Helgarpósturinn - 21.11.1996, Side 17

Helgarpósturinn - 21.11.1996, Side 17
FllVIIVmJDAGUR 23. NOVEMBER 1996 17 R» Tölvupopp er tónlistarform sem Stefán Hilmarsson glímir við á nýjustu einherjaskífu sinni, Eins og er... Hér kveður við nýjan tón hjá Stefáni, sem hann segist vonast til að geta þróað betur á næstu árum Stebbi í samband Rafmagnspopp eða tölvu- popp er vaxandi tónlistar- form erlendis og nú hafa ís- lenskir tónlistarmenn tekið við sér. Einn þeirra er Stefán Hilmarsson, sem í gegnum ár- in hefur verið þekktastur fyrir að syngja með Sálinni hans Jóns míns og fleiri sveitum. „Ég hef einfaldlega hrifist með þessari dansóríenteruðu bylgju sem hefur átt sér stað undanfarin misseri. Því fer hins vegar fjarri að ég sé að finna upp hjólið — nema þá helst fyrir sjalfan mig og það er að vissu leyti afrek út af fyr- ir sig. Vegna þessara áhrifa lá beinast við að notast mikið við tölvur á skífunni og ég held að útkoman sé mjög góð,“ segir Stefán um nýju sólóskífuna, sem ber nafnið Eins og er... GAGNRYNIR UNGVIÐIÐ „Mér finnst þetta form mjög heillandi og það á eftir að verða æ meira áberandi í fram- tíðinni. Það opnar mörgum dyr og býður upp á óteljandi möguleika, enda þarf ekki lengur græjur í tonnavís til að taka upp músík. Það sem ég leitaðist við á þessari plötu var að blanda saman rafræna heiminum og þeim melódíska. Mér finnst sem ungt tónlistar- fólk í dag gefi melódíunni ekki séns. Það er eins og menn séu feimnir eða finnist hallærislegt að vera melódískir. Það er reyndar frekar skrýtið með til- liti til þess að ein vinsælasta hljómsveit í heimi, Oasis, er að gera melódískt bítlapopp. Það er reyndar áberandi hversu fá- ar virkar popphljómsveitir hafa skotið upp kollinum und- anfarin misseri. Það hefur þó e.t.v. eitthvað með það að gera að músíklandslagið hefur ver- ið að breytast mikið að undan- förnu með tilkomu nýrrar tækni og sennilega er ungliða- hreyfingin bara föst uppi í kvistherbergjum við skjáina að þróa tölvutónmálið." Stefán stendur reyndar frammi fyrir því sjálfur að þurfa að finna lausn á því hvernig hentugast verði að troða upp með nýju tónlistina á sviði. Hann segist reyndar ekki ætla að fylgja plötunni neitt sérstaklega eftir, enda ekki hlaupið að því að halda tónleika nema með ærnum til- kostnaði. Hann segir þó að ein- ir tónleikar séu þegar ákveðnir sem verða jafnframt formlegir útgáfutónleikar, í Borgarleik- húsinu 2. desember. Ekki er þó ólíklegt að fleiri fylgi í kjölfarið. „Eins og það er í eðli sínu ein- falt að taka upp skífu með tölv- um getur verið jafnerfitt að halda lifandi tölvupopptón- leika. Ég gæti jú spilað tónlist- ina á segulbandi og sungið með. Ég man eftir að Hebbi Guðmunds gerði þetta listavel í Hollywood hér í den og Páll Óskar nú í seinni tíð, en ég feta sennilega ekki þá braut... ann- ars er aldrei að vita. Það má kannski segja að ég sé gamal- dags en mér finnst að tónleik- ar verði að vera lifandi, í þeirri merkingu að ég vil sjá hljóð- færaleikara performera.