Helgarpósturinn - 21.11.1996, Síða 24

Helgarpósturinn - 21.11.1996, Síða 24
HELGARPÓSTURINN 21. NÓVEMBER 1996 46. TBL. 3. ÁRG. VERÐ 250 KR. Bresk skáld leita Útópíu á íslandi. Fyrir rúmri öld heimsótti William Morris ísland til að dást að heimkynnum íslend- ingasagna og sérstakri lýðræðishefð. Fyrir hálfri öld komu þeir félagar Auden og MacNeice og skrifuðu bréf frá Islandi sem gefin voru út á bók. Nú hafa tvö ung- skáld frá bresku Miðlöndunum, Simon Armitage og Glyn Max- weil, sent frá sér frekari fréttir af íslandi (further reports from lce- land) í safnritinu Moon Country. Þeir dvöldu m.a. á bóndabæ og kynntu sér bæjarbrag Reykjavíkur með aðstoð Braga Ólafs- sonar, rithöfundar og bassaleikara. í síöasta hefti vikuritsins New Statesman er sagt frá skýrslum þeirra félaga. Björk Guð- mundsdóttir söngkona er ritdómaranum ofarlega í huga og hann reynir að finna samhengi milli útópíunnar með heima- geröu lýðræði í landi íss og jarðhræringa og framúrstefnutón- list söngkonunnar... Vinstri kratar í Hafnarfiröi telja það ekki beinlínis lýsa sam- einingarvilja Sighvats Björgvinssonar, formanns Alþýðu- flokksins, að skipa Ingvar Viktorsson, bæjarstjóra í Flafnar- firði, I viðræðunefnd vinstriflokkanna. Á heimaslóðum er Ingvar ekki þekktur fýrir að stuðla aö samvinnu vinstrimanna. Opin- bera skýringin er sú að fyrst Alþýðubandalagið tilnefndi Magn- ús Jón Ámason, fyrrverandi bæjarstjóra Hafnarfjarðar, væri núverandi bæjarstjóri langheppilegasti fulltrúi Alþýðuflokks- ins... jr Afýrsta fundi fulltrúa stjórnarandstöðunnar um mögulegt samstarf — eða sameiginlegt framboð — áttu margir von á að gömul kergja tæki sig upp á milli Ingvars Viktorssonar, bæj- arstjóra Hafnarfjarðar, og Magnúsar Jóns Áma- sonar, fyrrverandi bæjarstjóra. Svo fór þó ekki og var gott á milli fulltrúa A-flokkanna. Mörður Ámason, fulltrúi Þjóövaka á fundinum, sem var haldinn í fyrra- dag, þótti hins vegar ekki hafa mjög jákvætt viðhorf til við- ræönanna... Sighvatur Björgvinsson, for- maður Alþýðuflokksins, var full- ákafur þegar hann þakkaði sér sameiningarviðræður stjórnarand- stöðuflokkanna á Bylgjunni á mánudag. Viðræöurnar eru í fram- haldi af bréfi Margrétar Frí- mannsdóttur, formanns Alþýöubandalagsins, í vor þar sem hún baö stjórnarandstööuflokkana að tilnefna fulltrúa í við- ræðunefnd... Sverrir Ólafsson, myndlistarmaöur og Hafnarfjarðarkrati, er aöalpersónan í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins sl. sunnu- dag þar sem blaöiö fer fram á að opinber rannsókn fari fram á höfundi bréfsins sem Bjöm V. Ólason sendi blaðinu síðsumars en kvaöst síðar í yfirlýsingu hafa lánað Sverri nafnið sitt og sjálfur ekki eiga þar stafkrók. í bréfinu voru gagnrýndir harðlega tveir forystumenn meirihlutans í Hafnarfirði, þeir Ellert Borgar Þorvaldsson og Jóhann Berg- þórsson, og stóryrðin ekki spöruð. Ritstjórar Morgunblaösins tóku afneitun Björns trúanlega án þess aö bera hana undir Sverri, sem síðar kærði Morgunblaðið fyrir siðanefnd blaðamanna. í bréfi sem Sverrir skrifar í framhaldi af Reykjavíkurbréfinu segir m.a. að „Björn hefur boriö, að hátt- settir og nafngreindir menn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafi þvingað fram undirritun sína [á afneituninnij..." Sverrir mun þar eiga við téða Ellert Borgar og Jóhann... Sigurður E. