Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 21.11.1996, Qupperneq 15

Helgarpósturinn - 21.11.1996, Qupperneq 15
RMMTUDAGUR ZL NOVEMBER1996 Borgarbam í sveitinni v 15 ★★★ Unglingsárin eru íslenskum rithöfundum hugþekkt við- fangsefni. Umskiptin frá bernsku til manndóms eru líka mikill umbrotatími í lífi hvers manns (og konu) og þessi tími er viðfangsefni Ólafs Hauks Símonarsonar í sögunni Rign- ing með köflum sem Ormstunga gefur út. Umgjörð þessarar sögu er annars þekkt; sumar- dvöl fjarri vinum og ættingjum, manndómsvígsla sem felst í því að að standa á eigin fótum, að vinna fyrir sjálfum sér og upp- lifa kynlíf í fyrsta sinn. Jakob Jaicobsson er 15 ára Reykjavíkurpiltur sem er send- ur í sveit til að forða honum frá því að taka þátt í yfirvofandi skilnaði foreldra sinna. Sumar- dvalarstaðurinn er Gil, af- skekktur bær í ótilgreindri sveit sem á land að sjó. Drengurinn er nýkominn á Gil þegar sagan hefst, heldur súr yfir hlutskipti sínu og saknar félaganna og fót- boltaiðkunar í KR. Hann hefur þó fiðlu sína með sér og finnst það nokkur raunabót, þótt heimilisfólk kalli hann fiðlung í háðungarskyni. Landið fer þó fljótt að rísa enda er heimilisfólkið allt með líflegra móti. Búskapur er frum- stæður, ekkert rafmagn er á bænum, enginn sími, né heldur rennandi vatn. Þá er skepnu- hald í rýrara lagi. Heimilisfólkið er þó hið hressilegasta, bónd- inn er búskussi með blíða lund en húsfreyja hörkutól og öldr- uð móðir hennar einnig. Börnin á bænum eru þrjú; Benni heitir sá elsti og er litlu eldri en Jakob. Hann ____ hefur allt á hornum sér og lifir fyrir það að stunda sjó á skektu föð- ur síns en kemur helst ekki nálægt bústörfum. Annar bróðirinn er Nonni og er hann yngri Jakobi. Hann er meira og minna rúmfastur vegna hjartagalla sem þjakar heilsu hans en stendur þó fyllilega fyrir sínu því vélar og tæki hvers konar leika í höndum hans. Hann er jafnframt mikili sáluféiagi Jak- obs. Þá er ótalin heimasætan Gunnvör, jafnaldra Jakobs, hin mesta forynja eins og annar kvenpeningur á bænum. Til- finningasamband kviknar þó fljótt milli þeirra Jakobs og verður rauður þráður í gegnum söguna. Sveitcifólkinu svipar til for- feðra sinna í fornsögunum að því leyti að það þarf sífellt að vera í ófriði við nágranna af næsta bæ, Hvammi, og þiggur ekki greiða af þeim þótt lífið liggi við. Benni og bóndasynir í Hvammi eiga í stöðugum erj- um. Og til að flækja mál fyrir Jakobi er fríð og heimsmanns- leg heimasæta á þeim bænum líka sem reynir af mætti að leggja snörur fyrir Jakob. Jakob fær bágt fyrir að vera að „míga utan í“ Hvammsfólk þótt hann neyðist til að fara þangað öðru hverju, til að komast í síma auk annarra erinda. Það fellur ekki í kramið hjá Gunnvöru og hall- mælir hvor hinni í eyru Jakobs og hann veit ekki í hvorn fótinn hann á að stíga. Söguefnið hér er ekki ýkja frumlegt eins og fyrr er nefnt. Það breytir þó ekki því að frá- sögnin er bráðskemmtileg og meinlega fyndin oft á tíðum. Persónur eru bráðlifandi og eiga alla athygli lesandans. Þótt sagan eigi að gerast á árunum um 1960 verður þess ekki sér- staklega vart þar eð vettvangur hennar er afskekkt sveit. Það er ljóst að búskapur fjölskyldunn- ar er á síðasta snúningi, þessi heimur er að hverfa þótt fjöl- skyldan þrjóskist við. Stolt hús- móðurinnar bannar að ná- grannabóndinn geti keypt óðal feðra hennar og mæðra fyrir slikk þannig að fjölskyldan þraukar áfram á einni saman þrjóskunni. Oddgeir Eysteinsson G U ð 111 U 11 d U r A ii d r i T h o r s s o n Fjarri heimsins glaumi ★★★1/2 