Helgarpósturinn - 21.11.1996, Side 8

Helgarpósturinn - 21.11.1996, Side 8
8 FIMMTUDAGUR ZL NÓVEMBER1396 Umræöa um unglinga hefur veriö mikiö í fjölmiölum aö undanförnu og helst þá í sambandi viö ofbeldi, vopnaburö, fíkniefni ogfleira neikvætt. Samkvæmt fjölmiölum viröist sem hinn almenni unglingur veröi sífellt ofbeldisfyllri, annar hver unglingur ber á sér hníf og allir eru þeir meira eöa minna byrjaðir í neyslu vímuefna. En er þessi mynd sem dregin er upp af unglingum í fjölmiölum rétt? í staö þess aö tala við yfirvöld, foreldra eöa aöra fullorðna um heim unglinga ákvaö blaðamaður Helgarpóstsins aö setjast niður meö hópi unglinga úr Breiðholtinu og ræöa viö þau um hiö svokallaða unglingavandamál. Eldri konur hræddar við okkur vegna umfiöllunar fiölmiðla Akveðið var að hittast í fé- lagsmiðstöðinni Fellahelli og þegar blaðamaður kom þangað biðu þau Einar Öm Einarsson, Jón Óskar Arason, Valur Gunnarsson, Berglind Ósk Viðarsdóttir, Magnús Guð- mundsson, Reynir Gannt, Jó- hanna Kristbjörg Sigurðardótt- ir og Nína Kristjánsdóttir. Ung- lingar á aldrinum 13-15 ára. „Ofbeldi hefur farið vaxandi, en ekki bara meðal unglinga, heldur frekar svona almennt,“ segja þau. Þau segjast öll ein- hvern tímann hafa séð ein- hvern laminn. Það ætti samt lít- ið skylt við hart ofbeldi, því eitthvert smátusk fylgdi því bara að vera unglingur, — skól- aslagsmál, eins og einn strákur- inn orðaði það. Nokkur segjast þó hafa séð alvöruslagsmál, en ekki þorað að grípa inn í. „Mað- ur þorir ekkert að blanda sér í svoleiðis. Maður yrði bara bar- inn sjálfur," segir ein stelpan. Þau sögðust ekki vita um að nokkur glæpagengi unglinga væru í Breiðholti en vissu um nokkra einstaklinga sem væru í glæpum. „Ég veit um nokkra hér í hverfinu sem eru upp- rennandi glæpamenn en ég veit ekki um glæpaklíkur,“ segir einn strákurinn. Að sjálfsögðu hafa krakkarnir fylgst með frétt- unum um unglingaofbeldi í fjöl- miðlum og finnst sá fréttaflutn- ingur og viðbrögð fullorðinna nokkuð skrýtin. „Þetta er allt stórlega ýkt hjá blessuðu full- orðna fólkinu. Það veit oft lítið um hvað er að gerast hjá okkur unglingunum, en þykist síðan hafa svör við öllu, til að mynda hvernig við eigum að haga okk- ur og hvað er rétt og rangt fyrir okkur." Hvað með hnífaeign? Er al- gengt að unglingar hér í hverfinu gangi með hnífa á sér? „Það er fáránlegur misskiln- ingur að halda að það að eiga hníf sé eitthvað sem er í tísku meðal unglinga. Hnífaburður er langt í frá algengur," segir einn strákurinn. „Auðvitað eiga ein- hverjir hnífa, en það eru bara litlu gæjarnir sem halda að það sé svalt. Ég held að ég tali fyrir munn flestra unglinga þegar ég segi að okkur finnst lítið töff að bera hníf. Ef eitthvað er þá ber hnífanotkun vott um mikla minnimáttarkennd. Þeir halda að þeir verði stórir með því að bera á sér hníf.“ Alltaf verið að alhæfa um okkur Unglingarnir telja fréttaflutn- ing um unglinga undanfarið sýna alranga mynd af hinum venjulega unglingi. „Ég meina, alltaf þegar verið er að tala um einn ungling þá er eins og verið sé að tala um alla unglinga," segir ein stelpan. „Allir ungling- ar í Reykjavík eru eins og þessi unglingur." „Þegar slagsmál eru í bænum þá er eins og allir ung- lingar í bænum hafi verið í slagsmálum. Svona er þetta líka þegar verið er að tala um eitt hverfi. Ef einn unglingur er slæmur þá eru allir unglingar í hverfinu slæmir," bætir önnur stelpa við. „Það er alltaf verið að alhæfa um okkur unglinga," segir strákur. „Það eru ef til vill fimm prósent unglinga í vond- um málum en svo eru hin 95 prósentin í góðum málum. Það er bara aldrei talað um það.“ Þau segja fullorðið fólk stundum hrætt við hópa af ung- lingum og þá sérstaklega eldri konur. „Þær hafa örugglega „Það er fáránlegur misskilningur að halda að það að eiga hníf sé eitt- hvað sem er í tísku meðal unglinga. Hnífaburður er langt í frá algengur," segja unglingarnir í Fellahelli. horft of mikið á fréttirnar," segja þau. „Þar heyra þær að unglingar séu upp til hópa slæmir og trúa því. Fullorðna fólkið horfir oft á okkur sem einhverja vandræðagripi og það finnst okkur leiðinlegt. Okkur finnst fjölmiðlar eiga mikla sök á þessu.