“ g ÓLÍK VINNUBRÖGÐ I Stefán.gefur skífuna út sjálf- ur og segir það skipta litlu máli hvort hann sé á mála hjá ein- hverju útgáfufyrirtæki eða gefi efnið út sjálfur. „Við í Sálinni gerðum t.d. yfirleitt mestallt sjálfir varðandi kynningu; það eina sem við gerðum ekki var að dreifa plötunni. Ég er því vanur að standa í eldlínunni og öllu höstlinu. Ég gaf „Líf“ út sjálfur og það var góð reynsla og fín tilfinning. Reyndar var sú plata mjög dýr í vinnslu og ég tapaði á henni peningum, enda var ég hangandi yfir efn- inu langt fram eftir hausti. Það helgaðist einkum af því að maður var að hanna hlutina nokkurn veginn jafnóðum. Ég hafði ekki markað mér nógu markvissa stefnu í upphafi. Ætlunin með nýju plötuna var að skipuleggja málið mjög vel og eyða nokkrum tíma í and- legan undirbúning. Þetta átti að vera „sólóplötuár". Ég var ákveðinn í að liggja ekki eins lengi yfir vinnslunni, heldur vinna plötuna hratt en örugg- lega. Það virtist þó fram eftir ári ekki geta orðið. Sífellt voru einhver verkefni að skjóta upp kollinum. Ég söng með Millj- ónamæringunum, Spooky Boogie og tók svo rispu með Sálinni í kringum verslunar- mannahelgina. Þessi verkefni reyndust taka mikinn tíma frá mér, án þess að ég sé að sýta það sérstaklega, og því gafst aldrei tóm til að vinna í verk- efninu." Stefán segir að það hafi ekki verið fyrr en hann og hans dyggu aðstoðarmenn, Máni Svavarsson og Friðrik Sturiu- son, fóru nokkra daga í sumar- bústað fyrir utan bæinn og lok- uðu sig af frá amstri hvers- dagslífsins að hjólin tóku að snúast. „Þá fyrst sá ég fram á að þetta tækist. Tvö laganna voru til fyrir, en við unnum nótt og dag og tókum upp fjölda laga til viðbótar. Þetta reyndist fremur einfalt verk, enda var ég löngu búinn að gera upp við mig hvernig ég vildi að diskurinn hljómaði. Allur tækjakostur er líka orð- inn svo einfaldur og meðfæri- legur að þetta var lítið mál þegar til kastanna kom. Auk þess var ég með afbragðsað- stoðarmenn. Við unnum efnið frá allt öðrum enda en ég hef gert áður. í Sálinni var ferillinn sá að Gummi kom með demó á æfingu og síðan var útsett og hlaðið ofan á þá hugmynd. A Eins og er... var útgangspunkt- urinn hins vegar í'ytminn. Eins og áður segir hef ég hrifist af ýmsum elementum í danstón- listinni, sem er orðin gríðar- lega fjölbreytt og skemmtileg. Við byrjuðum á því að Máni smíðaði „groove'* eftir pöntun, sem við notuðum sem ramma, og sniðum síðan hljóma og lag- línu eftir. Lögin eru frekar ein- föld í eðli sínu og byggjast að- allega á þéttum rytma og sterkum laglínum. Mér finnst okkur hafa tekist vel upp, en auðvitað hentum við mörgu í ruslið eins og gengur og gerist. Það gerist iðulega þegar ég er að semja lög eða texta. Stund- um semur maður til dæmis í rauninni marga texta þar til maður dettur niður á línur og þema sem henta laginu best.“ EIGINKONAN SONG MEÐ „Aðeins tvö lög brjóta nokk- uð upp heildarsvipinn; annars vegar diskólagið „Satín" og hins vegar „í fylgsnum hjart- ans“. „Satín" fæddist alveg óvart en Máni var að fikta við einhver bít og datt niður á prýðis gamaldags diskógroo- ve. Það lag átti nú ekki að vera með á plötunni en við skelltum jrví með á síðustu stundu. „í fylgsnum hjartans" er róleg ballaða og ákaflega persónu- legt lag sem ég vildi endilega hafa með. Síðan er gaman að segja frá því að lagið „Fárán- legt" varð til á skemmtilegan hátt. Okkur langaði að fá lán- aða línu úr öðru lagi einhverra hluta vegna og duttum niður á Garún-stefið gamla eftir Magn- ús Eiríksson. Ég hringdi í Magnús, sem brást vel við og lánaði okkur stefið fúslega. Er- lendis tíðkast það mikið að menn noti grunna úr þekktum lögum og e.t.v. er þetta ómeð- vitað eitthvert afsprengi þess. Mér finnst