Alþýðublaðið - 08.09.1969, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 08.09.1969, Blaðsíða 14
14 Alþýðíubláðið 8. september 1969 Eftir matinn spurSi hann, hvort ég vildi ekki koma með sér út í Nauthólsvík, og þar sem veSrið var afbragSs gott, en það kemur sjaldan fyrir í henni Reykjavík, sló ég til. Ég brá mér inn í búð í Hafnarstræti og keypti mér sundbol og handklæði og svo héldum við Halli af stað út í Nauthólsvík. Við skruppum samt fyrst inn á sjoppu og keypt um okkur gos og súkkulaði. Ég gat ekki um annað htigsað alla leiðina en svip- inn, sem kom á hann Guðjón, þegar ég sagði honum upp og rétti honum hringinn hans aftuf. Já, það eða þá svipinn á andliti stjúpu minnar, þegar ég kvaddi hana án þess að vita, að ég ætti aldrei eftir að sjá hana aftur. — Hvað varstu annars að segja, Halli? spurði ég. — Hefurðu alls ekkert hlustað á mig? spurði hann móðgaður, en það er nú hægara sagt en gert að hlusta stanzlaust á hann Halla. Hann malar og malar, en segir yfirleitt aldrei neitt af viti. — Jú, en hvað varstu að segja núna rétt áðan? — Ég var að segja þér, að mér hundleiddist í vinnunni, og að ég væri að hugsa um að hætta þar, j ef ég fengi eitthvað skemmtilegra að gera. En það verður kannski ekki jafn leiðinlegt hér eftir sem hingað til. Ég hitti þig kannski oftar, eftir að þið Guðjón hafið.... — Við hvað áttu? spurði ég, og það fór hrollur um mig. Svo að það vissu þetta allir nú þegar! — Þú heldur þó ekki, að það sé eitthvert leyndar, mál, að þú hefur rekið hann út á gaddinn? Mamma hans og mamma eru í bridds saman og hún er alveg óð yfir þessu og talar ekki um annað en hvað þú sért og spillt af eftirlæti. En mér finnst það rétt af hverri stúlku að skila hringnum aftur, ef hún skiptir um skoðun. Ég þoli ekki þessar stelpur, sem hafa ekk- er bein í nefinu og giftast þeim fyrsta bezta til þess eins að _væ!a óhamingjusamar og skilja með fullt hús af krökkum í eftirdragi. — Ég vissi ekki, aö þetta hefði frétzt hingað, taut- aði ég. — 0, jú, jú, þú ættir nú að vera farin að þekkja bæinn, sem þú býrð í. Reykjavík er engin Stór.Reykja vík ennþá, og hér smjatta menn glaðir á öllum kjafta. sögum, sem rekur á fjörur þeirra. — Við skulum hætta að tala um þetta, sagði ég. •— Þetta kemur þér he|dur ekkert við og ég óska ekki eftir að ræða það nánar. — Allt í lagi, eins og þú vilt, sagði hann, og þá vorum við komin að Nauthólsvík. Það var eiginlega enginn í Nauthólsvík, enda höfðu borgaryfirvöldin varað menn við að synda þar sökuin mengunar vatnsins. Ert okkur Halla var sama um það. Við skiptum um föt inni í bílnum hans. Fyrst ég meðan hann beið við skúrana, sem eru þarna, og eiga p víst að heita baðfataskýli eða eitthvað álíka, og svo hann á eftir. || INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR Eftir að við höfðum vanizt sjónum, sem var nú alls ekki jafn kaldur og ég hafði búizt við, þótt hann vær vitanlega kaldari en á Torremolinos, settumst við upp á einn höfðann. — Það er reglulega indælt að sitja hérna, sagði Halli. — Sérstaklega, þegar hér er enginn maður nema við. Ég virti hann fyrir mér og horfði á þetta sólbrúna kringlótta andlit og hárið sem var farið að þynnast á hvirflinum, og aftur varð mér hugsað til Guðjóns. Ég sá í arrda fyrir mér fallegt og karlmannlegt andlit hans og þráði hann svo heitt. Ég andvarpaði og lét augun aftur. Þá sá ég hvorki Halla, Guðjón né aðra fyrir mér. Áður en ég vissi af, hafði Halli lotið yfir mig og kysst mig beint á munninn. Ég gat ekki stillt mig. Hvílík frekja! Bara vegna þess, að