Helgarpósturinn - 21.11.1996, Page 5

Helgarpósturinn - 21.11.1996, Page 5
FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER1996 5 undir með Ólafíu um að helsta vandamál hússins sé að prest- urinn búi þar, það fari ekki sam- an við félagsheimilisrekstur. Málsmetandi aðilar í íslend- ingasamfélaginu í Danmörku hafa einmitt spurt sig af hverju sendiráðsprestur, sem skipað- ur er af utanríkisráðuneytinu, skuli búa í húsi í eigu Alþingis og hamla með því samskiptum íslendinga í hinni gömlu höfuð- borg landsins. Eðlilegra væri að hann hefði aðsetur í sendiráð- inu sjálfu. „SKIPTI MÉR EKKI AF ÞESSU MALI LENGUR“ Þegar HP hafði samþand við Róbert Trausta Árnason, sendiherra í Kaupmannahöfn, sagðist hann ekki skipta sér lengur af málinu þar sem hann væri ekki lengur í hússtjórn. Hann sagðist þó skilja vel gremju margra við ummælum sínum en bendir á að hann hafi aðeins verið að segja meiningu sína og við það sitji. „Þessir að- ilar verða að átta sig á því að þeir hófu þessa orrahríð og þótt ég finni napran gust um þetta mál frá frammámönnum í íslendingafélaginu ætla ég að minnsta kosti ekki að erfa það.“ í samtali við HP segist séra Lárus Þorvaldur Guðmunds- son sendiráðsprestur ekki kannast við ósamvinnuþýðni í málefnum Jónshúss. Þvert á móti hafi samstarfið verið með ágætum. Séra Lárus segir hins vegar að fréttaflutningurinn á íslandi í haust um málið hafi því miður átt við rök að styðjast og að hann sem íbúi í húsinu hafi oftlega orðið fyrir ónæði af völdum skemmtanahalds. Verður Jónshús að draugabaeli Viðvarandi ósætti um rekst- ur Jónshúss og sú orrahríð sem birst hefur í fjölmiðlum hefur leitt til þess að Alþingi er nú að endurskipuleggja frá grunni starfsemi hússins. For- sætisnefnd Alþingis hefur falið Karli Kristjánssyni, fjármála- stjóra Alþingis, að leggja fram tillögur um framtíð menningar- seturs íslendinga í Kaupmanna- höfn. Þegar HP hafði samband við Karl sagði hann að rót vandans viðvíkjandi Jónshúsi væri að menningarmiðstöð og skemmt- anahald færi illa saman og að með minni aðsókn íslendinga í húsið væri forsenda fyrir veit- ingarekstri þar í raun brostin. „Þar sem hagsmunir eigenda og veitingaseljenda í húsinu fara ekki saman hefur myndast tog- streita, sem á sér eðlilegar for- sendur," segir Karl. „Ég skil það vel að veitingaaðilarnir hafi vilj- að drýgja tekjurnar með veislu- höldum og öðrum skemmtana- uppákomum, en sannleikurinn er sá að það fer ekki saman við markmið hússins. Þar sem slíkt er þó nauðsynlegt til að veit- ingareksturinn verði sjálfbær er grundvöllurinn fyrir honum brostinn. í tillögum mínum er lögð áhersla á að aðstaða verði áfram fyrir félags- og menning- arstarfsemi í Jónshúsi en að skemmtanahald í núverandi mynd fari úr húsinu. Einnig er gert ráð fyrir að dregið verði verulega úr fjárframlögum. Settar verði reglur um að næt- ursamkomur og áfengissala verði bönnnuð í húsinu. Tillög- urnar gera þó ráð fyrir að ráð- inn verði umsjónarmaður í 30- 40% starf sem haldi opið hús einu sinni eða tvisvar í viku og sjái um kaffisölu. Jafnframt verði tryggt að sú menningar- og klúbbastarfsemi sem verið hefur í húsinu haldi áfram, svo sem íslenskuskóli, dönskuskóli, kirkjuskóli, listakvöld, spila- kvöld, bókmenntaklúbbur, fundir íslendingafélaganna o.fl.