að svona smáend- urvinnsla eigi fyllilega rétt á sér þrátt fyrir að einhverjir túlki það sem kreppueinkenni. Ég tel það einfaldlega ögrandi að vinna lög á þennan hátt og skemmtilega tilbreytingu. Þetta er auðvitað alveg nýtt lag, þar sem ég nota bara minni úr öðru lagi. Þetta er ekki ósvipað og í mynd- eða ritlist, þar er sífellt verið að nota minni héðan og þaðan." Þess má til gamans geta að í Iaginu fékk Stefán konuna sína til að syngja viðlagið ásamt fleirum. PERSONULEGIR TEXTAR „Eftir nokkurra daga streð með þeim Friðriki og Mána fór ég einn til Hveragerðis til að semja texta. Textasmíðar hafa nú alltaf legið vel fyrir mér og ég var fljótur að semja flesta textana. Ég er ánægður með þá og vonandi hefur mér tekist að bæta mig á þeim vettvangi. Ætli ég sé ekki orðinn meðvit- aðri um það sem ég vil láta frá mér fara. Það tekur vitanlega tíma að ná tökum á texta- smíð. Þetta er á vissan hátt nokkur íþrótt, því auðvitað er þetta að miklu leyti þjálf- un. Hingað til hef ég oftar en ekki stuðst við hina fornu að- ferð stuðla og höfuðstafi, sem á vissan hátt má flokka undir forna þjóðaríþrótt. Ég var búinn að ákveða það fyr- irfram að gera í því að hafa textana óformfasta og láta hugsanirnar frekar flæða óhindraðar. Hvað yrkisefnið varðar, þá hefur það ekki tek- ið miklum breytingum, enda hugðarefnin ætíð þau sömu; ástin, lífið og tilveran. Ég fer ekki mikið út í einhverja fíló- sófíu og súrrealisma. Það má kannski segja að á fyrstu sól- óskífunni hafi textarnir verið persónulegri en oftast áður og reyndar einnig á þessari þegar upp var staðið, þótt ekki hafi það verið beinlínis ætlunin. Það er þó alls ekki eins berum orðum og á Líf. Einhvern veginn leiðist mað- ur ómeðvitað út á persónu- legar brautir í svona verkefni, enda tekur maður það nokk- uð inn á sig." SÁLIN SAMAN UM JOLIN Stefán segir framtíð sína í poppinu óráðna, eins og reyndar frá fyrstu tíð. Hann gerir sér þó vonir um að geta sent frá sér fleiri sólóskífur þegar fram líða stundir, enda sé gjöfulast að semja lög og texta sjálfur. Hann segist nú ekki vera hættur í hljómsveit- arstandinu og bendir t.d. á að Sálin sé alltaf til staðar. „Við hittumst stöku sinnum — svona eins og ættingjar í fermingarveislum — og tök- um snarpa túra. Það er mjög skemmtilegt að hittast svona endrum og sinnum. Við ætl- um meðal annars að hittast í desember og leika á nokkrum tónleikum fram yfir áramót. Svo er aldrei að vita nema við komum saman næsta sumar til að breiða út fagnaðarer- indið. Túrinn síðasta sumar gekk glimrandi vel. Svo eru menn orðnir þyrstir í að gefa út efni, en við gáfum síðast út skífu sumarið 1995. Það er jrví ekki ólíklegt að nýtt Sálarefni líti dagsins ljós á næsta ári... Ann- ars kemur það allt í ljós." -gl> á 500 g jólasmjörstykl Áður£76 kr. Nú 132 kr. Notadu tækifærid og njóttu smjörbragdsms l GSMjOP6^ Þú sparar 88 lcr. á lcíló Öll viljum við halda í okkar jólahefðir. Láttu okkur aðstoða þig við að senda þínu fólki í útlöndum eitthvað virkilega gott sem minnir þau á jólinh eima. Allar sendingar fara með DHL NÓATÚN117, HRINGBRAIIT 121, AUSTURVERI, ROFABÆ 33, KLEIFARSEL118, LAUGAVEG1116.HAMRAB0RG KOP., FURUGRUND KUP., MOSFELLSBÆ. ■http: / /this. is/net lifandi vefur um Internetiö, fólkiö, tæknina og framþróun A plét, auglýsingastofa ehf.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.