flestar stúlkur eru gjafmildar á kossa sína, hélt hann, að mér væri eins farið. En ég hef aldrei verið gjafmild á mína kossa, hvað þá laus í rásmni. Ég sló hann eins fast og ég gat utan undir. Ég hugsa, að ég gleymi því aldrei, hvernig hann varð kríthvítur. í framan, eða reiðiglampanum, sem kom í augu hans. Hann reiddi höndina til höggs, en ég varð fljótari til og stökk frá honum. Ég varpaði mér til sunds og synti frá landi eins hratt og ég gat. Auðvitað ætlaði ég að snúa við og synda aftur að landi og að ströndinni, þar sem bíllinn beið, en ég var hrædd og synti of langt út og áður en ég vissi af, var ég skyndilega komin inn í mjög sterkan straum, sem ég réði lítið sem ekkert við. Ég streittist á móti í fyrstu, en smám saman rak mig lengra út flóann, og ég var orðin svo þreytt. Eiginlega skipti þetta engu máli lengur. Það skipti ekki máli eftir það sem kom fyrir með Guðjón. Ég gæti aldrei treyst neinum manni framar. Ég hreyfði hend ur og fætur líkt og vélrænt og minntist allra þeirra skipta, sem Guðjón hafði haldið mér í faðmi sér og kysst mig. En hvað mér hafði fundizt ég vera ör- ugg þá. Já, mér fannst, að það gæti aldrei neitt illt hent mig framar. Sjórinn luktist yfir höfði mér, og mér skaut aftur upp á yfirborðið. Ég greip andann á lofti og var skelf- ingu lostin. Svona er það þá að drukkna, hugsaði ég. Nú sá ég allt í skíru Ijósi. Það var þægilegt að binda endi á vandamálin svona, en ég vildi það ekki. Ég hafði alls ekki ætlað mér að gera þetta, og ég vissi, að nú myndu allir halda, að ég hefði framið sjálfsmorð viljandi. Ég vissi, að það mátti ekki verða. Guðjón skyldí aldrei fá að halda, að ég hefði dáið vegna þess, að ég gat ekki hugsað mér að lifa án hans. Svo mikið stolt átti ég þó eftir. Ég varð að kom ast aftur að ströndinni. Ég varð, en kraftar mínir voru á þrotum. Það líktist martröð. Einni þeirra, þegar maður getur hvorki hreyft legg né lið, en verður þó að reyna við fargið, sem á manni hvílir.. I I I ! I I I I j I I I I I I I I I I I Smáauglýsingar trésmíðaþjónusta Látið fagmann annast vlðgerðir og vlðhald á tréverkl húseigna yðar, ásamt breytingum á nýýu og eldra húsnæði. — Síini 41055. V OLKS WAGENEIGENDUR! Höfum íyrirliggjandi: Brettl — Hurðir — Vél’arlok — Geymslulok á Volkswagen í allftestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir á- kveðið verð. — Reynið viðskiptin. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholtl 25, Símar 19099 og 20988. GLUGGAHREINSUN og rennuhreinsun. VönduS eg góð vinna. Pantið í tíma í síma 15787. BIFREIÐA STJÓRAR Gerum við allar tegundir blfrelða. —— Sérgrein; hemlaviðgerðir, hemlavarahlutir. Hemlastilling h.f., Súðavogi 14, Sími 30135. BÓLSTRUN — SÍMI 83513. Hef flutt að Skaftahlíð 28, klæði og geri við bólstruð húsgögn. Bólstrun Jóns Árnasonar, Skaftahlíg 28, sími 83513. Mun/ð Nýþjónusfuna Tek að mér allar minniháttar viðgerðir og klæðningar á bólstruðum húsgögnum í heima húsum. — Upplýsingar í síma 14213 kl. 12—• 1 og 7—8 á kvöldin. AGNAR ÍVARS, húsgagnabólstrari. I——M.l—— ■ I ■■■■.. I —... II !■——^ M PÍPULAGNIR Tek að mér viðgerðir og uppsetningu á hrein lætistækjum, frárennslis- og vatnslögnum. Guðmundur Sigurðsson Sími 18717 Jarðýtur - Traktorsgröfur Höfum til leigu litlar og stórar jarðýtux traktorsgrðf- tir og bílkrana, tll allra framkvæmda, lnnan og utan borgarixmar. JarSviniulan sf. Síðumúla 15 — Símar 32480 — 31080. Heimasímar 83882 — 33982. MATUR OG BENSÍN allan sólarhringinn. Veitingaskálin n, Geitháisl.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.