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Húsnæðis- stofnunar, og lögfræðihjörö stofnunarinnar hafa kært Sig- urð H. Guðjónsson, formann Húseigendafélagsins, fyrir um- mæli sem hann hefur látið falla í fjölmiðlum. Ummæli Sigurðar eru athyglisverð og sennilega hafa aldrei verið látin falla eins hörð orö um eina stofnun og Húsnæöisstofnun. Meöal annars hefur Sigurður sagt að.margar meinsemdir og innanmein hrjá llkama stofnunar- innar og lögfræðideildin er jafnvel sú illkynjað- asta“. Þá hefur hann sagt aö saga Húsnæðis- stofnunar sé.svört, vörðuð spillingu, hroka, vanhæfni og eiginhagsmunapoti". Hann hefur líka látiö hafa eftir sér að.lögfræðingar deildarinnar hafa í gegnum tíðina stundað fjárplógsstarfsemi í eiginhagsmuna- skyni á kostnað fólks I nauðum". Um nafna sinn Guðmunds- son hefur formaður Húseigendafélagsins sagt að hann sé at- http: / /this. i lifandi vefur um Internetið, fólkið, fyrirtækin og framþróunina ■ 105 hnappa Win'95 lyklaborð ■ 3ja hnappa mús ■ 8x geisladrif ■ Soundblaster hljóðkort ■ Hátalarar aco Elsta töluufyrírtækí á Islandi vinnugóðmenni sem margir hafi heyrt klökkna yfir eigin góðmennsku, einkum þegar vondir menn séu að gagnrýna einkafyrirgreiðslu hans utan laga og siöferðis... m sama leyti og Húsnæðisstofnun reynir að hreinsa þann þlett sem hefur falliö á stofn- unina með málshöfðun hafa skriflegar upplýsing- ar um meint skipulegt misferli innan hennar bor- ist Rannsóknarlögreglu ríkisins, umboðsmanni Alþingis, dómsmálaráðuneytinu, Ríkissaksókn- araembættinu og Ríkisendurskoðun. i nýlegri skýrslu Ríkisendurskoöunar er hvergi getið um eitt einasta tilvik þessara alvarlegu ávirðinga eins og meint veðsvik, ólögmæta veðflutninga og veðleyfi. Þá vekur undrun að Ríkisendurskoðun fékk til samstarfs við sig KPMG endurskoðunar- skrifstofu, sem hefur um árabil verið starfandi endurskoöandi inni í Húsnæðisstofnun. Margir mundu ætla að KPMG væri vanhæf til að leiða Ríkisendurskoðun um stofnunina sem endur- skoðunarskrifstofa en svo er greinilega ekki. Eða hvað?... EES-samningurinn færði með sér aragrúa af nýjum reglum. í ráðuneytunum er enn verið að vinna aö nýjum reglugerðum til að uppfylla ákvæði samningsins og enn bætist við. Iðnaö- ar- og viðskiptaráðuneytinu barst í lok síðustu viku erindi frá höfuöstöövum EB í Brussel. Er- indið fjallar um eina af tilskipunum sambands- ins. Þau leiðu mistök urðu nefnilega að þessi tilskipun gleymdist þegar EES-samningurinn var gerður. Nú vill Evrópusambandið að íslendingar (og væntanlega einnig Norðmenn) taki til athug- unar hvort ekki sé rétt að bæta þessari tilskip- un í samninginn. Þetta er tilskipun nr. 69/493EBE um kristalsglös...

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.