Helgarpósturinn - 21.11.1996, Side 9

Helgarpósturinn - 21.11.1996, Side 9
FIMMTUDAGUR 2L NÓVEMBER1996 9 \ Við sambúðarslit fólks fylgir bamið oftast móðurinni og faðirinn hættir að skipta máli í daglegu Irfi barnsins. Oft ná foreldr- ar ekki samkomulagi um hvernig samskiptum skuli háttað og það bitnar hvað harðast á bömunum. Jafnvel þegar samkomu- lag næst um umgengni fara leikar einatt þannig að samverustundum bama og föður fækkar þrátt fyrir yfirlýstan vilja allra aðila um annað. Eiga karlmenn svona auðvelt með að yfirgefa böm sín og ýta þeim til hliðar eða er þetta kannski jafnerfitt fyrir föðurinn og barnið? Svanbjörg H. Einarsdóttir leitaði svara. Pabbi, segðu að þú elskir mig — helvítis svikarinn þinn Hvar er pabbi? Af hverju kemur hann ekki aftur? Komdu pabbi Taktu mig í faðm þinn Þrýstu mér að þér Kysstu mig og segðu að þú elskir mig — helvítis svikarinn þinn! Þannig lýsir Sigurður Skúla- son mótsagnakenndri til- finningu barns skilnaðarfor- eldra til föður sem hverfur á braut eftir skilnaðinn. Við sam- búðarslit fylgir barnið oftast móðurinni og faðirinn hættir að skipta máli í daglegu lífi barns- ins. í jafnpersónulegu uppgjöri og skilnaður er óhjákvæmilega verður það jafnan hlutskipti karlsins að standa álengdar og fylgjast með úr fjarlægð hvern- ig konu og börnum reiðir af. Oft ná foreldrar ekki samkomulagi um hvernig samskiptum skuli háttað og það bitnar hvað harðast á börnunum. Jafnvel þegar samkomulag næst um umgengni fara leikar einatt þannig að samverustundum barna og föður fækkar þrátt fyr- ir yfirlýstan vilja allra aðila um annað. Mótsögnin sem Sigurður lýsti að ofan, og er tekin úr afmælis- riti Félags einstæðra foreldra frá árinu 1989, á sér hliðstæðu í viðhorfi feðra. í nýlegri rann- sókn um hagi íslenskra barna- fjölskyldna kemur fram að 76% feðra án forræðis eru ósáttir við að hafa ekki lengur forsjá yf- ir börnum sínum. Þverstæðu- kennt sem það hljómar eru flestir þeirra aftur á móti nokk- uð sáttir við umgengnina, sem oft er þó heldur rýr. Þriðjungur íslenskra skilnaðarbarna sér feður sína sjaldan eða aldrei og í um 47% tilvika er umgengni sí- breytileg. Aðeins í 10% tilfella fylgir umgengni fyrirfram ákveðnu mynstri. Til skamms tíma gátu börn sótt föðurímynd annað, til ætt- ingja í stórfjölskyldunni eða átt regluleg samskipti við fullorð- inn karlmann utan veggja heim- ilisins, t.d. kennara. Því er ekki lengur að heilsa. Stórfjölskyld- an er varla til, karlmönnum í kennarastétt hefur hríðfækkað og á barnaheimilum og í leik- skólum eru karlkyns starfs- menn nánast óþekkt fyrirbæri. Þessar sérstæðu þjóðfélags- breytingar hafa orðið hratt og nokkuð óvænt og enn er í raun ekki vitað hvaða áhrif þær muni hafa. Margir spá því að allt fari á versta veg og benda á bandarískar og sænskar rann- sóknir sem sýna fram á að um 90% glæpamanna alast upp án föður. Þetta eru sláandi tölur, en einstæðum mæðrum til hug- arhægðar kemur einnig fram að samband við móður var í flest- um tilfellum eitthvað brogað. En hvernig stendur á því að feð- ur eiga svona auðvelt með að yfirgefa eða ýta til hliðar börn- um sínum og hvaða áhrif hefur það á börnin að alast upp án til- finningalegra tengsla við full- orðinn karlmann? Er ástæða til að grípa í taumana og þá hvern- ig? Kynhlutverkin lærast Sæmundur Hafsteinsson sál- fræðingur hefur skoðað þessi mál frá ýmsum sjónarhornum og segir vangaveltur og tilgátur margvíslegar. Hann telur ljóst að þessi þróun sé börnum afar óhagstæð því þeim sé mjög nauðsynlegt að hafa samskipti við bæði kynin. „Persónuleiki fólks er byggður upp af mörg- um ólíkum þáttum og því nauð- synlegt fyrir börn, til læra að skilja sjálf sig og annað fólk, að kynnast fullorðnu fólki af báð- um