Helgarpósturinn - 21.11.1996, Page 18

Helgarpósturinn - 21.11.1996, Page 18
18 FIMMTUDAGUR 2L NÓVEMBER1996 Ólafur Ragnar Grímsson er vinsælt viöfangsefni rithöfunda fyrir þessi jól. Pálmi Jónasson. höfundur bókarinnar Herra forseti Ólafur Ragnar Grímsson, og Gunnar Smári Egilsson, höfundur Bessastaðabókanna, fyrrverandi félagar af Pressunni og Morgunpóstinum, segja að þær séu ekki gerðar í óþökk forsetans... Engar hneykslissögur af forsetanum Páimi: „Hefðin hefur verið sú að menn skrifi eigin sögu þegar þeir eru komnir á eftirlaunaaldur og ég tel það ekki heppilega blaðamennsku." Olafi Ragnarí var sent bréf þess efnis að bókin væri í vinnslu og boðin öll samvinna með viðtölum og lestri hand- rits. Hann fékk síðan handritið sent til yfirlestrar og ég hef ekki fengið neinar athuga- semdir frá honum né öðrum sem það hafa lesið. Ég tel því að þessi bók sé ekki gerð í óþökk forsetans," sagði Pálmi Jónasson, höfundur bókarinn- ar Herra forseti Ólafur Ragnar Grímsson, í samtali við HP. Bók hans er ein þriggja bóka sem fjalla um nýjan forseta lýðveld- isins og koma út fyrir jólin. Önnur er Bessastaðabækurnar eftir Gunnar Smára Egilsson, nokkurs konar grínbók um hundrað fyrstu embættisdaga forsetans. Sú þriðja er Forseti íslands eftir Karl Th. Birgis- son. Hún fjallar um forseta- framboð Ólafs Ragnars og er skrifuð í fjáröflunarskyni fyrir framboðið. Bók Pálma er af allt öðrum toga, en þar er leitast við að fjalla um líf Ólaf Ragnars á opinberum vettvangi síðustu áratugina. Pálmi hefur verið búsettur í Danmörku síðastliðið ár, þar sem hann starfaði meðal ann- ars hjá stórblaðinu Berlingske Tidende. Hann kom með hraði til landsins og hefur undan- farnar vikur setið við að skrifa bókina um Ólaf. Pálmi er kunn- ur blaðamaður og hefur starf- að hjá DV, Pressunni og Morg- unpóstinum. Þá skrifaði hann ásamt Jónasi Sigurgeirssyni eina söluhæstu bók ársins 1992, íslenskir auðmenn, en hún vakti mikla athygli og um- tal. Forðast eigin lifsskoðanir „Ólafur sagði sjálfur, þegar hann hafði ítrekað verið valinn óvinsælasti stjórnmáiamaður landsins, að aðalatriðið fyrir Herra Ólafur Ragnar Grímsson, fimmti forseti lýðveldisins, er rithöfund- um afar hugleikinn fyrír þessi jól. stjórnmálamenn væri að menn tækju eftir verkum þeirra og mynduðu sér skoðanir á þeim. Það væri síðan eðli lýðræðis- ins að menn væru með þeim og á móti. Hann sagði einnig að stjórnmálamenn sem fólk léti sér fátt um finnast væru ekki að vinna verk sem einhverju máli skiptu. — Meðal annars í ljósi þessara orða þótti mér fróðlegt að rita sögu þessa um- deilda manns, sem óvænt ákvað að bjóða sig fram til for- seta með þessum glæsilega árangri. Þegar ég hóf ritun bók- arinnar ákvað ég strax að forð- ast mínar eigin lífsskoðanir heldur miklu fremur túlka lífs- skoðanir og lífsverk Ólafs Ragnar eins og þau hafa birst á opinberum vettvangi í ræðu og riti. Ég geri því minnst af því að túlka atburðarás og stjórn- málaferil hans á nokkurn hátt.“ Hnýsist ekki í einkalrf forsetans Pálmi sagði að of lítið væri um að skrifaðar væru bækur í sama anda og bókin hans um Ólaf Ragnar. „Hefðin hefur ver- ið sú að menn skrifa eigin sögu þegar þeir eru komnir á eftir- launaaldur og ég tel það ekki heppilega blaðamennsku. Ef bókin er vel unnin er miklu heiðarlegra að fara þá leið sem ég hef valið, enda erfiðara fyrir fólk _að meta eigin verk eða feril. Ég hef sjálfur starfað við blaðamennsku í sjö ár og hef fylgst grannt með Ólafi Ragnari þann tíma og jafnvel Iengur. Hann er að mínu mati einhver athyglisverðasti stjórnmálamaður Islendinga í seinni tíð og það hefur sjaldan ríkt lognmolla í kringum hann og störf hans. Hann