“ Nær allir þeir fjölmörgu íslendingar í Kaupmanna- höfn sem blaðið ræddi við voru sammála um að með þessum tillögum mundi Jónshús sem sam- komustaður íslendinga í Danmörku heyra sögunni til. Islenskir gestir og íbú- ar í Kaupmannahöfn hefðu ekki lengur sama tækifæri og áður til að njóta veitinga og skoða sig um í gömlum híbýlum Jóns forseta. Einn við- mælenda blaðsins gekk jafnvel svo langt að segja að ef þessar tillögur næðu fram að ganga „verður þetta sögufræga og hjartfólgna hús að ryk- föllnu draugabæli sem enginn mun koma nálægt og því er nær að húsið verði selt, því óþarfi er fyrir íslendinga að borga sjö milljónir á ári í hús- næði fyrir danska drauga“. Mikil óvissa ríkir nú um afdrif Jónshúss í Kaupmannahöfn. Deilur hafa staöiö um notkun húss- ins milli íslendingafélaganna í Danmörku annars vegar og fulltrúa hins opinbera hins vegar. Ei- ríkur Bergmann Einarsson í Kaupmannahöfn kannaöi málið og komst aö því aö í mótun eru tillögur sem samkvæmt málsmetandi mönnum í hinu sex þúsund manna íslendingasamfélagi í Kaupmannahöfn munu breyta húsi Jóns Sigurðssonar í draugabæli... Starfsemi Jónshúss í uppnámi íslendingasamfélagið í Danmörku í uppnámi vegna deilna um framtíð Jónshúss. hann var að ljúga þessu á ann- að borð þá hefði hann getað gert það á fínlegri hátt.“ „SENDIHERRANN HUOP A SIG“ Segja má að íslendingasamfé- lagið í Danmörku sé felmtri slegið yfir þeim ummælum sem höfð voru eftir sendiherranum. Á aðalfundi íslendingafélagsins fyrir skömmu kom upp sú hug- mynd að færa alla starfsemi fé- lagsins úr húsinu og leigja hent- ugra húsnæði í miðbæ Kaup- mannahafnar. Ný stjórn er nú að kanna þann möguleika. Jó- hann Kristjánsson, fráfarandi formaður Islendingafélagsins, hefur einnig harðlega gagnrýnt ummæli sendiherrans. „Allt þetta umtal var orðum aukið og sendiherrann hljóp á sig með því að blása þetta mál svona upp,“ segir Jóhann og tekur Undanfarna mánuði hefur starfsemi Jónshúss í Kaup- mannahöfn nær legið niðri og óvíst er um framhald rekstrar í húsinu. í sumar sagði rekstrar- stjóri hússins af sér vegna ósamkomulags við hússtjórn og sendiráðsprest, sem býr í húsinu. í kjölfarið lögðu rekstr- araðilar veitingasölunnar niður störf, þar sem þeir töldu brott- hvarf rekstrarstjórans kippa fótunum undan veitingarekstri. Ásamt minningasafni um Jón Sigurðsson, fræðimannsíbúð, aðsetri sendiráðsprests og skrifstofuaðstöðu fyrir íslend- ingafélögin hefur frá upphafi verið rekið félagsheimili með daglegri veitingasölu á fyrstu hæð hússins. Starfsemin var blómleg fram- an af, með ýmsum uppákom- um, klúbbastarfsemi og al- mennum veitingarekstri, en í lok síðasta áratugar fór að draga úr aðsókn. Á sama tíma sóttu íslendingafélögin fast að fá betri aðstöðu í húsinu og í kjölfarið var fræðimannsíbúðin flutt úr húsinu. Fjárframlög Al- þingis til rekstrar hússins juk- ust til muna, þrátt fyrir að það hefði orðið lítil áhrif á rekstur- inn. Einnig höfðu ráðamenn á íslandi auknar áhyggjur af starf- seminni, sem þeir töldu oft á tíðum ekki vera landi og þjóð til sóma og höfðu efasemdir um að skemmtanahald færi saman við menningarlegan tilgang hússins. Árið 1994 vildi Alþingi draga úr kostnaði við húsið og hafa meiri afskipti af starfsemi þess. Félagsheimilisnefndin sem rak húsið var lögð niður og í samráði við íslendingafélögin var stofnsett hússtjórn þar sem Alþingi hafði meirihlutavald. Ólafía Einarsdóttir var þá ráð- in rekstrarstjóri í hálft starf. Hennar hlutverk var að skipu- leggja dagskrá hússins í sam- starfi við íslendingafélögin og veitingarekstraraðila, sem ráðnir voru á sama tíma. „UMMÆLIN ERU UPPSPUNI OG LYG!