Pegar tími iðnbyltingarinnar stóð sem hæst í Bretlandi, á seinni hluta 19. aldar, spratt upp áhugi meðal betur stæðra borgara á frumstæðum eða „náttúrulegum" samfélögum. Mengun hins kolafreka iðnaðar fann andstæðu sína í óspilltu umhverfi, þar sem fólk lifði í sátt við náttúruna í hreinu lofti við heilbrigða lífshætti. Þetta er sú lífssýn sem sögumaður hef- ur í bókinni íslandsförin eftir Guðmund Andra Thorsson sem út er komin hjá Máli og menningu. Sagan er sögð í formi dagbók- ar sem sögumaður stílar á heit- konu sína. Dagbókin skráir bæði langþráða íslandsför sögumanns svo og undirbúning hennar. Sögumaður er ungur hefðarmaður í Lundúnum. Hann nafngreinir hvergi sjálfan sig en hann er íslenskur í móð- urætt og það vekur áhuga hans á þessu óþekkta landi, auk þess að fara á Njáluslóðir. Samband- ið við heitkonuna á sér hörmu- lega sögu sem er aðeins hálf- sögð í byrjun og það hvílir sem mara á sinni hans. Umræddur sögumaður legg- ur í för sína fullur eftirvænting- ar, sér ísland í rómantísku ljósi, sér fyrir sér hreina og fagra náttúru og héruð fornfrægra sagnahetja. Samferðamennirnir eru kostulegir fuglar. íslending- urinn Jón Hólm er fylgdarmað- ur. Hann er uppfullur af þjóð- erniskennd og dreymir stóra drauma um föðurlandið, hyggst iðnvæða það og færa til nútím- ans. Eins konar tilbrigði við Einar Ben., þótt ekki sé hann skáld. Annar förunautur er enskur náttúrfræðingur, Cam- eron, en honum er ætlað að stunda rannsóknir í ferðinni. Sá er jarðbundinn guðleys- ingi, tekur kenningar Darwins bókstaflega, eða hefur öllu heldur endaskipti á þeim og heilagri ritningu. Efni sögunnar verður ekki rakið hér en það er skemmst frá því að segja að sögumaður upplifir Is- landsförina sem menn- ingarsjokk. Landsýn á Austfjörðum við komuna til landsins er heldur óyndisleg og þá fyrst saknar hann subbulegr- ar Lundúnaborgar þegar komið er til Reykjavíkur. Þvílíkt eymdarpláss er vart til annars staðar á byggðu bóli. En þegar ferðin berst um sveitir Suðurlands nær landið loks að svara væntingunum sem lagt var upp með í byrjun, þótt íslenskt veðurfar slái stundum á ánægj- una. Þá er þess að geta að sögumaður býr að því að hafa verið í umsjá ís- lendings í Lundúnum og getur því talað íslensku við innfædda á ferðum sínum. Nefna má að raunverulegar og þjóð- frægar persónur koma við sögu, Jón Sigurðs- son forseti og Matthías Jochumsson skáld. Inn í ferðasöguna flétt- ast aðrar minni sögur, ástarraunir Jóns Hólm en einnig draugasagan um Hjaltastaðafjandann sem birt er orðrétt upp úr Sagnaþáttum Þjóðólfs og er látin tengjast lífs- gátu sögumanns. Þetta óvenjulega form sem sögunni er valið, dagbók- arformið, gengur upp. Og upplifun lesandans er sú að sögusviðið og sögutíminn sé hvort tveggja trúverðugt. Þetta gæti sem allra best hafa gerst. Saga Lundúnabúans er áhugaverð, skemmtileg og sorgleg í senn. Þannig upplifir lesandinn líka ís- lendinga með gleraugum sögumanns, þeir eru í senn göfugir og brjóst- umkennanlegir. Sú mynd sem sögumaður dregur upp af íslensku sveita- fólki við fyrstu kynni, eft- ir Reykjavíkurdvöl, er þó sú mynd sem maður vill helst hafa fyrir sér af hinu gamla íslandi: „Svip- ur þess bjó yfir æðru- leysi íslenska sveita- mannsins sem væntir einskis af öðrum mönn- um en setur traust sitt á eigið afl og þann Guð sem honum er gefið að trúaá.“ (bls. 111) Oddgeir Eysteinsson Grensasvegur 10 , bréfasími 568 7115 Opiö á laugardögum kl. 10.00 - 16.00 http://WWW.ejs.is/tilbod • sala@ejs.is

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.