er ótrú- lega kraftmikill og dulegur maður sem hefur áorkað miklu, bæði á vettvangi stjórn- mála og utan þeirra. Hann var til dæmis aðeins fimmtán ára þegar hann safnaði um sjö þúsund undirskriftum vegna handritamálsins, var forseti skólafélagsins Framtíðarinnar fyrir þrjátíu og fimm árum, bannaður í útvarpi og sjón- varpi fyrir þrjátíu árum og varð fyrsti prófessorinn í stjórnmálafræði hér á landi. Hann stóð líka framarlega í stjórnmálabaráttunni hér áður fyrr og það var sú saga sem ég þekkti síður. Hann var í Möðruvallahreyfingu Fram- sóknarflokksins og gekk síðar til liðs við Samtök frjálslyndra og vinstri manna fyrir Alþing- iskosningarnar 1974. Hann komst þá fyrst inn á þing sem varaþingmaður. Síðar gekk hann til liðs við Alþýðubanda- lagið og komst þar til mikilla áhrifa eins og flestum er kunn- ugt. Við ritun bókarinnar lagði ég því langmesta áherslu á stjórnmálaferil hans á opin- berum vettvangi og læt einka- lífið liggja á milli hluta, enda annað ekki við hæfi.“ Ólafur Ragnar hefur gam- an af dagbókarfærslunum „Þetta byrjaði með því að Hrafn Jökulsson, ritstjóri Al- þýðublaðsins, bað mig að skrifa grein í blaðið sitt. Ég stakk upp á að ég skrifaði dagbókarbrot Ólafs Ragnars í embætti og hann samþykkti það. Svo birt- ist greinin og hún fékk ágæt viðbrögð og því ákvað ég að halda áfram og skrifa um fyrstu hundrað daga hans í embætti. Ég veit aðeins um tvo sem þótti greinarnar að- finnsluverðar og annar gekk undir nafninu „Suðurnesja- krati". Hann sagði upp blaðinu og skrifaði því harðort bréf,“ sagði Gunnar Smári Egilsson, höfundur Bessastaðabókanna, sem hafa vakið mikla athygli í Alþýðublaðinu og koma nú út í bókarformi. Gunnar Smári sagði að að öðru leyti hefðu viðtökur les- enda Alþýðublaðsins verið góðar, en bókin hefur selst í tæplega 800 eintökum fyrir- fram. „Það er ekki á hverjum degi sem bók fær slíkar viðtök- ur.“ En var ekki erfitt að skrifa greinar um Ólaf Ragnar í hverri Gunnar Smári: „Mér skilst að Ólafi Ragnarí þyki dagbókarfærslurnar skemmtilegar." viku í fleiri mánuði? „Nei það var auðvelt, enda eru persón- urnar svo skemmtilegar að þær skrifa sig sjálfar.“ Smári sagðist hafa heyrt eftir áreiðanlegum heimildum að Ólafur Ragnar hefði skemmt sér vel yfir þessum frásögnum en hann væri ekki enn búinn að panta eintak af bókinni. -gþ „The Great American Pastime“ Þetta líf, þessi list Stealing Beauty ★ ★★ Aðalhiutverk: Liv Tyler, Jeremy Irons og Sinead Cusack. Leikstjóri: Bernardo Bertolucci. Inga leikkonan Liv Tyler hefur hingað til ekki fengið neitt hlutverk sem talist getur bitastætt, og má hún teljast heppin að jafnfrægur leikstjóri og Bernardo Bertolucci skyldi velja hana í blábyrjun ferils hennar. Tyler stendur sig (að mínu mati) vel í hlutverki Lucy, ungrar stúlku með ljóða- drauma sem fer í heimsókn til fjölskylduvina sinna á Ítalíu til þess að semja ljóð, láta gera höggmynd af sér og reykja hass. Jeremy Irons leikur fár- veikan leikritahöfund sem fær mikinn áhuga á hinni óspilltu Ari Eldjárn skrifar um kvikmyndir og íðilfögru Lucy og leikur hann hið íróníska skáld mjög vel, að minnsta kosti er jáað framför frá Die Hard 3. Sinead Cusack er ágæt í hlutverki bú- stýrunnar á bænum og eru leikararnir langflestir mjög góðir. Bertolucci byrjar mynd- ina eins og flestir ungir leik- stjórar nú á dögum og er mað- ur feginn þegar hann hættir því. Myndin er sumsé til að byrja með tekin á myndband og er það frekar ófagmannleg myndataka en eftir það er hún virkilega vel unnin og gullfal- leg. Sagan er dálítil blanda af öllu; dálítið af rómantík, dálítið af sorg og dálítið af húmor. Þetta er engan veginn besta mynd Bertoluccis en