Helgarpósturinn - 21.11.1996, Side 13

Helgarpósturinn - 21.11.1996, Side 13
FIMMTUDAGUR 2L NÓVEMBER1996 ^ V Þ j óðflutningar Islendingar hafa lengi sýnt furðumikið sinnuleysi þeim miklu þjóðflutningum sem áttu sér stað á ofanverðri 19. öld og fram á þá 20., þegar tugþús- undir landsmanna fluttu vest- ur um haf til Kanada og Banda- ríkjanna. Við erum vön að fylgjast giska vel með okkar fólki, hvar sem það kemur, en um vesturferðirnar gegnir dá- lítið öðru máli. Þær hafa orðið hálfgert feimnismál í íslenskri sögu og nú síðustu áratugina má heita að ekkert hafi verið um þær fjallað hér á landi: hverjir fóru, hvers vegna, og hvernig þeim vegnaði í hinum nýju heimkynnum. Vestur-ís- lendingar hafa undanfarna ára- tugi verið meireða minni skrýtla í augum okkar; ein- kennilegir og spaugilegir hálf- Ameríkanar sem tala fönní ís- lensku og rekast hingað stund- um til að góna á gamlar tóftir og þylja löngu gleymdar ættar- tölur. Við höfum þóst þess um- komin að gagnrýna Vestur-ís- lendinga fyrir að týna niður ís- lenskunni og ganga vestur- heimskri alheimsku á hönd, en sannleikurinn er sá að við er- um sjálf ekki síður ábyrg fyrir því að tengslin við landa vora og afkomendur þeirra fyrir vestan hafa hafa meirog minna rofnað; við höfum nálega ekk- ert sinnt þeim og í rauninni misst gjörsamlega á þeim áhugann en þeir hafa aftur á móti sýnt mun meiri viðleitni til að halda tengslum hingað. Ástæðurnar fyrir þessu áhugaleysi um af- drif landa okkar í Vest- urheimi eru ugglaust margar en höfuðorsökin liggur sjálfsagt í upphaf- inu sjálfu. Vesturferð- irnar voru afar umdeild- ar á sínum tíma og mörgum mektarmannin- um hér fannst þær stappa landráðum næst. Þannig vændi Benedikt Gröndal vesturfara um „skort á föðurlandsást", „meðfædda flökkunátt- úru“, „deyfð, ómensku, vitleysu, fákænsku, svik, pretti, ágirnd, skamm- sýni“, og gaf í skyn að þeir væru „þjófar og lygarar, svikarar og meinsærismenn, og alls konar ódrengir, letingj- ar og flakkarar". Þessi tónn var alls ekki sjaldgæfur og ótrú- lega margir bölsótuðust út í vesturfarana fyrir að „yfirgefa" landið. En ástæðan fyrir vest- urförunum var vitanlega fyrst og fremst neyð og allsleysi hér á landi, enda var tíðarfar mjög hart lengst af á tíma vestur- ferðanna, og svo alger skortur á tækifærum til betra lífs í ríg- bundnu miðaldaþjóðfélaginu sem hér var enn við lýði. Þegar við bættust greiðari samgöng- ur vestur á bóginn og boð stjórnvalda bæði í Bandaríkj- unum og Kanada til útlendinga um að koma og setjast að á óbyggðum svæðum þurfti ekki að sökum að spyrja. Það má vissulega fyrirgefa ýmsum þeim sem gagnrýndu vestur- ferðirnar harkalegast, því hafa verður í huga að einmitt á sama tíma og þær stóðu sem hæst var sjálfstæðisbarátta ís- lendinga gegn Dönum í al- gleymingi og vitanlega var sárt fyrir ýmsar góðar sjálfstæðis- hetjur að berjast daglangt fyrir auknu sjálfstæði íslands, en horfa svo að kvöldi upp á það að stór hluti þjóðarinnar virt- ist ekki geta beðið með að sleppa burt frá þessu landi, hvað sem leið gorgeir sjálf- stæðisforkólfanna og fögrum kvæðum þjóðskáldanna. En hitt er sem sé erfiðara að skilja hversu afdráttarlaust íslenskt Bókmenntir igi skrifar lllugi Jökulsson samfélag skar í raun og veru á öll tengsl vestur á bóginn eftir að vesturferðirnar voru af- staðnar. Nú upp á síðkastið má greina ýmis merki þess að áhugi íslendinga á vesturferð- unum og vesturförunum sé meiri en verið hefur um langt skeið. Þar kemur ýmislegt til en tvær miklar og góðar skáld- sögur Böðvars Guðmundsson- ar eru sjáanlegasta dæmið, og það áhrifamesta. í fyrra gaf Böðvar út bókina Híbýli vind- anna og nú er nýkomið út framhald þeirrar sögu, Lífsins tré. Augljóst er við lestur seinni bókarinnar að Böðvar hefur frá upphafi hugsað sér bækurnar tvær, og sem sam- hangandi verk, og ýmislegt sem þessum lesara hér þótti vera gallar í byggingu fyrri sög- unnar, og einkum laut að hlut sögumannsins, reynist þegar verkið er skoðað í heild vera þaulhugsað og afar vel heppn- að. Reyndar er best að draga ekki fjöður yfir það lengur að mér þykir þetta verk Böðvars Guðmundssonar eitthvert glæsilegasta bókmenntaverk sem lengi hefur komið út á ís- lensku, og með því hefur hann — nokkuð óvænt, kannski — skipað sér skyndilega á „ Vestur-fslendingar hafa undanfarna áratugi uerið meireða minni skrýtla í augum okkar; einkennilegir og spaugi- legir hálf-Ameríkanar sem tala fönní ís- lensku