóttir, 14,6%, Pétur Hafstein, 12,4% og Guðrún Agnarsdóttir 6,0%. Það vekur athygli að ekki einn einasti í könnuninni sagðist vilja sjá Guðmund Rafn Geirdal sem forseta. FÁIR NEIKVÆÐIR GAGNVART FRAMBOÐIÓLAFS RAGNARS Frjáls verslun kannaði einnig við- horf til forsetaframboðs fimmmenn- inganna. Með þeirri spurningu mælist hvort fólk hafi jákvæða eða neikvæða afstöðu til fleiri en eins. Þannig getur sami maður til dæmis haft jákvæða afstöðu til þriggja frambjóðenda þótt hann vilji aðeins einn þeirra í embætti forseta. Langflestir voru jákvæðir gagnvart framboði Ólafs Ragnars, eða 64,5%. Næstflestir voru jákvæðir gagnvart framboði Guðrúnar Pétursdóttur, eða 39,9%. Það vekur hins vegar at- hygli að aðeins um 15% vom neikvæð gagnvart framboði Ólafs Ragnars. Það er sláandi útkoma fyrir andstæð- inga hans og sýnir hve erfítt verður að reita af honum fylgið. Og neikvæðni út í framboð Guðmundar Rafns Geir- dals hefur snarminnkað frá sams kon- ar könnun Fijálsrar verslunar í byijun mars. Þótt spumingin um viðhorf til for- setaframboðs mæli í sjálfu sér næst- besta kostinn spurði Frjáls verslun engu að síður sérstaklega um hann? Niðurstaðan var að Guðrún Péturs- dóttir naut mest stuðnings en munur- inn á henni og Pétri Hafstein og Guð- rúnu Agnarsdóttur var samt tiltölu- lega lítill. Það vekur athygli að um 37% voru hlutlaus í þessari spurn- ingu. Það má túlka sem vissan styrk- leika fyrir Ólaf Ragnar. HREINT EINVÍGITVEGGJA? Það hlýtur að valda andstæðingum Ólafs vissum vonbrigðum hvað fylgið um næstbesta kostinn dreifist mikið á milli Guðrúnar Pétursdóttur, Guð- rúnar Agnarsdóttur og Péturs Haf- stein. Harðir andstæðingar Ólafs gætu túlkað þetta sem svo að best væri að tvö þeirra drægju sig til baka, eða öllu heldur fari ekki fram þegar framboðsfrestur rennur út undir lok maí, til að fá fram hreint einvígi á milli Ólafs og einhvers hinna. Margir hafa velt því fyrir sér hvernig tíðarandinn sé varðandi em- bættið, hvort fólk vilji karl eða konu sem forseta. Því hefur verið hent á lofti að fólk vilji að næsti forseti verði karl með fjölskyldu. Þess vegna spurði Frjáls verslun hvort fólk vildi karl eða konu sem næsta forseta? Um 60% svarenda sögðust hlutlaus, vera alveg sama. Um 27% sögðust vilja karl en um 13% konu. Það er því meira fylgi á meðal þjóðarinnar með því að karl verði frekar næsti forseti en kona þótt langflestum standi á sama. FÓLKIER SAMA ÞÓTT STJÓRN- MÁLAMAÐUR VERÐIFORSETI Frjáls verslun spurði einnig hvort fólk vildi stjómmálamann sem for- seta. Rúmlega helmingur sagðist vera hlutlaus hvað það snertir, vera alveg sama. Hins vegar sögðust um 34% á móti því að fá stjómmálamann og um 12% sögðust því fylgjandi. Þetta er að sjálfsögðu athyglisverð niðurstaða. Ólafur Ragnar hefur nefnilega verið einhver umdeildasti stjórnmálamaður landsins í áraraðir. Hvers vegna nýtur hánn þá svo mikils fylgis þegar svo margir, sem taka af- stöðu með og á móti, vilja ekki fá stjómmálamann sem forseta? FYLGISJÁLFSTÆÐISMANNA Ólafur Ragnar hefur meira fylgi en aðrir frambjóðendur í öllum flokkum. Þannig styðja fleiri sjálfstæðismenn Ólaf Ragnar en alla hina frambjóðend- urna til samans. Það hlýtur að vera sláandi fyrir sanntrúaða sjálfstæðis- menn þegar haft er í huga að Ólafur hefur verið einn helsti andstæðingur sjálfstæðismanna um árabil. Af þeim sem kjósa Alþýðubandalagið segjast 74% ætla að kjósa hann og um 68% þeirra sem styðja Framsóknarflokkinn. Stuðningsmenn þessara flokka em því dyggustu stuðningsmenn Ólafs. L 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.