kynjum. Kynin eru ólík og eiga að vera ólík, því þau hafa ekki sama hlutverki að gegna í uppeidinu. Börn verða að fá tækifæri til að skilja í hverju munurinn liggur til að geta sam- samað sig eigin kyni, lært kyn- hlutverkið, og í leiðinni áttað sig á hvernig á að umgangast og skilja hitt kynið. Ef fyrir- myndir eru ekki til staðar leita þau að þeim annars staðar til að fylla upp í þetta tómarúm. Ef börnin eru mikið ein þá er sjón- varpið oft þeirra helsti félagi og þar leita þau oft fanga. Einfald- ast og eðlilegast er auðvitað að þau finni fyrirmyndirnar í sínu raunverulega umhverfi." Óþekkt ástand í sögu okkar Sæmundur segir ennfremur að í ljósi þess að kjarnafjöl- skyldan eigi sér árþúsundahefð í sögu okkar og sé heppilegt form í þjóðfélaginu finnist sér ólíklegt að hún iíði undir lok. „Aftur á móti verðum við að skoða hlutina eins og þeir eru og reyna að átta okkur á þeim. Ef við skoðum tíðni hjónaskiln- aða í dag sjáum við að það stefnir í það fljótlega að helm- ingur allra hjónabanda á íslandi rofni. Þetta þýðir að það sem áður var „afbrigðilegar" fjöl- skyldur verði í meirihluta. Við höfum aldrei, í ríflega tvö þús- und ára sögu okkar, kynnst þessu ástandi fyrr og vitum því ekki hvert þetta leiðir okkur. Vissulega hafa komið upp tíma- bil karlmanns- og föðurleysis fyrr í sögunni en það hefur ver- ið af sökum dauða, t.d. á stríðs- tímum. En dauði hefur allt önn- ur áhrif á börn en það að faðir- inn „velur“ að yfirgefa heimilið. Stundum finnst mér eins og þessir tíðu skilnaðir tengist litlu mótlætaþoli nútímafólks. Öllum á stanslaust að líða vel og vera glaðir og reifir daginn út og inn. Ef þér líður ekki nógu vel er lausnin að taka pillu og ganga burt frá vandanum! Pör verða að hlú að sambandi sínu og mega ekki leggja hjónasam- bandið á hilluna við það að verða foreldrar. Þá er ekki ein- vörðungu hætta á að samband- ið fari í vaskinn heldur ættu for- eldrar líka að hafa í huga að barnið drekkur í sig þeirra sam- skipti. Það læra börnin sem fyr- ir þeim er haft. Annars telja margir fræðimenn að pendúll- inn sveiflist til baka og ég vil trúa því. Náttúran læknar sig oftast sjálf en það er ljóst að það þarf að koma til móts við þessar miklu breytingar með aukinni umfjöllun og ráðgjöf." Feður í sárum Dr. Sigrún Júlíusdóttir fé- lagsráðgjafi segir reynslu sína af „týndu“ feðrunum ekki þá að þeim standi á sama um börn sín heldur það að sársaukinn yfir að missa forræði yfir börn- um sínum og glata því að deila með þeim daglegu lífi sé feðr- unum þungbær. „Ég hef þrá- sinnis heyrt frá fráskildum feðr- um sem til mín hafa leitað að sársaukinn sé svo mikill að þeir kjósi frekar að draga sig í hlé en að fá skammtaða samveru með börnum sínum. Sannleikurinn er nú bara sá að karlmenn eiga oft ósköp erfitt með að vinna úr tilfinningum sínum og skilnað- ur fer oft skelfilega með þá. Til marks um þetta þetta þá var börn til að koma í veg fyrir skilnaði,“ segir Sigrún. „Málið er að foreldrar vilja vitaskuld börnum sínum allt hið besta, en aðstæður eru bara oft svo óhagstæðar og vilj- inn er ekki frjáls. Fólk sogast inn í kröfur vinnumarkaðarins og heimilið situr á hakanum. Við vitum að ytri ástæður, þ.e mikið vinnuálag og kröfur og væntingar fólks um efnisleg gæði, eru stór ástæða hjóna- skilnaða. Þarna þarf að taka í taumana." Samvinna kemur í veg fyrír sálarþrengingar Það hefur sýnt sig að ráðgjöf getur verið áhrifarík leið, bjarg- að hjónaböndum og ef til skiln- flykkjast mæður yfirleitt á nám- skeið til að undirbúa sig fyrir fæðinguna og umönnun litla barnsins. Feður fá að vera með í tveimur, þremur öndunaræf- ingum sem eru ekki neitt sér- staklega til þess fallnar að veita þeim mikið öryggi og fræðslu! Á tímabili