Alþýðublaðið - 08.09.1969, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 08.09.1969, Blaðsíða 9
A.þýðublaðið 8. scptomber 1969 9 Hverjir eiga að stjóma útvarpi og sjónvarpH iens Otto Krag og Jakob Nielsen ræða um vöid úivarpsráðs og franrtíð fréltatlutnings í útvarpi og sjénvarpi í Danmcrku □ Danska útvarpsráðið tók ákvörðun um það í síð- ustu viku, að danska sjónvarpið sendi ekki fréttamenn til Aþenu til að fylgjast með Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum, sem þar á að fara fram í þessum mánuði. Miklar umræður hafa orðið í Danmörku um þessa ákvörðun útvarpsráðs'ns. Þar er spurt: Hverjir eiga að stjórna útvarpi og sjónvarpi? Ríkið eða frétía- mennirnir? Marglr fréttamenn hafa tek- jg ákvörðun útvarpsráðs illa og halda því fram, að með þess- ari ákvörðun sé verið að skerða upplýsingafrelsi fréttamanna og þeir séu gerðir leppar í þágu stjórnmálalegra mótmælaað- gerða. Síðastliðinn sunnudag birtist í Söndags-Politiken við- ræður tveggja aðila, sem mjög hafa komið við sögu í umræð- unum að undanförnu um stjórn útvarps og sjónvarps í Dan- mörku, þeirra Jens Ottos Krag, fyrrverandi forsætisráðherra, sem nýlega hefur tekið sæti í útvarpsráði, og Jakobs Nielsen, en hann er formaður félags fréttamanna við útvarp og sjón- varp. I SKÝRARI LÍNUR MILLI RÍKIS OG ÚTVARPS ( Þeir voru báðir sammála um, að Danmarks Radio ætti alls ekki að vera ríkisútvarp og línurnar milli ríkis og útvarps (og sjónvarps) þyrftu að vera miklu skýrari en nú er. Hins vegar var það skoðun þeirra beggja, að sjónvarp og útvarp ætti að vera eign þjóðfélagsins. SJÁLFSTÆÐI ÚTVARPSRÁÐS I t Jens Otto Krag kvaðst ekki vera þeirrar trúar, að ákvörð- unin um að láta ekki frétta- menn fylgjast með frjálsíþrótta mótinu í Aþenu skerði sjálf- stætt starf fréttamanna. Hann benti á, að fulltrúarnir í útvarps ráði, en þeir eru kjörnir af þinginu, hefðu ekki tekið þessa ákvörðun í samræmi við hina opinberu utanríkisstefnu Dan- merkur, heldur hefði ákvörð- unin byggzt á mati þeirra sjálfra, sem bæru ábyrgðina á rekstri útvarpsins og sjónvarps ins. Jens Otto Krag kvað það skoðun sína, að útvarpið og sjónvarpið leysti verkefni sín bezt af hendi, ef stofnunin væri sjálfstæð og óháð og útvarps- ráð hefði sjálfstæði til að marka stefnu útvarpsins og sjónvarps- ins hverju sinni. VETTVANGUR STJÓRNMÁLA- FLOKKANNA ' Jakob Nielsen sagðist vera sannfærður um, að ekki ætti að láta stjórn sjónvarpsins í hendur þeirra, sem störfuðu við það og hann sagði ennfrem- ur: „Þjóðfélagið sem slíkt verð ur að leggja fram sínar kröfur. Það verða að vera til reglur, sem segja til um, hve langt megi ganga. Við erum ekki hræddir um, að ríkið yfirtaki okkur með húð og hári, heldur hitt, að útvarp og sjónvarp verði notað sem vettvangur fyr ir stjórnmálaflokkana að koma áhugamálum sínum á framfæri við almenning. * \ i EKKI EITT EINASTA ATKVÆÐI Jens Otto Krag kvaðst harma það, að ákvörðunin um að senda ekki fréttamenn útvarps og sjónvarps til Aþenu hafi verið gerð flokkspólitísk og sagði: „Jafnaðarmannaflokkurinn hef ur ekki unnið eitt einasta at- kvæði á þessari ákvörðun. Hitt er miklu líklegra, að hann hafi tapað atkvæðum hennar vegna. En ég held, að Bernhard Bauns- gaard hafi haft rétt fyrir sér, þegar hann sagði á fundi út- varpsráðs, að aðstaða útvarps- ráðs í þessu máli væri hin sama og ritstjóra og ábyrgðarmanna blaðanna, þegar þeir þyrftu að táka slíkar ákvarðanir sem þessa.