og rekast hingað stundum til að góna á gamlar tóftir og þylja löngu gleymdar œttartölur. “ fremsta bekk íslenskra skáld- sagnahöfunda. Þar kemur ekki fyrst og fremst til söguefnið, svo áhugavert sem það þó er og löngu tímabært að íslenskir skáldsagnahöfundar tækjust á við vesturferðirnar, en réttast að taka fram að eftir því sem ég hef vit á eru lýsingar hans á vesturferðunum mjög sann- ferðugar og trúlegar, enda hef- ur hann bersýnilega viðað að sér miklum og góðum heimild- um um efnið. Það er því óhætt að lesa bækur Böðvars í sjálfu sér sem trausta heimild um vesturferðirnar, en mestu skiptir þó að sögurnar eru fal- legur og hjartnæmur skáld- skapur. Reyndar er alllangt síðan ég hef lesið íslenskar bækur sem einkennst hafa af jafn fölskvalausri samúð og skilningi með persónum sín- um, af jafn ríkri mannúð, í feg- urstu merkingu þess orðs, án þess þó vel að merkja að sam- úð og mannúð verði nokkru sinni á kostnað skáldskapar- ins. Bækur Böðvars eru nefni- lega langt frá því að vera væm- in vella, ef einhver skyldi nú draga þá ályktun af þessum orðum, heldur eru þær einfald- lega skrifaðar af virðingu fyrir mannfólkinu og ósviknum kær- leika í þess garð, hvað sem líð- ur öllum breysídeika persón- anna. Og þær eru líka kímileg- ar og skemmtilegar, þótt iðu- lega sé miklum hörmungum lýst. Reyndar er nýja bókin, „Þótt Böðuar klóri per- sónur sínar ekki inn að blóðiþá teksthonum þó að búa he'r til sannari og trúuerðugri manneskjur en ýmsum þeim sem þyk- irekki uarið í söguper- sónurnema þeim se' fylgt bæði upp í hjónasœngina og inn á klósettið. “ Lífsins tré, ennþá skemmtilegri en sú fyrri, enda svolítið farið að hægjast um hjá aðalpersón- unum og erfiðleikarnir ekki jafn óbærilegir og heima á íslandi og á frumbýlis- árunum fyrir vestan, sem lýst var í fyrri bókinni. Einkum fær lunkin kímni Böðvars að njóta sín í frá- sögn seinni bókarinnar af þeirri makalausu per- sónu Jens Duffrín, sem er alls ekki eins og fólk er flest og flækist víða, fá- máll og drungalegur, en jafnvel Jens Duf- frín á sér samt sína djúpu harma og lýsing Böðvars á hon- um er raunar einhver eftir- minnilegasta mannlýsing á ís- lenskri bók sem ég hef lesið síð- an Halldór Lax- ness var og hét. Persónusafn bókarinnar er stórt og lit- skrúðugt, og at- hyglisvert hversu auðveld- lega og fyrir- hafnarlaust Böðvari tekst að draga upp skýra drætti þeirra, jafnvel hinna smæstu aukaper- sóna. Sérlega eftirtektar- verður er til dæmis ís- lenski sápukóngurinn í New York sem segir frá á fáeinum blaðsíðum og virðist ekki farið ýkja djúpt í sakirnar, en verð- ur þó lesanda ógleyman- legur. Svipað má segja um systurnar í sirkusn- um. Stíllinn er hvarvetna áreynslulaus, ljóðrænn og fallegur. Lífsins tré er hópsaga, rétt eins og fyrri bókin, og fylgst er samhliða með fjölda persóna, en aðal- persónurnar eru þó Ólaf- ur fíólín og nánasta fjöl- skylda hans, bæði fyrir vestan haf og heima á ís- landi. í lok fyrri bókarinn- ar hafði hann haldið heim til íslands á ný, eftir að draumar hans um betra líf virtust hafa beð- ið algert skipbrot í Amer- íku, en í nýju bókinni heidur hann aftur í vest- urveg, með nýja eigin- konu, tryggðatröllið Elsa- betu, og saman reyna þau að lifa þar mann- sæmandi lífi. Báðum eru þeim sorgirnar þungar sem blý en bugast þó aldrei, og að lyktum hugsar lesari með sér að þótt Böðvar klóri persón- ur sínar ekki inn að blóði þá takist honum þó að búa hér til sannari og trúverðugri mann- eskjur en ýmsum þeim þykir ekki varið í söguper- sónur nema þeim sé fylgt bæði upp í hjónasængina og inn á klósettið. í heild verð- ur að segjast að bækur Böðvars Guðmundssonar eru sannkallað sælgæti bæði fyrir þá sem vilja fræðast um örlög landa okkar fyrir vestan haf og ekki síður fyrir þá sem unna góðum, fallegum og hjartnæmum epískum skáldskap. Rétt er að brýna fyrir lesendum sem misstu af fyrri bók- inni að lesa hana áður en þeir hella sér út í þá nýju, en umfram allt lesa þær báðar. Lífsins tré er mikil örlagasaga, stundum þungbær og tregafull, en um leið þrungin glettni, hlýju og umfram allt mann- kærleika. Gallar á bókinni? Nei. Húsnæðisnefnd Reykjavíkur auglýsir sýningu nýrra íbúða að Dvergaborgum 5, Grafarvogi Sýndar verða nýjar fullbúnar íbúðir sem byggðar eru á vegum Húsnæðisnefndar Reykjavíkur. Sýningin stendur yfir á laugardag frá kl. 14-17 og sunnudag frá kl. 13-17.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.