var beinlínis sagt við feður að samband móður og barns væri svo sterkt fyrstu mánuðina að það væri hrein- lega ekki pláss fyrir pabbann. Faðirinn ráfaði um skelfingu lostinn og fann strax að þetta var alveg hárrétt, því barnið grét í fangi hans! Hann fann til öryggisleysis og sá að hann hafði ekkert til brunns að bera hvað varðar umönnun unga- barns. Þetta var auðvitað ekki Sigrún Júlíusdóttir: „Eg hef þrá- sinnis heyrt frá fráskildum feðrum sem til mín hafa leitað að sársauk- inn sé svo mikill að þeir kjósi frek- ar að draga sig í hlé en að fá skammtaða samveru með börnum sínum. Sannleikurinn er nú bara sá að karlmenn eiga oft ósköp erf- itt með að vinna úr tilfinningum sínum og skilnaður fer oft skelfi- lega með þá.“ nýlega opnað karlaathvarf í Gautaborg og nær allir sem þangað leita eru karlar í sárum eftir skilnað." Foreldrar týndir í vinnu „Skilnaður getur auðvitað stundum verið lausn, en oftast er þó raunin sú að lífið verður miklu erfiðara fyrir alla fjöl- skylduna. Feðrum finnst sér út- hýst, týna sér oft í vinnu, og einstæðar mæður þurfa að vinna meira til að sjá sér og börnum sínum farborða,“ segir Sigrún. Máli sínu til stuðnings bendir hún á að í ljós hafi kom- ið að einstæðar mæður vinni hlutfallslega jafnmikið og gift hjón. „Meðalvinnustundir þeirra eru jafnmargar og hjá tveimur einstaklingum í hjóna- bandi. Því má segja að barnið missi tengsl við báða foreldra og yfirleitt minnka líka tengslin við fjölskyldu föðurins. Enda hefur komið í ljós að kvíði og vanlíðan barna einstæðra for- eldra er meiri en hjá börnum sem búa hjá báðum foreldrum. Það er ekki endilega skilnaður- inn sjálfur sem fer verst með barnið heldur eru það slæm samskipti foreldra og aðbúnað- ur sem mestu skipta. Því má augljóst vera hve nauðsynlegt er að styðja ein- stæða foreldra og eins verður að auka aðstoð við hjón með Sigurður Svavarsson: „Það er út í hött að þegar til skilnaðar kemur hafi skyndilega bara annað for- eldríð allar skyldur gagnvart börn- unum á meðan hinum aðilanum er skammtaður tími með þeim! Þetta fyrírkomulag skapar einmitt vissa hættu á að foreldrið án forræðis — sem er oftast faðirinn — taki þá hörðu afstöðu að kúpla sig út. Þetta á ekki að snúast um rétt for- eldra eða spurninguna um að vinna eða tapa. Þama þarf að ala foreldra upp.“ aðar kemur hjálpað til við að draga úr tíðni forsjárdeilna. Ný- legar bandarískar tölur sýna að um 50% foreldra ná, ein og óstudd, samkomulagi um forsjá og umgengni. Um 30% leita til yfirvalda um úrskurð og hefur ráðgjöf skipt sköpum fyrir þennan hóp og flestir ná samkomulagi. Um 20% eiga í verulegum deilum en með aðstoð hefur verið hægt að draga mikið úr hörðustu deilunum. „Góð samvinna for- eldra giftra, fráskilinna eða ógiftra skiptir öllu máli. Þegar til skiinaðar kemur ættu for- eldrar líka að hafa í huga að búa nálægt hvort öðru og ná- lægt skóla barnsins. Börnin geta þá skokkað hvort sem er til pabba eða mömmu og þau halda bæði áfram að vera hluti daglegs lífs. Það getur forðað börnunum frá því að ganga í gegnum sálarþrengingar sem fylgja tilfinningum um höfnun og samviskubit," segir Sigrún. Feðrafrædsla „Fræðsla til foreldra er í mol- um hér á landi og feður fá bók- staflega enga fræðslu,“ segir Sigurður Svavarsson, formað- ur karlanefndar Jafnréttisráðs. „Þegar von er á nýju barni Sæmundur Hafsteinsson: „Per- sónuleiki fólks er byggður upp af mörgum ólíkum þáttum og því nauðsynlegt fyrír börn, til að læra að skilja sjálf sig og annað fólk, að kynnast fullorðnu fólki af báðum kynjum. Kynin eru ólík og eiga að vera ólík, því þau hafa ekki sama hlutverki að gegna í uppeldinu. Börn verða að fá tækifæri til að skilja í hverju munurinn liggur til að geta samsamað sig eigin kyni, lært kynhlutverkið, og í leiðinni áttað sig á hvernig á að umgang- ast og skilja hitt kynið. Ef fyrír- myndir eru ekki til staðar leita þau að þeim annars staðar til að fylla upp í þetta tómarúm." til þess fallið að styrkja tengsl föður við barn sitt. Feður þurfa fræðslu alveg eins og móðirin. Því fyrr sem tilfinningaböndin eru hnýtt þeim mun erfiða mun reynast að höggva á þau.