“ Þessu svaraði fréttamaður- inn, Jakob Nielsen, á þá leið, að ef útvarpsráð ætti að gegna sama hlutverki og ritstjórar og ábyrgðarmenn blaðanna, yrði útvarpsráð að hafa aðsetur í húsakynnum útvarps og sjón- varps og vera til taks mestan hluta dagsins. Ritstjórar og á- byrgðarmenn blaðanna mót- uðu stefnuna frá degi til dags. TT'rVAPPSRÁÐ TIL REIDU MESTAN HLUTA DAGSINS Jens Otto Krag sagðí, að ef útvarnsráð hefði ekki tekið á- kvörðun varðandi fréttaflutn- ing frá fr j álsíþróttamótinu í Aþenu, mætti líta svo á, að útvarpsráð hefði flúið þann vanda að taka ákvörðun og bera ábyrgðina. Það hefði lit.ið verr út. ef við hefðum ekki sagt skoðun okkar. VIÐ FLÝJUM EKKI ÁBYRGÐINA Jakob Nielsen; „Það er sjálf- sagt ekkert vafamál, hver skoð un okkar allra er varðandi Grikklandsmálið. Ég er einn af fyrstu blaðamönnunum, sem kom frá Grikklapdi eftir valda töku herforingjanna. Við Mog- ens Camre (bingmaður jafnað- armanna) áttum þá áhrifamikla ferð heim frá Grikklandi og geymdum mvndir baðan í sokk unum. Á þennan hátt fluttum við fyrsta fréttaefnið frá Grikklandi eftir að herforingja kh'kan tók bar völdin. Á flug- vellinum hittum við þig og Willy Brandt og áttum þar af ieíðandi tækifæri til að gefa ykkur, forsætis- og utanríkis- ráðherra Dartmerkur og utan- ríkisráðherra Vestur Þýzka- lands, skýrslu um ástandið í Grikklandi. VIÐ GEYMDUM FYRSTU MYNMRNAR í SOKKUNUM Á þennan hátt hófst upplýs- ingamiðlunin um Grikkland til almennings í Danmörku og til danskra stjórnmálamanna. Ég ætla ekki að færa mig upp í há- UPPLÝSINGA- SÖFNUN ÚTILOKUÐ? N \ Jens Otto Krag: — „Ég las fyrir nokkrum dögum grein í Observer eftir blaðamann, sem var á Göbbels - ólympíuieikj- unum í Berlín 1936. Hann skrif Jens Otto Kreg an sess, en ef til vill eigum við á hættu, að danskir blaðamenn, sem koma til Aþenu fái móttök ur sem þessar: — „Já, en góði minn, hingað færð þú ekki að koma.“ — Þetta væru slæmar framtíðarhorfur fyrir danska blaðamenn, því að með þessu móti er ekki útilokað, að við yrðum af ýmsum upplýsingum, sem að gagni mundu verða fyrir danskan almenning til að standa að baki hinni stjórnmála legu ákæru gegn grísku her- foringjastjórninni hjá Evrópu- ráðinu í Strasbourg, en það er einmitt vegna þessarar ákæru, sem ákvörðun útvarpsráðs var tekin, og vegna hennar fara fréttamenn ekki til Aþenu.“ ar, að þegar þeir fóru heim, sem þar voru, hafi margir þeirra verið fullir hrifningar af því, sem gerðist í Berlín, meðan þeir dvöldust þar. En hann spurði í lok greinarinnar, hvort þeir hafi gert sér grein fyrir því að þeir voru virkir þátttakendur í sýningu Hitlers sem aðstoðarmenn á leiksvið- inu? Ég vil gjarnan rökstyðja hvers vegna ég vil ekki, að fréttamenn við Danmarks Radio komist í sömu aðstöðu. Það, sem leggur okkur öðru fremur þá skyldu á herðar að sýna einræði herforingj astj órnarinn- ar í Grikklandi andstöðu og berjast gegn því, er sú stað- Framliald á bls. 11.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.