“ í samtali við HP segir Ólafía að með henni og stúlkunum sem sáu um veitingasöluna hafi myndast gott samstarf og þeim hafi tekist að halda uppi öflugri menningar- og skemmtidagskrá í húsinu, sem sé einmitt for- senda veitingasölu. Fljótlega hafi þó farið að bera á óánægju meðal hússtjórnarmanna og prests um skemmtanahald í húsinu, sem leiddi til uppsagn- ar Ólafíu. „Ég var ekki sátt við samstarfið við hússtjórnina og átti í verulegum samstarfsörð- ugleikum við sendiráðsprest- inn.“ Þrátt fyrir að samið hafi verið við veitingaseljendur um að þeir mættu halda veislur og annað slíkt til að ná upp söl- unni — en án þess er ekki hægt að lifa af þessu — var prestur- inn að sögn alltaf að atyrðast út í þær með kvarti og kveini. „Vegna þessa ósamkomulags taldi ég mig ekki geta starfað þarna lengur og sagði starfi mínu lausu. Ég held í raun og veru að það sé ekki hægt að reka félagsheimili þarna meðan presturinn er í húsinu, því hann virðist ekki hafa neinn áhuga á rekstri þess. Veitingarekstur þarna hentar honum ekki og því reynir hann að hamla starf- semi hússins eins og hann get- ur. Hann virðist líta á þetta sem sitt eigið hús og áhrif hans á rekstur þess eru óeðlilega mik- il.“ Aðspurð um viðbrögð við ummælum Róberts Trausta Árns^onar sendiherra um slæma umgengni í húsinu pg drykkjulæti sagði Ólafía: „Ég kannast í raun ekki við neitt af því sem hann lét hafa eftir sér. Við mér blasti þetta sem um- ræða um eitthvert hús sem ég hafði aldrei komið inn í. Um- Róbert Trausti Árnason: Harðlega gagnrýndur fyrir óvægin ummæli um aðstandendur Jónshúss. lýsinga fyrir íslendinga í Dan- mörku og fyrir Dani um ísland." Guðrún tekur undir með Ólaf- íu um að sú fjölmiðlaumræða sem fór af stað á íslandi í haust um ósæmilega hegðun í húsinu hafi verið algerlega út í hött og þjóðin hafi fengið kolrangar hugmyndir um ástand mála. „Ég veit í raun ekki um hvað sendiherrann var að tala þegar hann sagði að rekstur hússins einkenndist af sukki og svínaríi og kvarti nágrannanna. Fyrst mæli hans eru hreinn uppspuni og lygi og gjörsamlega ósæm- andi manni í hans stöðu. Mér vitanlega hefur hann varla látið sjá sig í félagsheimilinu, þannig að hann hefur ekki sjálfur upp- lifað það sem hann er að lýsa. Hann hlýtur því að hafa þetta eftir einhverjum öðrum og sá heimildamaður er greinilega ekki vandur að virðingu sinni. Lýsingar hans eru gjörsamlega út í hött og hann hafði ekki einu sinni fyrir því að láta okkur vita um það sem hann taldi miður fara heldur hljóp beint í fjöl- miðla.“ u í samtali við HP segir Guðrún Sveinsdóttir, önnur rekenda veitingasölunnar í Jónshúsi, að með brotthvarfi rekstrarstjór- ans hafi grundvöllurinn að rekstri þeirra horfið, enda hafi enginn annar rekstrarstjóri ver- ið ráðinn í staðinn. „Þessi rekstur er algjörlega háð- ur því að öflug dagskrá sé í húsinu. Við vildum halda starfseminni áfram, en þar sem við fengum þau skilaboð frá sendiherran- um að við mættum ekki binda húsið með neinni dagskrá var sjálfhætt. Við neyddumst því til að hætta því við máttum ekki gera neitt til að trekkja fólk að. Það er í raun mjög slæmt að reksturinn skuli hafa lognast svona út af. Húsið var í mikilli sókn og Danir voru farnir að koma talsvert þangað til að kynna sér íslenska menn- ingu. Það er því mikill akk- ur fyrir íslendinga að hafa húsið opið. Segja má að húsið hafi að miklu leyti haldið íslendingasamfé- laginu saman og verið eins konar miðstöð upp- „NEYDDUMST TIL AÐ HÆTTA Panasonic Oflug og nett 1200W ryksuga með stillanlegum sogkrafti, inndraganlegri snúru, geymslu fyrir fylgihluti og vandaðri útblósturssíu. Vegur aðeins 4,9 kg og svo er hún líka... 9.950 stgr MCE-752 japi;

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.