mikil framför frá hinni misheppnuðu Little Buddha. Bertolucci er þó ekki fastur í mynstri annarra mynda sinna. Þessi mynd hefði ekki heppn- ast ef hún væri í sama stíl og til dæmis The Last Emperor, sem er frábær mynd en jafnframt grafalvarleg. Það hefði verið hægt að búa til úr þessum efni- við grafalvarlega og leiðinlega frásögn en Bertolucci leyfir sér að vera svolítið bilaður og frjálslyndur, sem er gott, því þessi mynd er eins og lífið; dá- Iítið af öllu. The Fan ★★ Aðalhlutverk: Robert de Niro, Wesley Snipes, Ellen Barkin og fleiri Leikstjóri: Tony Scott The Fan er sálfræðitrryllir sem fjallar um ofurdýrk- anda hafnabolta sem ákveður að gera eitthvað í málinu þegar uppáhaldsleikmaður hans glat- ar hæfni og vinsældum í einni svipan. Leikstjórinn Tony Scott hefur sýnt það og sannað að hann er mjög fær spennu- myndaleikstjóri og hefur hann gert myndir á borð við Top Gun og Crimson Tide, en mér finnst eins og sálfræðitryllar séu honum ofviða, bæði hvað varðar spennu og persónu- sköpun. Robert de Niro er öll- um kunnur sem leikari og er hann ekki vanur að láta neinn bilbug á sér finna í þeim efn- um. En hér hefur honum svo sannarlega tekist illa upp. De Niro hefur náttúrulega sýnt hversu klikkaður hann getur verið í hlutverkum eins og Tra- vis Bickle í Taxi Driver, en það er samt sem áður engin trygg- ing fyrir því að nýi brálæðing- urinn, Gil, sé ógnvekjandi. Myndin er of lengi í gang, hún einblínir á það hversu bágt de Niro á með fyrrverandi konu sína og barn svo maður fer að vorkenna honum, en það er grundvallarreglan í sköpun ill- mennis: Maður má ekki finna til með honum, maður á að hata hann. Quentin Tarantino hefur oft tekist að gera illmenni, til dæmis Gary Oldman í True Ro- mance. Sá karakter á að deyja, en Quentin lætur hann tala í fimm mínútur á undan og mað- ur verður svo reiður út af því sem hann segir á þessum fimm mínútum að maður er bara virkilega ánægður þegar hann loksins er drepinn. Hitt er það að maður getur ekki kennt í brjósti um Wesley Snipes. Wesley sjálfur hefði getað ver- ið verulega sympatískur ef leik- stjórinn hefði aðeins leyft hon- um það. Við fáum það lítið að kynnast persónu hans að manni stendur nokkurn veginn á sama um hann. Það er sem sé búið að skemma spennuna tví- vegis: Maður vorkennir ill- menninu og er sama um Snip- es. Þetta er það sem rænir The Fan því litla plotti sem hún hafði til að bera og verður hún ekki einungis óspennandi held- ur líka langdregin og leiðinleg. Bíóin í bænum The Nutty Professor ★ Murphy eins og hann geríst verstur. Horfið frekar á frummyndina eða leigið „Eddie Murphy Delerious". The Arrival ★ Handritið er fáránlega paranoid, leik- stjóm slöpp og geimverumar hlægilegar. Djöflaeyjan ★ ★★★ íslensk kvikmyndagerð á uppleið. Von- andi koma fleiri svona. Breaking The Waves ★ ★★★ Lars von Trier er séní. Dead Man ★★★★ Jim Jarmusch aftur kominn á kreik. Sennilega besta mynd hans til |iessa. §/£)Kffl=[M<§D[ia A Time To Kill ★★★ Effektíft réttardrama með góðum leikur- um. Matthew McConaughey er bestur. Phenomenon ★★ Myndin byrjar vel og er skemmtileg fyrír hlé en rennur svo eftír það alveg út í sandinn. ^©FDÍIQíMcsj Djöflaeyjan (Sjá Háskólabíó) Lamerica ★ ★★★ Snilldarverk frá leikstjóranum Gianni Amelio. [LaoD^atráisIbffcgi The Island of Dr. Moreau. ★ Hryllileg vísindaskáldsögu-adaption. Marion Brando er eins og trúður. Escape From LA ★ John Carpenter vinnur greinilega bara vel með Irtinn pening á milli handanna. Striptease ★ ★ Ekkert hræðileg og ekkert frábær. Burt Reynolds er fyndinn en endirínn absúrd. ID4 ★ Þjóðremba og tölvubrellur.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.