“ „Það var skrifað um eitthvert atvik sem varð í partíi í bænum og svo var sagt að áfengi hefði meðal ann- ars verið haft um hönd,“ segir einn strákurinn. „Ég veit að j)að var ekkert nema áfengi notað í þessu partíi, en í fjölmiðlum kom það fram sem „meðal ann- ars“. Þarna er verið að ýja að því að eitthvað meira hafi verið í gangi þarna. Alger æsifrétta- mennska. Hvað gerið þið í frístund- um? „Slæpumst,“ segja þau og hlæja. „Það er ekkert að ger- ast,“ segir ein stelpan. Það kem- ur síðan í ljós að flestir stunda einhverjar íþróttir. Eins eru þau öll fastagestir í Fellahelli. Þeim finnst flestum að það mætti gera meira fyrir ungling- ana og það fyrsta sem kom upp var skemmtistaður. „Það er enginn staður til fyrir unglinga og þá þvælast þeir bara um í bænum. Af hverju ekki að hafa ball í Fellahelli á laugardags- kvöldum?" Það sem er bannað er spennandi Aðspurð um eiturlyfjaneyslu meðal unglinga segjast þau vita að hún sé einhver en alls ekki mikil. Sumir unglingar séu farn- ir að fikta við eiturlyf en ekki komnir í raunverulega neyslu. „Okkur finnst vitlaust farið í meðferð á þeim unglingum sem farnir eru að fikta við eiturlyf eða farin að drekka," segja þau. „Af hverju að senda krakka, sem rétt eru farin að fikta við þessi efni, á meðferðarheimili? Þar hitta þau aðra unglinga sem eru komnir á fullt í eiturlyfjum og verður jjannig miklu hætt- ara við að lenda í svoleiðis sjálf." „Ég þekki stelpu sem fór í meðferð og kom út miklu verri," segir ein stelpan. „Það er mikill misskilningur að ungling- ar séu mikið í E-töflunum. Ef þau eru á annað borða að fikta í fíkniefnum þá er það í mesta lagi hass sem þau prófa,“ segir einn strákurinn. „E-pillan er bara dauð hjá unglingum og er miklu frekar notuð hjá eldra fólki.“ Þau segja það vitlausa leið í forvörnum að banna allt. Það eina sem öll þessi bönn geri er að hlutirnir verði meira spenn- andi. „Fullorðna fólkið fær að drekka en við ekki. Og eina svarið sem við fáum er í raun: „Af því bara. Þetta er bannað, punktur." Fullorðna fólkið ræð- ur,“ segja þau. En ef þið fengjuð að ráða? „Ætli við værum ekki bara eins Fréttaflutningur abyrgðarlaus StaðietnTno bílattæAa er jjotukor t um Þíónustuskr áðhús Reykjavíkur innkeyrsla í kjallara fráTjarnargötu séuiwsi Bilastæðasjóður Fjölmiðlar eru mjög dugleg- ir að draga upp allt það neikvæða í fari unglinga," seg- ir Linda Udengaard, forstöðu- maður Fellahellis. „Það hefur reynst mjög erfitt, þegar eitt- hvað jákvætt hefur verið að gerast, eins og til dæmis í fé- lagsmiðstöðvunum, að hreinlega fá fjölmiðla til okkar. Um leið og eitt- hvað neikvætt gerist hins vegar þá er það umsvifa- laust frétt. Stundum finnst mér fréttaflutning- ur fjölmiðla mjög ábyrgð- arlaus og eina spurningin hjá fréttamönnum er hvort þetta selji blaðið. Enginn hugsar út í afleið- ingarnar. Umfjöllun fjöl- miðla getur jafnvel haft þau áhrif á suma unglinga að þeim finnist þetta of- boðslega töff og vilji vera eins og myndin sem dreg- in er upp í fjölmiðlum. Við höfum þurft áð taka á nokkrum svoleiðis mál- um. En það er auðvitað lítill hluti unglinga sem verður fyrir þessum nei- kvæðu áhrifum. Þetta virkar ekki á stærsta hlut- ann, en við höfum áhyggj- ur af þessum litla hóp. Svo er þessi litli hópur, sem gerir eitthvað af sér, gerður að stóra hópnum. Það gleymist oft að lang- stærstur hópur unglinga er að gera fullt af góðum hlutum og því má ekki gleyma. Unglingar eru ekki upp til hópa til vand- ræða. Langt í frá. En það er auðvelt að gleyma þessu og alhæfa. Ég man eftir að eitt sinn sagði ég við krakkana hérna í Fellahelli hvað þau „Eg hef það stundum á tilfinningunni að fjölmiðlar séu beinlínis að leita eftir einhverju slæmu sem unglingar hafa gert um helgina,“ segir Linda. gengju illa um staðinn. Þá benti einn unglingurinn á að ekki gengju allir unglingar illa um! Ég hef unnið með unglingum síðustu tíu árin og mér finnst umfjöllun um unglinga í fjöl- miðlum mun meiri í dag en áð- ur og þá meina ég á neikvæðu nótunum. Eftir hverja einustu helgi er eitthvað í fjölmiðlum um unglinga. Ég hef það stund- um á tilfinningunni að fjölmiðl- ar séu beinlínis að leita eftir einhverju slæmu sem ungling- ar hafa gert um helgina.“

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.