“ Fæðingaroríof fyrir feour Sigurður segir ennfremur að til að styrkja þessi bönd enn frekar sé nauðsynlegt að feður fái fæðingarorlof. Eins og mál- um er nú háttað auka feður jafnvel vinnu til að vega upp á móti tekjumissi sem fjölskyldan verður fyrir. „Það er nauðsynlegt að fæð- ingarorlof feðra verði bundið, þ.e.a.s. ef hann nýtir það ekki þá falli það niður. Reynslan hef- ur sýnt okkur að öðruvísi nýta þeir ekki orlofið. Svíar og Norð- menn hafa tekið upp feðraorlof og það hefur gefið góða raun. Hér á landi er jafnvel enn meiri ástæða til að koma á feðraorlofi í ljósi þess hve fólk, og þá sér- staklega karlmenn, vinnur gríð- arlega mikið. Með feðrafræðslu og fæðingarorlofi fáum við ábyrgðarfyllri og betri feður sem eru mun ólíklegri til að ýta sambandinu við börn sín til hliðar ef til skilnaðar kemur." Sameiginlegt forræði „Annað þjóðþurftarmál í þessu samhengi er að koma á sameiginlegu forræði sem reglu ef til skilnaðar kemur,“ segir Sigurður. „Ef eitthvað mikið er að þá væri hægt að fara með málið til yfirvalda og leita þar úrskurðar. Þegar fólk býr sam- an með börnum sínum þá er það með sameiginlegt forræði. Það er út í hött að þegar til skilnaðar kemur hafi skyndi- lega bara annað foreldrið allar skyldur gangvart börnunum á meðan hinum aðilanum er skammtaður tími með þeim! Þetta fyrirkomulag skapar ein- mitt vissa hættu á að foreldrið án forræðis — sem er oftast faðirinn — taki þá hörðu af- stöðu að kúpla sig út. Þetta á ekki að snúast um rétt foreldra eða spurninguna um að vinna eða tapa. Þarna þarf að ala for- eldra upp. Mér finnst að við skilnað ætti að skylda foreldra í fræðslu og ráðgjöf frekar en að senda þau til sóknarprests." Markaðssett uppeldisstörf Sigurður er fyrrverandi kenn- ari og segist ekkert skilja í þess- um flótta karlmanna úr stétt- inni því fá störf séu eins gjöful. „Kannski þarf hreinlega að markaðssetja námið á þann hátt að augu karlmanna opnist. Ég veit til að karlmenn sem unnu á leikskólum í Noregi bjuggu til myndbönd til að sýna öðrum mönnum fram á hve spennandi og skemmtilegt þetta starf í raun og veru væri. Karlmenn sem vinna með börn- um hljóta í staðinn gríðarlegar vinsældir, því auðvitað sækja börn í þá. Þeirra leikir eru öðru- vísi og gefa börnunum annað en það sem þau fá frá konum. Sem betur fer! Ég á kunningja sem vann lengi á barnaheimili og hann var iðulega eins og skreytt jólatré. Utan á honum héngu marglit börn sem horfðu á hann aðdáunaraugum," segir Sigurður að lokum. Vandfyllt skarð Þótt barn skilnaðarforeldra, sem er alfarið í umsjá móður sinnar, eigi kost á reglulegri umgengni við karlmann er vandfyllt það skarð sem faðir- inn skilur eftir sig. Þungbær reynsla Sigurðar Skúlasonar er til marks um það. Á fullorðins- árum skildi Sigurður við barns- móður sína og í greininni í Af- mælisriti Félags einstæðra for- eldra lýsir hann viðleitni sinni til að koma í veg fyrir að synir hans verði fyrir seima áfallinu. „Pabbi minn varð með tíman- um mín stærsta von um lífs- breytingu og ást [...] í þá von og þá blekkingu hélt ég raunar áratugum saman, gerði að draumi, sem ég hreiðraði um mig í. Þráin eftir föður mínum og ást hans varð stærsta, sterk- asta og persónulegasta tilfinn- ing lífs míns,“ skrifar Sigurður um barnæsku sína.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.