Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1996, Blaðsíða 52

Frjáls verslun - 01.03.1996, Blaðsíða 52
RÆÐISMENN Qjöldi íslenskra ræðismanna fyrir erlend ríki hefur aukist hin síðari ár, enda samskipti landsins við umheiminn vaxið mikið síðustu ár og áratugi. En vegna smæðar landsins og takmarkaðra samskipta, ekki síst á viðskiptalegu sviði, hafa fjölmörg ríki ekki séð' ástæðu til að opna hér á landi sendi- ráð. Þess í stað hafa þau valið sér ræðismenn til að gæta hagsmuna sinna hér á landi. Það vekur þó jafnan athygli að þeir, sem tekið hafa að sér ræðismannsstörf, eru þekktir karl- menn úr viðskiptaKfmu. ÞRENNS KONAR RÆÐISMENN Ekki þykir til siðs að flíka slíkum störfum og eru þau að mestu leyti unnin í kyrrþey. Hér á landi starfa þrenns konar ræðismenn: í fyrsta lagi aðalræðismenn, í öðru lagi ræðis- menn og í þriðja lagi vararæðismenn. Það má segja að ákveðinn virðingar- munur sé á þessum embættum. Til útskýringar má benda á að ef íslensk stjórnvöld velja erlendan einstakling til slíkra starfa og sé hann skipaður af forseta þá er hann titlaður sem aðal- ræðismaður. Þá má geta þess að sum ríki skipa ræðismenn þrátt fyrir að þau séu með sendiráð ílandinu. Þá eru slíkirræðis- menn einkum starfandi úti á lands- byggðinni. íslenskir ræðismenn eru nú 63 talsins og greiða þeir fyrir ýms- um samskiptum ríkja á milli, bæði í menningarlegum og viðskiptalegum tilgangi. NÆR EINGÖNGU KARLMENN Það er einkar athyglisvert að til þessara starfa veljast nú nær ein- göngu karlmenn úr röðum þeirra sem starfa í viðskiptalífinu. Er það tilviljun eða liggja einhverjar aðrar ástæður að baki? Kann að vera að viðskiptafólk nútímans líti á slík störf sem vegtyllur og sækist þar af leiðandi eftir þeim? ÓLAFUR RAGNARSSON, RÆÐISMAÐUR HOLLANDS Ólafur Ragnarsson bókaútgefandi er aðalræðismaður Hollands. „Það TEXTI: GÍSLI ÞORSTEINSSON MYNDIR: BRAGI var einn góðan veðurdag vorið 1991 að þáverandi sendiherra Hollands á íslandi með aðsetur í London hringdi til mín og óskaði eftir að koma á minn fund,“ segir Ólafur. „Sendiherrann var staddur á íslandi og við mæltum okkur mót daginn eftir. Erindið var ekki nefnt og mér datt helst í hug að sendiherrann væri að heimsækja fyrirtæki hér á landi sem ættu við- skipti við Holland en við hjá Vöku- Helgafelli höfðum þá um þónokkurt skeið prentað hluta af útgáfuefni okk- ar í Hollandi. Tilefni fundarins reynd- ist vera allt annað, einfaldlega að biðja mig að taka að mér embætti aðal- ræðismanns Hollands á íslandi. Ámi Kristjánsson hafði þá gegnt þessu starfi um langt árabil en átti nú að láta af störfum vegna aldurs. -Nú virðast fjölmargir einstakling- ar, sem standa í ýmiskonar rekstri, vera ræðismenn erlendra ríkja. Hver heldur þú að sé ástæðan fyrir því? „Það mun vera meginregla hjá Hol- lendingum, eins og flestum öðrum þjóðum, að leitast við að frnna ræðis- menn úr röðum þeirra sem starfa í viðskiptalífmu. Það mun gert vegna þess að þessir menn hafa aðstöðu til þess að sinna þeim verkefnum sem felast í ræðismannsstarfmu, skrif- stofuhúsnæði, síma og faxtæki og svo eru fyrirtækin oftast á aðgengilegum stöðum í borgum og bæjum. Það á því að vera auðvelt fyrir ferðamenn að koma þangað þegar þeir þurfa á að- stoð að halda.“ - Hvaða verkefni hafa verið þau viðamestu? „f því efni er af mörgu að taka, enda viðfangsefnin fjölbreytileg. Sennilega eru tvö viðamestu verkefnin, sem ég hef unnið að sem ræðismaður, um leið þau skemmtilegustu. Hið fyrra er fjölbreytt Hollandskynning vorið 1992 undir yfirskriftinni „Hollenskir dagar“ en hið síðara opinber heimsókn Beatrixar Hollandsdrottningar og manns hennar, Claus prins, til íslands sumarið 1994. Það var einstaklega ánægjulegt að fást við þessi verkefni bæði en vinnan var ótrúlega mikil, ekki síst við undirbúning heimsóknar hollenska þjóðhöfðingjans.“ Þ. JÓSEFSSON Ólafur Ragnarsson, bókaútgefandi í Vöku-Helgafelli, er ræðismaður Hol- lands. „Það er regla hjá Hollendingum að ræðismenn komi úr viðskiptalífinu." Margir DAVÍÐ SCHEVING, RÆÐISMAÐUR ÍRLANDS Davíð Scheving Thorsteinsson hefur verið aðalræðismaður írlands síðan 1983 en hans aðalstarf er að afla erlends áhættufjármagns til starfandi fyrirtækja hér á landi. Hann segir að starfið krefjist ekki mikils tíma af hon- um og er fyrst og fremst gert ánægj- unnar vegna - enda hefur hann verið aðalræðismaður í 13 ár. „Áður en ég tók við ræðismanns- starfi fyrir írlands hönd höfðu nokkur ríki boðið mér stöðu ræðismanns en ég hafði ætið hafnað slíkum boðum. En þegar íramir buðu mér starf stóðst ég ekki mátið. Ég hef lengi haft 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.